Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Page 12
aldrei að draga andann til fulls og varla að vera úti þá er sól var ei á lofti, allt það ár og eftirkomandi. Kjötið, sem etið var af skepnunum var fullt af pest, einn- ig vatnið, er menn hlutu nú að drekka“. Og Hannes biskup Finnsson segir: „Gróður visnaði af eitrinu í loftinu, skóglendi varð svart og mátti mylja milli handa kvisti og greinar, sem skömmu áður hafði verið allaufgað. Fjallagrös hurfu algerlega og sáust ekki í 3 ár, var svo það bjargræði einnig bannað. Vikur, sandur og brennisteinn féll á jörð sem hrið. Allar skepnur komu horaðar undan sumrinu og veikar af eitrinu. Vetur lagðist að snemma og varð að taka fé í hús mánuði fyrr en vant var. Ekki urðu harðindi mikil, en stormasamt með blotum og jarðbönnum og mikil frost á milli. Urðu þá mikil vanhöld á hestum, og fólk fór a'ð deyja úr hungri fyrir norðan“. — Flosnaði þá upp fjöldi manns, einkum á Melrakka- sléttu, og flýði vestur á bóginn. Eins flýði fjöldi úr Skaftafellssýslu. — Frá gosmekkinum breiddist bláleit móða af eiturefnum yfir allt land og féll síðan til jarðar með rigningum og éljum, menguðu gróðurinn og spilltu honum. Af því voru þessi óaldarár nefnd Móðu- harðindi. 1784. — Þessu ári lýsir Hannes biskup svo: „í janúar kom hafís. Um vorið tóku skepnur að hrynja niður af allskonar ótjálgu. Hestar átu þá dauðu, hauga, veggi, stóðir og þil undan húsum, en sauðfé át ull hvað af öðru og drapst svo. Urðu nú margir bændur sauðlausir og sumir hestlausir. Nyrðra flosnuðu menn upp, en allmargir dóu úr hor. Lögðust 315 jarðir í eyði í Hólastifti, en fólki fækkaði um 3327. Vegna hest- leysis varð líkum sums staðar ekki kom- ið til kirkju. Talið er, að á þessum árum (1783—84) hafi nautpeningi fækka’ð um 11.481, sauðfé um 190.488 og hestum um 28.013 á öllu landinu. Var það helm- ingur nautgripa, 3/4 af hestum og 4/5 sauðfjár sem fækkunin nam. Um vorið gengu allskonar kvillar í fólki vegna þrenginga. Fisklaust var allt sumarið 1783 og fram í maí 1784“. — Mannfallið á Norðurlandi hefði orðið miklu meira en raun varð á, ef ekki hefði svo til vilj- að að skip komust í gegnum ísinn og höfðu með sér mikla matvöru, og varÖ hún eina bjargræði fólksins. Áður hafði allt verið etið sem tönn á festi, skinn, skóbætur og jafnvel hundar, og svo úld- ið og grýtt hrossakjöt. 1785. — Enn segir Hannes biskup svo frá: „Undan sumrinu 1784 voru engar eða litlar búsafurðir, og sérstaklega var mjólkin alveg smjörlaus. Haustfiski að kalla mátti ekkert. Vetrarbjörg úr fjósi því minni sem heyleysi og óþrif á naut- peningi svarf meira að. Aðdrættir um sumarið bannaðir vegna hesteklu. — Undir veturinn var kvikfénaður allur hora'ður og dreginn, svo hann hefði þurft tvöfalt meira fóður en vant er. En hey voru bæði ill og lítil, og fénaður hafði um sumarið safnað í sig eitri af brenni- steini, vikri og lútartegundum, er hann með fóðri og andardrætti hafði í sig svelgt. Dó því nautpeningur báða þá vetur úr hor, innvortis meinum og liða- sýki, hestarnir úr holhnúsk, en sauðfén- aður úr beinbrigslum og innanmeinum og gaddi. Þá var bjargræði fólksins lok- ið, eigur eydd>^, sveitarómögum hafði fjölgað stórkostlega. Fólkið svalt og sýktist at blóðsótt, skyrbjúg og hettu- sótt. Þjófnaður og ránsháttur svo, að enginn mátti vera óhultur um sitt. Þetta var landsins almenna ástand.