Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1967, Blaðsíða 1
Johan B. Hygen, prófessor: Jolian B. Hygen er prófessor í siðfræði við Háskólann í Osló, kunn- ur á Norðurlöndum fyrir verk sitt, „Moralen og Guds rike“, sem ætlað er sérfróðum mönnum. Jafnframt er hann kunnur fyrir fjölda rit- gerða og greina og áhuga á félagsmálum. Ofanskráð grein er sextándi kaflinn úr einni af öðrum bókum hans, um frumatriði sið- fræðinnar, og er sú bók ætluð þroskuðum æskulýð og áhugasömu fólki meðal almennings. Bókin hefir verið íslenzkuð með leyfi höf- undar, en er ekki prentuð. Gert er ráð fyrir að þessi siðfræði sé notuð samhliða góðri kennslu og útskýringum með dæmum úr daglegu lífi, enda er efnið mjög samþjappað. „Frumdrög siðfræðinnar“ er miðuð við brýnustu þarfir nútíma þjóðfélags og samskipti manna í daglegu lífi. Geta menn af greininni gert sér nokkra hugmynd um hvernig höfundi tekst að setja veigamiklar hugmyndir fram í örstuttu máli. Þýðandi. HEIÐARLEIKI OG SANNLEIKUR Heiðarleiki og sannleik- ur eru siðferðileg frumskil- yrði fyrir mannlegum sam- skiptum. Vér verðum að geta treyst hverjir öðrum. Heiðarleiki í verki er frá einu veigamiklu sjónarmiði séð eitthvað neikvætt: Að láta ógert að stela. Eitt sinn var þjóð vor meðal hinna heiðarlegustu I heimili. Þjófn aður var ekki aðeins afbrot, hann var mjög mikil niður- læging. En í þessu hefir átt sér stað breyting til hins verra. Ekki er aðeins um að ræða þjófa, sem stela af ásettu ráði. Heldur er í augum venjulegs karl og konu strangur og samræmdur heið- arleiki enginn sjálfsagður hlutur lengur. Verzlunarfólk getur sagt hræðilegar sögur af því, hve mikluim upphæð- um árlegir þjófnaðir nema, ekki aðeins stuldir venju- legra búðarþjófa, heldur einnig viðskiptavina og starfs manna. Að mest af þessu eru •smáþjófnaðir, hnupl, bætir ekiki úr skák. Þótt auðgunar- þjófnaður út af neyð sé sið- ferðilega óhæfur, þá er hann a.m.k. skiljanlegur. En hnupl án nokkurrar neyðar er sið- ferðilega meiningarlaust, og sýnir aðeins raunalega út- þynningu siðferðishugmynda, sem eitt sinn voru ljósar öll- ■um mönnum. Að selja heið- arleika sinin fyrir eitthvað, sem maður gæti hæglega án verið, — eða gæti keypt fyrir kr. 3,25, eða kr. 21,85, getur tæplega talizt hagstæð verzl- un. Eitt af því, sem átt hefir þátt í því að uppleysa heið- arleikann innan frá, er sam- blöndun hans við spurning- una um félagslegt og fjárhags legt réttlæti. „Hann hefir mikið, ég lítið, það munar .hann engu, þótt ég taki með mér nokkra smáhluti“. En ef heiðarleikinn ætti að bíða, unz fullkomið réttlæti væri tf.undið í skiptingu lífsgæð- anna, þá yrði hann sennilega ■að bíða fram að dómsdegi. Málið snýst hér fyrst og tfremst um nokkuð annað: Um að vera manneskja, sem hægt er að treysta. Sé á annað borð stolið, skiptir það í þessu sambandi engu máli frá 'hverjum stolið er, einstakl- ingum, fyrirtækjum, ríki eða sveitarfélagi. Það er ævin- lega að selja manneskjulega sæmd sína fyrir auðvirðileg- an ávinning, og allt af bitnar það á öðrum. Með því að þetta er það sem öllu skiptir, merkir heiðarleiki í verki líka ann- að og meira en að halda fingr um sínum frá peningum og eigum annarra manna. Aff vera heiffarlegur er aff gefa tilefni til aff manni sé treyst. Heiðarleg manneskja svindl- ar ekki, fer ekki leynistigu eða krókaleiðir, heldur er blátt áfram og áreiðanleg, gerir skyldu sína og stendur við skuldbindingar sínar. Hún þarf enga leynireikninga að færa í bókhaldi sínu. K.