Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1967, Blaðsíða 4
Laugar í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem Sigurjón Friðjónsson átti lengst heima. aðeins skynvilla mín? Allt sem mér hefir birzt endurspeglun míns eigin vilja? Einskonar hilling? — Ó, hversu sál mín er þyrst. Ljóðlínumar eru stuttar og áleitnar: Einmana. Harmur sem bjarg. E nda þótt ljóðræn skynjun og rómantík sitji í fyrirrúmi hjá Sigur- jóni, veltir hann oft fyrir sér vandamál- um fornum og nýjum. Og það er ekki síst sú tilhneiging hans, sem veldur því að ljóðheimur hans tekur þeim þroska með árunum, sem forðar honum frá gleymsku og sinnuleysi. Ljóðið Móðir, er vel þess virði að geymast í minni. í>að er ort af sömu goðbornu einlægni og Mamma ætlar að sofna, eftir Davíð Stefánsson: Það rökkvar hægt og hljóðnar. Þú hlýtur stundarfrið. Og litlar, ljósar varir þú leggur brjóstið við. Þú gleymir þreytu og þykkju og þungri, duldri sorg. Og loginn helgi leiftrar og lýsir hugarborg. Með þökk í þagnarhljóði þú þrýstir vör á kinn. Af ósýnd leggur ljóma á litla drenginn þinn. Þó falli margt í fyrnsku og fjölgi hríðarél; þó líði langt á æfi þann ljóma man hann vel. Eða Hið eilífa vor, sem birtist í þriðja bindi Heyrði ég í hamrinum: Uppspretta er til við andans tind Ástú’ð heitir sú tæra lind. Stundum gróður, er grær við trega, þar glitrar í hvömmunum ýmislega. Og lindarniður um lífsins spor leikur sem heit um eilíft vor. Heyrði ég í hamrinum, er ekki ein þeirra bóka, sem lyftast í hæðir vegna óvéfengjanlegra snilldartaka höfundar síns; hún er aftur á móti í þeim flokki bóka, sem ljóma og skína í þokka sín- um fyrir það að heilsteyptur maður sýn- ir þar sitt góða handbragð. E itt af því athyglisverðasta, sem liggur eftir Sigurjón er Skriftamál ein- setumannsins, gefin út á Akureyri 1929. Skriftamálin eru sambland af ljóðum í óbundnu máli og lífsspeki höfundar, stundum er erfitt að greina á milli, og þa’ð er þá sem verkið rís hæst: Þú vitjaðir mín í myrkri. Ég heyrði fótatak þitt í næturkyrrð. Og í sálu minni er mikill fögnuður. Og mikil sorg. heimkynna þinna. Því langan veg á ég ógenginn til En sá, er þú hefir snert með dýrðar- sprota þínum er merktur þér. 1 veikleika og þrá. — Qg í trú, von og kærleika. — Merktur þér. (Návist hins ósýnilega) Upphaf bókarinnar gæti verið eftir nútímaskáld, svo skylt er það mörgu nýstórlegu í bókmenntunum hvað fram- setningu varðar: Blótt. Allt loftið blátt. Dökkblátt; fagur- blátt. Og í þessu bláa hafi sindrandi sólkringla yfir heiðarbrún. Eg leita að orðum og eg finn lengi ekki anna'ð en þetta: Blátt; dökkblátt; fagurblátt. Og sindrandi sólkringla yfir lágri heiðarbrún — eins og hún væri á næstu grösum. Svo tínast orðin að: Þögn. Unaður. Sumardýrð. Helgidagskyrrð. I þessu verki glímir skáldið við gátur lifsins. Hann segir: „Liðin æfi er á að sjá stutt eins og andartak. En hið ókomna er eins og haf, þar sem hvergi sér til landa.“ Og í Niðurlagi, ávarpar hann „hinn mikla og dularfulla", og lýkur bókinni á þessum orðum: „Og ég hefi lært að finna hina dásamlegu hvíld við hjarta þitt. — — Einstaka sinnum — — —.