Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Síða 15
Einn fastur liður verður ávallt hér á siðunni. Við nefn- um hann Smásjá. í Smásjáinni munum við kynna ungt fálk, sem á einhvern hátt sker sig úr fjöldanum. Ekki er úr vegi að þið, lesendur góðir, sendið okk- ur línu og segið okkur, hverja þið viljið fá undir Smásjána. Sá fynsti, sem við setjum undir Smásjána, er HERMANN GUNNARSSON. Hann er þeg- ar, þótt ungur sé, orðinn lands- kunnur. Hermann er fæddur 9. desember 1946 og er því tví- tugur. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla íslands vorið með landsliðinu i knattspyrnu og er ferill hans þar rétt að byrja. Næst er að geta handknatt- leiksins. Hermann stundar hann einnig hjá Val. Þar er hann fremstur í flokki og er sömu sögu að segja um þátt Hermanns í vaxandi gengi fé- lagisins í þeirri grein síðari ár. Nú í vetur varð Hermann annar markahæsti leikmaður- inn í I. deild og skoraði 58 mörk í 10 leikjum. í landslið- inu í handknattleik hefur Her- mann leikið 11 leiki. Um þess- ar mundir er Hermann eini maðurinn, sem er bæði í lands- liði í knattspyrnu og hand- knattleik. Auk þess, er að ofan greinir, er Hermann óðum að hasla sér völl sem skemmtikraftur. Sér- grein hanis á því sviði er eftir- hermur. Hann og félagi hans, Vilhelm G. Kristinsson, vöktu allmikla athygli á skemmtun- um nú í vetur. Með öllu þessu ofantalda gefur Hermann sér tíma til að stjóma „Lögum unga fólks- ins“ hjá útvarpinu. Frá okkar sjónarhóli séð eru þau fá á meðal ykkar, sem hafið jafn- mikið á ykkar könnu og Her- mann. Smásjáin verður varla svona löng aftur! Að endingu óskum við Her- manni gæfu og gengis. Vonandi á hann eftir að standa sig enn betur í framtíðinni, ef það er hægt! Ásta Kristín Kolbrún 1966 og starfar nú hjá Al- mennum tryggingum hf. En víkjum nú að því, sem aflað hefur Hermanni landsfrægðar, þ. e. íþróttunum. Hermann hóf ungur að stunda knattspyrnu hjá Val. Varð hann íslands- meistari með yngri flokkum fé- lagsins í öllum aldursflokkum og kórónan á ferli hans í knatt- spyrnu var íslandsmeistaratitill Vals í meistaxaflokki í fyrra. Þetta lýsir bezt hæfni Her- manns, því að í öllum liðum, sem Hermann hefur leikið með, er það hann, sem skorar flest mörk fyrir félag sitt. Hermann hefur leikið fjórum sinnum / untsjón BaSdvins Jónssonar cg Bergs Cuðnasonar Xil þessa hefur Lesbókin svo til eingöngu gert skil þefm áhugaefnum, sem heyra til fullorðnu fólki. Nú mun láta nærri að helmingur þjóðarinnar sé undir 24 ára aldri og með tilliti til þeirrar staðreyndar hefur nýr þáttur göngu sína. Þessum þætti er ætlað að koma til móts við þ á af ungu kynslóðinni, sem gjarn- an vilja fylgjast með fréttum af nýjum og vinsælum plötum, dægurlögum, hljómsveitum og stjörnum af vettvangi skemmt- analífsins. Xveir ungir og áhugasamir menn hafa tekið að sér umsjón þáttarins, sem kallaður verður Glugginn. Aðsent efni frá Iesendum Gluggans verður birt og væri æskilegt að fá pistla um áhugamál ungu kyns lóðarinnar svo og bréf um efni þáttarins. sæl um þessar mundir, bæði við peysur og kjóla, og um að gera að hafa þau nógu skraut- leg. Helga Garðarsdóttir er í gul- um kjól með orange og grænu blómamynztri. Kjóllinn er úr léttu poplin-efni og það sem er nýstárlegast við þennan kjól eru undirbuxumar, sem eru úr sama efni og ná niður undan kjólfaldinum. Kjóllinn og bux- urnar eru bridduð með hvítri léreftsblúndu. Eins og öllum er kunnugt, fór fram fyrir skömmu keppni um fulltrúa ungu kynslóðar- innar 1967. Það sem vakti einna mesta athygli við þessa keppni var klæðnaður stúlkn- anna, sem var í mjög skæmm og skemmtilegum litum. Hér á eftir sjáum við myndir af stúlkunum, þar sem þær klæð- ast þeim fötum sem þær voru í, þegar þær komu fram í keppninni. Skýringarnar með myndunum fengum við frá for- ráðamönnum keppninnar. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967, Kristín Waage, er í oran- gelitum mjaðmabuxum úr kaki efni. Peysan er gul og orangeröndótt, með mjög sér- stæðu sniði. Ásta Sigurðardóttir er í grænum ullarbuxum með mjaðmasniði, peysan er úr an- góruull og er í limelit. Kolbrún Sveinsdóttir er í breiðröndóttum ullarbuxum með mjaðmasniði og uppbroti Hclga Hjördis Helga Möller á skálmum. Peysan er úr Shet- landsull og er með stuttum ermum. Buxurnar eru í bláum Iitum en peysa er hvít með dökkum og ljósbláum röndum á ermum og hálsmáli. Helga Möller er í fjólubláu Skotapilsi úr þunnu ullarefni, peysan er vínrauð úr courtell- efni. Hjördís Gizzurardóttir er í Ijósbláum kjól úr strigaefni, með mynztrað hálsbindi við. Þessi hálsbindi eru mjög vin- / nœsta glugga Nýja plata Bítlanna UNGA KYNSLÓÐIN 1967 18. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.