Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Page 10
4 Franz Stangl
Morðingjarnir á meðal vor - 4. hluti
Eftir Simon Wiesenthal
KVENHÁR
Á 25
VÖRUFLUTNINGA-
VAGNA
F yrst í þessum kafla segir Wies-
enthal frá rannsókn sinni á undan-
komuleiðum nazistaleiðtoganna al-
mennt. Fáir þeirra reyndu að flýja til
Sovétríkjanna. t>eir áttu ekki von á
góðu þar og þeir reyndu heldur ekk’
að flýja til Skandinavíu eða Englands;
þar gátu þeir ekki heldur vænzt mik-
illar hjálpar. Leið þeirra hlaut því að
liggja suður á bóginn. Það virðist sem
um þrennskonar leiðir hafi verið að
ræða. Sú fyrsta lá um Austurríki og
} alíu og þaðan til Spánar. Önnur
xeið var til Arabaríkja, þar sem þeir
nutu virðingar á mörgum sviðum.
Þriðja leiðin var til nokkurra Suður-
Ameríkuríkja. Nazistunum hafði tekizt
að koma á fót leynifélagsskap sem
gekk undir nafninu ÓDESSA og var
það á árinu 1947, en fyrst, í stríðslokin,
hafði verið starfandi félagsskapur sem
kallaðist B-B, en það var skammstöfun
fyrir Bremen-Bari. Áfangastaðirnir
suður yfir fjöllin voru margir og vel
staðsettir; sakleysislegur fjallakofi,
veitingastaður eða bændabýli o. s. frv.
og Wiesenthal segir, að það -kunni að
þykja kaldhæðni, en áfangastöðum Gyð
inganna, sem flúðu frá Austurríki og
laumuðust inn í Gyðingaland, var komið
fyrir á svipaðan hátt. Wiesenthal segir;
að þegar á árinu 1944 hafi nazistar
byrjað að smygla fé úr landi og falið
morð fjár í hlutlausum löndum. Skýrsla,
sem fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna
tók saman 1946, nefnir 750 fyrirtæki,
sem Þjóðverj'ar hafi sett á stofn víða
um lönd og notað til þess þýzkt fé.
112 þessara fyrirtækja voru á Spáni, 58
í Portúgal, 35 í Tyrkiandi, 98 í Argen,-
tinu, 214 í Sviss og 233 í ýmsum öðrum
löndum. Þessi skýrsla er ekki tæmandi.
Wiesenthal segir, að það sé erfiðara að
rekja feril fjármagns milli landa held-
ur en atómleyndarmáL Þýzkir iöju-
höldar voru farnir að leggja á ráðin
áður en stríðinu lauk með það, hvernig
heizt yrði bjargað fjármunum og eign-
um, vopnum og uppfinningum og
plöggum frá því að lenda í höndum
Bandamanna. Þeir höfðu skotið á mik-
illi ráðstefnu í þessu skyni í Strass-
burg 19. ágúst 1944 í Hotel Maison
Rouge. Stórar fjárhæðir voru færðar á
nöfn hinna og annarra manna í erlend-
um bönkum. Heilar nýlendur risu upp.
Wiesenthal nefnir sem dæmi, að í
Ausseehéraðinu í Austurríki hafi ekki
verið búsettir nema 18 þús. íbúar
snemma árs 1944 en í stríðslok voru
þar um 80 þúsund. Þjóðverjarnir not-
uðu mjög Rauðakross-bifreiðir til að
dylja starfsemi þessa, en að þýzkum
hætti þurftu þeir að halda skrá yfir
starfsemina og einn listinn yfir flutn-
ing þeirra frá Berlín til Altaussee féll
í hendur Bandaríkjamanna. Hann var
svohljóðandi:
50 kílógrömm af gullstöngum
50 kassar með gullpeningum og ýms-
um gullmunum (hver kassi vó 50 kg.)
2 milljónir bandarískra dollara
2 milljónir svissneskra franka
5 kassar fullir af demöntum og
öðrum eðalsteinum
1 frímerkjasafn, að verðmæti minnst
5 milljónir gullmarka.
S einna fundust sannanir fyrir því
að deild í Ríkisbankanum þýzka hafði
annazt sendingu til Aussee á nokkrum
kössum af „tanngulli," en af því áttu
Þjóðverjar að sjálfsögðu all-mikið, þar
sem þeir hreinsuðu gulltennur úr föng-
um sínum áður en þeir voru líflátnir.
Venjulega bræddu þeir þetta gull upp
og steyptu það á ný í stengur og földu
það á ólíklegustu stöðum, t. d. fannst
heilt gullþak á húsi einu í Tyrol, en
þakið hafði brostið undir þunganum.
