Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 12
EITT TUNCUMÁL FYRIR ALLAN HEIMINN Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia U niversity í N.Y. II. Tillögur til úrlausnar (frh.) A fjórða tug þessarar aldar tókst hópur málfræðinga á hendur, með ríf- legri fjárhagsaðstoð ríkrar amerískrar konu, að búa til alþjóðlegt tungumál á hreinum „vísindalegum" grunni. Hin vísindalega aðferð var fólgin í því, að bera nákvæmlega saman bæði orð og málfræðimyndir, sem kæmu fyrir í ensku, latínu, frönsku, spönsku, ítölsku, portúgölsku, þýzku og rússnesku, og velja úr og taka upp í hið nýja mál þau orð og málmyndir, sem sameiginleg væri meiri hluta þessara tungumála. Niður- stöðuna hefði mátt sjá fyrir í upphafi: Þar sem latnesk-rómanskar tungur hafa yfirhönd yfir hvert hugsanlegt sam- safn germanskra og slafneskra mála eins og fimm á móti þrem, þá verður út- koman alrómanskt tungumál, sem er aðgengOegt mælendum á germanskar og slafneskar tungur aðeins að því leyti sem þessar tungur hafa tileinkað sér latnesk-rómönsk orð og málmyndir. III. Framtíðarl»usnín 1. Hálf lausn eða heildarlausn? Heimsmál fyrir hvern? — Tak- markað eða almennt? — Lesið og ritað eða talað og skilið — Tungu- mál fyrir vísindi — Heimsmál fyrir alla. Þegar vér komum inn á síðari helm- ing tuttugustu aldarinnar, verðum vér þess vör, að heimstungumálshreyfingin er orðin einbeittari og áleitnari heldur en hún hefur verið nokkru sinni áður, og þörfin á skjótri og viðunandi lausn þess máls hefur hlotið víðtæka við- urkenningu. En vér sjáum líka, að eldrei áður hefur í þessari hreyfingu verið slíkur skortur sem nú á einingu um áform og aðferðir. Það er ekki að- eins um að ræða margar gagnstæðar hugmyndir og uppástungur, misjafnlega óbilgjarnar, þar sem bæði náttúrleg tungumál, ýmist óbreytt, sameinuð eða með tilbreytingum, og gervimál hafa sína skeleggu formælendur. Ágreining- urinn nær dýpra heldur en um val einn- ar tungu úr mörgum. Hér mætast tvær andstæðar hugarstefnur eins og verið hefur allt frá fyrstu byrjun. Á dögum Descartesar var ágreining- urinn um það, hvort alþjóðamálið ætti einungis að vera fyrir heimspekinga og lærdómsmenn eða hvort það ætti einnig að ná til bændanna. Nú á dög- um eru raunvísindamennirnir að miklu leyti búnir að leysa heimspekinga og lærdómsmenn seytjándu aldarinnar af hólmi, en í stað bændanna sem Des- cartes talaði um, er kominn mikill fjöldi af mannverum, sem hvorki eru ólæsar né ómenntaðar, atvinnurekend- ur, iðnaðarmenn, verkamenn, hermenn, sjómenn og flugmenn, og auk þess pró- fessorar, kennarar og stúdentar, stjórn- arerindrekar og trúboðar, sem ætla mætti að aðhylltust hina gömlu erfi- kenningu heimspekinga og lærdóms- En aðalhöfundur Interlinguamálsins, dr. Alexander Gode, ber fram vöm fyrir og réttlætingu á kerfi sínu, sem vel er íhugunar verð. Þetta alþjóðamál kveð- ur hann fyrst og fremst ætlað til þess að ncta sem ritmál á vísindalegum fund- um (og til þess hefur það þegar verið noíað, að því er virðist með góðum ár- angri). Og hann bætir því við, að tungu- mái vísinda og tækni sé hreinlega ekk- ert annað en samruni vestrænna tungu- máia, einkum alþjóðlegir orðstofnar úr latiru og grísku, með nálega engri hlut- deild slafneskra né austurlenzkra mála, né beldur alþýðumáls germanskra tungna. Rússneskur, japanskur, indversk- ur eða Afríku-vísindamaður sem óskar að taka þátt í vísindalegum fundi hefur ekki komizt hjá því að læra hinn vest- ræna vísindalega orðaforða í höfuð- atriðum, er hann tók fyrstu skrefin í vísindagrein sinni, og þarf því ekki að Jeggja hart að sér til þess að læra hið vestræna alþjóðatungumál. manna. Aðalatriðið er, þótt því sé lítt hampað, hvort alþjóðamálið á að vera fyrir allt þetta fólk eða aðeins fyrir vissan hóp menntamanna. Er æskilegt, að því er tungumál snertir, að nota mælikvarða og aðferðir lýðræðisins, sem nú er í hávegum haft í stjórnmál- um og fræðslumálum, eða er æskilegra að hverfa aftur að fræðslukerfi fyrir úrval menntamanna? JL stað þess að flýta sér að svara þessu eins og tilfinningarnar bjóða, er rétt að athuga rök þau, sem eru fram