Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Side 9
herbergi lét hann búa inn af bókasafninu, enda vat
vinnudagur hans oft langur. Bftirlit með starfsemi
fyrirtæikisins tók mikinn tíma, stöðug umhugsun um
uppfinningar og mikill les'tur fjölbreyttra fræðibóka
eigi síður.
Upphaflega las Hjörtur og safnaði bókum í undir-
stöðugreinum náttúrufræða, eðlisfræði og rafmagns-
fræði, er voru liðir í sjálfsmenntun hans. Hann las
og grasafræði, bækur um búskaparháttu og ræktun
jarðar, sem hann notaði m.a. til að fræða bróður
sinn, Grírn, bónda í Garðar, þegar hann fann eitthvað
nýtilegt á því sviði. En auk þessa átti hann lækn-
ingabækur, guðsorðabælkur, heimspekirit, Ijóðabækur
o.mjfl. Hftir því sem efni Hjartar urðu rýmri, jók
bann söfnun bóka. Hugur 'hans hneigðist að sögu
þeirra fræða, sem hann hafði mestan hug á. Varð
það til þess, að hann tók að safna gömlum bókum
frá 16. og 17. öld og síðar. Til að takmarka söfnun-
jna, einskorðaði hann sig við enskar bækur, nema
1 grasafræði reyndi hann að ná í myndabækur hvað-
anæva og raunar dýramyndabækur einnig. Hann
reyndi að ná í sem flestar útgiáfur frá upphafi í þess-
um fræðum.
H ann safnaði og íslenzkum bókum og átti að
lokum safn þeirra sem talið var hið þriðja að stærð
I Bandaríkjunum, eftir Gorneli-háskólanum (Fiske-
safnið) og Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore.
Enska safnið var um sumt talið einstætt í sinni röð
þótt leitað væri um víða veröld.
Hjörtur leitaði einkum til Englands til fornbóksala
og bókaútgefenda í London. Allar merkar bækur lét
hann binda vandlega í skinnband í Englandi, af því
Naust og skáli, sem Hjörtur lét byggja í norræn-
um stíl úti í Klettey.
Bústaður Hjartar Þórðarsonar í Kletteyju var svo
vandaður að hann átti að standa um aldir.
að hann taldi sig fá þar bezt bundnar bækur. Meðal
bóka í safni hans var eðlisfræði Fischers þýdd af
móðurbróður hans. Það var sama eintakið, sem hann
naut bezt í æsku og móðir hans hafði gefið honum.
Var það furðuvel meðfarið og bundið að nýju inn í
forláta skrautband með bláu kálifskinni. Hann lét gera
vandaða rykhelda stálskápa með spegilgleri til að
geyma í bækur sínar, í eigi síður vönduðu bandi. Var
því safn hans mikið augnayndi bókelskum mönnum.
Um bækur _ safnsins hafa verið samdar ritgerðir,
þ. á m. í Árbók Landsbókasafnsins 1948—49, eftir
próifessor Richard Beck.
Klettaey.
Umhyggja Hjartar fyrir starfsfólki sínu varð til
þess að 1914 festi hann kaup á landi í eyju að nafni
Book Island éða Klettaey, norður af Washimgtoneyju
1 Michiganvatni, norðaustast í Wisoonsin-ríki. Hann
keypti þar lönd smám saman, unz hann hafði eignazt
ala eyna, að undanteknu landi, sem ríikisstjórnin átti
umhvenfis vitabús hæst í eynni norðanverðri. Þarna
byggði Hjörtur sumarbúðir fyrir starfsfólkið. Þar gat
það dvalið sér til hressingar og heilsubótar. Byggði
hann þar mörg hús fóLkinu til þæginda og íbúðarhús
handa sjálfum sér, er hann heimsótti oft.
E yjan er 1000 ekrur að stærð eða 400 ha. Þar
var bjálkakofi, sem talinn var 80 ára gamall, þegar
Hjörtur keypti fyrst. Hann gerði sér far um að varð-
veita allar gamlar minjar, en bæta gróðurfar á eynni.
