Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Síða 11
HUGREKKI HANS Framhald af bls. 9 ætíð við brugðið. Hann er orðinn að þjóðsögn. Hann kunni þá list að bíða þolinmóðlega, því hann vissi að hvenær sem í nauðir ræki, mundi verða leitað til sin. Löngu eftir að Erhard tók við af Adenauer, hafði þessi gamli kanslari tvær stofur í þinghúsinu til umráða. Um hádegisbilið var sikrifstofa hans Xæst, því hann vildi vera einn meðan hann hvíldi sig. Þar hafði hann líka lítið eld- hús, þar sem ráðskona hans matbjó handa honum eftirlætisrétti hans. Stundum gat hann haft það til að sitja graflkyrr tímunum saman, fléttandi greipar í sífellu. Við og við tók hann íteyg af víni. Hvenær sem hann átti af- mæli, komu öll börn hans, bamabörn og barnabarnabörn — fjöruitíu í allt — í heimsókn til hans. Skyldulið hans var Jíf hans og yndi. E g spurði hann einu sinni um álit hans á Kennedy. Hann sagði að ætttfað- irinn hefði ávalit haft hönd í bagga með og ráðið ráðum fyrir fjölskylduna, hinn elzta lét hann gerast stjórnmélamann, hinn næstelzta lét hann stunda lang- skólanám, hinn þriðji tók að sér að sjá um hagsmuni fjölskyldunnar. En svo deyr hinn elzti á stríðsárunum, og var þá skipt um hlutverk milli bræðranna. Tíminn líikist hjóli sem veltur án af- láts, og því hraðar sem lengra líður. Á hvaða tímabili sögunnar var það sem iþeir opnuðu kaupstefnu í Köln, hann og Friedrich Ebert? Hvenær átti hann við- tal við Anthony Eden? Hvenær tókust þeir í hendur, hann og Eisenhower? Hún virðist vera frá í gær, þessi samn- ingsgerð sem þeir gerðu sín á milli, hann og Mendés-France, og þessi ljós- mynd, þar sem þeir Krúsjeff og hann sitja á tali ásamt Bulganin, eða þar sem Adenauer situr í nánd við ruggustól Kennedys, eða talar um fjármál við IRobert Schuman. Og hér situr hann á tali við Píus páfa XII, og tíu árum síð- ar í sama húsi, Vatíkaninu, á tali við Jóhannes páfa XXIII. Þegar dauðastundin nálgaðist og allur heimurinn vissi að hverju fór í húsinu 1 Röndorf á bökikum Rínar, þá skildu menn, að hér var mikill heiðursmaður að kiveðja. SMÁSAGAN Framhald af bls. 5 „Ég veit allt imi það,“ sagði sálfræð- ingurinn, „Heilinn minn vissi loksins meira um Btjómmál en nokkur annar maður, Ja, ég leyfi mér að kalla hann mann eftir það sem gerðist.... “ „Hvað var það?“ spurði sálflræðingur- inn. „Það kemur á sínum tíma,“ sagði maðurinn í bláu fötunum. „Þér megið ekki van-meta gáfur mínar. Ég lét eng- an komaist að því, að ég vann fyrir &Ila. Þama voru ritstjórarnir og blaða- mennimir dauðfegnir að fá skrifaðar greinar og leiðara, sem báru af öllu sem skrifað hafði verið á ísl'andi áður.“ „Já, blaðamennskan hefur batnað,'* sagði sáHræðingurinn. Hann bætti á blokkina sína: — Mikilmennskubrjálæðt. „Blaðamennskan, úff,“ sagði maðiu-inn f bláu fötunum. „Blaðamennskan hefur batnað af því að heilinn minn sá um hana. Loks neyddist ég til að kaupa rafmagnsritvél. Svo leið að kosningum- um núna. Hann las víst of mikið af firéttumum, sem blaðamennirnir vildu tk umiskrifaðar. Hann fór að heimta styttri vinnutíma og laim.“ „Nú, hvað hafði hann að gera við pen- inga?