Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 3
Fyrri tíma lýsingar á jarðskjálftunum: hrópsaSi til fólksíns að haldo sér wið rúmÍBi## Eyjólfur í Hvammi, séra ÓI- afur í Arnarbæli og fleiri segja frá. A ofanverðum Rangárvöllum urðu miklar skemmdir á bæjum. Séra Skúli Skúlason í Odda hefur lýst ástandinu á efri hluta Rangárvalla á þessa leið: „Það er eins og bæirnir séu kramdir niður og svo er grjót og mold, viðir og veggir, matvæli og fatnaður og húsgögn í einum hrærigraut, hvað innan um annað, og svo fólkið klæðHtið, húsvillt og matarlítið og ófært um að bjarga því litla, sem finnast kynni lítt skemmt und- ir rústunum." Séra Skúli taldi, að af 280 bæjarhús- um og rúmum 1000 peningslhúsum í Odda og Keldnasóknum hafi gjörfallið um 70 bæjarhús og 330 peningshús. I Landssveit var landsskjálftinn mjög harður. Guðmundur bóndi í Hrólfsstaðahélli sagði svo frá: „Á heim- ili mínu voru allir sofnaðir, en kl. 10,20 vaknaði ég við hroðalegan brest og hljóp upp úr rúmi mínu. Skall þá fram- slafn baðstofunnar á mig ofan, og sá ég, að allt lék á reiðiskjálfi, stafir og sperr- ur brotnuðu og húsið seig niður af veggjahruni. Ég hljóp þegar fram á nær- klæðunum einum og hugði á undan- komu. Slapp ég út um gluggatóft og fólkið á eftir, hálf nakið og truflað af ótta. Sáum við þá, að 'hús öll voru brot- in niður og jörð sprungin mjög við bæinn. Létum við svo fyrirberast í tjaldi þáð sem eftir var nætur. Voru þá all snarpir kippir við og við.“ T il er stutt lýsing á jarðskjálftan- um eftir Eyjólf bónda í Hvammi og lýsir hann honum á þessa leið: „Hinn voða- legi landskjálftakippur komst því nær 1 einu vetfangi á sitt hæsta stig. Ég fann glöggt þegar fyrsta aldan reið yfir húsið, og gat ég ekki betur fundið en að hún rynni frá landsuðri eða í stefnu frá ÍHeklu. Þessi hreyfing varð brátt svo voðaleg, að allt sem var í húsinu, var á hendingskasti og hrærðist hvað innan um annað. Ég hrópaði til fólksins að halda sér við rúmin og tókst það flestum. Hinax þungu leirpípur frá eldavélinni hrundu niður og sneiddu hjá rúmi þriggja barna án þess að þau sakaði. Enda var ekki furðá, þó allt lauslegt færi á hreyfingu, því húsið hoppaði upp á milli þess, sem mér fannst það eins og í rólu frá norðri til suðurs. Engin leið var að fóta sig eða hreyfa, meðan þessi ósköp gengu á. En jafnskjótt sem því létti fór ég við annan mann að litast um, hvað gerzt hafði og var þá margt að sjá. Jörðin hafði sprungið undir norðurenda húss- ins og var eldavélin horfin þar ofan í svo hvergi sást. Þessi sprunga reyndist þó ekki mjög djúp. Skúrveggir voru sundurtættir svo að ekki var steinn yfir steini, hinn steinlímdi grunnur fyr- ir suðurhlið hússins brotinn í smá- mola en húsið hékk á nösunum nær eina alin fram af grunninum. En það var fleira og meira en þetta, sem var að sjá nýstárlegt. Skarðsfjall, sem stend- ur hér skammt fyrir austan bæinn, hafði ekki þolað slíka hreyfingu. Auk þess sem blágrýtisbjörgin sprungu í sundur og hrundu í feiknastórum mol- um niður á sléttlendið, dustaði fjallið utan af sér hinar fögru grasigrónu hlíðar, er lágu með líðandi halla upp á brún þess. Þessar feiknaþykku gras- hlíðar, sem flestar voru engjar hér frá Hvammi, höfðu runnið líkt og þykk- ur lögur væri niður á sléttar grundir, sem liggja með fjallinu sunnar. Er brúnin, þar sem jarðhlaup þessi hafa numið staðar héf um bil 15 álnir á þykkt, en surns staðar eru þau miklu þykkri. Hlaup þetta hefur lagzt yfir talsverðan part af túni sambýlismanns míns. Hafði það numið staðar örskammt frá hinum gjörfallna bæ hans. Eitt lamb- hús hvarf alveg undir hlaupið.“ S amt voru ósköpin engan veginn öll gengin yfir. Um morguninn eftir, hinn 27. ágúst, kl. hálf 10, kom nýr og mjög harður kippur, sem fannst um allt Suðurlandsundirlendið og raun- ar víðar. Harðastur varð sá kippur í Hrunamannahreppi, í Biskupstungum, Gnúpverj áhreppi og Landssveit. Margir bæir, sem hangið höfðu uppi eftir jarð- skjálftann kvöldið áður, hrundu nú al- veg. f Landssveit var þessi kippur mjög harður. Fólk, sem var úti við réð ekki hreyfingum sínum, en slengdist niður og veltist um jörðina, en jörðin gekk í bylgjum og hár gnýr heyrðist í lofti. Eftir þetta var tíðindalaust i rúma viku, en laugardagskvöldið 5. sept. skalf Suðurlandsundirlendið enn á ný af feiknarlegum landsskjálfta og varð tjón- ið