Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 9
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1888 —1892: „Austast, lengst upp með hæðinni í "útsuður niður frá þar sem varðan er og hæðin er hæst, sem sumir kalla Þing- hól, er búð sérstók, mjög niður sokkin, snýr frá austri til vesturs, eða með brekkunni; hún er 35 fet á lengd og 20 fet á breidd; dyr sýnast hafa verið á syðri hlið undan brekkunni; sjást óglöggt. Þ rettán fö'ðmum vestar er önnur búð, mjög niður sokkin, 52 fet á lengd, 20 fet á breidd; vestra gaflhlaðið er hátt; dyr líta helzt út fyrir að hafa verið á vesturgafli við hliðvegginn. Fjórtán föðmum vestar er búð, mjög niður sokkin. 51 fet á lengd, 20 fet á breidd; dyr á syðra hliðarvegg vestar- lega, óvíst hvar, því veggurinn er á þeim kafla mjög óglöggur; snýr í austur og vestur. Vestan við þessa bú'ð er önnur búð, og eitt gaflhlað undir báðum; hún er 9 fet á lengd, 21 fet á breidd. Yfir um hana er hlaðinn þverveggur, sem auðsjáanlega er yngri og allur eystri helmingur búðarinnar síðar hlaðinn, og búðin þannig minnkuð; dyr á miðjum syðra hliðvegg. Fimm föðmum vestar og litlu ofar er enn búð með ákaflega þykkum veggj- um og mikilli upphækkun, 49 fet á lengd, a'ð því er séð verður; breidd lítur út fyrir að hafa verið um 36 fet. Auðséð er á þessari búð, að henni hefur verið eitthvað umbreytt eða hlaðið ofan í hana síðar. Dyr hafa auðsjáanlega verið á syðra hliðvegg. Búðin er mjög aflög- uð. Snýr í austur og vestur. Vestur frá syðra horni þessarar búðar er ákaflega stór búð; snýr í austur og vestur; hún er 59 fet á lengd, en 24 fet á breidd. Rústir Njálsbúöar á Þingskálum. Fjær stendur heimilisfólk fyrir dyrum á Þing- skálabæ. AÐ FA AÐ TALA Dyr sjást óglöggt á miðjum syðra hlið- vegg. Beint vestur af þessari búð er enn búð, og er sami gafl undir báðum; hún nær vestur undir traðirnar, sem eru niður frá bænum, þannig, að traðarvegg- urinn hefur skorið meira eða minna af enda búðarinnar. Að því er mælt vertfur, er búðin 49 fet á lengd og 24 fet á breidd. N. I orðar og nær brekkunni hefur verið önnur búð, og er einn hliðarveggur undir báðum; lengd á þessari búð verð- ur ekki sén, því hún er víst að helm- ingi afskorin af tröðum, og að því leyti meiri en hin, þar traðarveggurinn geng- ur skáhallt yfir tóftina; breidd er 24 fet; dyr sjást ekki af fyrrgreindum ástæðum, en hafa að líkindum verið á vesturgafli bú'ðarinnar, og þannig er auðséð, að hefur verið á hinni fyrstu búð, því glögglega sést, að þær hafa ekki verið á hliðveggjunum. Kunnugur maður, sem hér var staddur á Þing- skálum, segir, að það sé munnmæli, að önnur þessara síðasttöldu búða sé Gunn- ars búð, en hin Njáls búð. Þær eru að því leyti frábrug'ðnar öðrum búðum hér, • að hvergi er sami hliðveggur í tveim- ur. Þessar sagnir eru haf ðar ef tir Brynj- ólfi bónda Jónssyni, er hér byggði fyrst bæ 1811, og bjó hér fram yfir 1850. Á sögustöðum og eyðislóðum um efri hluta Rangárþings Þessar tvær búðir eru næstar eystra kálgarðinum." Ekki höfðum við aðstöðu til að kanna hvort þessar mælingar og athuganir Mynd tekin inni í skemmunni, bænhús- inu. Hér sjást greinilega sperrur og lang- bönd, en hellur eru fyrir árefti. Rislágur er baksvipur skemmunnar, bænhússius, í Selsundi. Horft inn eftir Aftökugili. Innst í gilinu hefur fyrrum verið þröng gjá á milli klettabarma og þar er sagt að aftökugálgi hafi verið festur. Sigurðar Vigfússonar væru réttar, en enn markar fyrir búðartóftunum og bannað er að róta við nokkrum hlut. Enn er því tóm til að gera þær rann- sóknir, sem hér þarf a'ð framkvæma, en ekki mun hafa verið ákveðið hvenær í þær verður ráðizt. í\ tvik af Þingskálaþingi rif jast upp fyrir okkur meðan við göngum hér um búðarrústirnar. Hér á Þinghólnum ætti Gunnar á Hlíðarenda að hafa stað- ið, er hann sagði upp sætt þeirra Njáls vegna vígs Sigmundar, en í Njáls sögu segir: „Gunnar sagði sætt þeirra upp á Þingskálaþingi, þá er þar var mest fjöl- menni, ok tjáði, hversu vel þeim hafði farit, ok sagði þau in illu orð, er Sig- mundi dró til höfuðbana, skyldi ok engi herma þau eða vera ógildr, sá er mælti". Önnur saga kemur okkur hér einnig í hug, kraftaverkasaga, sem á að hafa gerzt hér á þinginu, að sögn Njáls sögu, þremur vetrum eftir, að kristni hafði verið í lög tekin. í þessari sögu blandast á athyglisverðan hátt kristin krafta- verkatrú og heiðinn hefndarhugur. Sag- an er þannig: „iJ á atburðr varð þrimr vetrum síð- ar á Þingskálaþingi, at Ámundi inn blindi var á þingi Höskuldssonr, Njáls sonar. Hann lét leiða sik búða í millum. Hann kom í bú'ð þá, er Lýtingr var inni af Sámsstöðum. Hann lætr leiða sik inn í búðina ok þar fyrir, sem Lýtingr sat. Hann mælti: „Er hér Lýtingr af Sáms- stöðum?" „Hvat vill þú?" segir Lýt- ingr. „Ek vil vita," segir Ámundi, „hverju þú vill bæta mér föður minn. Ek em laungetinn, ok hefi ek við eng- um bótum tekit". „Bætt hefi ek víg föður þíns fullum bótum, ok tók við föðurfaðir þinn ok föðurbræður, en bræðr mínir váru ógildir. Ok var bæði, at ek hafða illa til gört, enda kom ek allhart niðr." „Ekki spyr ek at því," segir Ámundi, „at þú hefir bætt þeim. Veit ek, at þér eru'ð sáttir. Ok spyr ett at því, hverju þú vill mér bæta." „AllS engu," segir Lýtingr. „Eigi skil ek," seg- ir Ámundi, „at þat muni rétt fyrir guði, Framhald á bls. 12 3. september 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.