“ spurði sálfræðingurinn. „Hann vildi ekki sjá peninga," sagði Framhald á bls. 15 P ólitík hlýtur að vera ofarlega í hugum manna um þetta leyti, svo sem von er til, rétt áður en menn ganga út í þá friðsamlegustu byltingu, sem til er, það er að segja lýðræðis- legar kosningar. Svo friðsamleg er þessi bylting í vorum heimshluta, að þegar menn koma til vor úr víðri veröld þjóðanna, sem ýmist er full af æsingi, ofsa og blóðugum bylting- um, eða af þrúgandi kúgun, þá standa þeir undrandi yfir aðförum vorum, sem kjósum ýmist menn til hægri eða vinstri eða þar í miðju, án þess að úthella svo miklu sem blóði úr einum hana. Liðnir eru nú tímar vík- inga, Völsunga og Sturlunga, þegar höfðingjar sigldu um höf og hetjur riðu um héruð, drepandi bæði rang- dræpa og réttdræpa menn. Niðjar garpanna eru nú svo gætfir orðnir að Kagawa gat sagt um Norðurlönd- in að þau væru „bezt kristnu lönd í veröldinni“. En dramb gæti verið falli næst ef vér færum að hrósa oss af þessu, enda erum vér í skuld, bæði viff Gyffinga og Grikki — og má vera að skuldin við Gyðingana sé öllu meiri en við Grikkina þótt altalað sé í Evrópu að Forn-Grikkir séu feður lýðræðishugsjónarinnar. En margt höfum vér af Gyðingum lært, sem ekki var hægt að læra af Gri'kkjum, þar á meðal að elska friðinn — og náungann. Nánari athugun sýnir að lýðræðið var æði valt í sessi hjá þeim gömlu Grikkjum, en sú sæmd skal ekki frá þeim tekin að þeir hugsuðu meir um stjórnun smáríkja en aðrir fornir menn. Aristóteles safnaði saman stjórn- skipunarlögum eitt hundrað fimmtíu og átta borgríkja og skráði sögu þessara sömu laga. Þetta þrekvirki Aristótelesar, skrifara hans og læri- sveina, var að fullu og öllu glatað öldum saman, unz menn endurtfundu stjórnarskrá Aþenuborgar árið 1891, en hún hafði skrifuð verið á papyrus- vefjur og geymd öldum saman í Egyptó, án þess að nokkur maður vissi af henni í margar aldir. x etta mikla verk var þegar búið að vinna áður en Aristóteles reit sifffræffi sína, en þessi siðfræði hafði aíar mikil áhrif á Evrópumenn í margar aldir. Þar á eftir skráði Ari- stóteles sérstaka bók um stjórnmálin, sem enn er varðveitt og lesin í há- skólum austan hafs og vestan, enda er bókin hin lærdómsríkasta um bernsku og barnasjúkdóma lýðræðis- ins. Má meira að segja fá þessa frægu bók í pappírsböku fyrir álíka verð og einn súpudisk líkt og margar aðr- ar bækur, ágætar og heimstfrægar. Með því að skegghýjungssinnar halda svipaðri skeggsídd og Aristóteles og freyjur vorar álíka sídd á pilsum og Valkyrjan í Gerplu, væri hugsanlegt að gagnlegt væri að getfa nokkurn gftum að sumum hugmyndum í „póli- tík“ Aristótelesar. Jóhann Hannesson prófessor skrifar um: BARNASJÚKDÚMA LVÐRÆÐISINS f stórum dráttum hugsar Aristót- eles málin á þessa leið: Milli stjórn- skipunarlaga, siðtfræði og stjórnar- framkvæmda þarf að vera samræmi. Hann gerir sér og öðrum Ijóst að lýð- ræði getur ekki þrifizt vel hjá mjög illa siðuðum mönnum. Forngríska lýð- ræðið var viðkvæmt og brothætt, og að vorum dómi var það líka gallað. Aristóteles hefði ekki kallað það lýð- ræði, sem vér köllum því nafni, nema þegar beitt er þjóðaratkvæðagreiðslu, því þar með eru tiltekin mál afgreidd beint af lýðnum. Að kjósa menn á þing, líkt og vér gerum í kosningum, hefði verið nefnt „kjörið aristókrati“ eða því um líkt hjá Forn-Grikkjum, enda töldu sumir þeirra þetta hið ákjósanlegasta fyrirkomulag sem hugsazt gæti, ef því yrði við komið, enda eru sumir þingmenn Vorir úr- valsmenn. Af reynslu Grikkjanna er hins veg- ar ýmislegt að læra, ekki sízt fyrir oss, þegar svo virðist sem þjóðin sé að klotfna, annars vegar í lítið, þétt- býlt borgríki, en hins vegar í stórt dreifbýlt svæði. Menn munu undrast hvernig sum fyrirbæri, sem borgríkin grísku þekktu fyrir meir en tvö þús- und árum, skjóta upp kollinum í vorri eigin samtíð. Þá voru t.d. uppi lýðskrumarar, „demagógar“, mark- lausir gasprarar og hártogarar, sem gátu tælt lýðinn til fylgis við sig, og vörðu dýrmætum tíma almennings til að tala um alit annað en sannleika póiitískra málefna. Demagógar gátu stundum látið lýðinn gera samþykkt- ir,sem þeir settu upp yfir öll stjórn- skipunarlög. Þar með gátu þeir komið