Menn hafa verið að geta sér til, að
nazistarnir hafi falið a.m.k. 750 millj-
ónir dollara, eða máski eina billjón,
hér og þar um heiminn.
E g rakst fyrst á nafn Franz
Stangl árið 1948, þegar mér var sýnd-
ur leyndarlisti yfir nöfn þeirra SS-
manna, sem hlotið höfðu æðstu heið-
ursmerki. Flestir þeirra höfðu fengið
„der Kriegsverdienstkreuz (stríðsþjón-
ustukrossinn) fyrir „hetjudáðir drýgð-
ar umfram það sem skylt Var, eins og
aðstoð við félaga í náuðum eða undan-
komu við mjög erfiðar aðstæður.“ Á
eftir nokkrum nafnanna á listanum var
aðeins rituð með blýanti athugasemd
u.n að hér væri um „ríkisleyndarmál“
að ræða og síðan önnur athugasemd
„fúr seelische Belastung" — vegna sál-
rænna óþæginda — sem þýddi sam-
kvæmt fræðilegu merkjakerfi nazista,
að mennirnir hefðu hlotið krossinn
fyrir „sérstaka framgöngu í tæknileg-
um vinnubrögðum við múgeyðingu."
Nafn Franz Stangls kom á eftir þessari
sérstöku athugasemd.
]Níæsti listi, sem ég sá nafn hans
á, var listi yfir varning, sem fluttur
hafði verið frá Treblinka-fjöldafanga-
búðunum í Póllandi á tímabilinu frá
1. okt. 1942 til 2. ágúst 1943, og var
þessi vörulisti svohljóðandi:
25 vöruflutningavagnar af kvenhári
248 vöruflutningavagnar af fötum
100 vöruvagnar af skóm
22 vöruvagnar af lyfjum
254 vöruvagnar af teppum og rúm-
fatnaði -
400 vöruvagnar af notuðu dóti ýmis-
konar
2800 milljónir bandarískra dollara
400 þús. sterlingspund
12 milljónir sovézkra rúblna
140 milljónir pólskra zlotys
400 þús. gullúr
145 þús. kg. af gullhringum
4 þús. karöt af demöntum yfir 2 karöt
120 miiljónir zlotys af ýmiskonar
gullpeningum og nokkur þúsund perlu-
festar.
(Undirskrift) Franz Stangl.
S hat5, ,„,6
ur í Treblinka. Af þeim 700 þúsund
manns, sem vitað er að þar voru, eru
nákvæmlega 16 — sextán — á lífi.
1948 komst ég að því, að Franz Stangl
hafði snúið aftur til Austurríkis og
sameinazt þar fjölskyldu sinni, konu
sinni og börnum. Hann var SS-Oberst-
urmfúhrer, allir af þeirri gráðu nazista
voru vafningalaust fangelsaðir.
Bandaríkjamenn stungu Stangl inn í
bráðabirgðafangabúðir sínar í Glasen-
bach skammt frá Salzburg. Það vissi
enginn, að hann var fyrrverandi yfir-
fangavörður í Treblinka. Stangl var tvö
ár í Glasenbachfangabúðunum.
Þegar það vitnaðist að Stangl hafði
verið við nám í Hartheim-kastala — en
þar ráku nazistar vísindastofnun, sem
iagði stund á gereyðingu fólks með vís-
indalegum hætti, — var hann fluttur úr
fangabúðunum og í hið almenna fang-
elsi í Linz. Fangarnir í Linz voru oft
sendir til að hreinsa burt rústir eða
endurbyggja hálffallnar byggingar.
Stangl vann með smáglæpamönnum við
ríkisfyrirtækið Vöest-stáliðjuna. Fang-
anna var ekki stranglega gætt. Hvaða
ástæðu höfðu þeir til að flýja?
Þeir fengu meiri mat í fangelsinu
en utan þess. Það fór samt svo, að
kvöldi þess 30. maí, að Franz Stangl var
ekki í fylgd með þeim föngum til fang-
elsisins aftur, sem hann hafði fylgt til
vinnunnar um morguninn. Það var færð
athugasemd í fangelsisbækurnar, en
hvorki bandarísk né austurrísk yfir-
völd látin vita af hvarfi fangans. Þegar
ég svo loks vissi, að Stangl væri horf-
inn, ákvað ég að hafia samband við fjöl-
skyldu hans. Þegar ég hafði fundið að
heimilisfang hennar var í Vels, var
mér sagt þar, að frú Stangl og þrjár
dætur hennar hefðu farið frá Aust-
urríki þann 6. maí 1949. Eftir að maður
hennar hafði komizt undan hafði frú
Stangl fengið starf við bandarískt bóka-
safn á staðnum. Ég komst að því seinna,
að Franz Stangl hafði verið fluttur eftir
leiðum ODESSA til Damaskus. Hann
hafði fengið þar starfa og var farinn
áð leggja á náðin um, að konan o>g börn-
in kæmu á eftir honum. Auðug indversk
kona, sem oft ferðaðist til Sviss, hafði
lofað að taka frú Sangl sem kennslu-
konu fyrir tvö börn sín.
