Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Síða 7
Bertrand Russell á yngri árum. Rétt í þann mund, að Russell verður sextán ára, er hann sendur til manns, sem bjó unglinga undiir inngöngu í her- skóla. Þarna var Bertrand yngstur nem- enda, sem flestir voru á aldrinum 17 til 19 ára og þarna hugðu flestir að sjálfsögðu á herskólanám nema Russell og tveir nemendur aðrir, sem ætluðu að taka vígslu. Þessir ungu menn höfðu flestir haft náin kynni af vændiskon- um, og megin-umræðuefni þeirra var konan og var tal þeirra tíðum hæpið. Einn þeirra hafði fengið sárasótt og þótti hann frægastur manna í þessum herbúðum. Þessi ruddalega tjáning kynhvatarinn- ar hrelldi Bertrand og hann varð mjög „puritanskur11 í afstöðu sinni til ásta- ílífs og hvarf enn lengra inní sjálfan sig; félagar hans settust að honum, þar sem þeir fundu þennan feimna ungling til- vailið kersknisleikfang. Það varð Bert- rand til lifs, að þarna kom annar ung- lingur, sem varð þeim enn kærkomnara tilefni aðhláturs. Bertrand fór einförum, eftir því sem hann fékk því viðkomið. „Það lá götuslóði yfir akirana í New Southgate, og ég reikaði oft einn um þann stig og bollalagði sjálfsmorð. Ég framdi það samt sem áður ekki, vegna þess að mig langaði til að vita meira um stærðfræði." Að liðnu hálfu öðru ári við þennan undirbúningsskóla, hélt Bertrand til Cambridge og þar skipti um fyrir honum. Whitehead, vinur hans og síðar samstarfsmaður, var prófdóm- ari, lagði inn gott orð með honum og bað menn að Hta til með honum og öðr- um nemanda, sem kom um líkt leyti. Sanger hét hann og lagði sá stund á stærðfræði eins og Bertrand. Þeir urðu ævilangir vinir eftir fyrstu kynni, þeg- ar á daginn hafði komið, að Bertrand var eini maðurinn, sem Sanger hafði hitt, sem lesið hafði bók mikla, sem hann átti, um andlega þróun Evrópu. Þarna kynntist Bertrand fjölda manna, sem síðar áttu eftir að koma við sögu hans. Einn þessara vina hans var McTaggart og segir Bertrand, að hann hafi jafnvel verið enn feimnari en hann sjálfur. „Eg. heyrði að barið var að dyrum einn daginn — mjög veikt. Ég kallaði fram og bað gestinn að ganga inn, en ekkert bólaði á honum og ég kallaði hærra, það bar ekki heldur árangur, svo að ég opnaði hurðina og sá McTag- gart standa á dyramottunni. Þeir urðu miklir mátar þessir tveir, þó að leiðir skildi í heimspekilegum efnum nokkru fyrir aldamótin, en al- ger vinslit urðu ekki með þeim fyrr en McTaggart bað Bertrand um að koma ekki framar til að heimsækja sig, þar sem hann gat ekki liðið skoðanir Bert- rands á stríðinu, og svo römm var óbeit þessa aldavinar hans, að hann gekkst fyrir því, að Bertrand væri sviptur starfa sínum sem fyrirlesari við há- skólann. að smáslaknaði á hömlunum með hinum unga manni í hinu vingjarnlega KAfLAR ÚR NÝRRI SJÁLFS- ÆVISÖGU - ANNAR HLUTI umhverfi við háskólann, sem var við hans hæfi. „Mér leið í fyrstu edns og ölvuðum manni, þegar ég uppgötvaði, að ég gat látið í ljós skoðanir mínar að vild og það var hvorki dregið dár að mér né heldur að skoðanir mínar vektu skelf- ingu. Langa hríð fannst mér sem ein- hvers staðar í heiminum myndi vera raunverulegt hæfileikafólk, sem ég hefði enn ekki hitt, en ég myndi strax finna að væru andlegir ofjarl- ar mínir, þegar ég rækist á það. Það var á öðriu ári mínu í Cambridge, að ég uppgötvaði, að ég hafði þegar kynnzt mesta hæfileikafólki veraldar. Þetta voru mér vonbrigði, en um leið vakti það með mér aukið sjálfstraust. Á þriðja ári mínu kynntist ég G. E. Moore, sem þá var að koma til Cam- bridge. Um nokkurra ára skeið fannst mér þessi maður vera gæddur þeim eiginleikum, sem ég taldi Eifburðamann- inn eiga að vera gæddan. Moore var á þessum árum fallegur og grannur með næstum innfjálgan svip og hann var eldhugi ekki ósvipaður Spinoza. Hrein- leiki hans var einstakur. Mér hefux aldrei utan einu sinni tekizt að láta hann ljúga og það varð með brögðum. Ég spurði: — „Moore, segirðu alltaf satt?“ „Nei,“ svaraði hann og ég 'held þetta sé eina lygin, sem honum hefur ■um munn farið. 