Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 6
SVARTI DAUÐI - ÞRIÐJA GREIN Siglaugur Brynleifsson tók saman MMíaEÍSGíMS MEMIÍM? ÍMMMSÍBGÍFÍM50 mú Mmm §aimm Eitt ömurlegasta merkið um mann- vonzku og hnignun sæmilegra siða var löngun sumra manna, sem tekið höfðu pestina, til þess að smita náunga sína af sömu plágu. Lúther minnist á þetta í ritum sínum og þetta fyrirbrigði kom fram í Svarta dauða og siðar þegar far- sóttir gengu. Einn höfundur tekur svo til orða: „Það er vitað um svo guðlausa og illviljaða fanta, sem hafandi tekið pestina, fara út meðal manna, fara á markaði, í kirkjur og í heimsóknir til þess að smita náunga sína, stundum haldandi, að þeir með því losni við pest- ina og einnig æskjandi þess að þeir rói ekki einir á pestarbátnum. Ég veit af manni nokkrum, sem heimsótti annan, faðmaði hann áð sér og það í þeim guð- lausa tilgangi, að smita hann, til þess á þann hátt að losna sjálfur við pestina". Sögur eru um það að menn hafi reynt að klekkja á fjandmönnum sínum, með því að kalla þá til sín að sjúkrabeðnum og beiðzt þess að þeir sættust, í þeim einum tilgangi að smita þá. Þetta var gert að heimsækjanda óvitandi um a’ð sá rúmliggjandi væri smitaður pest. Slíkar aðferðir urðu til þess að ýta undir þann grun, sem hafði grafið um sig víða, að slík veiki sem plágan hlyti áð vera tilbúin af illum öflum. Pestin var í augum manna svo óhugnanleg, að menn vildu ekki trúa því að hún væri af náttúrulegum uppruna, hún hlyti að vera komin beint frá hinum vonda. Latneskir höfundar halda því fram að hægt sé að búa til pestarefni, sem megi siðan smita með dýr og menn. Livíus segir frá því að eitt ár hafi hundrað og sjötíu manns verið handteknir og ákærðir fyrir að dreifa dufti, sem or- sakaði skæða farsótt. Þeir handteknu voru allir teknir af lífi. Seneca áleit einnig að hægt væri að búa til slíkt pestarefni og dreifa síðan pestinni, með því að eitra vatnsból. í Biblíunni er lýsing á því hvernig pest dreifðist um Egyptaland. Sú var trú manna á mið- öldum að Djöfullinn þekkti allar eitr- aðar dýra- og jurtategundir og einnig öll önnur eiturefni, sem finnast í nátt- úrunnar ríki og gæti því hæglega búfð til „ónáttúrulegar pestir“. P estareitrið var venjulega bland- að smyrslum, að því er menn álitu og var því mjög auðvelt í flutningi og til dreifingar um öll lönd. Vitað er að ýmsir reyndu að gera slíkt eitur og í þeirri fullvissu að slíkt væri hægt. Sumir höfundar þeirra tíma, sem lögðu sig eftir vísindum, töldust vita aðferð- ina, en segja jafnframt að þeir opin- beri hana ekki. Þess er getið að í vissu héraði í Sviss hafi fólk kunnað að gera slíkt eitur og áð það hafi viðurkennt að hafa aflað sér vitneskju um aðferð- ina hjá Djöflinum. Víða var vikið að þessari hættu í reglugerðum varðandi pláguna: „Hver sá sem getur bent á fólk, sem hefur farið um borgina, og smurt hurðir, hand- föng og læsingar með pestareitri og aðra hluti, mun fá háa fjárhæð í verðlaun og einnig leyfi til að drepa með eigin höndum tvo glæpamenn". Þáð greip um sig ógurlegur ótti á Suður-ítaliu, þegar það fréttist að um fimm hundruð villutrúarmenn færu um héru'ð og borgir og smyrðu veggi, glugga og dyraþrep húsanna eitruðu smyrsli og dreifðu eitruðu dufti í brunna