“ Þannig endar þetta einstæða iitla kver Sigurjóns Pri'ðjóns- sonar með játningu, sem þó er blandin efa: „Einstaka sinnum.“ Það hlýtur að hafa komið á óvart víða að sjá þessa bók eftir skáldið, sem árinu áður gaf út Ljóðmæli. S igurjón Friðjónsson átti enn eftir að koma á óvart. Árið 1943 sendi hann fró sér Barnið á götunni, safn kvæða, ævintýra og þátta. Ljóðaflokkurinn, sem bókin dregur nafn af, er óríma'ður, og það voru alls ekki svo lítil tíðindi á þeim tíma. Ljóðin eru í sársaukafullum tón og haldin feigðarkennd. Auðfundið er að skáldinu þykir nú farið að halla und- an fæti, en það tekur því með karl- mennsku, og lætur sig dreyma: um nýtt vor. Á nýrri og mildari jörð. Stutt dæmi um vinnubrögð skáldsins er Stormur: Stormur. Hráslagastormur. Bleikir möar, holt og rindar. Og lífið hljótt. Daúðinn hávaðasamur. Snjór í lautum og giljum; mörauður af ryki. Og í snjónum lauf á víð og dreif; gulnuð og blaut. Og fræ á stangli. Og i breiðum.---------- Nokkur þeirra munu vaxa næsta vor. Lifa. Og gróa — Og önnur munu visna. ' - Önnur og miklu fleiri munu visna. Því að herra lífsins er sóunarsamur — svo að hjarta rnitt skelfur við.----- Pramhald á bls. 6 — Hváð hefur hann fyrir stafni? — Ég sé það ógreinilega. Hann er ein- hvers staðar þarna til hægri. Bíddu dá- lítið. (Þögn) Nei, ég sé það ekki. — Stattu hérna heldur. — Það verður ekkert betra. — Reyndu. (Þögn) — Nei, ég sé ekkert. (Þögn) — Hvað er þetta þarna til hægri? — Rúmið og eitthvert hengi. — Er hann bakvið hengið? — Ég veit ekki, kannske bakvið rúm- ið. — Stendur rúmið ekki við vegginn? — Veggurinn er lengra í burtu. — Hann hefur kannske lagt sig aftur? — Ég sé það ekki. (Þögn) Nú kemur hann aftur fram á gólfið. Hann heldur á bók í hendinni. Hann opnar hana. Nú leggur hann hana á borðfð. (Þögn) — Er hann að lesa? — Nei, hann stendur þarna og rýnir í bókina. — Er hann ennþá í morgunsloppnum? — Nú gengur hann út að glugganum. (Þögn) — Hvað er hann að gera? «— Hann hallar undir flatt og heldur lófanum að hægri kinninni. — Hann hefur tannpínu? (Þögn) Hef- ur hann tannpínu? — Ég held ekki. Hann er að hugsa. — Hvað er sjáanlegt úr glugganum? — Húsið á móti. — Er nokkur þar? — Ég sé það ekki, hann byrgir út- sýnið. (Þögn) Það hangir þvottur í ein- um glugganum. — Kvenfatnaður? — Ég sé einar karlmannsnærbuxur. — Sést nokkur í glugganum? — Nú gekk hann aftur fram á gólf- ið. Hann fer að borðinu. Hann setur gleraugun á sig. — Sést enginn í glugganum á móti? — Nei, aðeins einar karlmannsnær- buxur, skyrta og tvennir sokkar. (Þögn) Nú sezt hann. Hann opnar bókina. — Er hann ennþá í morgunsloppnum? (Þögn) — Hann er áð leita að einhverju í bókinni. (Þögn) Það var póstkort. Hann les það. Lítur upp. Tekur af sér gler- augun. Horfir á kortið. — Sérðu, hvaða mynd er á því? — Ég sé eitthvað blátt. — Er hann ennþá í morgunsloppnum? — Hann tekur það ... og stingur því bakvið rammann á speglinum. — Hverju? — Póstkortinu. —• Hvar? — Til vinstri