Kom þá grasafræðin honum að góðum notum. Hann
hafði þarna yfir 300 mapdetré eða hlyni og lét vinna
úr þeim safann. Hann útvegaði sér m.a. 25 tegundir
íslenzkra blómjurta, þ. á m. blóðbjörg, er hann gróð-
ursetti meðfram skógarstígum. Hann hafði lesið að
rétta nafnið væri blóðbjörg, en ekki blóðberg, því
jurtin hafði fyrrum verið notuð til lækninga. Hann
lét byggja skála mikinn á eynni, við lendingarstað.
Það var naust niðri og bátabryggja, en uppi yfir sal-
ur mikill. Var þar vítt til veggja og hátt tii lofts.
Veggir skálans voru metri á þykkt, en skálinn rúmir
20 metrar á breidd og tvöfalt lengri, en 20 m. á hæð,
byggður í norrænum stíl að fyrirsögn Hjartar. í öðr-
um enda skálans var arinn fyrir miðju svo mikill, að
12 menn gátu setið umhverfis borð á arinhell-
unni.
Ýmis önnur hús lét Hjörtur byggja á eynni og vand-
aði mjög til srníða þeirra, til þess að þau skyldu geta
staðið þar um aldir. Vandasamast í því skyni var
efnisval í þökin. Leitaði Hjörtur víða fyrir sér. Hann
hafði lesið um, að í írlandi og sumsstaðar í Austur-
löndum væru til ævaforn þök. Tók hann þau sér til
fyrirmyndar, eftir því sem átti við veðursikilyrði á
Klettaey.
Hjörtur flutti að lokum bókasafn sitt út í Klettaey
um eða nokkru eftir 1936. Kom hann því fyrir í skál-
anum við veggina milli glugganna í 60 stálskápum. Þá
flutti hann með sér einnig haglega útskorin húsgögn,
borð, bekki og stóla um 50 talsins, er íslenzkur tré-
skurðarmaður, Halldór Einarsson, hafði smíðað fyrir
Hjört úr hvítri eik frá Wisconsin, öll skreytt mynd-
um úr goðafræði Norðurlanda.
Heimilislíf.
E ins og áður var sagt kvæntist Hjörtur í árs-
lok 1894, rúmlega 27 ára gamall. Kona hans Júlíana
Friðriksdóttir var fædd á Eyrarbakka þ. 10. sept.
1854. Var hún því tæpum 13 árum eldri en Hjörtur,
og um 40 ára að aldri en hún giftist. Sambúð þeirra
tókst vel og þau eignuðust tvo syni og eina dóttur
er dó ung. Synirnir voru Dewey, kallaður Dúi, f.
1898, og Trygg.vi, f. 1903. Tóku foreldrarnir miklu ást-
fóstri við þá og var sagt a‘ð hinn eldri hafi verið
eftirlæti móður sinnar en hinn yngri föður síns. Þeir
voru efnilegir, er þeir uxu upp, og var ekkert til spar-
að að mennta þá sem bezt. Á heimiiinu var töiuð ís-
lenzka og voru hjónin bæði samhent í því að halda
við þeim sið.
Þau áttu heima í Beaconstræti 47. Átti Júlíana það
hús og ieigði út, nema 2. hæð, þar sem íbúðin þeirra
hjóna var. Hún rak iengi saumastofu sína með mynd-
arbrag, var skörungur mikill og stór í lund. Hún
fylgdist af álhuga með rekstri fyrirtækis manns síns
og hafði oft boð inni fyrir starfsmenn fyrirtækisins og
viðskiptamenn þess. Háskólakennararnir voru tíðir
gestir á heimilinu og margir yfirmanna fyrirækisins
og ekki siízt fslendinigar, sem þar störfuðu, bæði undir-
menn og yfirmenn. Ef henni leizt ekki á einhvern
starfsmann tjáði hún hispurslaust manni sínum, að
hann skyldi ekki halda í þann mann. Hjörtur at-
hugaði þetta val og fór oft að ráðum hennar. Var
hún því miður þolkkuð meðal sumra starfsmanna, en
aðrir báru henni vel söguna.
