Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Síða 15
iskipti máli, skipti reyndar engu,“ segir
ihann með nokkurri beiskju. Styrjöldin
haföi á vissan hátt skapað honum nýja
fótfestu, gefið honum tækifæri til að
leggja sig allan fram í baráttunni fyrir
rétti einstaklingsins til að vera óháður,
en jafnframt fært honum þá góðu vissu,
að maðurinn getur aðeins lifað lifinu
í samfélagi við aðra. Þess vegna varð
eftirstríðsþróunin honum harður bak-
s-kellur. Hann sá hvernig eiginhags-
munabaráttan kom í stað fórnarlund-
a-rinnar, og brást þannig við, að hann
Ihneigðist að kommúnisma. Hann stofn-
aði róttæka bókaútgáfu, sem nefndist
„Fálkinn", skrifaði nokkra hríð leik-
listargagnrýni í kommúnistablaðið „Fri-
iheten" og átti í stríði við sjálfan sig
vegna sambandsins milli einstaklings og
eamfélags, lifs og listar.
í kvöld segir Johan Borgen: „Vel-
ferðarsamfélagið hef-ur sýnt, að alls-
nægtum fylgir lítil hamingja. Afleið-
ingar þesis, sem nú er að geras-t í þessu
þjóðféla-gi, munurn við ekki sjá fy-rr
en eftir um það bil sjötíu ar. Viðgang-
lur ofbeldisins — ofbeldis án tilgangs —
er versta öfugþróunin á síðari árum.
Orsökin er bíllinn. Aldrei áður hefur
manninum gefizt slíkt tækifæri til
ákvörðunarvalds yfir lífi og dauða ann-
arra, með því einu að stíga á bensín-
gjafann. Það er bölvun bíladyrk-unar-
innar.“ Hann segir okkur til skýringar
frá smáatviki, sem gerðist í einni af
ihinum mörgu Danmerkurferðum 'hans
á síðustu árum. Hann var á gangi efti-r
fáförnum vegi meðfram ströndinni ein-
hvers staðar milli Kaupmannaíh-afna-r
og Helsingjaeyrar. Allt í einu rauk á
hann grimmur hundur og beit hann.
Konan, sem átti hundinn, kom að á
eftir og afsakaði hundinn með því að
„hér gengur enginn lengur. Það eiga
allir orðið bíl.“ Þá skildi 'hann hund-
inn.
„En,“ hrópar hann svo, „þessi botn-
lausa della, sem er alveg að fara með
menntamennina, hún setur mig ekki út
af laginu. Ég er ekki lýðræðissinni. Ég
g-eri ekki ráð fyrir, að hægt sé að
víkka svið þekkinga-rinnar eða tileink-
un menningarinnar, s*vo að nokkru
nemi, meðal fjöldans.“ í sama orðinu
viðurkennir hann með prakkaraleg-ri
ánægju — og kannski svolítið skömm-
ustulegur — að hann horfi yfirleitt á
framhaldsþættina um Hróa Hött í sjón-
varpinu í sjónvarpsherbergi fjölskyld-
unnar á efri hæðinni, og að honum finn-
ist sjónvarpið skemmtil-egur fjölmiðill.
Þetta gefur honum tilefni til að varpa
fram spurningunni: „Hvað er menn-
ing?“ Hann svarar henni með því að
segja f.rá þeirri hrifningu, sem greip
hann, er hann horfði á þátt um list-
hiaup á skautum í sjónvarpinu. „Það
kom fram skautahlaupspar. Hvílík full-
komnun innilegrar tjáningar — þó ekki
væri annað en hreyfing mannsins, þeg-
ar hann tók um mitti konunnar. Og hin
blíða auðmýkt, sem hún sýndi á móti
— þetta samspil var svo þrungið list-
-rænni erótískri spennu, að mér fannst
ég sjaldan hafa séð nokkuð fegurra.
Það var menning. Tárin streymdu niður
kinnarnar á mér.“ Grannur líkami hans
er allur með í frásögninni.
essi andstyggðar orð!“ segir Jo-
han Borgen oftar en einu sinni um
kvöldið, þegar hann hefur talað sig
'heitan. Hann dreymir um sam-eiginlegt
mál til tjáningar fyrir allan heiminn.
