Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Blaðsíða 4
VAINÖ LINNA OG VEIJO MIRI: TVENNSKOIMAR VIÐHQRF TIL. STYRJALDA Eftir Kai Laitinen Arið 1954 spunmist miklar umræður um nýútkomna Bkáldsögu í Finnlandi. Þetta var stríðsskáldsagan Tunteniaton sotil- as (Óþekkti hermaðurinn) eftir Váinö Linna, sem áður hafði látið frá sér fara tvær bækur, er lofuðu nokkuð góðu, án þess að þser væru þó sérstaklega athyglisverðar. Nú varð hann skyndilega einn helzti rithöfundurinn, sá sem allir lásu, margir lofuðu og allmargir löstuðu. Hin skjóta frægS bókarinnar — hún seldist í meira en 300.000 eintökum á fáeinum mánuðum, sem er mjög mikið 1 landi þar sem ibúafjöldinn er fjórar og hálf milljón — er auðskýxð. Bókin fjal'laði um liðna atburði, sem mönnum voru almennt í fersku minni, stríð Finnlands við Ráðstjórnarríkin 1941- 1944. Af þessu stríði stóð ekki sami Ijómi og af Vetrarstríðinu svonefnda 1939-40. Nú var Finnland i hernaðar- bandalagi við Þýzkaland, og það komu fram óánægjuraddir, sem drógu í efa nauðsyn þessa stríðs. Andinn var annar, berinn var nú betur vopnum búinn, en yfirleitt ekkert áfjáður í sóknarhernað út fyrir landamæri Finnlands. Mf að er þetta viðhorf, sem liggur ti'l grundvallar hjá höfundinum. Hann leitast við að sýna styrjöldina frá sjón- armiði óbreytts hermanns eða lítils her- flokks, vísvitandi „neðan frá“. Þetta samræmist mjög vel hefð finnskrar skáldsagnagerðar, sem er — ásamt sígildri rússneskri og nútíma amerískri skáldsagnagerð — líklega hvað „lýð- ræðiSlegust“ í hetjuvali sínu og þeirri áherziu, sem lögð er á grundvallar- manngildi og mikilvægi einstak'lingsins, án tiliits til þjóðfélagsstöðu hans eða stéttar. Sömuieiðis eru raunsæi og kímni sögunnar dæmigerðir þættir í finnskri skáldsagnahefð, sem á rætur að rekja til Aleksis Kivis (1834-72) ©g skáldsögu hans, Sjö bræSnr. \ Tilgangur Linnas er ekki aðeins að draga upp mynd af nokkrum einstök- um hermönnum og viðbrögðum þeirra við stríðinu — sem hann að sjálfsögðu einnig gerir — heldur, eftir þvi sem hann segir sjálfur, að sýna hvað lap- aðist í þessari styrjöld, hvað fólst að baki hirma opiriberu atbuxða. Tdgangur hans var sá sami og hirmar miklu fyrir- myndax hans, Leos Toistojs, að sýna sannleikann. Vegna þessa getur stríð ekki komið honum fyrir sjónir sem einhvers konar sýning eða karlmann- legur leákur. Flestar söguhetjur hans falla í bardögunum, þ.á.m. Koskela liðsforingi, ein aðalpexsónan og einhver sú jákvæðasta i sögunni. Aðeins útsjón- arsemi og klókindi geta bjargað iífi manna, eins og sést af Rokka USþjálfa. Hann leggur raunsætí mat á kringum- stæðurnar, er aðgætinn og alltaf fyrst- ur til að skjóta. Hann gerir sér einnig grein fyrir því, að áhrifaríkasta vopnið gegn þunglyndi er að hafa augun opin íyrir því skoplega. Mr egar öllu er á botninn hvolft, tekst höfundinum ekki til fulls að svipta á brott stríðsljómanum. Margar af persónum hans eru, hvað sem öðru liður, sannar hetjur, og bókin var af all- mörgum lesin til skemmtllegrar upp- rifjunar eigin stríðsminninga, en ekki sem gagnrýni- og ádeiluverk. Á hinn bóginn má líta á það sem merki aukins frjálslyndis í Finnlandi eftir stríð, að hinni hvössu þjóðar-sjálfsgagmýni skáldsögunnar var tekið af fullri al- vöru og hún mikið rædd. Bókin segir ekki aðeins frá mönnum í stríði, heldur lýsir hún einnig því mikla bili, sem er milli hermannanna og formgja þeirra. Lýsingin á „ströngu“ liðsforingjunum, sem eru fulltrúar prússnesks aga og atvinnuhermennsku, er öli mótuð af gagnrýnL Andstæða þeirra eru hinir frjálslegu liðsforingjar, sem líta á stöðu sína sem byrði en ekki forréttindi og er lýst sem hinum raunverulegu leiðtog- um (Koskela liðsforingi). Þannig hefur sagaxi einnig að geyma mikilsverð félagsleg viðhorf, sem ævintýxaþyrstir lesendux létu framhjá sér fara. l»að er Mð félagslega viðhorf, sem er TÍkjandi í næsta vexki Linnas. Hin veiga- mikla skáldsaga hans Taalla Pohj- antahden alla (Hér undir PólstjÖTn- unni), tilvitnun i vinsælt, anguxvært Ijöð, er hluti af finnskri þjóðfélagssögu frá því í lok síðustu aldar og til okkar daga. Aðalpersónur skáldsögunnar eru afi og faðir Koskela liðsforingja, og sag- an gerist í litlu þorpi i suðurh'luta Finnlands. Tvö fyrstu bindi af þessu skáldverki