“ E n sjaldan er ein bára stök. Ofan á þetta bættust um miðjan ágúst ein- hveriir hinir mestu jarðskjálftar sem komið hafa á íslandi síðan land byggðist. Voru þeir harðastir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu, en þeirra gætti allt vestur á ísafjörð. í Rangárvallasýslu féllu 23 bæir í grunn, auk þess 94 hús önnur, en 50 löskuðust stórkostlega. I Árnessýslu skemmdust 372 bæir, þar af féllu 69 í grunn, en 64 stórskemmdust; alls féllu þar 1459 hús og spilltust þar húsgögn og matvæli. Fylgdu svo stór- rigningar, svo að fólkið varð að hrófa sér upp skýlum um hásláttinn. Á þessum jar'ðskjálftum gekk fram yfir jól. Eyrar- bakkaskip fórst með öllum farmi, en bændur höfðu eigi hesta til þess að sækja sér björg í fjarlægari staði. Vet- urinn 1785 gekk mannskæð sótt, en margir urðu úti á vegum. Síðan segir Hannes biskup: „Við upp- haf harðindaáranna 1779 var talið að 36.828 manns hefði verið í Skálholts- stifti, en 13.384 í Hólastifti, eða samtals 50.212. En við lok harðindanna 1785 læt- ur nærri að fjórði hver maður hafi and- azt úr sulti og sóttum. Ofan á þetta kom svo bólusótt 1785—87 og hún varð 1500 manns að bana, aðallega ungu og efni- legu fólki“. Nú var svo komið, að hér horfði til landauðnar. Búpeningur var að mestu leyti farinn veg allrar veraldar, fólkið svalt og var sjúkt af langvarandi nær- ingarskorti. Þá hugkvæmdist dönsku stjórninni, að leggja ísland algjörlega í eyði og flytja alla landsbúa suður á Jótlandsheiðar og setja þá þar niður. En þessi fyrirætlan lognaðist einhvern veginn út af. Um hag Reykvikinga á þessum ár- um eru fremur fáar sagnlr. I>ö er pess getið, aö 1780 gerðu þeir út 10 fjögurra manna för og 25 tveggja manna för. Á þessum bátum reru 60 heimamenn og 30 aðkomumenn. Auk þess reru hér 3 aðkomubátar og voru á þeim 6 menn alls. Þessir bátar öfluðu á vetrarvertíð 14040 fiska, en það var talið jafngilda 78 skippundum af harðfiski og er þá talið að 180 fiskar fari í skippundið. Þá voru íbúar taldir 394. Búfjáreign þeirra var 73 nautgripir, 29 kindur og 106 hross. Er fróðlegt að bera þetta sam- an við búfjáreign þeirra 1704. Þá áttu þeir 94 fullorðnar kindur og fyrir fjár- kláöann var komið sauðfjárbú í Skild- inganesi með 200 fjár. Allt hefir þetta farið í niðurskurðinum, og nú er sauð- fjáreignin ekki nema 29 skjátur. Nú hefði mátt ætla, að eftir niðurskurðinn hefði Reykvíkingar reynt að fjölga kúm sínum, en nú eru ekki taldir nema 79 nautgripir, en voru 85 árið 1704. Þá var fólkið ekki nema 150 en nú 394 og má á þeim samanburði sjá hvað kúaeigninni hefir hrakað hlutfallslega. Þetta eru af- leiöingar Móðuharðindanna. En hestum hefir fjölgað, þeir voru ekki nema 31 árið 1704, en nú eru þeir 106.* Ástæðan til þessa mun hafa verið sú, að hestar gátu gengið hér úti allt árið, því að þeir * Skúli Magnússon: Lýsing Gullbringu- sýslu. hörau mlkla bjðrg f fjörunni, og var það venja hér fram yfir seinustu alda- mót að menn áttu ’fleiri eða færri úti- gangshesta. En á þessum samanburðar- tölum má sjá, að harðindin hafa bitnað á bústofni manna hér eins og annars sta’ðar. Harðindin bitnuðu á fólkinu líka. Árið 1783 dóu 11 menn í Reykjavík, þar á meðal þrír fangar, einn úr limafalls- sýki, annar úr skyrbjúgi og sá þriðji úr óþrifnaði og vesöld. Árið 1784 fæddust 6 börn í Reykjavík, en 27 dóu og sem sýnishorn af banameinum má nefna: kona í tugthúsinu dó úr óþrifum og vesöld og tveir tugthúslimir aðrir, sveit- arómagi dó úr skyrbjúgi, annar úr holds- veiki, þriðji úr vesöld og gulu, fjórði af óþrifum og vesöld, tvær gamlar flakk- andi konur dóu úr vesöld, vinnukona í Örfirisey drukknaði á Grandanum, vef- ari dó úr uppdráttarsýki. En þetta var ekkert hjá því mannfalli sem varð 1785. Þá dóu 83 í Reykjavíkursókn, 36 í Nes- sókn og 33 í Laugarnessókn, eða alls í Seltjarnarnessþingum 152. Flestir dóu úr óþrifum og vesöld, blóðkreppusótt og skyrbjúgi, andarteppu og landfarsótt. Svo barst bólusótt, hingað seint um haustið og dóu il úr henni í desember (en 5 í janúar næsta ár). Framhald á bls. 14 SVIPMYND Framhald af bls. 7 legri hegðun hvikar hann ekki frá. Hann bragðar ekki áfengi og hefur alla tíð barizt fyrir áfengisbanni á þingi. Sér- stakur listi yfir mat og drykk er sendur væntanlegum gestgjöfum í hvert sinn, er Morarji