borin af þeim sem halda fram tak- mörkunum á þessu sviði. Formælend- ur gervimálsins Interlingua eru ágætt dæmi um þann hugsunarhátt, sem þar liggur að baki. Tungumál þeirra, sem gert er eftir vísindalegum reglum, er hreinskilnislega hlutdrægt bæði í beyg- ingum málsins og markmiðum þess. Við byggingu málsins eru einungis tungu- mál vestrænnar menningar talin skipta nokkru máli, og bæði í málfræði og orða forða er miskunnarlaust útilokað allt það sem ekki stafar frá vestrænni menn ingu. Þetta gæti í fljótu bragði virzt bera vott um óhugnanlegan keim af kynþáttahatri, eða með vægari orðum um ímyndaða menningaryfirburði. En sá hugur liggur ekki að baki málsins Interlingua, sem hefur það markmið að verða öllu mannkyni að gagni. Öllu heldur er málið byggt á þeirri stað- föstu trú, að öld sú, sem er nýlega gengin í garð, stjórnist af raunvisind- unum og að þessi vísindi, sem áttu upptök á Vesturlöndum, nánar tiltekið í Evrópu og Norður-Ameríku, hafi orð- ið að byggja vísindaheiti sín á orðum og orðstofnum vestrænna tungumála, einkum latínu og grísku. Þetta verður auðvitað ekki véfengt. Af þessum for- sendum leiða formælendur málsins Interlingua þá fullyrðingu, að engin breyting á þessu 'ástandi sé möguleg í fyrirsjáanlegri framtíð. Orðaforði raun- visinda nútimans er vestrænn og hlvtur að vera svo um alla framtíð. Hver fræðimaður í þessum vísindum verður, þó að móðurmál hans sé ekki neitf af vestrænu málunum, að taka þessi vís- indaheiti eins og þau koma fyrir, jafn- vel þótt hann ætli sér að nota þau á sínu eigin máli. Þessi staðhæfing er orðuð þannig af dr. Alexander Gode, aðalhöfundi Int- erJinguamálsins: „Hef ég sagt yður frá hugmynd minni, um að Ingerlingua málið ætti að nota sem fyrirmynd að formi vísindaheita í minni háttar og „forréttindalausum" tungumálum? Það væri til dæmis skaðlegt fyrir visinda- heiti kjarneðlisfræði að þróast á búr- mísku og arabísku eða öðrum slíkum málum eftir reglum um þýðingu töku- orða, heldur en í samræmi við vest- rænar fyrirmyndir.“ Dr. Gode heldur áfram og bendir á, að ef ritað er fyrir hóp sérfræðinga (doktora, rafmagns- verkfræðinga, lífeðlisfræðinga o.s.frv.) má ef til vill ná til um 55% þeirra á ensku, 2—3% á rússnesku, 1% á jap- önsku en meir en 95% (að minnsta kosti í læknisfræði) á Interlingua. Til andmæla þessum hugleiðingum mætti benda á, að það hlýtur að mestu leyti að vera byggt á getgátum, hve mikla hlutdeild í eða tillag til vísinda- legra framfara í heimi framtíðarinnar einhver viss hluti mannkyns muni eiga, og ef vísindamenn mælandi á arabíska tungu gætu lagt jafnmikinn skerf til rísinda og visindaheita á tuttugustu og fyrstu öldinni sem þeir gerðu á mið- öldunum, þá ætti ekki að bægja þeim frá því né leggja hindranir í veg þeirra. E n það felst annað í þessu, sem er miklu meira um vert. Á heimsmálið aðeins að vera tungumál fyrir vísinda- menn og vísindaleg samskipti? Á ekki að sinna neitt þörfum alls hins mikla meiri hluta heimsbúa, sem ekki eru vís- indamenn? Descartes minnist á bænd- ur, sem á hans dögum voru flestir ólæsir og í átthagafjötrum. Afkomend- ur þessara bænda eru að mestu leyti læsir og margir þeirra eiga kost á ým- islegum samskiptum við aðrar þjóðir, jafnvel þótt ekki sé meira en það að vera í gæzluliði á erlendri grund. Það má færa rök fyrir því, að vis- indamenn hafi mesta þörf fyrir alþjóða- tungumál. En það má ltka færa rök fvrir því að þelr hafi minnsta þörf fyr- ir það. Heimspekingar og fræðimenn á dögum Descartesar höfðu allir kynnt sér mörg tungumál. Ef allt um þraut, gátu þeir ræðzt við á latínu. Vísinda- menn nú á dögum, einkum í löndum utan Bandaríkjanna, hafa allir notið kennslu í erlendum tungumáium bæði nýjum og klassískum. Og ef á þarf að halda geta þeir gert sig skiljanlega hver fyrir öðrum annað hvort á ensku eða frönsku eða þýzku, og ef það er rétt sem haldið er fram um hin sameigin- legu vestrænu vísindaheiti þeirra, þá ættu þeir ekki að vera í miklum vand- ræðum með að fylla í eyðurnar. Þarfir þeirra, sem ekki eru vísindamenn. virð- ast vera miklu meiri, hvort sem það eru hermenn staðsettir í framandi