Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 8
Kapellan. Borgin Bristol í Englandi á að baki sér langa og merka sögu sem borg siglinga og mikilla viðskipta „ frá dögum Rómverja, og höfuðborg Vestur-Englands hefiur hún verið um langan aldur. Borgin hefur að geyma ýmsa forna merkisstaði, sem komið hafa við sögu hennar, og fjölmargar minjar fyrri tima, sem fróðlegt er fyrir ferðamanninn að skoða og kynnast. Einn slíkur staður úr seinni tíma sögu borgarinn- ar er „Nýja stofa“ (The New Room), eins og hún var nefnd af upphafsmanni hennar, prédikaranum John Wesley (f. 1703, d. 1791), stofnanda Meþódista- hreyfingarinnar. Við aðalverzlunargötu borgarinnar, Broadwead, stendur þetta sérkennilega hús og stingur mjög í stúf við stóru nýtízku verzlanirnar og vöruhúsin beggja megin götunnar, sem bera þetta fremur litla hús algerlega ofurliði. Þar við bætist, að húsið stend- ur ekki fast við götuna, eins og húsin umfhverfis. Steinlagður garður með hárri járngirðinu greinir það frá götunni, svo það sést alls ekki fyrr en komið er fast að girðingunni. En hús þetta á sína merku og sérstæðu sögu. Þetta er fyrsta guðshús eða kap- ella Meþódista í heiminum, algjörlega óbreytt frá því að prédikarinn John Wesley starfaði þar á fyrri hluta 18. aldar og aðstoðarmenn 'hans. í þessu húsi var kirkja Meþódista stofnuð. „Nýja stofa“ við Broadwead er því einskonar Mekka Meþódista. Hús- ið er nú í eigu alþjóðahreyfingar Meþódista, og þar halda þeir ýmis smærri þing og ráðstefnur, en jafn- framt er það varðveitt sem minjasafn um braut- ryðjendur Meþódista, því þar er flest með sömu ummerkjum og búnaði og þegar þeir voru þar, sem grundvölluðu trúarhreyfingu Meþódista. Húsinu er vel við haldið og er opið almenn- ingi til sýnis. Þúsundir ferðamanna koma þangað á ári hverju víðsvegar að úr heiminum, til þess að skoða húsið og það sem það hefur að geyma. Þar er líka ágætt bókasafn Meþódista. Gæzlumaður hússins, sem þar hefur starfað um mörg ár, tjáði mér, að ég væri fyrsti íslendingurinn, sem hann vissi til, að komið hefði í „Nýju stofu“. Saga þessa húss og stofnanda þess, Johns Wesleys, er samofin, og ekki verður húsinu lýst án þess að vikið sé ofurlítið að honum og tilefni þess að hann byggði það. Jobn Wesley var fæddur 17. júní 1703. Foreldrar hans voru hjónin Samúel Wesley, sóknarprestur i Epworth í Lincolnshire í Englandi, og kona hans Sús- anna. John var alinn upp í strangri guðrækni þess tíma og sendur í skóla í Oxford. Hann lagði stund á guð- fræði og gekk námið vel. Hið sama gerði bróðir hans, Charles. Að námi loknu mynduðu þeir bræður félagsskap ásamt nokkrum öðrum, sem þeir nefndu NÝJA STOFA i BRISTOL BFTIR ANDRÉS ÓLAFSSON „Heilaga félagið" (The Holy Cluib) eða „Methodists", sökum þess að þeir ásettu sér að lifa eftir ákveðnum reglum (methods), ástunduðu föstur og bænahald og komu saman reglulega til þess að neyta heilagrar kvöldmáltíðar. Árið 1728 var John skipaður prestur, en 7 árum siðar hélt hann til Ameríku, til nýlend- unnar Georgíu, sem kristniboði, ásamt bróður sínum, Charles. En það átti ekki fyrir honum að liggja að ílengjast þar. Mislukkað ástarævintýri og strangleiki hans í skoðunum, sem söfnuðinum geðjaðist ekki að, bundu skjótan enda á dvöl hans vestra. Árið 1738 hélt hann aftur heim til Englands, leiður og von- svikinn. Þannig var hann á sig kominn er hann skyndilega og óvænt „frelsaðist". Uann var staddur á kristilegri samkomu í Lon- don, eiginlega gegn vilja sínum, en nokkrir vinir hans höfðu tekið hann með sér á fund þennan í Aldersgate-stræti. „Þá skyndilega skeði það“, svo notuð séu hans eigin orð, þegar verið var að lesa formála Lúthers að Rómverjabréfinu. „Klukkan var um það bil kortér fyrir níu“, segir Wesley, „þegar hann var að lýsa breytingunni, sem Guð gerir innra með okkur fyrir trúna á Krist; þá fann ég allt í einu eins og hitabylgju fara um mig allan. Ég fann að ég treysti Kristi, Kristi einum mér til frelsunar, og að trygging var nú gefin fyrir því, að hann hafði tekið á sig syndir mínar“. Eftir þessa trúarreynslu sína byrjaði John Wesley nýtt líf. 1 frá þeirri stundu var hann stað- ráðinn í því að 'helga líf sitt því verkefni að ferðast um landið og prédika ást Guðs til mannanna, hvar svo sem hann fengi áheyrn til þess. En aðferðir hans til þess voru með öðrum hætti en þá þekktist. Þess vegna litu margir á hann sem öfgafullan ofsatrúar- mann, er þverbryti allar hefðbundnar trúarvenjur ensku kirkjunnar, og vildu ekkert með hann hafa. Klerkdómurinn snerist gegn honum og söfnuðir ensku kirkjunnar. Kirkjurnar voru honum lokaðar, það