Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Side 2
Guttormur J. Guttormsson íyrr á árum. í Winnipeg, og í önnur þrjú ár baslaði hann við bú- skap í grennd við Shoal Lake í Manitoba, en hrökkl- aðist aftur inn í bæinn fyrir fátæktar sakir. Þá var hann enn um sinn aðstoðarmaður við landmælingar, sölumaður matvælaverzlunar og bar út bréf í Winne- peg. Borgarlíf var honum í mesta máta ógeðfellt og hann sneri sér á ný að landbúnaðinum í Shoai Lake. Eftir ennþá tvö ár við erfiða skógarvinnu, seldi hann land sitt fyrir 500 dollara og gerðist meðeigandi í verzlun, sem seldi nauðsynjavörur, í Viðir í Manitoba. Verzlunin gekk erfiðleika, og að ári liðnu, 1919, tókst honum að selja sinn hluta í henni og festa kaup á landi þvi, er faðir hans hafði búið á í Riverton. Upp frá því rak hann þar búskap. í fyrra skiptið sem hann bjó við Shoal Lake hafði hann gengið að eiga unga stúlku, Jensínu Daníelsdóttur, og eignuðust þau hjónin sex börn. Af þeim náðu fimm fullorðins aldri, einn sonur og fjórar dætur. Þegar Guttormur Guttormsson gaf út fyrstu bók sína hafði hann einn um þrítugt og var þá bóndi í Shoal Lake. Þetta var ljóðabók, Jón Austfirðingur og nokkur kvæði. Hún kom út 1909. Næsta bók hans, Bóndadóttir, kom út ellefu árum síðar, 1920. Stærra ljóðasafn, Gaman og alvara, kom út í Winnipeg 1930, og sama ár komu út í Reykjavík Xíu leikrit, eina leikritasafnið, sem hann hefir gefið út. En ijóð og leikrit eftir hann hafa síðan birzt í tímaritum. Áður en að því er horfið að gera nánari grein fyrir kvæðum hans og leikritum, fer vel á því, að athugað sé að nokkru hvað það sé, sem haft hefir áhrif á hugsun hans og auðgað hana. Sökum þess, hve æska hans var hrakviðrasöm og veitti honum lítil tækifæri til almennrar menntunar, hefði mátt ætla, að hugmyndaheimur hans væri fátæklegur og dóm- greindin ekki mikil; en eins og svo margir aðrir íslendingar, hafði hann lesið mikið og lesið sér til gagns. Beinasta leiðin til þess að gera sér ljós áhrif þau, er hann varð fyrir, vitsmunaleg og listræn, er sú, að taka upp úr hans eigin bréfum, þar sem hann gefur nokkurt yfirlit yfir það, sem hann einkum valdi sér til lesturs. Honum segist þannig frá; „1 æsku las ég Þjóðsögur Jóns Arnasonar. Með sínum heillandi leyndardómum, gleði sinni og sorg- um, hefir mér ævinlega fundizt sem þær hefðu að geyma alla sál þjóðarinnar í þúsund ár. Ævintýri H. C. Andersens höfðu líka djúp áhrif á mig, fyrst og fremst sem skáldskapur, en einnig sem sannleik- urinn í sinni beztu mynd. Sannleikurinn birtist aldrei á yfirborði raunveruleikans; það yfirborð er ein- tóm blekking. Á yngri árum mínum hérna við íslendingafljót las ég talsvert islenzkan skáldskap og snapaði mér ljóða- bækur að láni hvar sem þess var kostur. í íslenzkum ljóðum eru tveir þættir, annar harður og sterkur, hinn er suðrænn, ættaður frá rómantísku skáldun- um þýzku. Ég hefi alla tíð laðazt meir að hinni nor- rænu grein íslenzkra skálda, einkum Bólu-Hjálmari, Bjarna Thorarensen, Grími Thomsen, Einari Bene- diktssyni, Stephani G. Stephansson, Guðmundi Frið- jónssyni og Jakob Thorarensen. Við Shoal Lake hafði ég aðgang að vel völdu safni islenzkra bóka