Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 13
Skýringar: H = svefnherbergi S = stofur A = atríum, lokaður garður G = gangur B = húsbóndaherbergi BST = borSstofa E = eldhús I> = þvottahús X = geymsla og hiti C = bilskúr Mörgum hefur þótt eftirsjá að íslenzka burstabœjarstílnum og eins og kunnugt er, hefur verið reynt að endurvekja hann nú á steinsteypuöldinni. Frekar verða þær til- raunir að teljast misheppnaðar. Það er athyglisvert að nútíma arkitektar útlendir, grípa stundum til einhverskonar afbrigðts af burstastít og nota hann þá mjög frjálslega sem skreytingu eða iil þess að gefa húsum svip. Á meðfylgjandi mynd af bandarísku ein- býlishúsi, sést hvemig arkitektinn notar þrjár burstir og myndar með þeim þakið á hluta hússins, sem að öðru leyti er venju- legt, nýtizku hús á einni hæð. Fyrir utan burstimar þrjár er þakið flatt. Þetta er svokallað atriumhús; það er að lokaður garður myndast í miðju hússins og snúa að honum glerveggir á þrjá vegu. Húsið er annars nokkuð dœmigert fyrir bandarisk hús af þessu tagi; stofumar tvær, (Family room og Living room). Eldhúsið stórt og eldavélin höfð í „eyju" á miðju gólfi. Eins og venjúlega hjá Bandaríkja- mönnum, er vel í lagt hvað baðherbergi snertir. Þau em þrjú, eitt við hvert svefn- herbergi, og salerni eru samtals fjögur. • ni £3 B f X BST 3 l.qj B h i Jfl X P . ll=nin=r var okkar elztur, fór margar ferðir suður, venjulega með 5 hesta í lest. Hann náði bæði í timbur og þakjárn og það var áreiðanlega fyrsta þakjárn- ið, sem hingað barst. að var jafnað í rústunum og byggð kassabygging úr timburgrind og klætt á með járni. Við krakkarnir unn- um að því að reita mosa, sem notað- ur var í einangrun. Áfast við þetta hús var byggður skúr og hánn notaður fyr- ir fjós veturinn eftir. Það gekk vel að drífa byggingarnar upp. Það var allt komið upp um réttir, enda lagð- ist þá í rigningar. Nú voru höfð laus rúm í fyrsta sinn; áður höfðu þau ver- ið fastur hluti af baðstofunni eins og jafnan tíðkaðist. Menn höfðu mikla trú á þakjárninu, en hallinn var hafður of lítill á þakinu og sennilega hefur járn- ið verið of lítið skarað því það bar á leka. Gamla baðstofan hefði ekki lek- ið dropa enda með vallgrónu, þykku þaki. Bakatil var svo búið til eldhús og eitt eða tvö herbergi. Það voru marg- víslegar breyting0x, sem þessa atburð- ur hafði í för með sér, meðal annars kom þá eldamaskína í fyrsta sinn í bæinn. Ég vissi að sjálfsögðu ekki hvað þetta kostaði, né heldur hvernig farið var að því að kaupa allt þetta efni. Víða komu sprungur í jörð og til dæmis kom stór gjá, þriggja eða fjög- urra metra djúp í brekkuna ofan við bæinn. Við krakkarnir lékum okkur oft í henni. Síðar seig hún saman en samt sézt ennþá móti fyrir henni. S vo var það hálfum mánuði seinna eða þar um bil, að gerði feikna jarðskjálfta neðar í sýslunni, einkum í Ölfusinu. Eiríkur bróðir minn var þá á ferð með baggahesta undir Ingólfs- fjalli og kvað mikil grjóthrun hafa orð- ið úr fjallinu. Hann var í áningar- stað, líklega við Kögunarhól. Þessi jarðskjálfti náði mjög lítið upp í Kreppa en þó mín ég að við vöknuð- um í skýlinu okkar og urðum vör við titring. ÉC HRÓPAÐI Framhald af bls. 3 ar og brestirnir í jörðinni bergmái- uðu úr einum fjallshnjúk í annan svo að sums staðar heyrðist ekki mannsmál, og alla nóttina var sem jörðin léki á þræði. Fólkið stóð úti um jörðina í hópum, lostið ótta og skelfingu og fól sig guði. Þráðu menn þá ekki annað meira en birta tæki af degi. Má það furðu heita, að ístöðulítið kvenfólk missti ekki vitið.