Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1967, Blaðsíða 7
á hurðir og húna, eins og veiðimanni
þeg$r hann nær fiski á færi. Annar
kvaðst ekkí þekkja meiri yndisauka en
slíka iðju.
iV llar þessar sögur voru a'ð mestu
tilbúníngur þeirra, sem pyntuðu hina
ákærðu og þegar píslarnar voru orðnar
óbærilegar játuðu menn öllu, sem kval-
aráf þeirra kröfðust.
Súmsstaðar var því trúað, að pestinni
myridi linna, ef höfuð galdrakindanna,
serii þegar lágu dysjuð Utangarðs, væru
sriiðin frá bol. í þýzkum borgum urðu
gráfararnir oft illa fyrir barðinu á sjúk-
legu ímyndunarafli íbúahria. Sögur eru
urii,' að þeim hafi stundum verið smal-
að saman og sfðan brenndir lifandí,
eftir að hafa verið píndir til að játa
á sig hin óheyrilegustu glæpaverk.
Á erfiðum tímum hyllist fólk oft
til þess að finna einhverja allshefjar
ástseðu, fyrir erfiðleikunum, oft er þessi
ástæða buridin ákveðnum hóp, eða hóp-
um. Fyfir nokkrum áratugum var erfitt
f járhágsástand í Þýzkalandi kennt Gyð-
irigúrii og margvíslegt fleira, sem aflaga
fór. Fyrir þessar Sakir upphófust þar
miklár ofsóknir gegri Gyðingum og náðu
þæf hámarki laust fyrir miðja tuttug-
usttí öld, nieð nútíma tækrii og skipu-'
lagníngu. • Gasklefarnir eru verðugir
mirihisváfðar þeirra hugvitssömu
iriaririá, sem sáu þar um framkvæmdir.
Á íriiðöldum var fólk sama sinnis og á
tuttugustu öld, en skipulagsleysi Og
sköftur tækni hamlaði jafnmiklum af-
köstum í morðum.
Gýðingamorðin á iriiðöldum eru sér-
stáklega óhugnanleg fyrir þá sök, að
valdastéttirnar ásamt klerkdómnum
vissú, að ásakanir almenriings um að<
Gyðíngar ættu sök á plágunni, voru
algjörlega tilhæfulausar. Óttinn við
skrílinn og einnig gróðavonin átti þátt
í því, að þessar stéttir þvoðu hendur
sínar qg gengu jafnvel sjálfar fram fyr-
ir skjöldu í ofsóknunum á hendUr sak-
lausu fólki.
: " að er ekki hægt að benda á þann,
sem fyrstur bar fram þá tilgátu, að
GycSingar ættu sök á pestinni. Þessi
skoðun hefur sjálfsagt kornið fram á
ýmsum stöðum á sama tíma. Gyðingar
skáru sig úr og vöktu með því tor-
tryggni, auk þess virtust mönnum þeir
hagsýnni öðrum í fjármálum og stund-
uðu víða peningaverzlun, sem var held-
ur illa séð á 14. öld.
Sú saga kom upp, að Gyðingum hefði
verið skipað að eitra vatnsból og brunna,
eitrið átti að hafa komi'ð frá Toledo,
en þar bjuggu margir Gyðingar, sumir
sögðu að Gyðingar byggju sjálfir til
eitrið úr uglum, köngulóm, eðlum og
fjeíri kvikindum, sem álitin voru eitr-
uð. Sögur voru einnig á kreiki um að
Gyðingar göldruðu pláguna í fólk. Sagt
var að þeir fölsuðu myntina og ætluðu
sér að útrýma öllu kristnu fólki með
eitri. Sagan um eitrun vatnsbóla kom
fyrst upp í Su'ður-Frakklandi, fyrst í
staði yar ýmsum kenndur verknaðurinn.
ÁðalJijin hylltist til að kenna almúg-
anum um hermdarverkið og almúginn
kenndi það aðli og auðugri stéttum.
Sumir kenndu Gyðingum um, aðrir
holdsveikum. Ofsóknir holdsveikra voru
ekki nýtt fyrirbæri. Arið 1313 hafði
Frakkiandskonungur skipað að brenna
lifandi alla holdsveikissjúklinga á
Frakklandi, ástæðuna vita menn ekki.
Að lokum varð sú sko'ðun ríkjandi að
Gyðíng^r hefðu eitrað brunnana og þá
hófst stormurinn.
