Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 15
A erlendum bóka- markaði ! Guðfræðl. ! Sentenzen des Thomas von ■ Aquin. Deutsch von Josef ' Pieper. KÖKel-Verlag 1965. DM 9.80. í þessu kveri er safnað saman ýmsum spakyrðum heilags Tóm- asar frá Aqvínó. Kverinu er skipt í kafla eftir efni. Þýðand- inn, Josef Pieper, er einn fremsti Tómasarfræðingur nútímans svo að það ætti að vera ágætlega þýtt. Mörg spektaryrðin sem hér eru prentuð gætu verið saman sett a 20. öld eins og á þeirri 13. Bókin er smekklega út gefin eina og allt það, sem kemur frá þessu forlagi. Bókmenntii*. Medieval English Eyrics. A Critical Anthology edited with an introduction and notes by R. T. Davies. Faber and Faber 1966. 15/—. Bókin hefst á ágætum inn- gangi, þar sem útgefandinn lýsir eðli miðaldaljóðlistar og því í hverju hún er frábrugðin síðari tíma ljóðlist. Hann velur kvæðin eftir gæðum og ætlar bókinni að verða mönnum inn- gangur að frekari lesningu frá þessum öldum. Kvæðunum er raðað upp eftir röð að mestu leyti. Stafsetning og orðamunur er talsverður í samanburði við nútíma ensku, svo að glósur fylgja neðanmáls. Að bókarlok- um er tímatalsskrá, bókaskrá, athugagreinar við hvert kvæði um uppruna þess og tengsl við samtímaatburði og að lokum registur. Four Greek Poets. C. P. Cavafy — George Seferis — Odysseus Elytis — Nikos Gatsos. Chosen and translated by Edmund Kee- ley and Philip Sherrard. Penguin Books 1966. 3/6. Tvö þessara skálda eru víð- fræg, Cavafy og Seferis, en sá síðarnefndi hefur hlotið Nóbels- verðlaunin. Hinir tveir eru yngri að árum og þegar viðurkenndir sem ágæt skáld í heimalandi sínu. Þessi bók er gefin út i bókaflokki forlagsins „Penguin Modern European Poets“. Die Schuldlosen. Hermann Broch. Deutsche Taschenbuch Verlag 1965. DM 3.80. Höfundurinn fæddist í Vinar- borg 1886, og var sonur iðju- hölds. Hann las stærðfræði og gerðist síðar forstjóri fyrirtækis föður síns; hvarf bráðlega frá starfa og tók aftur að lesa stærð- fræði, heimspeki og málfræði. Hann flúði land 1938 og hélt til Bandarikjanna. Meðal bóka hans eru „Der Tod des Vergil“ og „Die Schlafwandler". Þessi saga gerist á árunum 1913-33 og lýsir ástæðunum fyrir valdatöku naz- ista í Þýzkalandi. The Venus of llle and other stories. Prosper Mérimée. Trans- lated by Jean Kimber. Intro- duced by A. W. Raitt. Oxford University Press 1966. 25/—. Mérimée var mikili sögumaður, hann var einnig fornleifafræð- ingur og sagnfræðingur. Hann setti saman sögulegar skáldsögur og smásögur, en hér eru birtar nokkrar þeirra. Frásagnarlist hans er stundum svo hnökralaus og fullkomin að sagan virðist ómennsk. Sumum finnst að sögur hans minni á miög vel unna og vandaða heimastíla. Þetta fer þó allt eftir lesandanum og þvi hvað hann sér og finnur í sögum hans. í þessari bók nýtur frásagnarlist hans sín frábærlesa vel. Bókin er gefin út í bókaflokknum „The Oxford Library of French Class- ics“. Great Stories of Mystery and Imaarination. Selected by Bryan Douglas. Collins — Fontana 1966. 3/6. f þessari bók eru prentaðar margar beztu hryllingssögur sem settar hafa verið saman. Steven- son, Poe, Wilde og fleiri eiga hér sögur. Slikar sögur eru flestöll- um holl lesning og engum þarf að leiðast, sem les þessar sögur. Pontana-útgáfan hefur gefið út töluvert af keimlíkum bókum og er vart hægt að fá ódýrara lestr- arefni. UPPFINNINGAMAÐUR Framhald af bls. 9 að hvort til fslands eða til Wisconsínháskólans. Maður hennar hafði um tíma haft óskir um að gera Klettaey að m-enntasetri, þar sem menn gætu stundað nám eða íannsóknir í næði og væri það í sambandi við Wiscon- sínháskólann. Það varð úr að háskólinn keypti safnið á 300.000 dali og tók það til sín, en náttúruverndar- stjórn Wisconsínríkis keypti síðan eyna og lét friða hana. Ferðamannastraumur er orðin þangað tölu- verður á sumrin. eð Hirti Þórðarsyni er genginn einhver sér- stæðasti maður af ísl-enzkum ættstofni. Með þraut- seigju og elju lagði hann sjálfur snemma undirstöð- una að ævistarfi sínu í skjóli heimilis ágsetrar móð- ur og systkinahóps. Hann náði af eigin rammleiik frá- bærri sjálfsmenntun, eigi aðeins á verksviði sínu sér- staklega, heldur og almenna menntun á sviði þeirra tíma náttúrufræða og öðlaðist þá þekkingu og víðsýni, sem mörgum menntamönnum þótti furðanlegt. ís- lenzkur fræða- og söguáhugi var honum í blóð bor- inn og hann hafði yndi af góðum, einkum djúkveðn- um skáldskap. Sköpunarmáttur hans og hugvit báru svo af, að þau tryggðu honum veraldlega velgengni og vaxandi áiit. Uppfinningarnar tóku æ meira huga hans og atorku allt til hinztu stúndar. í eðlisfræði Fischers, sem hér heíur oft verið vitn- að til, segir svo um u-ppfinningamanninn James Watt, sem fyrir rúmri hálfri annarri öld skóp gufuvélina, er varð undirstaða vélaaldarinnar, að þá hafi Watt stig- ið hið fyrsta stig á því skeiði, sem nafn hans er orðið svo frægt á, að það mun æ uppi vérða. Á sama hátt má segja að Hjörtur Þórðarson hafi á fyrsta þriðj- ungi þessarar aldar, sem með réttu miá nefna raforku- öldina, markáð þau spor í þróun hennar að nafn hans mun einnig þar geymast öldum og óbornum. Mætti íslenzkur ættstofn ávallt muna Hjört Þórð- arson. 14. mai 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.