Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Page 4
Fyrr í þessum mánuði kom út íslenzk þýðing á „Goðsögu“, einni merkustu Ijóðabók gríska nóbels- skáldsins Gíorgos S'eferis. Sigurð- ur A. Magnússon þýddi Ijóðin og samdi jafnframt langan inngang um skáldið, æviferil hans og ljóð- list. Eftirfarandi kafli er úr þess- um inngangi. S ú kenning Platóns, að hin nátt- urlega veröld skynfæranna eigi rætur í yfirskilvitlegri veröld — að fegurðin í mannlífinu eigi upptök sín í heimi hug- myndanna — hefur varðveitzt í hinum gríska heimi framá þennan dag, en að mestu glatazt á Vesturlöndum, þó fyrir henni djarfi í kristinni kenningu. En það er ekki einungis fegurðin sem vekur til lífsins minninguna í ljóðlist Seferis. Hvarvetna í Grikklandi er minningin vakin af vitnisburði um inn- rás hins ósýnilega heims inní heim tíma og rúms. Mannsandinn hefur á furðu- legri för sinni um jarðkringluna tekið sér bólfestu í hinu litla fjallalandi í fleiri en einni mynd. Hann birtist þar ekki aðeins í stórfenglegum leifum fornaldar heldur einnig í minjum hins glæsta býzanska skeiðs og í fjölbreyti- legu lífi nútímans. Óvíða annarstaðar £ heiminum hafa jafnmargar og sundur- leitar hugmyndir fengið áþreifanlegt form einsog í Grikklandi, og óvíða vekja formin, sem eitt sinn voru fyllt mennsku lífí. og sköpunarþrótti, jafnsára tilfinn- ingu trega og hverfleika: Við þekktum þá ekki það var von í djúpinu sem sagði að við hefðum þekkt þá frá bernsku. Við sáum þá kannski tvisvar, síðan héldu þeir til skipa; farmar af kolum, farmar af korni, og vinir okkar týndir að eilífu handan útha&ins. ... yinimir yfirgáfu okkur kannski sáum við þá aldrei, kannsk'i hittum við þá þegar svefninn flutti okkur ennþá uppað andandi bárunni, kannski leitum við þeirra afþví við leitum annars lífs handan við líkneskjurnar. f öðru Ijóði tekur Seferis upp þetta sama stef: örlög mannsins andspænis slíkri sögu, andspænis hinni eilífu hringrás fæðingar, dauða og endiu-fæð- ingar meðal rústa og minja fortíðar sem eitt sinn var lífi þrungin: atfþví við gjörþekktum örlög okkar, við sem reikuðum innanum brotna steina í þrjú eða sex þúsund ár, leituðum að hrundum húsum sem höfðu kannski verið okkar eigin heimili, og reyndum að muna ártöl og hetju- dáðir ... að er engin furða þó byrði sög- unnar og minningin um fortíðina sé einsog viðlag við alla ljóðlist Seferis. í landi einsog Grikklandi, þar sem mað- urinn hefur á ýmsum skeiðum sögunnar reynt svo margt og komið svo miklu í verk, til þess eins að sjá tönn tímans vinna á því, er þungi sögunnar stundum yfirþyrmandi. Hvað getur einstakling- urinn — einn hlekkur í endalausri keðju — gert sem nokkru máli skipti? Og jafnvel þó hann leitist við að gera eitt- hvað, hve lítilvægt verður það ekki í samjöfnuði við hin miklu afrek for- feðranna, og hve nagandi er ekki sú tilfinning að einnig þau urðu tortíming- unni að bráð. En einmitt hér, þar sem örvænið er á næsta leiti, brýzt fram nýtt viðhorf við sögunni, nýr skilningur á örlögum mannsins. Allar þessar rústir, öll þessi eyðilegging, hvaða merkingu hefur það? Af hverju stafar það? Hver olli því? Og hvað merkir sjálfur tíminn? Þegar nútímamaður litast um í Grikk- landi og fyrir augu hans ber í senn virkisvegg frá dögum Hómers, tyrk- neskan mjóturn, brot úr leirkrús frá öld Períklesar, helgirnynd af miðaldadýr- lingi, símastaur á grýttu nesi, nýlega kapellu á fjalistindi, steinsteypta ak- vegi, þá verður hið venjubundna tíma- skyn hans dálítið ankannalegt — það raskast í rauninni algerlega. Hann fær á tilfinninguna, að maðurinn sem reisti virkisgarð fyrir 3000 árum sé jafnnálæg- ur honum í tímanum og maðurinn sem seldi honum appelsínur'á markaðstorg- inu í morgun. Hann fer með öðrum orðum að efast um, að tíminn sé annað eða meira en yfirborðsleg vanahugsun. Kústirnar og eyðileggingin, sem tíminn hefur dreift umhverfis hann, brotin súla, flísuð mósaíkmynd, rifið skart- klæði, sem hann sér hvert sem hann horfir, allt þetta hættir að vera tjáning ákveðinna sögulegra tímabila og verður í þess stað tjáning á veruleik, sem er sínálægur og sínýr, veruleik sem hann getur sjálfur átt hlutdeild í. Honum verður ljóst, að hann er ekki einasta hlekkur í langri keðju, heldur á hann innra með sér sérstakan heim, þar sem öll skeið sögunnar og veruleiki samtím- ans lifa saman í eilífri nútíð. Hann er ekki, einsog hann áleit, brot af merkingarlausum heimi, heldur er hann óháður heimur með eigin merkingu. Innra með honum er