Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Qupperneq 10
ÞÁTTUR AF SVHNI ÁRNASYNI EFTIR BJÖRN JÓNSSON f BÆ Sveinn var fæddur 7. júlí 1864, að Yzta-Mói í Fljótum. Hann var son- ur Árna Þorleifssonar, bónda og hreppstjóra á Yzta-Mói og Valgerð- ar Þorvaldsdóttur, ríka á Dalabæ. Auk ríkidæmis fóru miklar sögur af þeirri ætt fyrir hreysti, sjómennsku og atgervi á ýmsum sviðum. S veinn í Felli, eins og hann var kallaður, var stór maður og saman- rekinn. Hraustur mun hann hafa verið, enda af því kyni borinn. Hann var myndarlegur, hvar sem á hann var litið, dökkhærður, gráeygður og með alskegg, a. m. k. síðari hluta ævi sinnar. Það sópaði að Sveini svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór, rómurinn sterkur, og kom það sérstaidega í ljós þegar um áhugamál hans var rætt. Þá átti hann til að taka upp í alskegg sitt og greiða það niður með fingrunum. Hann var höfðingi heim að sækja, stór- lundaður og nokkuð umsvifamikill. Sér staklega bar þó á því, ef vín var um hönd haft. En á hans manndómsárum bar nokkuð á því, að forustumenn væru ölkærir. Þó var varla hægt að segja, að Sveinn væri mikill vínmaður. Hann ólst Sveinn Árnason hreppstjóri og síðari kona hans, Hólmfríður Sigtryggs- dóttir. upp á Yzta-Mói hjá foreldrum sínum og stundaði þá bæði störf við sjó og á landi. Mun þó meira hafa verið vfð sjó- inn, enda meira gefinn fyrir þau störf. Á þeim árum var líka mikil útgerð úr Fljótum, bæði úr Mósvík, Hraunakrók og frá Dölum. Sveinn var mikill smiður bæði á tré og járn, enda smíðaði hann skip sín og báta að mestu leyti sjálfur. Af því að Sveinn vandist snemma misjöfnum veðrum á sjó var hann órag- ur og ratvís með ágætum, en þó aðgæt- inn þegar eitthvað bar útaf. Hann var þar um slóðir talinn einn af beztu for- mönnum þeirra tíma. Voru sagðar af honum margar sögur, sem sýndu skip- stjórnarhæfileika hans og dugnað. Þeir sem með honum voru á sjó töldu hann full djarfan þar til ve'ður voru orðin vond, þá var eins og allt lék í höndum hans, og þá sérstaklega stjórn undir segl- um. Arið 1942 skrifaði ég nokkuð upp eftir Konráði Kristinssyni frá Tjörnum, sem þá var um nírætt. Þar á meðal um Svein í Felli, en þeir voru lengi í ná- býli. Á þeim árum var mikil útgerð frá Lónkotsmöl og Árósmöl. Sveinn átti átt- æring sem hét Farsæll, líklegast um 10 tonna skip. Kúff var fram í skipinu og eldavél þar í svo að sjómenn gátu borð- að þar inni við hlýju frá vélinni. Aftur í var einnig annað rúff, en minna, og aðeins notað til geymslu veiðarfæra o. fl. Lifrarkassi var miðskips, en róið báðum megin me'ð stórum árum. Sýnir þetta bezt hve stór þessi skip voru, enda var þeim lítið róið nema í logni, en seglin notuð. Var þá slagað eða „krusað“, eins og sagt var, þar til heimahöfn eða áfangastaður náðist. Tvö skip önnur voru gerð út úr Sléttu- hlíð: Lónkotsskipið, eign Guðmundar Antons Guðmimdssonar frá Amarstöð- um og síðar á Bræðrá. Þa'ð var svipað á stærð og Farsæll Sveins í Felli, en gaflskip. Þriðja skipið átti Kristinn Jóns- son á Tjörnum, bróðir Konráðs hrepp- stjóra í Bæ, og síðar sonur hans, Kon- ráð. Milli allra þessara skipstjóra var mikið kapp um sjósókn, og oft lentu þeir í misjöfnum veðrum. Sveinn í Felli og Kristinn á Tjörnum voru afburða veður- glöggir, og voru af þeim sagðar marg- ar sögur. E itt sinn lágu þrjú skip fram í djúpi, vestur af svokölluðum Hausum. Þar voru þeir í vitlausum hákarli. Allt í einu skipar Sveinn að hafa upp og leysa, kallar hann í Konráð á Tjörnum, sem þá var or'ðinn skipstjóri á Tjarnar- skipinu. Segir hann Konráði að leysa, því að áður