Snemma í maímánuði 1348 drap skríll-
inn alla Gyðinga sem hann náði í bæ
einum í Suður-Frakklandi. Ofsóknirn-
ar mögnuðust og talið er að í Búrgund
hafi fimmtíu þúsund Gyðingar verið
teknir af lííi.
Páfinn bannaði stranglega þessar af-
tökur'í opnum bréfum, sem hann sendi
••.,'¦¦¦¦ . Framhald á bls. 13
Af gömlum blöðum
effir Hannes
Jónsson
LIFIÐ ER A FLEYGIFERD
Jj ífið í Ásbyrgi gekk sinn vana-
gang, en þó nokkuð hraðar. Þa'ð var
furðulegt hvað við gátum náð í mik-
ið af vörum, sem seldust strax með
góSum hagnaði. Bjarni græddi vel,
en hækkaði ekki kaupið við mig.
En hann var mér innilega góður og
eins kona hans. Dóttir hans, sem þá
var ung, kom oft í búðina og tók
vel eftir. „Þú mátt ekki segja honum
pabba það, mikið vo'ðalega snuðar
hann, hann selur 5 aura stokkana á
6 aura og sex aura stokkana á fimm
aura", trúði Veiga mér einu sinni
fyrir. Bjarni drakk nefnilega mikið,
og þá urðu mistök.
Sveitamenn keyptu þá mikið og
verzlunin færðist suður. Stórverzlan-
irnar á Eyrarbakka og Stokkseyri
voru þá að líða undir lok, en smá-
kaupmenn ekki búnir að koma fótum
undir sig í staðinn. Engin Verzlun
var þá á Selfossi, né annarsstaðar í
sveitunum. Stokkseyringar keyptu
talsvert hjá okkur, enda þekktu þeir
Bjarna. Engir vörubílar voru þá, en
hestvagnalestirnar lögðu á stað inn
Hverfisgötuna á kvöldin. Skeiðamenn
voru eitt kvöldið á fefð- og komið
myrkur. Séra Brynjólfur var með
þeim og svo fullur, að þeir treystu
honum ekki til að sitja á hestinum, en
bjuggu um hann á einni kerrunni.
„Stígðu nú í stólinn, séra Brynjólfr
ur," sagði einn þegar undirbúningi
var lokið. „Þið eruð allir asnar og
svín í lífi og dauða, amen", var ræða
prestsins.
Það var sama hvað fuilur. Bjarni
var, þó ég og aðrir skömmuðum
hann, þá var hann alltaf sama hóg-
væra prúðmennið, svara'ði aldrei illu.
Og aldrei viðurkenndi hann að hafa
bragðað vín, þó hann væri stjörnu
blindur. Ég var einu sinni úti í kjall-
ara að taka til, og rakst þá á kex-
tunnu fulla af flöskum, sem vínlykt
angaði úr. „Kannski þú viljir þræta
fyrir að þú hafir drukkið úr flösk-
unum", sagði ég öskuvondur. En
Bjarni skildi ekkert í því, hvernig
flöskurnar hefðu komizt í tunnuna,
aldrei bragðaði hann vín. En væri ég
fullur, þá var Bjama óhætt. Og
aldrei fann hann að viö mig, þó ég
hagaði mér ósæmilega.
Og sjaldan fannst vínlykt af
Bjarna, hann blanda'ði nefnilega
brennivínið í mjólk og drakk það
þannig. Einn vinur minn, máttar-
stólpi föðurlandsins og tryggur við-
skiptavinur Áfengisverzlunar ríkis-
ins sagði mér snjalla sögu af sér.
Hann betlaði á götunum og átti eftir
fyrir mjólkurflösku, er hann hafði
keypt brennivínið. En þetta var for-
sjáll maður og hugsaði einnig fyrir
næturgistingu. Þegar hann var bú-
inn með helminginn af brennivíninu
keypti hann mjólkurflöskuna, drakk
nokkuð af mjólkinni og fyllti svo
flöskuna af brennivíni. Svo lagði
hann á stað niður í kjallarann með
mjólkurflöskuna, sem hann sagðist
ætla að hressa sig á, og bað auð-
mjúkur um næturgistingu, sem fús-
lega var veitt. En löggan skildi ekk-
ert í því, að alla nóttina söng og
trallaði vinur minn, og var jafn full-
ur að morgni.