1 heimi andans var hann óttalaus og þyrstur í ævintýri, en í hinu daglega lífi var hann barn. Moore var likt farið og mér að því leyti, að hann var undir áhrifum af McTaggart og var því um tíma Hegel- sinni, en hann slapp úr þeim viðjum fljótar en ég, og það var að miklu leyti fyrir áhrif frá honum, að ég hvarf bæði frá Kant og Hegel. Þrátt fyrir að hann var tveimur árum yngri en ég hafði hann þannig mikil áhrif á heim- spekiskoðun mína. E in bezta skemmtun vina Moores var að horfa á hann kveikja í pípu. Hann kveikti á eldspýtu og byrjaði að tala og rökræða og hélt þ.ví áfram þar til eldspýtan brenndi fingur hans, og þá kveikti hann á annarri og þannig koll af kolh þar til stokkurinn var tóm- m-. Þetta var vafalaust gott fyrir heilsu hans því að þetta voru einu augnablik- in, sem hann var ekki reykjandi. Mesta ánægjan, sem mér veittist í Cambridge, var bundin félagsskap, sem meðlimirnir nefndu „The Society" (Fé- lagið), en aðrir þeir, sem vissu af til- veru þessa félagsskapar, nefndu 'bann „postulana". Þetta var rökræðuklúbb- ur, og voru félagarnir ýmist einn eða tveir stúdentar af hverjum árgangi ■skólans og safnaðist þessi hópur saman á hverju laugardagskvöldi. Þessi fé- lagsskapur hefur verið starfandi síðan 1820, og hann hefur átt innan sinna vébanda marga af gáfuðustu mönnum, sem verið hafa í Cambridge. Þetta er einskonar leynifélagsskapur að því leyti, að þeir sem valdir eru hafa enga hugmynd um, að það eigi að velja þá. Það var á snærum þessa félagsskap- ar, að ég kynntist sumum þeirra manna, sem gildust ástæða var til að þekkja. Það var grundvallaratriði í þessum um- iræðum, að þar væri ekki um neina bannhelgi að ræða né takmarkanir í ■hugsun. Við ræddum af ákafa aHt milU himins og jarðar og vafalaust hefur þar gætt eihhvers ungæðisháttar, en málin voru rædd af þeim eldlega áhuga og sjálfstæði í hugsun, sem sennilega er ekki möguleiki að finna með full- orðnara fólki. að var sumarið 1889, sem ég bjó hjá frænda mínum, Rollo, í húsi hans í Hillhead. Það var einn daginn, þegar við vorum á göngu um Föstudagshæð- ina, í grennd við Fernhurst, að hann sagði: „Það er komið nýtt fólk þarna í húsið og við verðum að fara og heilsa uppá það.“ Feimni mín var svo megn, að mér gazt mjög ilia að þessari hugmynd, og ég bað hann þess lengstra orða að dvelja þar ekki til kvöldverðar. Hann sagðist ekki myndu gera það, en gerði það samt og ég varð glaður yfir að hann skyldi gera það. Það kom á daginn, að þetta var bandarísk fjölskylda, sem nefndist Pearsall Smith. Þetta voru öldruð hjón ásamt dætrum sínum tveim, og var sú eldri gift og maður hennar í Frjáls- lynda flokknum. Hann var hæfileika- maður og átti sæti i borgarstjórn Lund- únaborgar. Son áttu þau hjón í Balliol og yngri dóttir þeirra hafði verið í kvennaskóla í Pennsylvaníu. Meðan við vorum að borða kvöld- verð kom Costello, en svo hét tengda- sonurinn, beint frá London og hafði miklar fréttir að færa. Það stóð yfir verkfall hafnarverkamanna og var verkfallið álitið þýðingarmikið, þar sem um var að ræða að rýra rétt verkalýðs- félaganna frá því sem áður hafði verið. Ég hlustaði með opinn munninn meðan hann sagði tíðindin og mér fannst ég hafa komizt í snertingu við raunveru- leikann. Sonur hjónanna mælti í spakmælum og honum virtist öll þekking tiltæk án fyrirhafnar. Það var samt yngri dótt- irin, þessi sem hafði verið á kvenna- skólanum, sem vakti mestan áhuga minn. Hún var mjög fögur, eins og marka má af eftirfarandi tilvitnun úr Bulletin í Glasgow þann 10. maí 1921, en þar segir: „Ég minnist þess, að ég hitti frú Bertrand Russell á einhvers konar borg- arasamkundu (var það einhver sam- kunda bindindismanna?) — fyrir tutt- ugu árum. Hún var þá ein fegursta kona, sem hægt er að hugsa sér, og gædd tignarlegu yfirbragði ....“ Hún var sjálfstæðari en nokkur önnur ung kona, sem ég hefi þekkt .... og seimia komst ég að raun um, að hún var náin vinkona Walts Whitmans .... hún var vingjarnleg og mér hvarf feimnin í návist hennar. Ég varð ást- fanginn af henni við fyrstu sýn.“ Bertrand segir nú frá því, að næstu Framhald á bls. 12 11. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.