veruleiki, sem er stundlaus, en geymir jafnframt upptök alls tíma. Ef hann gæti skoðað söguna af sjónarhóli þessa innra veruleiks, þá yrði hún ekki annað en spegilmynd af því sem er hér og nú. Hann mundi með öðrum orðum hafa unnið bug á þunga sögunnar með því að taka fullan og Virkan þátt í veröld, sem hefur söguna aðeins að hverfulu ytra borði. Jafn- framt yrðu öll minnismerki og rústir sögunnar, öll hin brotnu og ónýtu ílát mennskrar tjáningar, áminning um óhagganlegt gildi heimsins, og mundu örva jafnvel enn frekar en ósnortin náttúrufegurð hina skapandi minningu og hinn frjóa skilning. etta viðhorf við sögunni vegur upp á móti tilfinningunni um byrði for- tíðaTÍnnar í Goðsögu. Náttúran, klapp- ir, tré, höf, marmarabrot, fornir sögu- staðir, fljót og hafnir, allt ber þetta þögult vitni hinum irmra veruleik, sem ljær því gildi og merkingu. Þessi fyrir- bæri eru tákn, nokkurskonar híeróglýf- ur, á tungu þessa veruleiks, hljómar í máli hans — bergmál af hinu yfirskil- vitlega máli sálarinnar. Og þar sem þessi veruleiki hefur talað í skapandi framtaki snillinganna, fyrir munn hetj- unnar, spámannsins, skáldsins, dýrlings- ins, vitringsins í fortíðinni, og þar sem þessi mikilmenni hafa horfið aftur til þeirrar tilveru sem þau opinberuðu meðbræðrum sínum, þá má í vissum skilningi kalla þessa tilveru heimkynni feðranna, ríki hinna dauðu. Þannig stöndum við þá andspænis þeirri þver- sögn, sem er innsti kjarninn í ljóðum Seferis, að ríki hinna dauðu sé hinn eiginlegi og algildi veruleiki, og að við getum aðeins komizt til skilnings á okkur sjálfum og veröldinni með því að hugleiða hann. Við verðum með öðr- um orðum að fara til undirheima og fá leiðsögn feðranna, einsog Ödysseifur gerði, til að komast heilir á húfi á áfangastað. Það er þessi þversögn sem skapar spennuna í Goðsögu. Sögumaðurinn lit- ast um og fyrir augum hans verða: Olíuviðirnir með hrukkur feðra okkar, klettarnir með vísdóm feðra okkar ... Hann sér: trén sem anda svartri ró þeirra dauðu. Hlekkjaður við klöpp staðar og stund- ar, einsog Andrómeda forðum, spyr hann: ~ „ Þessir steinar sem sökkva inní árin, hvert munu þeir draga mig? GOÐSAGA Kafli úr inngangi Sigurðar A. Magnússonar að íslensku þýðingunni á Ijóðabók Seferis Teikning af Seferis eftir gríska málarann Nikos H. Ghika. Þegar hann leggur upp í pílagrímsför sína til hins eiginlega veruleiks, þegar hann fer að vitja dauðraríkisins, veit hann að dauðinn á .... órannsakanlega vegi og' sína eigin réttvísi. Meðan hann berst við ótta sinn og tregðu til að segja skilið við merking- arlaust lífið sem hann hefur lifað, losna undan valdi hinna hverfulu hluta, svo þeir haldi honum ekki framar föngnum, heldur geti hann frjáls gefið sig á vald hinum sanna veruleik, þá sér hann að forfeðurnir hafa .... sloppið úr hringnum og endurheimt lífið og brosi í kynlegri ró. (Hann harmar samt fórnina sem hann verður að færa: Ég harma að ég lét breitt fljót streyma milli fingra mér ánþess að drekka einn einasta dropa. Örvænið grípur hann þegar hann stendur augliti til auglitis við einsemd- ina, sem hann verður að leggja á sig til að vekja minninguna og safna saman brotum sjálfs sín: Hafi ég kosið einfarir, þá sóttist ég eftir einsemd, ekki þessari óþreyju, ekki þessari tvístrun sálarinnar við sjónhring, þessum línum, þessum litum, þessari þögn. Honum virðist ferðin sem hann á fyrlr höndum vera einsog djúpt og ókannað haf sem „breiðir út endalausa ró“, og hann bergmálar hróp Klýtemnestru: Hafið, hafið, hver gæti þurrausið það? J. síðasta ljóðinu í Goðsögu er bein tilvísun til ellefta þáttar Ódysseifskviðu: Ódysseifur hefur kvatt Kirku og haldið til undirheima, þar sem hann slátrar fénu ofaní gröfina — gröf minningar- innar — svo að hinir dauðu megi bergja á blóðinu og tala til hans. Með þessu gefur Seferis til kynna brottför sögu- manns — sem einsog áður segir er Ódysseifur nútímans — frá heimi hverf- leika og ringulreiðar, og biður þess jafn- framt að á sama hátt og hann hefur minnzt látinna feðra sinna muni óborn- ar kynslóðir minnast hans. Dauðir og lifendur hafa gagnkvæma þörf hverir fyrir aðra: Hér lýkur verki hafsins, verki kærleik- ans. Þeir sem einhverntíma lifa hér, þar sem okkur lýkur, ef blóðið sortnar í minningu þeirra og flóir yfir, þá gleymi þeir ekki okkur, máttvana sálum á Gullrótarenginu, heldur snúi höfðum fórnardýranna mót Myrkheimi. Við sem ekkert áttum munum kenna þeim reiðríka ró. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.