engu minna en í fyrri skiptin. En nú virtist svo sem hræringarnar ættu sér upptök miklu vestar; lágsveitir Arnes- sýslu og Rangárvallasýslu urðu fyrir miklum búsifjum í þetta skipti. í Flóanum féll fjöldi bæja til grunna. Þessum landsskjálfta fylgdu dunur og dynkir voðalegir og virtist svo sem land og himinn ætlaði að rifna. Fólk flýði hvarvetna úr húsum jafnskjótt og hvinurinn heyrðist og dundi þá jarð- skjálftinn samstundis yfir. Þutu menn naktir upp úr rúmunum og út um dyr og glugga. Víða var þó tæplega ráð- rúm til að komast út, svo fljótt kom kippurinn. Á Selfossi voru þá þrír bæir. í þessum jarðskjálfta hrundi hvert ein- asta bæjarhús þar á Selfossi, en á tveim- ur bæjanna tókzt fólki að forða sér út. Á þriðja bænum fórust bæði hjón- in. Það voru Arnbjörn Þórarinsson og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Bað- stofan féll svo fljótt, að engin komst út um dyrnar, en það fólk, sem af komst, smaug út um rifu, sem kom á þekjuna við fallið, en tveir drengir voru sóttir inn síðar. Baðstofan datt fram, en 'hjónin lágu fyrir framstafni. Lagðist súðin ofan á þau !hjón í rúm- inu og sperrukjálki lenti á þeim miðj- um. Voru hafðar svo hraðar hendur á að skera ofan af þeim þakið sem auðið var í náttmyrkrinum, en þekjan álnar- þykk eða meira. Heyrðust skamrna stund stunur til Arnbjarnar, og nokk- uð lengur heyrðist til konu hans, en bæði voru þau örend, er til þeirra náð- ist og dökkblá í andliti, þar sem þau höfðu kafnað. ÍCippurinn mun hafa staðið nálægt mínútu. Þann tíma var hvergi stætt nema menn héldu sér. Á Selfossi var svo mikill öldugangur á jörðu, að mönnum fannst húsin liggja framan í bratta. Hvergi varð manntjón nema á Selfossi, en gamall maður varð undir vegg í Smá- dölum og meiddist talsvert. Kona á Ragnheiðarstöðum hafði nýalið barn. Hún var borin út, á meðan á lands- skjálftanum stóð og fékk hnjaskið og þessi voðaviðburður svo á hana að hún dó. í Flóa fengu margir meiðsli af við- um, torfi og grjóti, mörðust illa og skáru sig á gleri, er þeir brutust út um glugga. í landsskjálfta þessum skemmdist Ölf- úsárbrúin alvarlega. Svo virtist sem landsskjálftaaldan kæmi úr útnorðri og þá á annan enda brúarinnar, svo að hún kipptist suður á við með þeim afleið- ingum að akkerishleinarnar að norðan- verðu brustu í sundur. Hliðarstrengirn- ir að vestanverðu losnuðu úr stöplin- um, fimm strengir brustu í sundur og mörg smájárn aflöguðust. Var brúin eftir þetta ófær öðrum en fótgangandi mönnum. Þjórsárbrúin skemmdist líka> en miklu minna. A Skeiðum varð þessi kippur mjög harður. Fjöldi bæja þar hrundi og marg- ir stórskemmdust. í Holtum gerði kipp- urinn enn meiri usla en hinn fyrri eink- um í neðri hluta byggðarinnar. A Króki í Holtum hrundi bærinn á augabragði og sex manneskjur lágu berar í rúmun- um undir torfþaki baðstofunnar, en höfðu þó loft, því að súðin staðnæmd- ist á rúmbríkum og stólpum. I Biskupstungum var landsskjálft- inn harður en þó ekki eins og neðar i sýslunni. Ofan til í Grímsnesi var kipp- urinn tiltölulega vægur en harðari sunn- an til. í Grafningi neðanverðum varð jarðskjálftinn ákaflega harður og gerði mikinn skaða, einkum á bæjunum niður með Ingólfsfjalli. Alla nóttina milli laugardags og sunnudags fundust ótal smákippir um allt landsskjálftasvæðið og var Suður- landsundirlendi á þessu tímabili á sí- felldu ruggi og titringi. Á sunnudags- nóttina klukkan tvö kom kippur, sem varð geysilega snarpur, einkum í Ölfus- inu. Þar gerði hann meira tjón en nokk- ur hinna, sem á undan voru gengnir. í þessu jarðskjálfta féllu í Ölfusinu 24 bæir til grunna eða því sem næst, en 20 urðu fyrir stórskemmdum. Það forð- aði manntjóni í Ölfusinu, að fyrr um kvöldið höfðu komið smærri kippir svo að fólk hafði andvara á sér og höfðust margir við utan húss sökum þess. Séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli hefur sagt svo frá þessum jarðskjálfta: „Óttinn og hörmungin var enn meiri fyrir það að svartamyrkur var og blindþoka. Ölfusá ruddist fram með óumræðanlegum ofsa; varð flóð- bylgjan í henni, eftir því sem næst verður komizt, um 16 feta há. HugS- um vér, sem við hana búum, að hún væri að koma yfir oss gínandi og mundi sópa öllu burt, sem lífs hafði sloppið úr landsskjálftanum. Dunurn- Framhald á bls. 13 14. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.