en langt um lfði verði kom- ið sunnan rok. Sveinn siglir að því búnu í land, en Konráði og Guðmundi Anton þótti illt að fara frá mikilli veiði. Rokið kom. Konráð treysti sér ekki að sigla í land, en lá við stjóra undir mikilli ágjöf, þar til að véður lægði. Guðmundur Anton hleypti til Siglufjarðar og fékk á sig áfall fram af Dölum. Hann var þó talinn góður stjórnari. Eitt sinn vom Slétthlíðingar á leið frá Siglufirði, með fullan sexæring af matvöm og öðrum vömm, sem ekki máttu blotna. Það var sagt, að fimm skipstjórar hefðu verið um borð. Þeir rém út að Siglunesi, en settu þar upp segl, því að norðaustan veður var í uppgangi. Konrá'ð á Tjömum var for- maður á bátnum, en hann biður Svein í Felli að stýra. Þá segir Sveinn að liggi eitthvað við, þar sem Konráð treysti sér ekki að stjórna. En það sögðu skips- menn, að báturinn hefði verið eins og lif- andi vera í höndum Sveins. Það gaf ekki dropa á, og þegar upp úr bátnum var tekið á Lónkotsmöl, var enginn poki blautur. S veinn sagði mér eitt sinn, að næst teldi hann sig hafa komizt, að drepa sig á sjö, þegar hann sótti viðar- farm vestur á Skaga. Hann vantaði efni í Fellshúsið, sem þá var verið að byggja. Hann var með fullan bátinn og stórtré þvers yfir, svo að endar náðu nokkuð út af borðstokkum báðum megin. Þeir fengu stórdrif af suðri, en út af Skaga- firði geta orðið býsna vondar bárur af þeirri átt, óþægar smábát, jafnvel þó farmur sé betri en sá er Sveinn var með í þetta skipti. í þessari ferð var hann á Farsæli, bátnum sem á'ður er nefndur. Sveinn seldi hann síðar Poppsverzlun á Sauð- árkróki, þar sem átti að nota hann við uppskipun á vörum. Skipinu var lagt á Sauðárkrókshöfn, en stuttu síðar kom sunnan rok og sleit skipið þá upp og rak út Skagafjörð. Svo einkennilega vildi til að Farsæll stanzaði ekki fyrr en á Árósmöl, þar sem hann áður hafði verið notaður meðan hann var og hét, en fór þar í spón svo að fyrri eigandi hans fékk hann þar í smápörtum. Eins og áður segir var Sveinn svo véðurglöggur, að oft mátti heita ein- stakt. Það kom fyrir, að hann sat í landi þegar aðrir réru, mátti þó segja að hann væri ekki smeykur við sveljuna. Sveini var ekki gjarnt að láta hlut sinn fyrir neinum, kom það þó frekar í ljós þegar vín var á boðstólum. E itt sinn voru þeir samskipa suð- ur, á strandferðaskipi, hreppstjórarnir, Árni Þorkelsson á Geitaskarði og Sveinn í Felli. Þeir skeggræddu heilmikið, en voru ekki alltaf á eitt sáttir. Þegar á Borðeyri kom, þurfti Árni að fara í land og hitta kunningja sína. Dvaldist honum all lengi, svo að skipið hafði losa’ð fest- ar, þegar róið var í snarheitum fram með Arna. Þegar að skipshlið kom, sáu menn að Ámi rétti ræðurum fimm krónur, en venjulegt gjald var þá 25 aurar. Orð var haft á því, að vel væii greitt, en þá drynur í Sveini, um leið og hann snýr sér við. Sveinn í Felli hefði haft þetta 10 krónur. Það var á bannárunum, að ýmsir freistuðust til a'ð leggja í gerjun (sem kallað var), og brugga sér vín. Þetta kom víst fyrir í Fellshreppi, eins og víð- ar. Fór það svo langt, að kærur komu til Sigurðar Sigurðssonar, sýslumanns. Hann varð því að fara í leiðangur, þó ekki væri honum það ljúft, og leita hjá nábúum hreppstjórans. Þetta þótti Sveini fullmikil afskiptasemi, og var í mjög vondu skapi þegar sýslumaður kom með bílstjóra sínum. Heimreiðin að Felli var nokkuð niðurgrafin og ekki alltaf grefðfær á bíl, og í þetta sinn varð bílstjórinn að fara yfir túnið til að komast heim. Af þessu varð Sveinn mjög styggur við bílstjórann. Sýslumað- ur vildi þá bera í bætifláka, klappar á öxl Sveins, og