Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 3
LEIP Panduro er danskur rithöfundur, fæddur 1923, tannlæknir að mennt. Hann hefur skrifað skáld- sögur, leikrit, revíur, kvik- myndahandrit. Áttunda skáldsaga hans, Vejen til Jylland, kom út hjá Gyld- endal á síðastliðnu hausti. Þá var og skáldsaga hans Ögledage endurprentuð í vasabókarútgáfu hjá sama útgáfufyrirtæki, en hún kom fyrst út árið 1961. Panduro hlaut bókmennta- verðlaun danskra gagnrýn- enda árið 1963. A LEIB TILJÚTLANBS EFTIR 5VÖVU JAKOBSDÓTTUR Þegar söguhetjan í skáldsögu Leifs Panduros, Ögledage, sækir bernsku- stöðvar sínar heim í fylgd ástmeyjar sinnar, sýnir hann henni m. a. sand- ströndina, leikvang bernskuáranna. Hann bendir á sandöldurnar og segir: Og það var hér, þegar ég gróf mig niður í sandinn, sem móðir mín sagði að ég væri ekki eðla. Og einmitt þá rann það upp fyrir mér, að ég var það. Þessi setning er sögð í lok bókarinnar og í henni tvinnast saman tveir megin- þræðir frásagnarinnar allrar: annars vegar tilfinning fyrir tvískiptu eðli mannsins og hins vegar sínálæg vitund um fortfðina og þau öfl í umhverfi og uppeldi sem valda slíkum tvískinnungi. Aðalpersóna bókarinnar er ungur námsmaður utan af landi, sem leigir herbergi í stórborginni Kaupmanna- höfn. Og hann er eðla, ein sú allra snarasta, að eigin sögn. Eðlueiginleikar hans eru í rauninni sálrænar flækjur, afleiðingar borgaralegs uppeldis, sem leitast við að bæla hið upprunalega í manninum. Að öðrum kosti verður hann ekki hlutgengur í samfélagi nútímans. Sjálfur söguþráðurinn í Ögledage er ekki margbrotinn. Sagan greinir frá einni helgi í lífi þessa unga pilts, og þessari helgi ver hann með ástmey sinni. Árangurslaust reyna þau að finna ást sinni afdrep og friðhelgi í stórborginni. Þau mæla sér mót á Ráðhústorgi, skemmta sér um kvöldi'ð og af nóttina. En einveru að lokinni skemmtun er hvercti að finna. Alls staðar steyta þau á erfiðleikum; boð og bönn skilnings- vana borgaralegs þjóðfélags setja þeim alls staðar skorður. Á aðra höndina eru sívökul augu umvöndunarsamra for- eldra, á hina siðavendni miðaldra hús- ráðanda og siálfur á ungi maðurinn í innri örðugleikum: hvernig á eiginlega að nálgast ungu stúlkuna? Innra örygg- isleysi og öryggisleysi í samskiptum við riðra er hlutskipti e'ðlunnar í þjóðfélag- inu. Innan þeirra tímamarka, sem frá- sögninni eru settar, fær lesandinn inn- sýn í bernskuár söguhetju og umhverfi, bæði í nútíð og fortiS. I siðavöndu og kredduföstu borgara- legu samfélagi nútímans eru frávik ekki umborin; þar þrífst ekki „frjáls óreiða". Eðlurnar verða því að skjótast, smjúga, hlaupa í felur með náttúrlegar þarfir sínar og þrár. í hugarheimi söguhetj- unnar ungu er borgaralegt samfélag byggt upp af rjómakökum og skjalatösk- um, sem er því kærkomin- og nauðsyn- leg vörn gegn innsýn í níðurföll borg- arinnar, en þar gerast hræðilegir hlutir; undír sléttfelldu yfirborði á sér stað gerjun og stórvöxnum, sveppkenndum gróðri skýtur upp á nóttum. Samfélagið er klofið, tvískipt eins og maðurinn. Borgararnir líta á eðlurnar sem hættu- lega andstæðinga, ef þeir á annað borð viðurkenna tilveru þeirra. Og þessir andstæðingar verða ekki bugaðir nema á tvennan hátt, annað hvort með betrun, sem fólgin er í því að neyða upp á þá nælonskyrtum, bifrei'ðum, kauphækkun- og efnahagslegri velgengni eða með því að setja þá bak við lás og slá, því að engum leyfist að vera vitlaus nema vit- leysingum. Allir aðrir verða að miða hegðun sína við samræmdar reglur staðlaðs þjóo"félags. En það er ekki eingöngu tvöfeldni borgaralegs þjóðfélags, sem er dragbítur á hið upprunalega í manninum. Maður- inn sjálfur er þess ekki megnugur að varpa af sér viðjum fortíðarinnar. Aðal- viðfangsefni unga mannsins þessa helgi er næstum örvæntingarfull tilraun til að verða frjáls í ást sinni og vinna bug á öryggisleysi sínu og framandkennd gagnvart tilverunni, en alls staðar og þegar minnst varir hamla minningar úr fortíðinni, og ekki eingöngu hans sjálfs heldur