Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Síða 5
Prjár myndir EFTIR PETUR GUNNARSSON svölum sparisjóðshússins. Hann þekkti hana síðan á 17.-júníballinu. Hún var að sunnan og eftir ballið hafði hann kysst hana í einum síldarbragganum. Hún var í pilsi og hvítri blússu og hallaði sér frammá rið- ið. „Halló!“ kallaði hann á móti, „afhverju ert’ ekki að salta?“ „Við söltum ekki fyrren í kvöld,“ hrópaði hún niður til hans. „Afhverju ekki,“ kallaði hann. Hún hváði. „AFHVERJU EKKI“. Hún hváði enn og hrópaði: „Ég heyri ekkert hérna uppi.“ „Kondu niður“. „NEI.“ „Á ég að koma upp til þín,“ kallaði hann sumpart í gamni. Hún þagði stundarkorn en hrópaði svo og gætti þess að hafa það líka sumpart í gamni: „JÁ JÁ.“ Hann hugsaði hvort hún væri að segja þetta í gamni, en stóð svo silalega á fætur og gekk að spari- sjóðshúsinu, kæruleysislega og dálítið þvingað, vit- andi að hún horfði á hann. Það var svalt í skugga hússins og hann naut þess andartak, en hratt síðan upp hurðinni og hljóp stigann. Hún stóð á efstu stiga- skör og benti honum dálítið feimin að ganga inn. Hann gekk langan gang og innum hálfopnar eldhúsdyr sá hann konu bogra yfir straubretti. Það var slitinn renningur á ganginum og mikið skótau. Málning var gömul og flögnuð. Hann sá sig andartak í veggspegli og við spegilinn var teikning af manni og konu í faðm- lögum og kon.an var feitari en raaður átti að venjast á þannig myndum. Hún vísa’ði honum inní lítið herbergi. Plötuspilari gekk á hæsta tóni og það var mikið af plötum. Þetta var kvistherbergi og á veggjum og súð voru myndir af hljómsveitum og leikurum. Þau settust á dívan. „Hvað varstu eiginlega að kalla þarna niðri?“ spurði hún og var enn dálítið feimin. „Ha ég?“ „Já þú kallaðir eitthvað.“ „Já það“, sagði hann og brosti, „ég kallaði bara af hverju.“ „Af hverju?“ endurtók hún og skildi ekki alveg. „Já afhverju þið saltið ekki fyrren í nótt.“ „í kvöld,“ leiðrétti hún. „í kvöld," sagði hann. „Það er vegna þess að það verður ekki landað á okkar plan fyrren í kvöld.“ „Já soleiðis,“ sagði hann. Þau þögðu. Hann virti fyrir sér herbergið og út- undan sér sá hann hana, þar sem hún sat á fótum sér við hliðina. Hann minnti að hún væri sextán ára. Hún var fremur stórskorin í andliti en samt falleg, með stutt ljóst hár, sem var eiginlega tvílitt. Upp frá enninu og að öðru eyranu var það dekkra. Blússan var flegin í hálsinn og hann sá a’ð hún var sólbrennd. Hann sá hnén og dáldið innundir pilsið. Hún fann að hann sá undir pilsið, stóð snöggt upp, hikaði og leit- aði að tilgangi og sneri svo við plötunni á spilar- anum. Hún settist öðruvísi, og gætti þess að það sæ- ist ekki uppfyrir hnén. „Leigirðu þetta herbergi?“ spurði hann. „Nei ég bý hjá frænku minni.“ Þau þögðu. „Finnst þér gaman að salta?“ spuröi hann. „Sona.“ Þau þögðu. „Fannst þér gaman á ballinu?“ spurði hún. Hann vissi hvaða ball hún átti við, en þóttist ekki muna. „Hvaða balli?“ „ Saut j ánda j úníballinu.“ „Já því,“ sagði hann. „Já Já.“ „Maður hefur ekkert séð þig,“ sagði hún. „Nei .. . við erum að leggja vatnsleiðslur útí sveit.“ Þau þögðu. „Við gátum ekkert unnið í dag, svo ég kom bara í bæinn.“ „Finnst þér gaman?“ spur'ði hún. „Já Já.