Hjörtur var allra manna rœðnastur við gesti sína
og hafði unun af að segja frá því, sem hann hafði
lesið. Sagði hann vel frá og var afbragðsfræðarL
Oft bar það við í samræðum, að Hjörtur stóð upp,
gekk að einum bókaskáp sínum, tók þar bók og fletti.
„Hérna stendur það sem við vorum að ræða um“, eða
„sem þú varst að spyrja um“ og síðan hóf hann að
skýra málið og söigu þess og ljómaði oft af áhuga í
frásögn sinni.
1/
■IVonan bar mikið traust til manns síns og dáði
hann alla tíð. Hann virti og ávallt vel konu sína. En
þau voru næsta ólík að skapgerð og höfðu óiík sjón-
armið um margt. Hún var glögg fjármálakona og þótt
hún væri rausnarleg í mörgu var henni ekiki gefið um
sum fjárútlát manns síns, svo sem til Klettaeyjar.
Fannst henni það bruðl með fjiármuni og fékkst aldrei
til þess að fara til eyjarinnar. Henni var heldur ekki
gefið um bókasöfnun Hjartar, þegar hún tók að vaxa,
að henni fannst um of.
Hjörtur var höfðingi í lund og lét oft fé af hendi
rakna til samskota meðal Vestur-íslendinga. Hann
gaf tvívegis stórgjafir til elliheimilisins Betel á Gimli,
I síðara skiptið 10.000 dali til viðbótarbyggingar, sem
síðan var við hann kennd. Hjörtur var hugsjónamað-
ur mikill með ríkan fegurðarsmekk.
Þegar frá leið voru þau hjónin minna saman en
áður, einkum eftir að Hjörtur flutti bókasafn sitt af
beimilinu og enn síðar er hann flutti það út í Klettaey
og dvaldi þar oft langdvölum. En þótt leiðir skildi
þannig, komu þau saman oig réðu ráðum sínum i
ýmsum vandamáium allt til hins hinzta.
Hjörtur heiðraður.
Hjörtur var ávailt mikilsmetinn af þeim, sem
kynntust honum, salkir mannkosta sinna. Frægðarljómi
hugvitsmannsins lók um hann í æ ríkari mæli, án
þess að hann ofmetnaðist að nokkru leyti. Lítillæti
hans var ávallt við brugðið. Hann var heiðraður af
ýmsum, án þess að hann sæktist eftir.
Þ. 24. júní 1929 heiðraði Wisoonsín háskólinn í
Madison Hjört með því að veita honum MA titilinn
fyrir afrek hans á sviði raffræða. Var það vottur
þess að Hjörtur væri orðinn viðurkenndur háskóla-
menntaður maður. Rektor háskólans Glenn Frank tók
m.a. fram í évarpi sínu að 'háskólinn veitti Hirti
þessa nafnbót vegna snilligáfu hans, vegna þess lif-
andi fordæmis, sem hann hefði verið um sjálfsmennt-
un, en það er leiðin sem allir háskólar leitast við 1
æ ríkari mæli að þroska með nemendum sínum,
vegna frábærrar glöggskyggni við söfnun verðmætra
bóka, og vegna hugsjóna hans og framkvæmda við
ræktun lands og friðun í landareign sinni, Klettaey.
Hirti þótti mjög vænt um þessa viðurkenningu.
Hann sá í henni rætast ósikir sínar um háskólanám,
sem hann hafði borið ávallt frá unglingsárum.
A rið 1930 veitti Háskóli fslands honum doktors-
nafnbót í heiðursskyni fyrir afrelk hans. Var búist við
oð hann kiæmi til íslands á Alþingisihátíðina, sem þá
var haldin og gæti þá um leið tekið við nafnbótinni.