þarf að sitja veizlu. Þar er tekið fram, að hann nærist á einu saraan grænmeti og drekki einungis ósykraða kúamjólk. Tvær kýr eru tjóðraðar í garðinum umhverfis hús hans. Þrisvar í viku fastar hann 24 klukkustundir samfleytt. Til skamms tíma hefur hann sofið á hörðu fleti og neitað að nota loft- ræstingakerfi hússins jafnvel í mestu hitum. AÖeins hefur hann þó brugðið út af þessum ströngu venjum sínum að undanförnu og telst það til tiðinda, að varaforsætisráðherra Indlands hafi nú fengið sér mjúkt rúm til að hvílast í um nætur. " - ]\íorarji er lærisveinn Gandhis, en þó ekki skilyrðislaus fylgismaður hans í öllu. Á yngri árum sínum iðkaði hann hungurverkföll til að afla sannfær- ingu sinni fylgis og hann er mótfallinn ofbeldi í persónulegu lífi sínu. Hins vegar segir hann, að ríkisstjórn geti ekki verið andvig ofbeldi, eigi hún að geta starfað að gagni, og mun skóðanamunur hans og Gandhis vera mestur að þessu leyti. Samkvæmt þessari sannfæringu sinni, þykir Morarji hafa sýnt óbilgirni á stjórnmálasviðinu, sem hann mundi aldrei leyfa sér í persónulegum sam- skiptum við aðra. í óeirðum í Bombay fyrirskipaði hann einu sinni lögregl- unni að hefja skotárásir á óeirðarseggi, og hvikaði aldrei frá þeirri sannfæringu sinni, að hann hafi breytt rétt. I einka- lífi sínu hefur Morarji mátt þola þungar raunir, af fimm börnum þeirra hjóna lifa aðeins tvö. Ein dóttir hans framdi sjálfsmorð á skrifstofu hans í Bombay. S agt er, að óvinsældir Morarjis sem stjórnmálamanns stafi að miklu leyti af því að hann leggi persónulegt siðgæðismat á öll stjórnmálaleg við- fangsefni og margir óttuðust að hann mundi bera ofurliði sveigjanlega — og að sumra dómi — oft óráðna stefnu for- sætisráðherrans. En nú kom Morarji mönnum á óvart í framkomu sinni gagn- vart frú Gandhi. Hann gerir sér sérstakt far um að skyggja ekki á hana og sýnir henni nú tillitssemi og hæversku, sem menn héldu að væri ekki til í fari hans. Hins vegar segja aðrir, að þessi fram- koma hans sé í fyllstu samræmi við lifs- reglur hans bæði í einkalífi og í opin- beru lífi. Sem stjórnmálamaður muni hann aldrei láta sig henda að sýna annað en fyllstu samheldni við forustumann flokksins og sjálfsagi hans meini honum að taka sér vald, sem honum ber ekki. Sjálfur segist hann samt hafa breytzt og hafa meyrnaö með árunum. Það eru líklega ekki örlög mín að verða for- sætisráðherra, segir hann. Þegar frú Gandhi var spurð, hvort Morarji heí ði breytzt, svaraði hún blæjandi eftir nokkra umhugsun: „Hann segir sjálfur að hann hafi breytzt“. SMÁSACAN Framhald af bls. 5 mjÓðminni. Hún hélt áfram að kyssa hann . Það virtist ætla að ganga. Hann hreyfði varlega við nærbuxunum og þá hætti hún að kyssa hann og fjarlægði höndina. Djöfullinn. Það fór þá sona. Maður raðar flöskum hverri uppá aðra og ætlar að setja eina enn, þá hrynur allt. Hann hélt áfram að kyssa hana. Hún var nú hálfu varari um sig og gaf hvergi á sér færi. Hann yrði að hafa biðlund og byrja á nýjan leik. Hann var orðinn æstur. Alltieinu ‘ ar hur’ðin reynd og nafn hennar nefnt. Hún kippt- ist við, smeygði sér úr fangi hans og reis á fætur. „Það er ábyggilega verið að kalla á mig í rnatinn," sagði hún um leið og hún lagaði sig til. Hann settist frammá dívan- inn og þorði ekki að standa upp. Hán rótaði í einhverju drasli, sneri sér að honum og spurði hvort hann væri með greiðu. Nei, laug hann. Hún reyndi aö koma hárinu í skorður fyrir framan spegilbrot. Hann treysti sér nú til að slanda upp. Þau voru vandiæðaleg. „Ég verð að fara núna,“ sagði hún. ,,Já,“ sagði hann. Hún fylgdi honum fram ganginn og hann lyktaði fisk. Hún beið þegjandi á meðan hann fór í skóna. Þau kvöddust og hann hljóp niður stigann. 12 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 8. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.