Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 2
LENGI VEL
ÞORÐI ÉG
EKKI AÐ
LÍTA INN í
BÆINN
M
J.Tiargrét Gísladóttir á Hæli, ekkja
Gests á Hæli, varð ellefu ára jarö-
skjálftahaustið. Foreldrar hennar,
Gísli Einarsson frá Urriðafossi og
kona hans Margrét Guðmundsdóttir,
höfðu flutzt að Ásum í Gnúpverja-
hreppi frá Haga í sömu sveit, vorið
áður. Margrét er nú 82 ára, prýðilega
ern og minnug og man gerla eftir
þessum ógnþrungna atburði síðsum-
ars 1896:
— ]\í ig minnir að það hafi verið mið-
vikudagskvöld, 26. ágúst. Líklega hefur
1 eyskap á túni verið lokið og fólkið var
við heyvinnu ekki langt undan, annað
hvort í jöðrum eða engjum. Það var
v vvið að hirða og þessvegna var verið
ö'lu seinna að en annars var vandi.
ASeins vorum við systurnar, fjórar tals-
irr, komnar inn í bæ og háttaðar, enda
v iv klukkan hálf ellefu. Hins vegar vor-
um við ekki sofnaðar. Afi okkar, sem
þ i var nærri níræður, var líka kominn
í í úmið.
Þá reið fyrsti jarðskjálftinn yfir.
af að var eins og að vera á skipi á
sjú, sem fær á sig öldu. Bærinn virtist
takast á loft. Við telpurnar vissum
auðvitað ekkert hvað þetta var og þótti
þt.ö bara reglulega gaman. En afi reis
u/tp með skelfingarsvip og sagði: „Guð
Ihjálpi mér, það er kominn jarðskjálfti".
F ólkið dreif heim að bænum og
var ákaflega óttaslegið. Og þegar við
sáum, hvað fullorðna fólkið var hrætt,
þá urðum við líka hræddar. Það var
ta?að um, hvort ráðlegt væri að sofa
í bænum, og pabbi tók af skarið og
sagði: „Ég held við verðum að treysta
Guði og vera hér í nótt“. Þá var það
ákveðið. Hann var alltaf svo úrræða-
góður, hann faðir minn, og ég treysti
honum alltaf svo vel. En í sama rnund
Jsom sendimaður frá séra Valdimar
Briem á Stóra-Núpi og hafði meðferðis
þau skilaboð frá prestinum, að við
skyldum ekki sofa í bænum. Bærinn á
Stóra-Núpi hafði hrunið eitthvað strax
v'ð fyrsta kippinn og enginn var þar
un nóttina. Auk þess var séra Valdi-
mar fermur varfærinn. Eaðir minn lét
þessi skilaboð þó ekki aftra sér frá því
að við svæfum í bænum, en strax morg-
ur \nn eftir fór hann austur að Núpi
tii þess að hjálpa til við að lagfæra bæ-
ir -.
\
ar að bar ekkert til tíðinda um nótt-
ina. Við höfum sjálfsagt komizt nokk-
uð seint til svefns, og að minnsta kosti
ve i um við tvær elztu systurnar ekki
kbvddar þegar síðari jarðskjálftinn
hóí >t. Baðstofan hafði ekki laskazt við
jarðskjálftann kvöldið áður; hún var
fim.-n stafgólf með skarsúð og gluggar
Margrét Gísladóttir
vom á þrem hliðum, á báðum göflum
og austurhlið. Asamt okkur var afi minn
líka í baðstofunni. Hann var þá ný-
kvæntur; það var þriðja konan hans
og hún var þá um fertugt. Faðir minn
var austur á Stóra-Núpi að hjálpa til
og móðir mín var að hleypa skyr í búr-
inu og stóð við stóra sýrutunnu.
Klukkan var hálf ellefu.
Þá lyftist bærinn í annað sinn og allt
skalf og nötraði. Ég geri mér ekki grein
fyrir, hvað það stóð lengi yfir, en nú
urðum við telpurnar ofboðslega hrædd-
ar. Þótt auðvitað væri ekkert vit í því,
þutum við beint út í gegnum göngin og
bæjardyrnar og sveipuðum teppum og
sængum utan yfir okkur. Á meðan við
hlupum þar út hrundi grjótið úr veggj-
unum.
Þekjan á búrinu losnaði frá undir-
stöðum sínum og hrapaði niður. Það
bjargaði móður minni, að þekjan lenti
á sýrutunnunni. Hún skreið undan brak-
inu og komst út um bæjardyrnar eins
og við. Afi vissi, að það var ekki vitur-
legt að freista útgöngu um bæjardyrn-
ar; hann komst út um baðstofugluggann
ásamt konunni sinni.
Göngin og bæjardyrnar hrundu alveg
svo og frambærinn og búrið. Þarna var
líka hlóðaeldhús eins og allsstaðar tíðk-
aðist á þessum tíma. Það laskaðist en
hrundi ekki, svo að hægt var að gera
við það.
Austur á Stóra-Núpi voru þeir að bisa
við bæinn, þegar ósköpin dundu yfir.
Þá hrundi bærinn alveg. Faðir mxnn fór
þá strax heim.
B aðstofan okkar hékk uppi; hún
hafði ekki hrunið og það var tjaslað
við hana. Það var ákveðið að vera í
henni um veturinn. Enda þótt víðast
væru einungis heygarðar á bæjum, var
komin fjóshlaða í Ásum og gert yfir
hana með þakjárni. Hlaðan var veggja-
pallafull af ilmandi töðu. Það sem
eftir var sumarsins, sváfum við öll í
hlöðunni og líkaði vel lífið. Við höfð-
um ekkert tjald. Mig minnir, að það hafi
verið settar upp útihlóðir, en annars
man ég ekki vel eftir matseldinni.