“ Þau þögðu. Hann hugsaði hvernig hann gæti byrj- að að kyssa hana þannig að það liti eðlilega út. Hann fann enga lausn. Hún setti aðra plötu á. „Finnst þér ekki gaman að Blooms?" spurði hún. „Jú það er ágætt.“ „Það hvað?“ „Blooms. Lagið,“ sagði hann. „Það er ekki lag. Þáð er hljómsveit,“ sagði hún hlæjandi. Hann fann að hann roðnaði. Hún hló aftur. Hann hugsaði hvernig hann gæti byrjað að kyssa hana án þess að það væri þvingað. Hann fann enga lausn. Maður byrjaði ekki alltíeinu að kyssa næstum ókunn- uga stelpu. Nema fullur. Maður gat ekki heldur spurt um leyfi eða þvíumlíkt. Það væri bjánalegt. . „Ætlar’ðu að vera hérna lengi?“ spurði hann. „Þangað til í haust?“ „Hvað ætlarðu að gera í haust?“ spurði hann. „Ég fer í skóla.“ „Gagnfræðaskóla?“ spurði hann. „Já,“ sagði hún. Þau þögðu. „Ferð þú ekki í skóla?“ spurði hún. „Nei.“ „Varst’ ekki í skóla í vetur?“ „Jú. Landspróíi." „Féllstu?" „Nei. Ég var rekinn.“ „Rekinn!“ hrópaði hún undrandi. „Já. Rekinn.“ „Afhverju varstu rekinn?“ „Ég?“ „Já. Afhverju varstu rekinn?“ „Ég borðaði epli í tíma.“ Hún hló. „Afhverju ertu að hlæja?“ spurði hann. „Ég?“ sagði hún hlæjandi. „Já. Þú.“ „Einsog maður sé rekinn fyrir að borða epli,“ sagði hún og hló enn. „Já ég var rekínn fyrir að borða epli.“ „EPLI!“ „Já epli. Er nokkuð fyndið við það. Eg var að borða epli í tíma og Friðrik sagð.. „Hvaða Friðrik?“ greip hún frammí. „Kennarinn ... ég var áð borða epli í tíma og hann sagði að það mætti ekki borða epli í tíma og ég hélt áfram að borða eplið og þá varð hann vondur og fór með mig til skólastjórans og hann skipaði mér að biðjast afsökunar og ég sagði nei, þá sagði hann að ég skyldi bara fara heim og koma aftur þegar ég ætlaði áð biðjast afsökunar.“ ^ „Og hvað?“ spurði hún. \ „Hvað?“ „Já. Baðstu ekki afsökunar.“ „Afsökunar? Nei ég fer sko ekki að biðja þessi fífl afsökunar." „JEMINN!“ sagði hún og var hlessa. „Svo kom skólastjórinn heim eftir viku og bað mig að byrja aftur, en mér datt ekki í hug að gera hon- um það til geðs.“ „Sérð’ ekki eftir því?“ „Nei ég sé sko ekki eftir því.“ „Hvað ætlarðu þá áð gera í haust?“ „Ég fæ pláss á bát.“ Þau þögðu. Hann hugsaði hvort hann ætti að kyssa hana. Hún yrði þá bara vond. Það yrði að hafa það. Verst ef það yrði klaufalegt. Hún stóð upp og sneri plötunni og um leið og hún settist tók hann utan- um hana og kyssti hana á munninn. Henni brá en kyssti á móti. Hann lagði hana á dívaninn og hélt áfram að kyssa hana og þor’ði ekki að gera á hlé af ótta við að hún myndi sjá sig um hönd. Nú var að fara hægt í sakirnar og flana ekki að neinu. Hann gerði sér upp ástríðu og þóttist vera æstur. Hún þóttist lika vera æst. „Ég ætla að læsa,“ hvíslaði hún. Hún stóð upp og læsti. Honum fannst það góðs viti. Hún hvarf aftur í fang hans. Þau kysstust. Hann fór varlega með aðra höndina undir blússuna. Smátt og smátt renndi hann hendinni upp eftir bakinu og fitlaði við brjóstahaldarann. Hún hætti áð kyssa hann og fjarlægði hpndina. Helvíti. Hún var þá sona enn. Þau kysstust. Hægt , færði hann aðra höndina niður eftir mjöðminni og staðnæmdist við hnén. Hún hélt áfram að kyssa hann. Hann þumlungaði hendinni undir pilsið og strauk yfir annað lærið. Hún hélt áfram að kyssa hann. Hann fitlaði við lærið og fikraði sig uppeftir Framhald á bls. 12 i 8. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.