“ B ærinn í Arnarbæli gjörféll. Ofn i baðstofu, nærri mannhæðarhár kastað- ist tólf álnir frá suðri til norðurs að afturkastinu, og maður, sem sat á hey- sátu, kastaðist langt af henni í sömu átt. Allt var í graut, grjót og torf, amboð og ínnanstokksmunir. Dallar úr búrinu voru jafnvel komnir út í sálu- hlið. Bæjaþorp í miðju Ölfusi féll allt í rúst; á Krókólfsstöðum féll eins og á nálægum bæjum, hver bygging til grunna. Kippurinn kom þar svo snöggt og sviplega, að engin bylgjuhreyfing fannst, en allt lá í beðju á einu augna- bliki. Um kvöldið er kippirnir hófust, höfðu menn allir á Krókólfsstöðum flutt sig út í heygarð og lagt sig til svefns þar í heyinu. En er aðalkippurinn kom, köstuðust menn hver um annan og hver ofan á annan og engum manni var stætt. E ftir skaðræðiskippinn heyrðist um alla byggðina í hálfa aðra klukku- stund ógurlegur niður og þytur, eins og mesta fossfall. Voru margir hræddir um, að jarðeldur væri upp kominn, en fyrir austan Varmá héldu sumir, að sjórinn væri að brjótast inn á slétt- lendið. í fyrstu var þyturinn að heyra eins og org í gufuskipspípum með ógur- legum þyt. Ólæti voru öll af hver ein- um miklum, sem hafði myndazt við kippinn ofan við Hveragerði. Næsta morgun, þegar birti, sáu menn að reykj- armökkurinn stóð upp úr hvernum jafnhátt Reykjarfjalli og innan í mökkn- um sást gufustrókur spýtast upp. Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar lýsti ástandinu svo eftir ferð um lands- skj álf tasvæðið; „Einkennileg sjón er, hvar sem komið er um landsskjálftasvæðið, öll tjöldin og bráðabirgðaskýlin úti um túnin. Sums staðar ekki annað en það, að lagðir séu bútar af brotnum máttarviðum úr bæjarhúsunum hver ofan á annan, svo sem álnarhátt og síðan flatreft yfir. Skriðið þar inn á fjórum fótum og legið þar í flet- um. Tjöldin viða ekki annað en samansaumuð brekán og ábreiður en reft einhvem veginn undir tjald- grindarmynd. En dreift út um völlinn allt i kring búsáhöldum, hylkjum og ílátum, brotnum og heilum. Börn að leika sér þar innan um eins og ekk- ert væri um að vera, en fullorðnir hafa nóg að gera að laga og bæta það, sem laga verður, eða sinna bú- verkum." E ins og nærri má geta stóð marg- ur maðurinn heldur illa uppi eftir þessi ósköp og hófust fljótlega víða um land samtök til þess að aðstoða þá, sem verst höfðu orðið úti. Hver sveitin af annarri lét hjálp í té eftir frenvsta megni. Verkafólk úr Reykjavík var sent austur og menn úr fjarlægum sveitum komu til hjálpar. Þá var og stofnaður sam- skotasjóður til að veita aðstoð að- þrengdu fólki. Það þótti og tíðindum sæta, að hans hátign konungurinn, gaf úr sínum eigin sjóði tvö þúsund krón- ur og hennar hátign drottningin, eitt þúsund krónur. Um þessar mundir voru Rússnesku keisarahjónin stödd í Fre- densborg og gáfu þau fjögur þúsund krónur, þegar þau heyrðu inn náttúru- hamfarirnar, en móðir Rússakeisara, María Fedorofa gaf þrjú þúsund krón- ur. J arðskjálftinn fannst raunar víðaf en á Suðurlandsundirlendinu. Hreyfing- arnar fundust allt austur í Hornafjörð, á Reykjanesskaga og í Borgarfirði voru kippirnir allsnarpir og töluvert kvað að stærstu kippunum í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Jarðskjálftinn fannst einn- ig á vestanverðu Norðurlandi, en þar gætti hans samt mjög lítið. Fyrir 160 árum Rak þá niður svo mikinn snjó fyrir austan fjall, að varla varð kornizt millx næstu bæja. Tók þar og víðast fyrir jarðir, en hér um kring voru alltaf snöp nokkur, en gaf sjaldan að standa á. Frost voru þá bæði hörð og langvinn, svo lagði alla firði, og af Valhúsinu sást hvergi í auðan sjó. Riðu menn sá og runnu alla firði innanverða þvers og langs. Þessi veðrátta varði allt fram að jafndægrum, þá kom æskilegur bati, og hefur það góða veður varað allt til fyrir skemmstu. Nú eru komin af ur frost og kuldar. (Úr bréfi Geirs biskups 17. apríl 1807) 14. maí 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.