sínum klækjum fram meðan lýðurinn fylgdi þeim (Pól. IV,4). Og þeir gátu annaðhvort orðið harðstjórar (tyr- annar) eða komið harðstjórum til valda. A ður en lýðskrumarar eða harð- stjórar tóku völd, var í forngrísku borgríki málum skipað á þá lund að sifffræffilegum códex var komiff fyrir í lagacódex, og þessi lagabálkur skil- greindi heildarramma þjóðfélags og stjórnarfars. Borgararnir bjuggu viff lög, og þau mótuðu þær siðakröfur, sem gerðar voru til manna. Þetta kerfi nefndu Forn-Grikkir POLITEIA en síðari alda menn vestrænir nefndu það „constitution" og vér stjórnarskrá eða stjórnskipunarlög. Ungir borg- arar urðu að læra þessi lög, því án þeirra voru þeir ekki hæfir til að búa í borg og gátu heldur ekki vitað mun á réttu og röngu. Ungir borg- arbúar voru aldir upp í lögum, sem voru jafnframt félagslegir siðir, og stóðu á mjög háu menningarstigi þeg- ar lýðskrumarar og harðstjórar náðu ekki tökum á þeim. Þá er von að menn spyrji: Hvernig stóð á því að lýðskrumarar og harð- stjórar náðu tökum á mönnum, sem voru í senn vel menntaðir, þroskaðir og siðaðir? Til dæmis á Aþenumönn- um, í samtíð Sókratesar og Platóns, — og fjölmörgum öðrum? Hér skulu ta!in örfá atriði. 1) Veilur voru í þjóðfélögunum sjálf- um, því þrælar og konur nutu ekki borgaralegra réttinda (né sæmi- legrar menntunar) og töldust ekki til borgara, ekki heldur ýmsir að- komumenn. Að tala um „mennsku“ (humanitas) þræla og framandi manna komst ekki í tízku fyrr en með Stóuspekinni. Þetta var betra hjá ísraelsmönnum. 2) Borgrikin þoldu illa styrjaldir og sundrung, og þau þoldu mjög illa fjárhagsleg skakkaföll. í stríðum misstu þau mikið af ungum úrvals- mönnum; þeir féllu, en þrælar, konur og börn sátu heima. Kennsla barna og ungmenna komst í hend- ur þræla. Ríkiskassinn tæmdist og grípa varð til harðræða eða beinna ranginda til að ná fé í hann. 3) Lýðskrumararnir sem sögðu að „allt væri afstæðilegt" buðust til að bjarga málum, með því að skjalla lýðinn og sniðganga lög, siði, sæmd og sannleika og koma losi á stjórnskipan ríkisins. „Ab- súrdistar" aldarinnar prédikuðu ólifnað og sjálfsmorð, svo að þau komust á stöku stað í tízkiu, þegar vel gefnir mælskumenn beittu sér fyrir slíkum málstað. Siðferðisþrek, viljaþróttur, staðfesta og flestar fornar dyggðir soguðust burt úr mannfélögunum, nautnasýki og spilling óx, en framtak dvínaði. 4) IHarðstjórarnir komust til valda með aðstoð vopnaðra fylgismanna, og gátu fyllt ríkiskassann með því að drepa menn og gera edgnir upp- tækar. Til voru harðstjórar, sem stjórnuðu vel, og Aristóteles rek- ur sögu margra þeirra. En margir féllu eftir fárra ára stjórn — og af orsökum, sem oss finnast ein- kennilegar og búumst ekki við. Það var yfirleitt ekki hefndar- hyggja annarra eða ágirnd, sem kom þeim í koll, heldur ólifnaður harðstjóranna sjálfra, nauðganir, kynvilla og annað þess háttar. 5) Sum skáldin, ásamt sófistunum, uppleystu átrúnað og siðferði, og þrælar í kennarastöðum voru ann- aðhvort mjög fáfróðir í siðfræði og uppeldi, eða kenndu beinlínis ósiði með því að gylla ólifnaðinn. Menn hættu að þola gagnrýni og gáfust upp við að hreinsa til í ósómanum. M iíiargir þeir menn, sem hæst ber í grískri menningarsögu, svo sem Sókrates, Platón, Aristóteles — og hvert mannsbarn kannast nú við — lifðu og störfuðu til þess eins aff endurreisa þaff bezta meff sinni þjóff. Það tókst ekki, eins og vér vitum. Skyldunnar þor og þróttur viljans var ekki lengur til, en mikið af listrænni snilld og bókviti, svo að Grikkir gátu kennt Rómverjum, og á sínum tíma sogað þá með sér niður. Jóhann Hannesson. 4. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.