og neytti þess svo sem verða mátti allan þann tíma sem ég var þar. Ég las þar Hómer í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og Benedikts Gröndals, Paradísarmissi Miltons í þýðingu síra Jóns Þorlákssonar, Þúsund og eina nótt í þýðingu Stein- gríms Thorsteinssonar, og sömuleiðis allar fslendinga- sögur, Eddurnar, Sturlungu o. fl. Þar las ég fyrst Nýársnótt Indriða Einarssonar, sjónleik fullan af álfa- trú, og virtist hún bera af öllu því, er ég hafði nokkru sinni kynnzt af íslenzkum leikritum. Alls og alls átti ég þarna kost á þvx sem bezt er í íslenzkum bók- menntum. Um sama leyti komst ég mjög í kynni við lýriskan skáldskap eftir Shakespeare, Tennyson, Byron, Long- fellow og Kipling. Ég heillaðist mikillega af The Rape of Lucrece, ekki sökum efnisins, heldur af lif- andi þrótti stílsins og hinni stórsnjöllu braglist. Þá tók ég að lesa sexliðahætti Longfellows, og sökum þess, að ekkert skáld íslenzkt hafði ort undir þeim hætti, gerði ég tilraun með hann í þættinum „Guð- rún“ í Jóni Austfirðing. A þessu skeiði las ég aðeins sonnettur og lýrisk kvæði Shakespeares. Sjónleiki hans tók ég fyrir síðar, fyrst fjóra þeirra í íslenzkri þýðingu Matthíasar Jochumssonar og síðar alla sjón- leikina á ensku. En þeir drógu mig aldrei til sín, og Ibsen ekki heldur, að undanskildum Brandi og Pétri Gaut. Heimsskoðxxn Ibseixs virtist mér hafa vafasamt gildi. Eftir að ég settist að í Riverton, fyrir 29 árum, tók ég að byggja upp bókasafn, af ritum hinna fremstu höfunda ýmsra þjóða. Þetta voru ekki ein- göngu ljóð, heldur einnig skáldsögur, leikrit og hug- anir. Enda þótt ég geri meira af því að lesa bækur en að læra, er ég þó viss um, að ég hefi víkkað skiln- ingssvið mitt með þessu öllu saman. Ég hefi hallazt að frönskum symbólistum, og þó ekki að nokkrum einum sérstaklega. Eitt hinna ágætustu skálda, sem ég hefi nokkru sinni lesið, er William Blake. Hann hefir sérlega viðkvæma sál og er frumlegur í hugs- un og heimsskoðun, ef til vill sérstæðasta skáld Eng- lendinga. Edgar Allan Poe hefir líka mjög laðað mig að sér með sinni miklu sköpunargáfu, hugmyndaflugi og andlegum þrótti. í seinni tíð hafa Karel Capek, Eugene O’Neill og Elmer Rice dregið mig að sér, en þó án þess að hafa haft áhrif á það, sem ég hefi ort. Af öllum þessum hefi ég einkum lært að ganga í ljósi minnar eigin hugsunar. Ég hefi engan „skóla“ tekið mér til fyrirmyndar. Það sem ég hefi mesta ánægju af að lesa, eru listræn ljóð, á hvaða máli sem er; og sömuleiðis rómantísk leikrit; t. d. Die versunkene Glocke eftir Hauptmann, Berkeley Squar eftir Baldenstone, Out- ward Bound eftir Vane, Death Takes a Holiday, Everywoman, og slíkt. Núna síðustu árin hefi ég komizt í kynni við Franz Werfel og tel hann efalaust fremstan þeirra er nú skrifa sjónleiki. 1 þau 29 ár, sem liðin eru síðan ég settist hér að, hefi ég að jafnaði lesið tíu bækur á ensku á móti hverri einni á íslenzku. En ég hefi gert það að fastri reglu að lesa ekki önnur ljóð en hinna beztu skálda, eldri og yngri, og hinna beztu höfunda óbundins máls — Guðmund Finnbogason, Sigurð Nordal, Guð- mund Friðjónsson, o. s. frv. Önnur föst regla mín hefir verið sú, að lesa árlega nokkrar íslenzkar forn- sögur — ekki vegna efnisins, heldur málsins.