Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 11
og hans, sem við litlu karlarnir höfum
verið í sífelldum vandraeðum síðan
stríðinu lauk. Stóru karlarnir — Stangl-
arnir og Eichmannarnir — þeim var
hjálpað til að komast í burtu, fengu
peninga, störf og falska pappíra. Hver
hjálpar náungum eins og mér? Líttu á
skyrtuna mína og fötin mín. Engin
vinna, engir peningar — get jafnvel
ekki veitt mér lögg af víni.“
Þegar ég þagði hélt hann áfram: „Ég
veit hvar Stangl er. Ég get hjálpað þér.
En það kostar þig peninga."
Jseja, þá var komið að kjarna málsins.
„Hversu mikið?“ spurði ég.
Hann yppti öxlum: — „Ég ætla að
gera þér einstakt tilboð. Hversu marga
Gyðinga drap Stangl?"
„Það veit enginn nákvæmlega, hversu
margir dóu meðan hann var við stjórn
fangabúðanna í Treblinfca," svaraði ég,
„kannski eins og sjö hundruð þúsund
manns.“
Hann sló hnefanum í borðið:
„Ég vil fá eitt cent fyrir hvern þeirra.
Sjö hundruð þúsund cent. Við skulum
sjá . . það myndu verða sjö þúsund
dollarar. Það er í rauninni viðunandi
samningur.“
E g varð að ríghalda mér í skrif-
borðið til þess að missa ekki stjórn á
mér og slá hann í andlitið. Mig langaði
tnest til að kasta honum út, en kannski
var þarna eina von mín til að finna
Stangl og ég svaraði:
„Ég borga þér ekki fimmeyring
núna, en verði Stangl handtekinn vegna
upplýsinga þinna, skaltu fá þessa upp-
hæð.“
„Hver tryggir, að samningurinn sé
haídinn?"
„Enginn, og ef þér líkar ekki þetta
geturðu hypjað þig it.“
„Allt í lagi,“ sagði hann „vertu ekki
reiður. Ég skal segja þér nákvæmlega
hvar Stangl er starfandi, en ég veit ekki
undir hvaða nafni hann gengur. Breytir
það málinu?“
„Haltu áfram.“
1 „Stangl vinnur sem vélvirki í bíla-
smiðju í Sao Paulo. Við höfum meira
að segja núverandi heimilisfang hans og
það er enn í gildi handtökuskipun hér
í Linz.“
Þessar upplýsingar reyndust vera
réttar.
Ég sá einu sinni mynd að Stangl,
þar sem hann hélt á svipu og rak fólk
með henni í gasklefana í Treblinka. Ef
hægt yrði að koma þessum manni í
hendur réttvísinnar, hikaði ég ekki við
að greiða sjö þúsund dollara, þó að
það væri til fyrrverandi Gestapo-manns.
hagalagcfar
Ég veit meinbuginn
Þegar ég var barn, var það einu sinni
í sókn föður míns, að maður sveik ráðs-
fconu sína og gekk að eiga aðra stúlku.
Ég var í krikju þegar lýst var með
hjónaefnunum, og við hliðina á mér sat
sú, er maðurinn hafði brugðið heiti við.
Þegar þessi orð hljómuðu frá stólnum:
„Ef nokkur veit þar meinbug á, þá skal
hann segja til í tíma eða þegja síðar“,
— þá kallaði sú svikna og sagði: ,,Ég
veit meinbuginn, hann sveik mig“.
(Torfhildur Hólm)
Fregn mig skar
Þegar sr. Þorvaldur Jakobsson frá
Sauðlauksdal frétti lát frænda sinna á
ísafirði, þeirra Árna og Gríms Jóns-
sona, en þeir önduðust báðir haustið
191'9 og varð skammt á milli þeirra,
varð honum að orði:
Fregn mig skar, ég skoða þar
minn skaða náinn,
Enn ég stari ut í bláinn,
Árni farinn, Grúnur dáinn.
(Merkir íslendingar)
Aðeins
níu lönd með
hlutfnllslegn
meiri bílneign
en
ÍSLAND
FÁTT gefur jafn góða hugmynd um hina almennu velmeg-
un í löndum heimsins sem bílaeignin. Háneyzluþjóðfélög-
in, sem aðeins eru 12—15 talsins, eru þarna í sérflokki og
er ísland þar ásamt Danmörku í 10. sæti. I þessu sam-
bandi ber að geta þess, að jafnvel í sjálfum háneyzlu-
þjóðfélögunum er það mjög mismunandi erfitt fyrirtæki
að eignast bíl. í Bandaríkjunum kostar stór Ford eða
Chevrolet um 3000 dali. Fyrir mann með miðlungstekjur
samsvarar það 4 mánaða launum og aðeins 3ja mánaða
launum manns í sæmiiegri stöðu. Samskonar bíll kostar
um 350—400 þúsund kr. hér. Banka- eða verzlunarmenn
mundu vera 20—25 mánuði að vinna fyrir slíkum bíl, ef
þeir legðu allt kaupið sitt í hann, en fyrir mann í góðri
stöðu samsvara þesskonar bílkaup 12—14 mánaða launum.
Þess vegna sætir það furðu, að Island skuli þrátt fyrir
þetta komast á blað meðal þeirra þjóða, sem hlutfallslega
mest eiga af bílum. Það er ljóst, að fslendingar hljóta að
leggja meira á sig fyrir bíleign en flestir aðrir.
Miðað við framangreint verð á bílum í Bandaríkjunum,
er varla leyndardómsfullt þótt bílaeign sé mest í heiminum
og meiri en tvöfalt hærri að tiltölu en okkar. I Banda-
ríkjunum eru 26 manns á hverja 10 bíla eða 2,6 manns á
hvern bíl. Það hlýtur að teljast nokkuð mettaður mark-
aður.
Kanada er í í öðru sæti ásamt Nýja Sjálandi; í þessum
löndum eru 3,1 íbúar á hvern bíl. Ástralía er í fjórða sæti
með 4,1 íbúa á bíl. Þess má geta að engin bílaverksmiðja
er í Nýja Sjálandi, en útibú frá General Motors er í
Ástralíu.
Þá er röðin komin að velferðinni í Svíþjóð, þar eru 4,3
íbúar á bíl og er það hæsta tiltala í Evrópu. Frakkland er
í 6. sæti með 5,5 íbúa á bíl, England í 7. sæti með 5,9 ibúa á
bíl, Vestur Þýzkaland í 8. sæti með 6 á bíl, Sviss í 9. sæti
með 6,2 á bíl og siðan tsland og Danmörk með 6,3 íbúa á bíl.
Um áramótin síðustu voru í öllum heiminum 140,4 millj.
fólksbíla, en þar af meira en helmingur, eða 81,1 milljón, í
Norður-Ameríku. I Evrópu var 45,1 milljón fólkabíla, í
Suður-Ameríku 4,1 milljón og sama í Asíu. Það verða
nokkuð margir Kínverjar á hvert farartæki. 3,6 milljónir
eru í Ástralíu og 2,4 milljónir í Afríku.
1 íbúi á bíl
10 ibúar á i)íl
Japan
Ástralía
Nýja-Sjáland
Evrópa
Norður-Ameríka
469 2ÖQ
(nl) I W Í79L
1 1 400 000 IIT-Awl)
om
IðíÉjf
7. maí 1967
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS H