Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 3
Erwin Piscator, helzti lærifaðir Brechts og síðar allra hinna mö rgu höfunda og leikstjóra, sem fást við ýmiss konar flutn- ing heimilda og að einhverju leyti sannsögulegra atburða á leiksviði. hann þegar kynnzt því leikhúsi, sem mörgum árum síðar varð siðasti og merkasti vinnustaður hans, Freie Volks- biihne í Berlín. Árin 1932 og 1933 dvaldist Piscator í Sovétríkjunum og vann aðallega að kvikmyndun. Næstu tvö ár var hann að- stöðarleikstjóri hjá Alfred Neuman við kvikmyndun stórverks Tolstoys „Stríð og friður“ í París, þar til hann sigldi til New York til að taka við stjórn Drama- tic Workshop, þar sem hann setti á svið ýmisskonar leikrit allt til ársins 1951, er hann lét konu sína taka við stjórninni og hélt aftur til Evrópu. Auk vinnu sinnar sem stjórnandi Freie Volksbuhne i Berlín, tók Piscator að sér leikstjóm sem gestur við ýmis leikhús um alla Evrópu, m. a. á Norðurlöndum. S kilyrðin fyrir því leikhúsi, sem Piscator vildi koma á fót til að ná því takmarki sínu að vekja alla til stjórn- málalegrar me'ðvitundar með aðstoð leiklistarinnar sköpuðust þegar árið 1889 hjá Antoine í París. Fordæmi þessa leik- húss, „Théatre Libre“, var fylgt í Ber- lín strax 1889 með Freie Búhne, — á sama hátt og London fékk Independent Theatre og Moskva Listaleikhúsið. Með- al þeirra manna, sem lögðu fram sinn skerf til þróunar þessarar hugmyndar, voru Stanislavski, Reinhardt, Craig, Copeau og Granville-Baker. En áhrif þýzks leikhúss hafa sjálfsagt mátt sín meira hjá Piscator þótt hann fylgdi í meginatriðum alheims-„hreyfingunni“. Piscator kvað þá staðreynd, að það brást að vinna áhorfendur á band mál- staðar hans, vera að kenna því, að leik- húsið hefði ekki enn búi'ð sig þeim með- ölum, sem þyrfti til að ná til skoðana- myndunar almennings. Þann dag, sem leikhúsið hefði náð því marki á braut sinni til móts við almenning, mundu einnig skjóta upp koUinum rithöfundar, sem skrifuðu fyrir hið nýja leikhús. Þegar útséð var, að hin róttæka hreyfing, sem Piscator fylgdi að nokkru á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina í Þýzkalandi, flutti ekki með sér annað en argasta frauðmeti, upphófst um 1930 tímabil „nýrrar heimildastefnu í leik- húsi“, en án Piscators. Hann skrifaði hins vegar ni'ður kenningar sínar í bók- inni „Politisches Theater", sem síðan hefur orðið mjög fræg, og hélt áfram að vinna í expressionistískum stíl, — til þess að öðlast betri reynslu og ná á vald sitt þeim tæknimeðölum, sem voru skilyrði þess, að hin nýja heim- ildastefna næði tilgangi sínum. I dag hefur þetta heppnazt. — Jafnvel eftir að rússneska leikhúsið lét af fyrri stefnu sinni og tók til við nýraunsæisstefnuna (neorealismann), hélt Piscator áfram að fara sínar eigin leiðir. A. runum í Rússlandi og París fylgdi svo hið annríka skeið Piscators í New Yorks, þegar hann hafði m. a. nemendur á borð við Marlon Brando og Tennessee Williams. Fjarlægðin milli hans og Brechts, sem hann hafði áður haft náið samstarf við, styttist ekki á þeim tíma sem þeir störfuðu báðir í Bandaríkjunum, og þótt þeir töluðu báð- ir mjög vinsamlega og af fullri virðingu hvor um annan, þá aftóku þeir að hafa samvinnu um uppsetningar og umskrift- ir á leikhúsverkum, — þrátt fyrir þá staðreynd, að Brecht hafði sótt alla sína kunnáttu í leikhústækni og flestar hug- myndir sínar í vinnubrögðum og stíl og efnivi'ði til Piscators. G rundvallarþróunarskeið Piscators voru árin 1923 til 1929, þegar hann var að reyna „að sameina sannleikann og raunveruleikann á sviðinu. Það kom aldrei til greina að skapa hreint áróð- ursleikhús, — eins og hjá Brecht. Pisca- tor vildi skapa leikhús, þar sem hverju leikriti lyki með umræðum, — ekki með dynjandi lófaklappi. Leikrit átti að láta fólki í té sjónarmið og grundvöll til að skiptast á skoðunum, — með leik- túlkun, myndrænni uppbyggingu og þeim efniviði, sem borinn var á borð. Til a'ð fullkomna möguleika leikhúss- ins að hafa áhrif á þennan hátt, gerði hann tilraunir með tækni. Kvikmyndir eru notaðar í leikhús- tækni til að sýna samtímis orsakir og af- leiðingar, t. d. þegar lögð eru á ráðin um byltingu í tali á sviðinu og kvik- myndatjaldið fyrir ofan sýnir, hvernig byltingin brýzt út. Einnig má nota þær til að bregða upp táknrænum andstæð- um, t. d. milli hirðlífs og eymdar al- múgans, eða til að láta í ljós spádóm: Keisarafjölskyldan hefur móttökuveizlu á sviðinu, en á tjaldinu er sýnd aftaka hennar. Auk þess tók Piscator a'ð nota kvikmyndir (og kyrrar myndir) sem leikmyndir (þ. e. a. s. í stað leiktjalda) og til að sýna fjarlæga atburði á sama tíma, eins og þegar marskálkarnir Haig og Foch tala saman á herskipi á öðru tjaldinu, en á hinu sést, hvernig stríðið geisar á vesturvígstöðvunum. Ásamt arkitektinum Gropius hugðist Piscator reisa leikhús, sem var mjög ný- stárlegt og hefði valdið talsverðri bylt- ingu á þeim tíma. M. a. átti í þessu nýja leikhúsi þeirra að vera lárétt keðja strengd yfir sviðið til að auðvelda svfðs- breytingar og komast hjá ókostum hringsviðsins. Hann ætlaði einnig að hafa leikhúsið hringlaga og nýta allari hringinn með því að sýna kvikmyndir í samhengi við atburðina á sviðinu, á veggjunum (með 12 sýningarvélum sam- tímis). Þessi áform urðu aldrei að veru- leika hjá Piscator, en hafa verið tekin upp af ö'ðrum brautryðjendum leikhús- tækni. Yfirleitt var Piscator ekki hrædd- ur við að hagnýta sér tæknibrögð, jafn- vel þótt hann efaðist um varanlegt nota- gildi beirra. En honum þótti vera lífs- nauðsyn fyrir leikhúsið að halda áfram tilraunastarfinii til að fá yfirsýn yfir möguleika þess. j ]VIeðal spurninganna, sem hann lagði fyrir sjálfan sig, voru: Er sviðs- gólfið í rauninni nauðsynlegt? Getur ekki eitthvað komið í stað þess, sem er breytilegra og hæfir betur mismunandi leikhúsverkum? Hvað höfum vi'ð eigin- lega að gera við þá tvo þriðjuhluta af sviðsopinu, sem eru ofan við höfuð leik- aranna? Hvernig eigum við að fara að því að sýna áhorfendum sömu nærmynd- irnar og þeir hafa vanizt að sjá í sjón- varpstækjum sínum? Hvernig eigum við að halda athygli áhorfenda óslitinni, meðan við neyðumst til a'ð skipta um svið? En mikilvægasta spurningin var kannski þessi: Þarf ekki fullkomna leik- listarháskóla og rannsóknarstöðvar fyr- ir leikhús, þar sem hægt er að vinna á vísindalegan hátt að því að finna svör við þessum spurningum? „Die Kunst ist, wie die Technik, im hohen und höchsten Sinne dienstbar dem Menschen, seinem Wollen, seinem Kön- nen, seiner Weiterentwicklung. Eins durch das andere, keins ohne das an- dere. Nur was diesem Ziel dient, gilt.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Nína Björk Árnadóttir: Segðu mér hvert þú ferð Segðu mér hvert þú ferð þegar flótti er óhjákýæmilegur og fokið er í öll skjól segðu mér hvert þú ferð. Á þessum stundum veit ég ekki hvert ég get farið því Gijð er réttlátur og rödd hans í mér ekki þögnuð. 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.