líka stúlkunnar, sem heyr með honum gönguna. Kostulegt er atviki'ð, er stúlkan hefur laumazt með piltinn inn á herbergi sitt og hyggst finna þar grið- land. Áður en varir heyra þau áhyggju- fullan og tortrygginn föðurinn fara á kreik. Þau fela sig bak við gluggatjöld og þaðan horfa þau á hann meS byssu í hönd leita af sér allan grun. En ekki er allt fengið, þótt faðirinn hverfi með byssuna, því að nú beinist athygli stúlk- unnar að brúðunum hennar gömlu, bernskuleikföngunum, sem dagað hefur uppi í ungmeyjarherberginu, og allt vex þetta í vitund hennar, þar til það er orði'ð að óyfirstíganlegri, sálrænni hindr- un. Og það er kannski styrkur Panduros sem höfundar að ekkert er einhlítt; jafnvel þótt maðurinn rísi gegn fortíð sinni, leitar hann hennar á ný með trega. Fortíðin: móðirin sem er alltaf að sjóða niður rauðrófur, faðirinn sem gengur ævibrautina á enda af sömu nákvæmni og klukka, torgið í heimabænum, prest- urinn og pröfasturinn og styttan af Kristjáni 9., — allt er þetta byrði sem hinum unga manni er gert að bera, en jafnframt er þa'ð hluti af honum sjálfum og laðar hann því ætíð að sér. Þessi tog- streita skapar spennu í sögunni og virð- ist raunar einna upprunalegust í skáld- sýn Panduros. Það er því rökréttur endir helgar- ævintýrsins, að því skuli lykta á bernskuslóðum piltsins. Eftir árangurs- lausa næturgöngu í borginni, stígur unga fólkið upp í morgunlestina til Jótlands, en í smábæ þar er hann fædd- ur og uppalinn. Og hér er það loksins, sem þau ná saman, á ströndinni við haf- ið. Við ströndina eru flestar lífsseigustu minningar piltsins tengdar. Hér höfðu hann og Pluto, bernskuvinur hans, sem í vitund hans er raunar orðinn hluti af honum sjálfum, einu sinni hlaðið grfð- arstóran konulíkama úr sandi, sem fá- víslegir og ráðvilltir kynórar þeirra höfðu beinzt að. Það kann að vera, að sumum þyki Panduro treysta um of á ýmis freudísk tákn, sem mörg hver eru gamalkunn og þrautreynd í bókmenntum. En aðferð Panduros varpar að mínu áliti ferskum blæ á efnið: hann slær þessu fram án þess að gera veður út af því, og oft af hálfkæringi, sem orkar bráðskemmti- lega. Stíllinn minnir á eðluna, setningar eru stuttar, hugsanahvörf snögg, stund- um svo snögg, áð hætta er á, að maður missi sjónar af eðlunni og verði að leita hana uppi á ný. Þegar svo er, mætti kannski segja, að um fullkominn sam- runa efnis og stíls væri að ræða. Kímni- gáfa Panduros er rómuð og í þessari bók nýtur hún sín vel. Aðalpersónan er oft gráthlægileg í vanmætti sínum, en hann á samúð lesanda og höfundar síns óskipta. — O — Afturhvarf til bernskunnar er einnig aðalviðfangsefni Panduros í skáldsög- unni Vejen til Jylland, en hér er aftur- hvarfið orðið takmark í sjálfu sér, án þess að fela í sér nauðsyn þess upp- gjörs, sem einkenndi Ögledage. Sagan greinir frá Vestur-Dana, Jonsson a'ð nafni, sem hefur komið ár sinni svo vel fyrir borð í stóra landinu í vestri, að hann er orðinn einn helzti viðskiptajöf- ur heims, svo voldugur, að ein bending frá honum nægir til að koma af stað peningahruni eða byltingu einhvers staðar á hnettinum. Fimmtán ára gam- all flúði hann réttvísi laganna í fæð- ingarborg sinni, Kaupmannahöfn, og komst sem laumufarþegi yfir Atlants- haf. Á öllum þeim áratugum, sem liðnir eru, hefur honum vart orðið hugsað til ættlands síns, en nú, er mæ'ðir hann hjartveiki og elli, rís sem í hillingum í hugskoti hans draumalandið Danmörk, og ekki aðeins gatan, þar sem hann ólst upp, heldur einnig bóndabær á Jót- landi í faðmi friðsællar og óspilltrar Hannes Pétursson UÓÐ Haustkvöld. Langvegir. Ljósafjöld sveitanna slokknuð og allt þagnað nema einn lækur einn hestur sem þræðir beinan stíg og ber mig í dimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. Engu þarf að kvíða. Nú kular úr opnum skörðum og lækurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg — stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. 3. september 1967 — LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.