fyrir ofan skápinn. (Þögn) Hann dregur út skúffu. Hann tekur upp skyrtu . .. nei, peysu ... nei, skyrtu. Hann leggur hana á borðið. (Þögn) Starir. — Á hvað? — Á skyrtuna. Hann breiðir úr henni. Hengir hana yfir stólbakið. (Þögn) — Nú horfir hann út um gluggann. Hann hallar undir flatt og heldur lóf- anum að vinstri kinninni. — Hann hefur tannpínu. — Hann fer aftur að borðinu. Setur Robert Pinget er fæddur í Genf 1919 af frönskum for- eldrum. Lauk lögfræðinámi 1946, en yfirgaf föðurhúsin fjórum árum síðar og gerðist málari og blaðamaður. Fyrsta bók hans kom út á frönsku 1951 og síðan hver bókin af annarri. — Þýð. á sig gleraugun. Horfir til spegilsins. Fer úr morgunsloppnum. Hann er nak- inn. Hann stendur þarna og horfir á sjálfan sig. Hann þrýstir og þrýstir á sig. — Hverju? — Engu. (Þögn) — Hvað er hann að gera? — Ekkert. Hann virðist vera slæm- ur í bakinu. Hann nuddar spjaldhrygg- inn. — Hvernig lítur hann út? — Hann er grannur. Loðinn. Hann setur vinstri fótinn upp á stólinn. (Þögn) Hann potar undir nöglina á einni tánni. — Ertu viss um, að enginn sé í glugg- anum á móti? — Ég sé það ekki. Hann skyggir á. — Hefur hann ekki dregið glugga- tjöldin fyrir? — Nei. — Hvað er hann að gera? — Hann heldur áfram að pota undir neglurnar á sér. Hann hefur æðahnúta á öðrum fætinum. — Sérðu framan á hann? — Sniðhallt á hlið. (Þögn) — Hvaða bók er hann með? — Hún er gul. (Þögn) Hægri fæti. (Þögn) — Hvað stendur þarna við skápinn? — Ég sé það ekki. — Sérðu ekki horn á bókahillu? — Nei. (Þögn) Kannske til hægrL Þarna við rúmið. Eða milli rúmsins og veggjarins. Nei, ég sé ekkert. (Þögn) Hann hefur fundið fílapensil á fætinum. Hann kroppar og kreistir hann. (Þögn) Nú sezt hann aftur. Opnar bókina. Styð- ur olnbogunum á borðið. Hann les. (Þögn) Hann nuddar spjaldhrygginn. (Þögn) Einhver hreyfing hins vegar við götuna. Það hefur verið dregið fyrir gluggann. (Þögn) Ekkert. (Þögn) Hann rís á fætur. Tekur af sér gleraugun. Gengur að speglinum. Seilist eftir póst- kortinu. Horfir á það. (Þögn) Nú legg- ur hann bókina frá sér. Hann gengur að handlauginni. — Hvar er skálin? — Til vinstri við gluggann. (Þögn) — Hvað er hann að gera? — Ég held hann sé a'ð kasta af sér vatni. Jú. Nú skolar hann niður. Hann hefur mjallhvítan sitjanda. Hann horfir út um gluggann. Hann gengur alveg út að glugganum. Hann ... — Hvað er hann að gera? — Mér sýnist hann ... — Hvað sýnist þér? Hvað sýnist þér? — Hann heldur áfram að hugsa. Hann styður lófanum undir vinstri kinnina. (Þögn) Hann fer að rúminu. Hann snýr til baka að borðinu. Hann fer aftur í morgunsloppinn. (Þögn) Hann tekur póstkortið úr bókinni enn á ný. Gengur að speglinum og stingur því bakvið rammann. Skoðar sig í speglinum. Klór- ar sér í höfðinu. (Þögn) Hann gengur a'ð handlauginni. Tekur flösku. Hellir einhv.erju í hárið. — Hárþvottalegi? — Nei, sennilega einhvers konar hár- vatni. (Þögn) — Hvað gerir hann nú? 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. september 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.