Það varð lítið úr heyskap eftir þetta.
Allir höfðu nóg að gera við endurreisn
og viðgerðir. Mig minnir, að það hafi
verið komið fram yfir réttir, þegar við
fiuttum í bæinn aftur. Ég gerði það
fjarskalega nauðug. Ég var alltaf hrædd
við bæinn eftir þetta og lengi vel þoröi
ég ekki einu sinni að líta inn.
S eint um haustið kom Kristinn
vagnasmiður austur og það var byrjað
að undirbúa húsbyggingu. Hann fór að
smíða glugga og kefla panel og var að
því allan veturinn. Hann byggði nýtt
íbúðarhús í Ásum vorið eftir og annað
á Stóra-Núpi. Mér leið alltaf vel í því
húsi og var aldrei hrædd eftir að við
fluttum þar inn.
FLÓÐGARÐ-
URINN
HLYKKJAÐ-
I5T EINS
OG ORMUR
A útmánuðum í vetur var sagt
frá því í blöðum, að Hreppamenn
fjölmenntu til höfuðstaðarins og
héldu hóf á Hótel Sögu í tilefni af
því að Einar í Reykjadal var níræð-
ur. Það væri betur hægt að trúa
því, að Einar væri aðeins sjötugur,
svo ern er hann og léttur á fæti.
Hann var 19 ára gamall þegar jarð-
skjálftinn mikli reið yfir Suður-
land 1896 og man þann atburð
gerla. Hann segir svo frá:
Ég átti heima á Högnasitöðum; það
er í miðri sveit, skammt frá Flúðum.
Þar var torfbær að sjálfsögðu og dekk-
þil sem kallað var og þil á bæjar-
dyrum. Auk þess var skemma, fjós og
hesthús. Tíðin var búin að vera með
eindæmum góð. Vegna þess hvað hey-
skapur hafði gengið vel var túnaslætti
lokið fyrir nokkru, og við höfðum
fengið slægjur vestur í Selsmýri. Þar
voru ágætar engjar og það var kúgæft
hey, sem af þeim kom. Við höfðum
verið að slá og reiða heim um dag-
inn. Það var komið kvöld. Ég var hátt-
aður inni í baðstofu. Þetta var venju-
leg baðstofa, þriggja rúma lengd, og
inngangur. í loftinu var skarsúð og of-
an á því hellur, en vallgróið utan á.
Við vorum sjö manns í heimili, þrír
bræður og hinir tveir yngri en ég, tvær
systur og svo foreldrar okkar. Við
Magnús bóðir minn og ég sváfum sam-
an og ég var sofnaður, þegar jarð-
skjálftinn kom.
E g vaknaði og vissi ekki hver ó-
sköpin gengu á. Allir urðu skelkaðir
og fóru ofan. Ekki var sjáanlegt, að
toærinn skekktist eða laskaðist, en mik-
ið bar á hávaðanum, þegar hellurnar
hlunkuðust niður utan á skarsúðinni.
Ekki var talið ráðlegt að vera í bænum
um nóttina. Það var tjaldað og við
krakkarnir sváfum í tjaldinu það sem
eftir var sumarsins. Stundum sváfum
við í heyinu. Okkur þótti það ekkert
verra, tíðin var svo góð. Ég man ekki
eftir skemmdum á öðrum bæjum eft-
ir fyrsta kippinn. Morguninn eftir rið-
um við á engjar út að Seli eins og
vant var. Ég sat á flóðgarði og var að
klappa Ijá. Þá heyrðust drunur í fjöll-
um og reykjarmekkir stigu þar upp.
Jarðskjálftinn reið yfir.
Eg sá flóðgarðinn ganga í
hylgjum eins og ánamaðk. Ég fleygði
Einar Jónsson
sitrax frá mér Ijánum til þess að skaða
mig ekki og sat svo sem fastast. Það
hefur kannski liðið hálf mínúta meðan
á þessu stóð. Jörðin gekk í bylgjum
og maður sá öldurnar á grasinu í mýr-
inni. Þær virtust ganga frá austri til
vesturs. Það hrundi mikið úr Hóla-
hnjúkum og Miðfellsfjalli og moldar-
og rykmekkir þyrluðust þar upp. Þessu
fylgdi mi'kill gnýr. Faðir minn og bræð-
ur voru að slá, og fólk frá öðrum bæj-
um var þar einnig að vinnu. Sumir
fleygðu sér niður. Hestar urðu ákaf-
lega skelkaðir og stukku saman í
hnapp.
F aðir minn tók sitrax hest og reið
heim til að sjá afdrif bæjarins. Svo
kom hann aftur og sagði fréttirnar,
Baðstofan hafði staðið af sér ósköpin,
en eitthvað af veggjum hafði hrunið.
Eitthvað hafði ef til vill skekkzt, en
bærinn stóð samt óhruninn. Á næsta
toæ, Grafarbakka, hafði önnur hlið bað-
stofunnar slitnað frá bindingunni og
skarsúðin hafði sigið niður, þó ekki
niður á rúmin. Það var strax farið að
hressa hana við og byggð myndarleg
baðstofa.
Við þorðum ekki að sofa í bænum
fyrr en um réttir. Tíðin var svo góð,
að það kom ekki að sök. Eitthvað hafði
fundizt af kippum eftir þennan aðal-
jarðskjálfta og mig minnir, að það hafi
verið hálfgérður óhugur að flytja í
bæinn, en litlu seinna var hann rif-
inn og annar betri byggður.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólíur Konráð Jónsson.
Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
14. maí 1967