áðvenidni er affara- sælust, segja menn. En miðað við skjótfenginn gróða óráð- vendninnar kann hún oft og einatt að kosta dálítið. Það er hægara að svíkjast um en að vinna, ef launin haldast hin sömu. Það er ódýrara að greiða skatt af hálfum tekj- um sínum en öllum, ef svikin heppnast. En líkt og einhver náungi sagði í því sambandi, þá vilja sjaldgæfar vörur verða dýrar, og heiðarleikinn er nú orðinn það sjaldgæfur, að maður verður að láta sér lynda að greiða svolítið fyrir hann. Heiffarleiki í verki og heiff- arleiki í orffi fer saman, af því að atferli heiðarlegs manns þolir framsetningu í orðum, en óheiðarleiki þarf á lyginni að halda til að hjúpa sig 1. Aff rangt sé að fara með vísvitandi ósannindi, er við- urkennt af flestum þjóðum. Oft setja menn þó sannleiks- skyldunni nokkur takmörk: Segja ber satt samlöndum og frændum, en framandi fól'k á enga réttmæta kröfu á sann- leika. Þessi hugsun sýnir hve náiff samband er milii sann- leiks og samfélagsvilja. Hins vegar eru ósannindi og sund- urbrotið samfélag tvær hlið- ar sama máls. Sams konar hlutfall segir til sín, þar sem að fenginni reynslu er allmiklu logið einnig vor á meðal. í stríði er sjálf afstaðan milli óvinanna þess eðlis, að hvorugur aðil- inn býzt við sannleika frá andstæðingi sínum. Það átak- anlega er reyndar að lygin breiðir greiðlega úr sér. f stríði þekkja menn ekki að- eins lyginia gagnvart óvinin- um, heldur einnig lygina um óvininn, og þar með mis- notkun og innanholun traustsins, þar sem þörf er á trausti. Undir mörgum öðrum kringumstæðum sýnir einnig lygin mátt sinn til að niður- brjóta traustið: Milli samfé- lags og einstaklinga, í ytri og innri pólitík, í verzlun, í sam skiptum yfirmanna og undir- manna, milli foreldra og barna, og milli lijóna. Lygin brýtur niffur traustið, og brotiff traust getur af sér nýja lygi. Nú er reyndar ekki erfitt að sjá þann raunveru- lega vanda í þessu sambandi: Hinn aðilinn kann aff mis- nota þaff traust, sem felst í fullri einlægni og sannsögli. Það er áhættu bundið að segja satt, t. d. keppinauti eða pólítiskum andstæðingi. Þótt annar sé heiðarlegur, þá kann hinn að vera óheiðarleg- ur og misnota heiðarleika þess, sem satt segir. Óraunsætt væri að neita því að hér er raunverulegur vandi á ferð. En þess verður heldur ekki krafizt atf sið- ferðinu, að manni sé haldið skaðlausum af áhættu og kostnaði. Þar er þvert á móti nálega sjáltfsagt, að það sem er þess virði, að keppt sé að því, sé einnig þess virði að nokkru sé fyrir það fórnað og JÓHANN HANNESSON PRÓFESSQR ÞÝDDI áhætta tekin. Um lygina vit- um vér með vissu að með henni fylgir sú áhætta að hún elur venjulega á þeim ágrein- ingi, sem hún er sprottin af. Um sannleikann vitum vér einnig að hann kann að vera áhættu bundinn fyrir þá sök að einlægni manns kann að verða misnotuð honum sjálfum til tjóns. En það sýn- ir sig ósjaldan aff sannleikur og