Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1967, Blaðsíða 10
Hún var kvenna sfœrst og glœsilegust og lifði þrjá eiginmenn sína ÞURÍDUR HIN STÓRJI EFTIR 3ÓNAS CUÐLAUCSSON Guðmundur hét maður Einarsson bðndi og lög- réttumaður í Árnesþingi, mikilsháttar og líklega hreppstjóri í sinni sveit, en ekki er aiveg víst hvar hann átti búsetu, þótt líklegast hafi það verið í Bisk- upstungum í Haukadal eða annars staðar þar í sveit. Guðmundur er þekktastur fyrir það að nafn hans er ritað undir Áshildarmýransamþykkt, sem getð var árið 1496, og stefnt var gegn yfirgangi konungs- valds og valdamanna í landinu. Stóðu að samþykkt- inni stærri bændur og bændahöíðingjar í Árnes- þingi. Sonur Guðmundar var Einar bóndi á Vatnsleysu í Biskupstungum, síðar bóndi í Haukadal í sömu sveit frá 1547. Ekki er kunnugt hver kona Einars var, en dætur átti hann tvær, önnur var Jórunn fyrri kona Vopna-Teits, sem var svo nefndur, vegna þess að hann bar að sögn seinastur manna alvæpni og brynju hérlendis.. Bjuggu þau Jórunn og Teitur í Auðsholti í Tungum. Hin dóttir Einars á Vatns- leysu var Þuríður og nefnd hin stóra, mun hún hafa verið kvenr.a hæst vexti og gervilegust ásýndum og margur karlmaðurinn mun hafa litið hana hýru auga þegar í uppvexti. Þá víkur sögunni vestur á land. Einar hirðstjóra- umboðsmaður Þórólfsson bjó á Hofsstöðum í Mikla- holtshreppi og átti fyrir konu Katrínu Halldórsdótt- ur ábóta að Helgafeili Ormssonar Einar þessi var mikilsvirtur höfðingi hér á landi á seinni hluta 15. aldar og hafði farið með umboð Diðriks Pínings hirðstjóra hérlend.s um 1480. Diðrik sá er talinn til aðsópsmeiri hirðstjóra hér á landi á þeirri öld og frægur fyrir dóm þann er hann lét dæma 1490 og kenndur er við hann og stóð gegn verzlun Englend- inga við landsmenn og búsetu útlendra kaupmanna á verzlunarhöfnurr hérlendis. Einar hirðstjóraum- boðsmaður gerðist próventumaður Helgafellsklaust- urs um 1493, íd. um 1510). Á þeim tímum voru klaustrin nokkurskonar elliheimili og gáfu menn með sér fé þangað sem kallað var próventa. Sonur Einars og Katrínar á Hof.'stöðum var séra Þórður prestur fyrst nefndur í skjali árið 1518 og fékk nokkru síð- ar Hítardaisstað, sem var eitt af beztu brauðum á landi hér og ekki veitt nema höfuðklerkum og höfð- ingjum ríkum og ættstórum, og tíðast í veitingu erkibiskupsins í Niðarósi, ásamt fleiri stórstöðum í landinu. Má geta þess að einn fyrirremiari séra Þórð- ar í Hítardal, séra Sigurður beigaldi átti 2000 fjár sem talið varð, einnig er testament (arfleiðsluskrá) Sigurðar prests prentuð í Fornbréfasafni og sýnir hversu geysilega auðugur hann var. Séra ÞA-ður í Hítardal tók sér tii fylgilags Þuríði stóru Ein dóttir, sem hann hefir liklega kynnzt í Skálholti eða þar í sveitum, meðan hann var til for- frömunar og mennta á biskupssetrinu Heimildir eru þó engar fyrir því svo mér séu þær kunnar. Með Þuríði átti séra Þórður dætur tvær sem upp komust, en 5 börn er talið að þau hafi átt saman í frillu- lífi, eins og síðar mun sagt verða frá. Dæturnar voru: Þórunn er átti séra Finnboga Tumason að Hofi í Vopnafirði og Jórunn sem átti Þórð lögmann Guðmundsson (d. 8 apr. 1608 )einn kunnasta höfð- ingja og valdsmann í landinu á seinm hluta 16. ald- ar. Bjuggu þau hjón í Borgarfirði á ýmsum jörð- um, þar á meðal Grímsstöðum, Reykholti, Indriða- stöðum, Melum og seinast á Hvítarvöllum. Var Þórður lögmaður sunnan og austan á íslandi 1570 til dánardægurs 1608. Voru þau hjón Þórður og Jór- unn mjög kynsæl, meðal barna þeirra var Gísli lög- maður á Innrahólmi á Akranesi tiginn maður og þekktur á sinni tíð. Af Þórunni Þórðardóttir og séra Finnboga eru og komnar ættir, þótt þær séu eigi jafn kunnar sem af Jórunni. Séra Þórður Einansson naut staðar í Hítardal eigi lengi. Ögmundur biskup Pálsson í Skálholti bar á prest ýmsar sakir og lét dæma hann frá stað. Var dómur sá nefndur Hítardalsdómur, dæmdu 6 prest- V. JO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS -------------------- Meðfylgjandi teikningar eru allar úr handriti frá 16. öld. Myndin að ofan sýnir kvenbúning við há- tíffleg tækifæri. ar að Helgafelli útnefndir af Ögmundi biskupi, þann 24. jan. 1530. Sakir voru þessar helztar; missagnir á biskup (Ögmund), skemmd á viði Skálholtskirkju, að hann hafi átt 5 börn í frillulífi (sjálfsagt með Þuríði stóru), haft ryskingar við annan prest á Bart- hólomeusmessu, brotið eið sinn mieð óhlýðni við biskup, rækt sig (Ögmund) við erkibiskup í Nið- arósi, en enga bot né skriftir tekið. Þriðja grein dómsinis ber með sér að þær sakargitfir sem bornar voru á séra Þórð voru berleg trúvilia á þeirri tíð, en þar er sagt að hann hafi vanrækt kennimann- skap, hafandi hvorki hanidbók né helgan krisma (vígðaolíu) sem honum bæri. í fornum heimildum er og sagt að hann hafi snúizt að siðbreytni Lút- hers. Dæmdi Ögmundur biskup ásamt dómsklerk- um að heilagsanda náð tilkallaðri af Þórði embætt- ið en staðinn fallinn undir erkibiskupsvald og fé Þórðar kirkjunni og sjálfan hann rétt tækan af bisk- upi, ef hann ei beiddist lausnar undir nauðungar- skriftir. Hér var séra Þórður undir miklum sakargiftum við sjálft almættið í Skálholti, sem herra Ögmundur Pálsison Skálholtsbiskup var þá. Tjáði lítið að ætla sér að rísa gegn slikum manni á þeim tímum. En til þess hafa refirnir verið skornir af Ögmundi að koma systursyni sínum séra Sigmundi Eyjólfssyni frá Hjalla í Ölfusi og Ásdísar systur Ögmundar á stað- inn í Hítardal. Einnig átti Ögmundur í deilum við séra Jón prest í Odda á Rangárvöllum bróður Þórð- ar prests í Hítardal. Var Jóni presti dæmt hald á Hít- ardal 23. febr. 1530 í Stafholti í Stafholtstungum, fyrir hönd bróður síns og þriðji dómurinn um Hítar- dal var dæmdur 8. ág. sama ár, að séra Jón Ein- arsson skyldi vera löglegur afgreiðslumaður stað- arins í Hítardal og hans peninga vegna og séra Þórðar bróður síns vegna, er biskup hafði dæmt frá staðnum. Innstæða kirkjunnar, í nautum, sauðum og köplum var þá 70 hundruð, líklega samsvarandi 70 kýrverðum, ef þeirra verð er talið 1 stórt hundrað eða 120 álnir fornar vaðmáls. Jón prestur þessi í Odda, snerist einna fyrstur presta til Lútherstrúar hérlendis eða villu grámunks eins og Ögmundar biskup kallaði það. Einnig var sá aðdragandi þessara mála að árið 1528 hafði Ög- mundur látið dæma svonefndan Oddadóm og sér veitingavald, sem var í höndum erkibiskups í Nið- arósi, yfir stórstöðum hérlendis, bæði Oddastað og Hítardal. Séra Þórður sigldi í þessum málum og hef- ur talið sér vísa liðveizlu erkibiskups, en Þórður dó það sama ár 1530 erlendis. Þuríður stóra situr nú árið fyrnefnt heima í Hítardal með ungum börn- um sínum í skjóli mágs síns, séra Jóns, og býður milli vonar og ótta hver málalok verði í þessum deilum. Fréttir þær sem berast henni með skipum eru andlát séra Þórðar og nýjum ungum presti er veittur Hítardalur, systursyni biskups séra Sig- mundi Eyjólfssyni, þá presti í Vallanesi á Héraði austur. Fær hann veitingu fyrix Hítardal 1531 og tekur þá við staðnum sem lög gera ráð fyrir Hefði nú mátt ætla að dagar Þuríðar stóru væru taldir í Hítardal, en svo var ekkL Svo mjög hefur hinum unga presti Sigmundi litizt á hina hávöxnu föngu- legu konu, að hann tekur hana sér til fylgilags, ásamt staðnum, en eins og kunnugt er máttu prest- ar ekki kvænast í kaþólskuim sið. Þuríður verður þess vegna eftir sem áður hús- freyja á hiinum mikla og fræga kirkjustað og er líklega öllum hnútum þar bezt kunnug, eftir um 10 ára veru þar á staðnum, og er ólíklegt að frillu- nafnið hafi hún borið sem áður fyrr í Hítardals- dómi. Séra Sigmundur átti í mörg horn að líta, hélt Vallanesstað jafnframt Hítardal eins og áður grein- ir eða frá 27. marz 1530, og hefur verið í sífellduim ferðalögum á milli, í fylgd ögmundar biskups móð- urbróður síns í vísitasíum og yfirreiðum um bisk- 22. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.