Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Qupperneq 9
tilf'inmngan'ælm. Adenauer minntist aldirei á þennan missi. Samt fór hann. 'honum aldrei úr huga. „Hindenburg, aá hálfbjáni. I>að var hann sem kom Hitler til valda“. 15 andaríkjamenn hurfu burt úr Köln, en í stað þeirra komu brezkar hersveitir. „Stórfylkisforinginn Barra- louigh fyrirskipaði mér 6. okt. 1945 að segja lausu borgarstjóraembætti mínu lá þeirri forsendlu, að ég væri óhæfur til starfans. Það er honum að þakka að ’ég er orðinn kanslari“, sagði Adenauer siðar. í sama ski.pti bárust í tal heimsóknir hans til de Giaulles, en þær taldi hann meðal hins skemmtilegasta, sem hann hafði að minnast. Þegar við spurðum hann hverju hann teldi það vera að þakka, svaraði hann: „Það er svo frjá^s- legt hjá honum. Að koma til hans er því nær eins og að koma heim, Hers- höfðinginn er yndislegur maður og svo ó'hátíðlegur sam mest má vera. Mér fannst ég mega segja við hann upþhátt hvað eina sem í hugann slæddist. Mér hefur aldrei liðið jafn notalega hjá neinum þjóðhöfðingja“. — Síðan nefndi hann nokkra fræga menn, sem honum þóttu merkilegir: ChurohiU, Dulles, ÍFrancois-Ponoet. „En Hindenburg?“ „Sá hálfbjáni. Það var hann sem kom Hitler að“. Bulganin virðulegur, Molotov sviplítill, Aldrei kom það fyrir að Aden- auer kæmi ekki spyrjanda sínum á óvænt með svarinu. „Hérna var ég staddur“, sagði hann við bandarískan blaðamann, sem hann var að sýna garðinn sinn, „þegar ég sá ykkar menn koma handan yfir Rín ár- ið 194)5. Sprengikúlurnar þutu framhjá mjög nærri mér. Hér má enn sjá förin eftir þær“. „Bjuggust þér við að þeir mundu miða á yður?“ i „Já. Þeim var öllum miðað á mig“, sagði hann eins og þetta væri alveg sjálfsagt, Bandaríkjamanninuim til mestu furðu. Oft átti hann úr vöndu að ráða með- an á þeim samningaumleitunum stóð, sem hann átti hlufdeild í. Það var í Moskvu í september 1955, gagnaðilax voru Bulganin og Krúsjeff. Honum tókst að fá Rússa til að sleppa úr haldi þýzkum stríðsföngum, sem enn voru í haldi. Oft var stormasamt á fundum þessum.. Bulganin kom Adenauer fyrir sjónir sem mjög virðulegur gamall maður, vel að sér og góðviljaður. En bak við þennan góðlátlega svip dylst það sem hann kallar „egghvassan ski'lning". Molotov hinsvegar, sem einkenndi með sínu „njet“ allar alþjóðlegar ráðistefn- ur á þessum köldustu árum hins kalda stríðs, virtist honum „litlaus“, og í engu meiri en meðalmaður. Þegar vínið var borið fram skiptu þeir á glös- um, Adenauer og Hikita Krúsjeff, og sér itii furðu sá Adenauer að í glasi hins var ekki annað en tært vatn. Þá sagði hann: „Ættum við ekki helduir að drekka úr sömu flösku?“ Klukkan níu að morgni var starfsdagur hans liálfnaður . Adenauer hafði kvefazt á ferð sinni til Miinchen. En hann vildi ekki við það kannast að hann væri lasinn og hélt áfram að lesa skrifara sínum fyrir úr endurminningunum. Honum fannst liggja á því...... Það var haldið í Rínarlöndum að hann mundi Iifa nokíknu lengur. Þar var hann kailiaður „ofjarl allra refa“, og með því var átt við það, að hann hefði jafnan haft betur í viðureign við sjúk- dóma. „Farið þér snemma á fætur?“ epurði ég hann einu sinni. „Hve snemma haldið þér?“ Arfurinn sem Adenauer tók við: Þýzkaland í rústum eftir stríðið. „Fyrir klukkan níu, gizka ég á“. „Klukkan níu er dagurinn hálfnaður fvrir mér. Á hverjum mor.gni mæti ég kluklkan sjö á skrifstofunni minni í þing- húsinu“. Hann stendur uppréttur, beinum fóit- um, hár til hnés, rólegur á svip, og þetta andlit, sem minnir svo mjög á Sioux-indiánahöfðin.gja, hefur lit gamals bókfells og virðist fela í svipnum reynslu og vizku margra alda. Hreyfingar og málrómur lýsa furðulegu fjöri og þrótti hjiá svona gömlum manni. Þegar ég spyr 'hann hvað honum finnist mest um vert að hafa, svarar hann: „Þolinmæði og ró- semi“. En hann svaraði ekki viðstöðu- laust, heldur hugsaði sig um stundar- korn. Þessi maður, sem aldrei bar einkennis- búning, líktist mest hershöfðingj.a, sem farinn er úr einkennisbúningnum. Hann elskaði þjóð sína ekki nema að nokkru marfri, enda samsamaði hann sig henni ekki nema að nokkru miarki. „Ef ég hefði verið páfi á 16. öld, þá hefði ég látið kalla Lúther fyrir mig“ A.ldrei boðaði hann hefndir— þó að Rússar segi hann hafa gert það. En samt var hann eklki sá „góði gamli mað- ur“ sem hann var kallaður samkivæmt þjóðsöigunni. Svör hans voru greið, hann hafði þau á reiðum höndum — hvöss, stimdum hættuleg andstæðingnum. Ég efast mjög um að það sé's-att sem sagt er, að Adenauer hafi ekki lesið tvöhundruð bækur um ævina, það af- sanna þau próf, sem hann tók í lögfræði, og þroskaferill hans í lögfræðistarfinu. Hann var óvenju gáfaður maður og hafði egghvassan skilning, svo langt bar af því sem venjulega gerist. Við þetta og annað, sem manninn prýddi, bættist öruggt sjálfstraust og fullkomið hlut- leysi gagnvart áliti almennings, persónu- töfrar samsettir úr skopskyni og nöpru háði og hugrekki til að mæta óvild lýðs- ins. Preiátar kiilkjunnar sögðu honum einu sinni að þeir væru ekki samþykkir éætlun, sem þeim var ætlað að fara eftir. Þá svaraði hann: „Ég skipti mér elcki að því hvort kirkjunnar menn segja heldur „já“ eða „nei“. Ég ætlast ek'ki til að þeir segi annað en amen“. Þó að Adenauer væri kaþólskur trúariðkandi, var hann minna prestlega sinnaður en emvaldskonungur á Upplýsingatáman- um. „Lúther", sagði hann, „var mesti •skynsemdarmaður; ef ég hefði veriS páfi, hefði ég látið kalla hann fyrir mig“. Adenauer ræktaði rósir, dálæti hans voru gotneskar jómfrúr, úr og kluikkur, Sehubert, Haydn og frægt lag eftir Carnaval: „Einu sinni var húsari einkar trúr“. „Mestur af Kennedy-f jölskyldunni i— það er ættfaðiriim“ Adenauer „hinn hugrakki", f bezitu merkingu þess orðs, honum er Fram'hald á bls. 11 4. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.