komu út 1959 og 1960. Þriðja og síðasta bindið kom út 1962. íArið 1918 neyddust Finnar til að heyja svokallað Fxelsisstríð. I rauninni var þetta borgarastyrjöld um þjóð- skipulag og valdaskiptingu hins nýja ríkis.. Hinn „rauði" her verkamannanna var verr skipulagður en her andstæð- inga þeirra. Þessu lyktaði þvi þannig, að Finnland varð „hvítt“ ríki með all- mikluim þjóðfélagslegum andstæðum. Skilningur á nokkrum póiitískum og félagslegum fyrirbrigðum í Finnlandi verður aðeins byggður á grundvelli þessarar óheilbrigðu skiptingar. Annar hiuti Pólstjömunnar og sennilega sá athyglisverðasti kryfur vandamál borgarastyrjaldarinnar — hvert var upþhaf misk'líðarinnar í þjóðmálum, hvemig sú tilfinning að vera minni máttar varð að beiskju og smám sam- an hatrL Einnig I þessu tékst höfundinum bezt upp í orustulýsingum. Lifandi samtöl og áhrifamáttur stuttra lýsinga Yáinö Linna Veijo Meri eru sterkustu hliðar hans, auk kímn- innar. í stórum dráttum höfða öll verk hans fremur til eyrans en augans. Frá sögulegu sjónarmiði getur verið að skáldsaga hans sé einhliða og ófullkom- in, en í stað þess að rekja í stórum dráttum gang mála, veitir hann okkur innsýn í reynslu einstaklinga og við- brögð þeirra gagnvart styrjöld og kreppu. Hann lýsir því, hvernig það var fyrir mann að vera „rauður“ eða vera stimplaður „rauðliði“ á þeim tima þeg- ar Mð „hvita“ sjónarmið var allsráð- andi. Sálfræði hans er ekki sérlega djúpskyggn, en hann þekkir persónur sinar vel og viðbrögð þeirra. Það er eirikennandi fyrir hann, að flestar sögu- hetjur hans eru karlkyns. Óþekkti her- maðurinn er „saga karlmanna" út í gegn, og í Pólstjörnusagnabálkinum eru helztu sögupersónur einnig karlmenn. L.t.v. bætast fleiri konumyndir í hið áberandi karlmannlega myndasafn Linnas í þriðja hluta skáldsögunnar, sem lýsir tímabilinu eftir 1918 og stríði Finna 1939-44 frá sjónarhóli óbreyttra borgara. Linna lítur á styrjaldir sem fjarstætt fyrirbrigði, en hegðun mannanna skipt- ir máli í sjálfri sér, að hans áliti. Grundvaliarviðfangsefm hans er líf gegn dauða. En í skáldskap Veijo Meris er bæði ytri rás atburðanna og athafnir fólksins fjarstæðar — fjar- stæðar á dýrlega snilldarlegan hátt. Vainö Linna er fæddur 1920 og tók sjálfur þátt í stríðinu. Veijo Meri fæddist 1928 og var of ungur til að ganga í faerinn, meðan á stríðinu stóð. Engu að síður hefur stríðið haft geysi- sterk áhrif á hann og er honum ríkt í huga. Næstum allar skáldsögur hans og smásögur fjalla um stríðið. Umhverfið getur hafa átt nokkurn hlut í þessum áhrif'Um. Faðir hans er liðsforingi, og herbúðaumhverfi bernsku hans og æsku hefur miðlað honum ríkulega af stríðsminningum og skopsögum úr hernum. En fleira kemur einnig til greina. Linna tekur ákveðna þjóðfélagslega og sagnfræðilega stefnu í verkum sín- um. Tilgangur hans er að sýna, „hvern- ig þetta var í raun og veru“ eða hvern- ig það sennilega var. Meri lítur ekki á sjálfan sig sem félagslegan sagnfræð- ing. Að vísu sækir hann efnivið sinn í raunveruleikann, en endurskapar hann í þeim maeli í bókum sínum, að loka- útkoman verður allt önnur og ólík hon- um. í málaralist yrði Linna sá, sem málaði hlutina eins og þeir kæmu hon- um fjíxix sjónir, en Meri málaði skop- stælingar af þeim. Það er eitthvað vél- rænt við bækur hans og viðforögð sögu- persónanna. Finmskur gagnrýnandi hefur líkt þeim við velsmíðaðar vélar. Peisðnur Meris eru vélmennL sem komast að lokum að því, sér til mikillar undrunar, að þær eru ekki vélar, held- ur mannlegar verur. Veijo Meri hefur einnig skrifað skáldsögu um borgara- styrjöldina 1918, en hjá honum er það ein allsherjar ringulreið, sem setur svip sinn á frásögnina. Vesalings maimpeðin hlaupa fram og aftur eins og kjánar, patandi út í lofið, eins og kvikmynda- leikarar í gömlu myndunum; hugprýð- in er haldlaus, engum er fært að fá yfir- sýn yfir ástandið I hei'Id. Annarlegur blær kaldhæðni hvílir yfir öllu. •*- essí annarlegi eða fáránlegi blæT hvilir einnig yfir Manillaköysi (Manilla- kaðlinum, 1957), sem er e.t.v. bezta bók Meris. Hermaðurinn Joope finnur manillakaðal og fær þá hugmynd, þeg- ar hann er að legaja af stað, að taka Framhald á blaðsíðu 6. 4 LESBOK mohgunblaðsins 4. júni 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.