I\æðismaður Sýrlands í Bern ætl-
aði að láta þeim í té nauðsynleg vega-
bréf. Það var síðan dag nokkurn 1949,
að þrír menn frá velþekktu austurrísku
flutningafirma komu heim til frú Stangl
og skrifuðu „Damaskus" með stórum
stöfum á hliðar tveggja kistna, sem
þeir síðan fluttu á brott. Frú Stangl
kvaddi vini og kunningja og lofaði að
skrifa fljótlega og hélt síðan með dætur
sínar til Sviss, þar sem hún fékk vega-
bréfsáritun til Sýrlands.
Seint á árinu 1949 fór ýmislegt að
vitnast um dauðabúðirnar í Treblinka
og framkvæmdir Franz Stangls þar.
Þegar hér var komið var hann orðinn
einn af þeim nazistaforingjum, sem rétt-
urinn taldi sig eiga mest vantalað við.
Vinir og kunningjar frú Stangl í Vels
sögðu að hún hefði ekki sent einu sinni
kort síðan hún fór og sumir sögðu að
þetta skraf, áður en hún fór, um
Damaskus hefði allt saman verið hrein
blekking og Stanglhjónin myndu lík-
lega vera í Beirut í Líbanon. Ég skrifaði
„Damaskus, eða máski Beirut" á spjald-
ið hans Stangls og stakk því í spjald-
skrána með spjöldum háttsettra naz-
ista, sem enn voru óuppgerðar sakir við.
að gerðist ekkert í málinu, þar
til einn dag 1959, að þýzkur blaðamað-
ur, sem hafði verið á ferðalagi um
ýmis Arabalönd, færði mér lista yfir
nazista sem byggju í þessum löndum.
Hann sagði: — Það var hending að ég
skyldi fá vitneskju um að Franz Stangl
er í Damaskus. Ég hitti hann ekki, en
ég talaði við fólk sem ekki þóttist í
neinum vafa um þetta. Það sagði, að
hann ynni sem viðgerðarmaður í bíla-
geymslu.
Seint á árinu 1960, að lokinni ann-
arri ferð til Austurlanda nær, kom
þessi blaðamaður að máli við mig í Vín
og sagði að Stangl væri ekki lengur
í Damaskus.
„Hann virðist hafa horfið þaðan í
skyndi skömmu eftir að Ben Gurion
lýsti því yfir að Eichmann hefði verið
tekinn til fanga.“
Ég strikaði út orðið „Damaskus," á
spjaldinu hans og skrifaði í staðinn
„heimilisfang óþekkt.“
Það var svo þann 21. febrúar 1964,
að mjög æst austurrísk kona kom
æðandi inn í skrifstofuna til mín í Vín.
Hún hafði lesið yfirlýsingu eða skýrslu
sem ég hafði látið blöðunum í té deg-
inum fyrr, þar sem ég nefndi, ásamt
fleirum, Franz Stangl og glæpaferil
hans. Konan grét beisklega.
„Herra Wiesenthal, ég hafði enga
hugmynd um að frænka mín, hún
Theresia, væri gift svo hræðilegum
manni, Fjöldamorðingja!
Það er hræðilegt. Ég gat ekki sofið
í alla nótt.“
„Hvar er Theresia núna?“
„Ha, nú auðvitað í Brazilíu.“
Hún snarþagnaði og gekk afturábak
frá mér og horfði á mig. Hún skildi,
að hún myndi hafa sagt of mikið. Ég
reyndi að lokka meira upp úr henni,
en hún fékkst ekki til að segja neitt
írekar. Ég braut ekki þá reglu mína
að spyrja hana ekki nafns. Það er vel
kunnugt í Vín, að ég bið aldrei um að
vita nöfn þeirra, sem veita mér upplýs-
ingar. Það var loks ekki um annað að
gera en fylgja konunni til dyra.
N
J- x æsta dag kom til mín skugga-
legur náungi. Hann var flóttalegur og
gat ekki með nokkru móti horfzt í augu
við mig. Það vakti ekki undrun mína,
þegar hann sagðist vera fyrrverandi
Gestapo-maður. Og þaðan af síður varð
ég hissa, þegar hann fullvissaði mig um,
að hann hefði ekki „gert neitt ljótt.“
Ég svaraði því engu. Þetta var venju-
legi formálinn.
,.Ég las söguna um Franz Stangl í
blöðunum. Það er vegna manna eins
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. miaí 1967