Það þyrfti ekki að vera myndað úr
orðum, heldur aðeins gefa til kynna
hugblæ með hljóðtáknum. Ekki neins
konar dadaismi, hann er út í hött. Mál-
ið, sem hann dreymir um, ætti að
byggja á sérhljóðum. Hann efast um
möguleifca hins -skrifaða orðs til að ná
aukinni útbreiðslu. „Orðið er fjötrað, og
þess vegna hlítir til-einkun þess ekki
sömu lögmálum og tileinkun annarra
listgreina. Eg hef ekki trú á neinni end-
urlausn. Það eru ill álög bókmenntanna,
að þær eru bundnar af orðinu. Og
orðið er ófullnægjandi. Þess vegna er
bókin dauð.“
(Hann stendur upp, hár og beinn í
baki, bætir ögn af viskíi í glasið og læt-
ur eins og hann sé að snúa sveif á
vél, sem gefur frá sér sírenuhljóð.
„Neyðarúi-ræðið! Eina von orðsins er
sú, að það komist í sömu aðstöðu og
myndlistin á endurreisnartímabilinu.
Lausn myndlistarinnar birtist eftir end-
urreisnartímabilið. Lausn bókmennt-
anna virðist mér geta „verið fólgin í
hinum nýstárlegu stefnum, módernism-
anum.“ Hann nær í tímarit og sýnir
okkur gx-ein um nútímalist eftir ungan
-rithöfund norskan, sem hann hefur þó
ekki kynnzt persónulega. Hann fer um
hann viðurkenningarorðum og segir
drengilega, að sjálfur hafi hann skrifað
margar greinar um þetta efni, en enga
sem standist samanburð við þessa. Hann
lætur okkur fá hana með okkur heim,
þegar við förum. Þá er þega-r tekið að
birta aftur, og húsbóndinn stendur fyrir
dyrum úti og veifar eins og þegar við
komum, og hrópar: „Til Johans Bor-
gens eruð þið ávallt velkomin!“
v.................
” ið höfum átt óvenjulegt kvöld.
Eitt af þvi, sem er Johan Borg-en sjálf-
um hvað efti-rminnilegast frá blaða-
miannsferli sínum, er viðta-1 við Kafka-
sérfræðinginn Max Brod. Kafka byrj-
aði að hafa áhrif á hann, löngu áður
en hann hóf að lesa hann, og er e. t. v.
helzta uppspretta innblásturs hans.
Okkur verður hugsað til stuttrar smá-
sögu eftir Borgen með Kafka-blæ, sem
e-r martröð líkust, um m-ann, sem er
staddur í vegabréfsskoð-un og missir
minnið skyndilega. Hvaða persóna er
þetta, sem skráð er í vegabréfi hans?
Hann v-eit ekki, hver hann er, jafnvel
þótt hann viti, hver hann ekki er. Og
hann þekkist og viðurkennist sem sá,
sem hann er ekki — eftirlýstur falsari
og svikahrappu-r. Engu að síður kemur
það heim, því að hvað er hann — og
við öll — annað en falsarar og svika-
hrappar? „Allt líf mitt var fólgið í
þess-ari sögu,“ sagði Johan Borgen við
okkur áður en við fórum. „Enginn
þekkir aðra mann-eskju eins og hún er,
ekki einu sinni sjálfan sig. En lífs-
viðhorf mitt byggist á því, að það sé
samband milli allra 'hluta. Allt er hvað
öðru háð. Það eru til öfl ..
Að tjá það, sem að ba-ki lig-gur, og
fá lesandann til að óra fyrir leyndar-
dómum milli orðanna — þannig hefur
Johan Borgen skrifað í sumum beztu
smásögum sínum. Hann hefur skrifað
-um ást, sem umbreytir heiminum í
kringum elskendurna, og ást, sem lyftir,
leysir úr læðingi og laða-r fram allt
innsta eðli annarrar manneskju. Ein
leiðin og kannski sú eina færa til þess
að öðlast þá sjálfsvitund, sem við þrá-
um.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Kitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjóltur Konráð Jónsson.
Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 22480.
Útgefandi: H.£. Arvakur, Reykjavík
11. júní 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
J