traust hafa eitthvaff skap- andi viff sig. Einlægni getur brotið niður múra, sem lokað hafa fyrir samband milli manna, og getur skapað nýja möguleika á traustvekjandi samfélagi. Traust getur skap- að trúnað, sannleikur skapað samfélag. Pólk með reynslu af þessu hefir upplifað hluti, sem eru blátt áfram furðuleg- ir. Traust og einlægmi skapa sem sé öryggi hjá hinum affil- anum. Hann þarf ek'ki að vera á verði gegn óþægilegum nýjungum, heldur getur hann af sinni háltfu átt hrein og raunsæ samskipti við þann fyrri. Þar með er ekki sagt að mað.ur eigi undir öllum kring umstæðum að ryðja úr sér öllu, sem maður hugsar eða veit, gagnvart öllum sem á nenna að hlýða. Oft er þögn- in hið eina rétta. Þetta á um- fram allt við um mál, sem manni er trúað fyrir af öðrum og ekki er ætlað að fara lengra. Sé sagt frá þessháttar málum, verður „hreinskilnin" ekki annað en lausmælgi, en sjáltfur ,sannleikurinn“ snýst upp í lygi gagnvart þeim, sem treysti þagmælsku manna. Ekki er það heldur sið- ferðilega rétt að fara mörg- um orðum um galla annarra, eða óæskilega breytni þeirra Það gegnir furðu að mann- eskjur, sem æsa sig upp út af alls konar dómssýki, geta sjálfar haft ánægju af því að leggja út af veikum hliðum annarra. Aðstæður kunna reyndar að vera þannig, að nauðsynlegt sé a'ð vara við einhverri manneskju, til að koma í veg fyrir eða tak- marka það illa, sem hlutað- eigandi hefir á prjónunum, eða vænta mú yfirleitt af hans hálfu. En umfram það er bezt að þegja. Lítið sjálfstætt siðrænt gildi hafa almennir kurteisis- formálar, sem vér Norðmenn menn (og reyndar vér íslend- ingar líka. Þýðandi) erum ekki jafn örlátir á og flestar aðrar siðmenntaðar þjóðir. Þegar við fáum bréf með með undirskrift, eins og t. d. ,Virðingarfyllst Pétur Árna- son“ — þá kemur oss ekki til hugar að maðurinn finni til nokkurrar sérstakrar fyll- ingar af virðingu gagnvart oss, né heldur þurfum vér að vera djúpt gagntekin af virðingu, þótt vér svörum með sama orðalagi. Enginn býst hér við annarri merk- ingu á bak við orðin en þeirri, aff vér semjum oss aff manna siffum og sýnum al- menna kurteisi. Annað mál er það, að það er fals að vera yfir sig hjartanlegur í tali við mann, sem maður er ný- búinn að vinna gegn — og hallmælir á næsta augna- bliki. Raunverulegur vandi felst í því að skera úr um hvort sannleiksskyldan hafi skil- yrðislaust gildi, og takmark- ist einungis af þögninni. Þær aðstæður geta myndast, þar sem að þegja er sama sem að ljóstra upp um raunveru- legt samhengi málefnis. í því sambandi getum vér undan skilið ástandið í stríði, þar sem sambandið milli stríðsaðila er i sjálfu sér þess eðlis, að maður hvorki býst við sannleikanum né á neina réttmæta kröfu til hans. I striði eru það svik að veita óvininum réttar upplýsingar, og í ákveðnum tilfellum skylda að villa um fyrir hon- am. Þetta er afleiðing af þeim siðferðilega rangsnúnu aðstæðum, sem stríðið leiðir með sér. En spurningin segir til sín við tiltölulega eðlileg- ar kringumstæður. Þar með komum vér að spurninginni um neyffarlygina effa „hvíta lygi“. Það fyrsta, sem við henni er að segja, er að flestar svo- Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.