“ annig segist Guttormi frá. Eins og líklega var óumflýjanlegt, þar sem i hlut átti maður hart- nær eingöngu sjálfmenntaður, eru eyður og vakir í lesningu hans, en svið hennar má með sannindum furðulegt kallast. Stórmerkilegt er hitt líka, hve vel hann hefir haldið sínum eigin frumleik í efnisvali og meðferð þess, í stað þess að falla í þá freistni að líkja eftir skáldum þeim, er hann lais. Þetta er máske einkum því að þakka, að ljóð harxs hafa alltaf verið sjálfkrafa straumur hugsana hans og tilfinninga. Sjálfur hefir hann komizt þannig að orði: „Ég hefi aldrei af ráðnxxm huga setzt niður til þess að yrkja kvæði. Það er eins og kvæðið hafi komið til mín og beðið þess, að verða ort. Efnið velkist ósjálfrátt í huga mínum unz það er til þess búið að vera lagt á aflinn og úr því smiðað kvæði. Stundum tekur þetta skamman tíma, stundum langan. Ég færi það í letur þegar mér finnst því vera lokið“. Tíðasta yrkisefni hans, og það efnið, sem sýnt hefir skáldgáfu hans með mestum ágætum, er líf íslenzku landnemanna í Kanada. Enda þótt hið fyrsta stór- verk hans, Jón Austfirðingur, virðist nafnsins vegna benda til þess, að faðir hans sé þar söguhetjan, eru fyrir því höfundarins eigin orð, að það sé sameigin- leg mynd raunverulegra hörmunga og raunverulegra afreka allrar kynslóðar íslenzku frumherjanna; en í þeirra tölu var faðir hans. f næstu bók hans, Bónda- dóttur, er hámarkinu náð með því kvæðinu, sem ágætast er af öllum einstökum kvæðum hans; en það er „Sandy Bar“, kvæðið um grafreit frumherj- anna á vesturströnd Winnipegvatns, ekki langt frá Riverton. (í frumtexta ritgerðar þessarar fylgir hér þýðing dr. Kirkconnells á „Sandy Bar“. En til eru a. m. k. tvær aðrar þýðingar á því kvæði á ensku, eftir Pál Bjarnason og Walter J. Lindal. Má vel vera að fleiri séu þær til.) Mikið af styrkleika Guttorms felst í því, af hvílíkri snilli hann notar einföldustu reynslu hversdagslífa- ins á táknrænan hátt. Þannig hefst kvæði hans, „Sál hússins", á tákni sem er jafngamalt trúarbrögðum Rómverja; Sál hússins er eldur á arni og eldur á lampakveik. Hitt er nýlegra er hann notar býflugnaræktunina til þess að láta hilla undir þá mannraun, er örbirgðin kúgar löngunina til andlegra afreka. En þetta er efni kvæðis hans, „Býflugnaræktin“. (Kvæðið er hér fellt niður, en lesandinn finnur það í Kvæðasafni Guttorms, útgefnu í Reykjavik 1947). Það er sár beiskja og uppreisnarandi í þessum er- indum. En í öðru kvæði tekst honum að brosa að því, að sveitamannsleg ljóðagerð hans skyldi lenda í þessum höftum, og talar þar ixm, að hann hafi bundið skáldfák sinn á bás úti í fjósi. Þetta leiðir okkur eðlilega til þess að minnast þess sérkennis, er svo mjög ber á í skáldskap Guttorms, en það er gamansemin. Ef til vill er það vegna hins ómilda reynsluskóla, er hann gekk í gegnum á æsku- árum sínum, að sú gamansemi verður oftar beisk en létt; en engin væri sú lýsing skáldsins alhliða, sem gengi fram hjá henni. Stundum, eins og í kvæði, sem nefnist „Winnipeg-Icelander", hittir hann í mark með því að blanda saman íslenzku og ensku