biður hann að afsaka þrrnnan átroðning, þama eigi hann sök en ekki bílstjórinn. Sveinn hristir af sér höndina, og segir með nokkmm þjósti: Hér er það Sveinn í Felli sem ræður, en ekki Sigurður sýslumaður. En í bæinn urðu þeir að koma, og þiggja höí’ðinglegar góðgerðir. M erkilegasta saga, er ég hefi heyrt um Svein er þegar hann heyrði um land- burð af fiski á ísafjarðardjúpi. Þá kom víkingseðlið upp í honum. Hann átti góð- an sexæring og hugðist nú fara á honum vestur á ísafjörð til sjóróðra þar. Ekki fékk hann þó með sér nema tvo menn. Þá Kjartan Vilhjálmsson, þaulvanan og lipran sjómann, og Guðmund Jónsson, sem var skýr maður og fékkst nokkuð við barnakennslu á vetrum, en líklegast ekki vanur sjómaður. Þetta var á góu, að þeir leggja á stað frá Árósmöl. Þeir sigla í gó'ðu norðaustan leiði vestur yfir Skagafjörð og Húnaflóa. Þeir eru komn- ir vestur að Ströndum þegar veður versnar og gengur upp með norðan hríð. Sveini fannst óvarlegt að sigla fyr- ir Horn, og ræður því af að snúa austur aftur. Veður versnar og sjór gengur upp. Eitt eða tvö áföll fengu þeir á sig, lík- legast út af Skaga, en í heilan sólarhring sáu þeir ekki til lands. Áttavitalausir voru þeir eins og vanalegt var á þeim árum. Guðmundur hafði nóg að gera í austri, en Kjartan passaði öll seglin. Sveinn fór aldrei frá stýri þau þrjú dægur sem þeir voru á siglingu. Allt í einu kallar Sveinn til Kjartans og bið- ur hann að gæta vel fram, því áð þeir nálgist nú land. Rétt á eftir sjá þeir upp í Kaldbakinn á Málmey. Sveinn treystir sér ekki til að lenda á Árósmöl, en snýr inn á Hofsós. Um einnar stund- ar sigling mun vera frá Málmey að heimahöfn þeirra, Árósmöl, svo að ekki skeikaði mikið á stefnu. Nú kallar Sveinn, og biður um rommkút sem var með í ferðinni, en var ósnertur fram að þessu. Hann tekur nú drjúgan skatt af kútnum, og þegar inn á Hofsós kemur er formaður orðinn þétt kenndur. Þeir fá góða hjálp við að setja bátinn, en Sveinn hefur allt á hornum sér, neitar öllum góðgerðum og heldur á stáð gangandi í hríðinni út að Felli, sem mun vera um 2ja klst. gangur frá Hofsósi. Flestir menn hefðu líklegast hvílt sig, eftir slika svaðilför, en líklega hefur víkingurinn haft í huga konu og börn, sem biðu heima eftir fréttum af húsföðurnum. undir berum himni, 87 ára gamall. Þar er líka svört brjóstmynd af honum 73 ára, eftir myndhöggvarann Enoch Wood, en eftir þessari styttu eru gerðar hinar kunnu postulínsbrjóstmyndir af John Wesley. Þar er einnig ágætt olíumálverk af John Wesley eftir málar- ann John Renton. En það er þó máske miklu fremur í minna herberginu, er John Wesley notaði sem svefnherbergi, sem maður finnur nærveru hans frá umhverfinu. Þar er litla skrifborðið hans við glugg- ann, sem sneri út að miðborginni. Við þetta litla skrifborð sat hann löngum stundum í bæn og hug- leiðingu. Þar skrifaði hann mörg af sínum ágætu hréfum. Nokkiur þeirra hafa verið innrömmuð og hengd upp á veggina í þessu litla herbergi. Af bréf- um þessum má sjá að John Wesley lét sér jafn annt um líkamlega og andlega velferð mannanna. Þegar þú hverfur á brott úr þessu sérkennilega húsi, „Nýju stofu“ í Bristol, sem sannarlega er þess virði að hún sé skoðuð, ert þú ekki í neinum vafa um það, að þú hefur verið á helgum stað, þótt um- hverfið sé annars næsta ólíkt venjulegu guðshúsi, og ósjálfrátt koma þér í hug orð Jakobs í Betel forð- um: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað, og ég vissi það ekki“. Tyndale Hall, Bristol, 18. febrúar 1967 Andrés Ólafsson. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.