Mér var farið að leiðast í búðinni
og líkaði ekki kaupið. Árni Öla fékk
180 krónur þegar hann byrjaði á
Mogganum. Ég ætlaði til Englands,
og fór í tíma hjá Stebba túlk. Það
var kennari eins og þeir eiga að vera,
hann kunni ensku betur en Englend-
ingar. Kristján Bárður gat útvegað
mér vinnu við verzlun í Middles-
borough, en þá grét mamma, hún
var viss um að ég mundi farast í
strfðinu. Sama var, þegar ég ætlaði
til Hannesar frænda míns í Kanada.
Svo ég fór ' hvergi, guði sé lof.
Kristján Bárður var einn af Filis-
teunum. Hann var stórvitur og skap-
aður fjármálamaður, en af því urðu
engin not, hvorki honum né öðrum,
vegna galla. í honum var mikið af
grjóti, en Hka ósvikið gull. Það þekkti.
ég vel. Hann vár mér góður og réði
mér heilt, þó ég hefði ekki vit á að
notfæra mér það. Um tíma átti
Kristján um 30 gufuskip, öll á kafi
í sandi á Suðurströndinni. Hann var
stórvinur Einars Ben; var með hon-
um í sölunni á Dettifossi og C. B.
Eyjólfsson. Þeir fengu í reiðufé 50
þúsund. Þá var stórveizla í Kaupin-
hafn. Og svo varð sonur Kristjáns
helvizkur kommúnisti, hann sem var
svo fallegt og saklaust guðsbarn þeg-
ar hann var litiU.
Árið 1916 sagði ég upp hjá Bjarna
og fór á kútter Sæborg síðari hluta
vetrarins, Ég var alveg ónýtur, fisk-
aði ekkert, og þoldi ekki sjómennsku.
En þó var ég víst talinn meðal stofn-
enda Hásetafélagsins og borgaði þar
í tvö ár árgjald, tvær krónur. Við
vorum úti í páskaveðrinu, en þá
urðu hrakningar og slys á bátum og
skipum. A skírdag vorum við úti á
banka í norðaustan stormi og hauga-
sjó, svo einnig á föstudaginn Ianga,
en á laugardag vorum við undan
Krísuvíkurbjargi og þá rauk veðrið
upp í útsuður og svo í norður me'ð
hörkufrosti, svo allt var klakað og
svellað dekkið. Við héldum okkur
við undan Höfnunum af því Skip-
stjórinn treysti sér ekki fyrir Reykja-
nes. Það var stórhættulegt að hag-
ræða seglunum, þegar Iagt var yfir.
Margir kútterar lágu fyrir akkerum
inn á Hafnarleiru, færeyskir og ís-
lenzkir.
Aðfaranótt páskadags dreymdi mig
Hannes föðurbróður minn, sem ég
heiti eftir, en sá aldrei. Hann sagði
mér hver hann var, og ég mundi, að
hann hafði fyrirfarið sér. Ég spurði
hvernig honum liði, — Vel, sagði
hann, en mér er alltaf illt í höfðinu.
Eftir því, sem mamma lýsti veik-
indum hans, hefir hann haft heila-
æxli, og ekki þolað þjáningarnar. Eg
lýsti draummanninum fyrir mömmu,
og þekkti hún hann vel. Hannes sagð-
ist ætla a'ð vera með mér, og getur
verið að svo hafi verið og sé enn.
Ég vaknaði við það, að nissinn, eða
skipsdraugurinn, réðist á mig, tók'
fyrir kverkarnar á mér svo ég ætlaði
að kafna. Þetta var strákur, ég sá
hann vel og heyrði i körlunum, sem
voru að spila i lúkarnum. Ég barð-
ist um, nissinn hvarf, en ég rak
hausinri upp i dekkið. Við vorum
kojufélagar og honum hefir þótt ég
liggja of lengi.
A annan í páskum komum víð inn,
þá var blfðskaparveður. Ég fór út
aftur stuttan túr, en hætti um lok-
in. Ég réri um vorið nokkra róðra
á Sviðið, en þar var lítill fiskur, enda
enginn friður fyrir trollurum. Einu
sinni elti okkur hvalur vestan af
Sviði og alveg að fjörunni í Akur-
ey. Við gátum varla róið, hann synti
svo nærri. Seinasta róðurinn var
austan strekkingur og nógur fiskur,
tveir urðu að vera í andófi en við
Framhald á bls. 10
3. september 1967
LESBOK MORGUNBLAÐSrNS 7