var mjög erfitt fyrir hann að fá nokkurs staðar húsaskjól til þess að prédika þann boðskap er honum lá svo þungt á hjarta. Þá var það að honurn barst bréf frá gömlum skólafélaga, George Whitefield. Whitefield hafði nokkru áður komið til Bristol með þennan sama boðskap, og hann hafði fengið sömu viðtökur og Wesley. Kirkjunum var lokað fyrir honum og presta- stéttin honum mótsnúin. En Whitefield var ekki lengi að fárast yfir hlutunum. Ef hinir virðulegu borgarar og yfirstéttarfólk vildi ekki hlusta á hann, þá gat hann alveg eins snúið sér til hinna — lág- stéttanna og vesalinganna, sem litið var niður á sem naumast mannlegar verur. Þetta fólk myndi eflaust taka honum betur. Sú varð líka raunin á. í úthverfum Bristolborgar (í Kingswood), utan hinna gömlu borgarmarka, bjuggu fátæklingarnir, sem drógu fram lífið í kolanámunum, karlar, konur og börn, og höfðu þó varla í sig eða á. Hinir eiginlegu Bristol-borgarar voru hræddir við þetta skítuga fólk, sem meira líktist dýrum en mönnum í þeirra augum. Drykkjuskapur var þar mikill og alls konar ofbeldis- og myrkraverk framin. Engum hafði komið til hugar að reisa kirkju fyrir þessa vesalinga eða yfirleitt nokkurn hlut fyrir þá að gera. var komið tækifæri fyrir Whitefield, hér var hans vettvangur, og hann dró ekki af sér. Hann var ákafur prédikari, og ekki leið á löngu þar til þúsundir þessara vesalinga söfnuðust um hann undir berum himni, til þess að hlusta á boðskap hans. Og hann lét ekki þar við sitja. Hann kom á fót skóla fyrir börn þeirra. Hann var staðráðinn í því að sýna þessum vesalingum fram á, að Guð væri einnig þeirra Guð og að þeir ættu líka kröfu til yfirstéttanna á ein- földustu mannréttindum. En Whitefield var þannig gerður, að hann gat aldrei verið lengi á sama stað. Hann fékk allt í einu ákafa löngun til þess að fara vestur um haf til Ameríku og prédika þar. En til þess að skilja ekki eftir j reiðileysi það starf, sem hann hafði byggt í Bristol, skrifaði hann gömlum skólafélaga sínum, John Wesley, og bað hann að taka við því. Það gerði Wesley, og það var upphafið að hans sérstæða frægðarferli. í dagbók sinni lýsir Wesley þvi, þegar hann hitti Whitefield í Bristol, og í hve mikilli baráttu hann átti við sjálfan sig um það, hvort hann ætti að taka þessu starfi, og hvort hann gæti fellt sig við starfs- aðferðir Whitefields. Hann, sem ætíð hafði vanizt og verið alinn upp í strangleik kirkjunnar, átti nú allt í einu að fara að prédika í trássi við hana. Það lá við að honum fyndist að frelsun sálar væri synd, ef það væri ekki gert í kirkju. En hann hikaði ekki lengi. Hann leitaði eftir heimild biskupsins í Bristol til þess að mega fara þar sem hann vildi og prédika. En biskupinn taldi sig ekki geta gengið fram hjá vilja prestanna né því, að Wesley var ekki formlega settur prestur, og því hafnaði hann tilmælum hans og ráðlagði honum að hverfa á braut. En John Wesley var nú ákveðinn. Svar hans var stutt en einarðlegt: „Starf mitt hér er að gera það sem ég get. Hvar svo sem ég held að ég geti gert gott, þar verð ég að vera eins lengi og ég álít að rétt sé. Nú sem stendur held ég að ég geti gert mest gott hérna; þess vegna mun ég vera hér“. Þ ar með var teningunum kastað og fyrsta skref- ið stigið til myndunar nýrrar kirkjudeildar, enda þótt Wesley gerði sér það ekki fyllilega ljóst þá. Og Wesley hóf starf sitt, og víðar en í Bristol starfaði hann, enda þótt borgin væri miðstöð starfs hans. Hann var sífellt á ferðalagi um landið fram og aftur og ferðaðist meira en 6.500 kílómetra á ári hverju næstu 50 árin. Söfnuður hans hafði engin takmörk; hann vildi ná til sem flestra. Bróðir hans, Charles, sálmaskáldið góðkunna, settist að í Bristol. Miklar og greiðar samgöngur voru um þetta leyti frá Bristol til Ameríku, og John Wesley dreymdi stóra drauma um möguleika á boðun orðins vestan hafs og óskaðd eftir sjálfboðaliðum til vesturfarar. Fimm menn gáfu sig fram, meðal þeirra var ungur járnsmiður, Francis Ashbury. Trúr reyndist hann starfi sínu vestra. í 45 ár ferðaðist hann um landið fram og aft- ur og stofnaði söfnuði Meþódista í Bandaríkjunum, en sú kirkjudeild á nú 10 mi'lljónir manna innan vébanda sinna. Hinn skjóti vöxtur Meþódista í Bandaríkjunum skapaði ýmis vandamál fyrir John Wesley. Fleiri prédikara þurfti að senda vestur, og það eitt nægði ekki. Þessir prédikarar máttu ekki hafa um hönd heilaga kvöldmáltíð, þar sem þeir höfðu ekki verið formlega skipaðir prestar af rétt- Nýja stofa séð frá Broadwead. Stytta af John Wesley, hesthús og kapella. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.