En þá átti hann við örðugleika að etja í störfum
sínum og gat ekki komið. Hann kom aðeins einu
sinni til íslands síðan hann fór 6 ára gamall 1873. Það
var í ágús.t 1911, er hann kom hingað ásamt konu
sinni, og þau ferðuðust um landið.
Árið 1939 sæmdi konungur íslands og Danmerkur
Hjört stórkrossi Fálkans, er vestra þóttu mikil tíðindi
og sómi að. Þótti Hjörtur vel að þeim heiðri kominn
og það eigi aðeins vegna hugvits síns og afkasta á
tæknilegu sviði, heldur og fyrir hið stórmerka bóka-
safn sitt, sem þá var farið að vekja verðskuldaða
athygli.
Meðal síðustu uppfinninga Hjartar var háspenntur
rakstraumsrafall með tilheyrandi straumvendi. Sótti
Hjörtur um sérstakt leyfi fyrir háspenntum straum-
vendi þ. 4. ágúst 1933, sem talið var hluti af umsókn
hans frá 12. febr. 1932, en nú skipt í tvennt. Önnur
umsókn var fyrir rafalann sjálfan og talin framhald
umsóknar frá 4. maí 1926, er veitt hafði verið þ. 31.
maí 1932 um rafsegulvél, hreyfil eða rafala, við háa
spennu, allt að 10.000 voltum á snúð vélarinnar. Vél
þessi var hugsuð hjá Hirti til nota við fjarslkipti í sjó-
her Bandaríkjanna. Þegar verkstæði Hjartar var tekið
undir smíði herigagna, Ikom þessi háspennti rafali til
notkunar og var smíðaður þar. Það varð til þess að
1943 hlaut verksmiðja Hjartar heiðursviðurkenningu
frá her.málastjórn Bandaríkjanna fyrir framúrskar-
andi störf í þágu stríðssóknar þjóðarinnar.
Lokaorð.
eðal íslendinga er fluttust vestur um haf til
Bandaríkjanan á öldinni sem leið, hafa mar.gir kom-
izt vel áfram, ekki sízt annarrar kynslóðar fóikið.
Margir hafa rutt sér braut til frama af eigin ramm-
leik, orðið forustumenn, vel virtir og sumir víðkunn-
ir. Tveir þeirra hafa komizt svo langt að verða taldir
meðal 10 fremstu manna í Bandaríkjunum á sínu
sviði. Hiinn fyrri þeirra er Hjörtur Þórðarson, sem
á sviði raftækni og uppfinninga sinna var talinn einn
meðal 10 fremstu manna þar í landi á fyrsta þriðj-
ungi þessarar aldar. Hinn annar var Vilihjálmur
Stefánsson landkönnuður.
iHjör.tur 'hélt vel heilsu sinni. Hann komst yfir árin,
sem hann kenndi magnleysis í byrjun stanfsára sinna,
vafalaust vegna mikillar vinnu og slæms viðurværis.
Þó ikenndi hann þreytu í baki hin síðari árin. Hann
veiktist árið 1944. Bjó hann þá í gisti'húsi í Chicago
með konu sinni, sem hjúkraði honum. Sóttin elnaði
unz hann lézt þar 6. febrúar 1945, tæpra 78 ára. Harin
var jarðsunginn þar í borg. Líkið var síðan brennt og
aslkan 'flutt út í Klettaey. Þar er iegstaður hans og
beggja systra hans, er ólu einnig langan aldur í
Ohicago.
Kona Hjartar lxfði mann sinn um meir en 10 ár.
Iiún dó 17. júní 1955 og hafði þá meira en hálft ár
um tírætt. Fyrstu árin eftir lát manns síns átti hún
heima í Ohicago, en fluttist til eldri sonar síns í sum-
arbús.tað hans á Washinghoneyju og lifði þar síðustu
3—4 árin. Hún sá um sölu á bókasafni manns síns. Var
söluverð Iþess sett á 450.000 dali, en hún bauð að gefa
eftir sinn þriðja hluta, ef safnið færi sem heild ann-
Framhald á bls. 15
14. maí 1967
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9