á af- káralegan hátt. Langtum áhrifameira er hitt, er hann bregður fyrir sig ferskeytlunni, en hún er kveðskapargrein, sem flest íslenzk skáld unna mjög. Sem dæmi skulum við taka þessa stöku, sem með frásögn Lúkasar guðspjallamanns í huga, ber yfir- skriftina: „Borinn af englum í faðm Abrahams“: Ekkill lét við lestur helgirita loftið flytja sólarhvelagram: „Konu mína vil ég heldur vita í Víti en í faðmi Abraiham“. Yfirgripsmeira dæmi um kveðskap Guttoims þegaf hann er í þessu horninu, er kvæði hans, „Bölvun lögmálsins", og þar er líka, þó að með óbeinum hætti sé, skotið geiri að kornsölufélögunum í Vestur- Kanada. En svo er önnur hlið. Með engu minni raunabrag en þegar Guttormur yrkir um ömurleik þann, er fyrstu landnemarnir áttu við að búa, kveður hann um hina hörmulegu raunasögu og niðurlægingu Indíána í Norður-Ameríku. í kvæði því, er hann nefnir „Indí- ána-fhátíðin“, lýsir hann lífi þessa þjóðflokks eins og hann hafði það iðulega fyrir augum á æskudögum sínum við íslendingafljót. 1 braglistinni er hagleikur hans geysilega mikill. Hann fylgir ávallt íslenzkum bragreglum um stuðla og höfuðstafi, jafnvel þegar hann yrkir undir svo óíslenzkum hætti sem grísku hexametri. En hann hefir líka tekið að erfðum það yndi af flóknu inn- rími, sem íslenzku hirðskáldin í fornöld virðast hafa fengið með írska þættinxxm í þjóðareðli sínu. Hér eru dæmi um ærirm dýrleika: Byggðin ertu mesta, hin bezta og stærsta, byggðin ertu helzta, hin elzta og kærsta, fegurst áttu kvæði og fræði og hljóma, fuglasöngvabólið og skjólið þíns blóma. Himingjólu hærra knúð heims úr skjóli lágu klýfur sólarsigling prúð sundin fjólubláu. Leikrit Guttorms eru einstæð í bókmenntum Is- lendinga í Kanada, og jafnvel fátt um slíkt í íslenzk- um bókmenntum yfir höfuð. Meginþættir þeirra hafa verið kvæði, sögur og stökur; um samfellda ritun sjónleika íslenzkra hefir aldrei verið að ræða, og í rauninni verið mjög lítið um að leikrit væru sam- in. Guttormur hefir sjálfur enga reynslu haft af leikhússtarfi. Mætti jafnvel virðast tilviljun ein, að hann skyldi nokkurn tíma taka það fyrir að yrkja í leikritsformi. Svo lítt hefir hann haft fyrir aug- um tækni og nauðsynjar leiksýnanda, að aldrei hefir verið gerð tilraun til að sýna nokkurn af sjónleik- um hans í Kanada, og ekki var það fyrr en í marz- mánuði 1939, að einþáttungur hans, Hringurinn, var fluttur í útvarpi í Reykjavík og var þá tekið með ágætum. Það skal þegar viðurkennt, að sumir sjón- leika hans, einkxxm hinir lengri, hafa upp á svo lítið að bjóða í verknaði, sem er höfuðnauðsyn í sjónleik, verða að sveimandi og hæðnum einræðum höfundarins í heimspekilegum tón. Möguleiki til sýn- ingar á leiksviði verður ennþá vafasamari í sjón- leik eins og Ilinum höltu, þegar persónur leiksins eru slíkir hlutir sem Vitið, Viðkvæmnin, Hárið, Hægra Augað, Vinstra Augað, Munnurinn, Hægri Höndin, Vinstri Höndin, Hægri Fóturinn og Vinstri Fóturinn, og hallandi leiksviði er ætlað að innibinda alla þessa margvíslegu leikendur í einum feikna- miklum líkama. Beztu leikrit hans eru þau stytztu, og í þeim er Framhald á bls. 12 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.