og kæmu því jafnvel fyrir í helguðu signingarvatni í kirkjunum. Þetta var gert til þess að koma af stað bráðri farsótt. Allt var gert til þess að fanga fantana og háum upphæðum heitið þeim, sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um þá. En allt kom fyrir ekki, enginn fannst. Um alla Evrópu var því trúáð, að sézt hefði til ferða slíkra villutrúar- manna og sú trú tengdist ofsóknarhug- myndum manna og leiddi þetta ekki af sér litla tortryggni manna á milli. „Tor- tryggni var almenn með fjölskyldum, enginn treysti öðrum, faðirinn tortryggði son sinn og dóttirin móður sína, bræð- ur systur". E ftir siðaskiptin varð sú trú ríkj- andi að á Þýzkalandi væru heimkynni „pestargjörðarmanna". í Mílanó álitu menn að pestin væri af lútherskum upp- runa. í lútherskum löndum var aftur á móti álitið að pestin væri kaþólsk. Kaþólskur prestur í Rostock varð heldur en ekki var við þetta. Hann hafði stundað hjúkr- un, en var grunaður um „pestargjörð“, og einnig sagður hafa þegið mútur af Gyðingum. Hann var dreginn í dýflissu, járnaður og keflaður og lá þarna í tutt- ugu og sex vikur við vatn og brauð. Um veturinn var hann færður á pínu- bekkinn. Loks vitnaðist mönnum sak- leysi hans og þá var hann látinn sverja eið um að þegja um meðferðina og leggja ekki fram kvartanir. Á sextándu öldinni bar svo við í Lyon Frakklandi áð „villutrúarmönnum varð lítið ágengt í trúboði sinu, þessvegna leituðu þeir hefnda með tilstyrk Satans“ eins og segir í heimild frá þessum tím- um, „þeir fengu smyrsl í buðkum frá helvíti og smurðu með því hús sanntrú- áðra kaþólskra manna. En fyrir Guðs miskunn snerist þetta vopn heldur en ekki í höndum þeirra, plágan' lagðist einkum á villutrúarmenn". Á sautjándu öldinni var það skoðun manna á Spáni, að plágan, sem geisaði þar, hefði borizt með eiturbuðkum frá Genf, en þár var háborg Kalvínismans. Spánverjar 'lögðu því mikfð hatur á alla Frakka, líkt og þeir væru allir frá Genf. Þeim var illa vært á Spáni og ekki batn- aði ástandið, þegar öllum Frökkum í landinu var skipað að láta skrásetja sig. Tilskipunin um skrásetninguna hófst með þessum orðum: „Þar eð nokkrir óvinir mannkynsins, sem eru jafnframt uppreisnarmenn gegn heilagri kirkju, hafa ákveðið að eyða öllu mannkyni og hafa í þeim tilgangi uppfundið duft, með hverju þeir hafa orsakað plágu í Mílanó og víðar í löndum hins hákristna kon- ungs, er hér með heitið 20 þúsund dú- kata verðlaunum hverjum þeim, sem getur bent á og tilkynnt um menn, sem stunda slíka iðju.“ Þegar plágur geisuðu gerðist það stundum, að sjálfur höfuðpaur og upp- hafsmaður plágunnar birtist í manns- gervi á jörðinni. Til er nákvæm lýsing á komu hans til Mílanó í sambandi við plágu, sem geisaði þar á 17. öld og sem fræg réttarhöld spunnust út af. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa verið hvattir til þess að búa til plágu- duftið af þeim vonda í eigin persónu. S vo virðist sem fleiri en þeir háfi orðið varir við ferðir hans. í íslenzkum annál frá þessum tímum er sagt frá því að „Djöfullinn hafi sézt í Mílanó, ak- andi um í kerru“. Þessi saga hefur því farið víða, en ítalska frásögnin er eitt- hvað á þessa leið: „Satan var séður af fjölda fólks í þann mund, sem plágan hófst og hinir tveir ógæfusömu menn höfðu gefið sig honum og tekið að dreifa eitrinu. Hann sást fara um í skrautvagni, klæédur pelli og purpura með fjölda þjóna. Vagninn var opinn og þetta gerðist um hádegi. Satan var sagður hafa virzt vera um fimm- tugs aldur og nokku'ð gránaður. Hann kynnti sig sem Mammon prins. Hann heimsótti nokkra sjúklinga og spurði þá um hvort þeir óskuðu eftir að hann læknaði þá. Sumir játtu því og urðu strax heilir, en þeir sem neituðu þjón- ustu hans, drap hann þegar með nokkr- um höggum. Maður nokkur, sem kvaðst hafa talað við hann, sagði svo frá: „Dag nokkurn þegar hann stóð á Piazza del Duomo, sá hann hvar vagn kom akandi, sem beitt var fyrir sex hvítum hestum. í vagninum sat ógnvekj- andi herramaður, ásamt nokkru fylgd- arliði. Maður þessi var mjög brúna- þungur og augun óhugnanlega gneist- andi, munnsvipurinn var harðlegur. Þar sem sögumaður stóð nú þarna með opinn munninn af forundran, stöðvaðist vagn- inn og prinsinn bauð honum að stíga upp í vagninn og aka með sér. Sögu- maður sagðist hafa þegið boðið fyrir kurteisissakir og var honum síðan ekið um borgina þar til vagninum var ekið að vissu húsi, sem hann gekk inn í ásamt hinum ókunna prinsi. Hún þetta heldur sögumaður áfram, var í flestu líkt þeim hinum ókunna prinsi. Öllum skipun- um hans var skilyrðislaust hlýtt á stundinni og um margt virðist hús þetta minna á helli Kirku í Hómersljóðum. Margt var þarna í senn bæði hræðilegt og tignarlegt, Ijós og myrkur skiptust á á undarlegan hátt. Undarlegar verur voru þarna á sveimi og furðuleg hljóð heyrðust. Vatnsniður varð greindur, og var likast að hann bærist úr undir- djúpunum. Sögumaður sagði að sér hefði verið sýndir miklir fjársjóðir, kistur fylltar gulli og dýrum steinum og einn- ig að honum hefði verið heitfð eins miklu af dýrmætum og hann kysi, ef hann vildi sverja við nafn prinsins að gera það, sem hann krefðist af hon- um. Þegar hann neitaði þessari beiðni, var hann skyndilega kominn á þann stað, þar sem hann hafði í fyrstu litið vagninn og prinsins, á Piazza del Duo- mo“. essari frásögn var trúað, enda fór hún víða. Það má telja nokkurn veginn öruggt að meðal grafaranna og líkbur'ðarmannanna hafi verið nokkrir, sem reyndu beinlínis að smita fólk af pestinni. Sumsstaðar var þetta gert til þess að komást yfir eignir þeirra sál- uðu, og til var það, að tilvonandi erf- ingjar semdu við grafara um að smita ríka ættingja sína, sem þeir stóðu til að erfa. Þjófar og grafarar höfðu sam- vinnu með sér um að koma pestarsög- um á kreik, til þess að auka flótta úr bæjum og þorpum, á eftir gátu þeir haft frjálsar hendur um að ræna og rupla í yfirgefnum húsum. Fólk tók flestar sögur varðandi út- breiðslu pestarinnar sem heilagan sann- leika og fátt var þáð af furðusögum, sem ekki var trúað. ímyndunaraflið réði og flestir töldu farsóttir stafa af göldrum og gjörningum og þá var ekki að sökum að spyrja. Einhver hlaut að eiga sök á ósköpunum, og þá var að finna sökudólginn. Játningar smitber- anna vöktu hrylling og skelfingu, en þessar „játningar“ voru tilorðnar á pínu- bekknum. Einn þessara manna játaði að honum hefði verið eins innanbrjósts þegar hann var að smyrja smyrslinu 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.