landi eða verkamenn sem ferðast úr einum stað í annan til þess að leita sér lífsviður- væris, eða jafnvel ferðamenn sem ferð- ast um sér til skemmtunar eða í fræðslu skyni. Ein þeirra röksemda, sem oftast hafa verið færðar fram fyrir heimstungu- máli, er að það muni draga úr andúð og hleypidómum. Meðal vísindamanna og yfirleitt þess hluta fólks, sem notið hefur sæmilegrar menntunar, má telja að þessi andúð og hleypidómar séu nú að mestu úr sögunni. Það er til hins miður menntaða hluta fólks í öllum löndum, sem andi alþjóðlegrar góðvild- ar á brýnast erindi. Það er almennt viðurkennt að menntuðu fólki í öllum löndum lyndir auðveldlega saman, hvort sem það hittist við gerð stjórnar- samninga eða á visindamótum. Komið getur fyrir, að það jafnvel að yfirlögðu ráði æsi til og ýti undir kynþátta« óeirðir og þjóðernisuppþot, en það tek- sjaldan þátt í svo ógeðslegu framferði, því að það hefur viðbjóð á persónulegu ofbeldi. Ef með einhverju móti verður unnt að koma hinum ósiðaðri og miður menntuðu hlutum heimsíbúanna í skiln ing um, að þeir sem tala annað tungu- mál séu samt sem áður mannlegar ver- ur ejns og þeir sjálfir, þá er von um að unnt verði að draga úr skaðvænlegustu afleiðingunum af umburðarleysi mann- anna gagnvart eigin kynbræðrum. Framhald seinna. BJARNI Framhald af bls. 1 var farið að skera torf og undirbúa viðgerðir. Jón vinnumaður og Skúli bróðir minn fóru að gera við fjósið. Þetta hefur verið nokkuð snemma morguns, því farið var snemma á fæt- ur. á kom aðaljarðskjálftinn. Skúli stóð þá uppi á fjósþakinu og sá, að eld- húsið . hrundi saman í einu vetfangL Allir höfðu búizt við að hættan væri liðin hjá; að ekki yrðu frekari hrær- ingar. Móðir okkar hafði rétt áður brugðið sér inn í eldhúsið; hún ætl- aði að elda inni. Það vildi svo til að hún þurfti að bregða sér út til að ná í pottasköfu. Um leið og hún gekk út úr eldhúsinu, hrundi það á hæla henni. Hún komst út um bæjardyrnar og hrundu veggirnir nálega samtímis en hana sakaði ekki. Aðrir voru ekki inni. Á þessum andartökum hrundi allur bærinn. Ég var á leið að sækja hesta vesf- ur í brekkur, því það átti að reiða heim torfið. Það var smáþýft þarna og nokkur bratt. Ég tók til fótanna um leið og jarðskjálftinn kom; hann var svo harður að ég átti erfitt með að halda mér á fótunum. Ég hefði dott- ið ef ég hefði staðið kyrr og þess vegna tók ég það til bragðs að hlaupa undan brekkunni. Aldrei á ævi minni hef ég orðið eins hræddur. Á eftir, þegar ósköpin voru liðin hjá„ fór ég að hugsa um, að héðan í frá mundi ég aldrei þora að vera einn. Ég gizka á, að ég hafi hlaupið 30 faðma með- an jarðskjálftinn stóð yfir og síðast fór ég á hausinn í brekkunni. Bylgjurnar virtust koma niður eftir hallanum; þær voru eins og bárur á sjó. Ég hætti við að ná í hestana og hljóp í ofboði heim. Þá var bærinn að mestu í rústum en baðstofan hékk uppi, enda mesta tréverkið þar. Nú var ekki lengur um neinar viðgerðir að ræða. Það var undir eins farið að ráðgera ferð til Reykjavíkur eftir efni. Það var líka gengið í að lagfæra skýlið frá kvöldinu áður og gera það hæfara til íbúðar um ein- hvern tíma. Um kvöldið fór Skúli bróð- ir minn inn í hálfhrunda baðstofuna til að bjarga ýmsum munum sem þar voru. Ég man ekki til þess að neitt skemmdist af innanstokksmunum, eu þó kann það að vera. Það var merki- legt að ærhúsin sem stóðu á klöpp austur við ána og lambhúsin vestui í brekkunni hrundu ekki. Bærinn í Minni Mástungu hrundi al- ■veg. Þar bjó þá Eirikur Ólafsson, fá- tækur barnamaður. Við lánuðum þeim tjald og einhverra hluta vegna var tjaldað heima í Stóru Mástungu við hliðina á skýlinu okkar. Allur matur var eldaður úti á hlóðunum það sem eftir var sumars. Það var glatt á hjalla þarna; Okkur krökkunum þóttu þetta iskemmtilegir búskaparhættir. Stillurnar héldust með hita á daginn og dala- læðu á kvöldin. Nú var hvort tveggja, að haldið var áfram heyskap, enda vel mennt, og eins gerðar ráðstafanir til að byggja nýjan bæ. Eiríkur bróðir minn, sem 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. miaí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.