Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 2
Wittenberg á 16. öld. Hallarkirkjan er Iengst til vinstri. MARTEINN LÚTHER: Stuttorð frœðsla Sjá, þetta er að þekkja evangelíum réttilega, það er að þekkja yfirgnæfandi gæzku Guðs, sem enginn spámaður, postuli eða engill hefir getað gert tæm- andi skil í sínu máli og ekkert hjarta fær undrazt og skilið sem skyldi. Það er hinn mikli eldur í kærleika Guðs til vor. Yfir honum fagnsr hjartað, og sam- vizkan verður róleg og ánægð. Þetta er að boða hina kristnu trú. Þar af befír sú boðun nafnið „evangelíum“, en það merkir á voru máli sama sem gleði- legur, góður fagnaöarríkur boöskapur. Og eftir þessum boðskap heita post- ularnir tólf boðberar. Um þetta segir Jesaja í 9. kapítula: Barn er oss fætt, sonor er oss gefinn. Sé hann oss gefinn, þá hlýtur hann að vera vor, þa verðum vér lika að taka á móti honum sem vorum eigin. Og einnig segir Páll í Bóm. 8.32: Hvernig gæti hann annað en gefið oss aila hluti með honum? Sjá, þegar þú tekur þannig við Kristi sem gjöf, gefinni þé»- til eignar, og efast ekki um þetta, þá ert þú kristinn mað- ur. Trúin frelsar þig frá synd, dauða og helvíti, og kemur því til vegar að þú sigrast é hverju sem vera skal. Enginn fær nógu vel um þefta talað. En nú má heyra kvartanir út af því, að þótt fagnaðarboðskapurinn sé lofáður alla daga, þá hefir þó þessi prédikun þagnað í veröldinni. Þegar þú þannig átt Krist að grundvelli hjálpræðis þíns og æðstu gæðum, þá fylgir þar næst síðari hlutinn, að þú höndlar hann einnig sem fyrirmynd. Og gef- ur þig að því að þjóna náunga þínum, eins og þú sér að hann hefir gefið sig að þér. Sjá, þar er trú og kærleikur í gangi, þar eru boðorð Guðs uppfyllt og manneskja glöð og óbrædd, þótt hún verði að gjöra og þola allt mögulegt. Líttu því einnig á þetta: Kristur sem gjöf nærir trú þína og gerir þig að kristnum manni. En Kristur sem fyrirmynd framkvæmir þín verk. Þau gera þig ekki að kristnum manni, heldur ganga þau út frá þér, af því að þú ert orð- inn kristinn maður, þar sem Kristur hefir þegar gert þig að kristnum manni. Á sama hátt og greina má milli gjafar og fyrirmyndar, getur maður einnig greint milli trúar og verka. Trúin hefir ekkert af þér þegið, hún er aðeins verk Krists og líf. Verkin aftur á móti hafa ýmislegt frá þér sjálfum, en þó eiga þau ekki að vera þín eigin, heldur unnin fyrir náunga þinn. Þá sér þú þegar að fagnaðarboðskapurinn er eiginlega ekki bók með lögum Vor Guð er borg á bjargi traust Sálmur eftir Martein Lúther. Þýðinguna geröi Helgi Hálfdánarson. Vor Guð er borg á bjargi traust, hið bezta sverð og verja, hans armi studdir óttalaust vér árás þolum hverja. Nú geyst — því gramur er — hinn gamli óvin fer, hans vald er vonzkugnægð, hans vopn er grimmd og slægð, á oss hann hyggst að herja. Hver óvin Guðs skal óþökk fá, hvert orð vors Guðs skal standa, því oss er sjálfur Herrann hjá með helgri gjöf síns anda. Þótt taki féndur féð, Já, frelsi og líf vort með, það happ þeim ekkert er, en arfi höldum vér. Þeir ríki Guðs ei granda. og boðum, sem krefjast verka vorra af oss, neicrur er Iiann bók með guðdóm- legum fyrirheitum, og í henni heitir Gúð oss, býður oss og gefur öll sín gæði og velgjörðir Krists. En að Kristur og postularnir veita mikla gcða fræðslu og útleggja lögmálið, ber að telja til velgjörða, svo sem hvert annað Krists verk. Því að kenna rétt er ekki neitt smáræðis góðverk. Þess vegna sjéum vér líka að hann þrengir sér ekki inn á oss með neinni ægilegri aðferð né rekur oss áfram svo sem Móses gerir í sinni bók og eðli boðorðsins er; heldur kennir hann oss af mildi og kær- leika, segir aðeins hvað gera ber og ógjört að láta, hvað henda muni þann, se.m illt aðhefst og þann, sem gott gjörir, en hann rekur enga áfram né þvingar. Já, hann kennir oss af þvílíkri mildi að hann lokkar oss fremur en skipar. Hann hefur mál sitt með því að segja: Sælir eru fátækir, sælir era hógværir o.s.fr En Móses segir: Ég býð, ég banna, og þegar í stað ógnar hann og hræðir með skelfilegum refsingun. og viðurlögum. Eftir þessa fræðslu getur þú á gagnlegan hátt lesið og heyrt guðspjöllin. Þegar þú opnar nú guðspjallabókina og lest eða heyrir hvernig Kristur kemur á einn stað eða annan, eða einhver er færður til hans, þá átt þú gegnum þetta að ski'ja prédikunina eða fagnaðarboðskapinn, hvernig h.-inn kemur til þín, eða þú verður leiddur til hans. Því prédikun fagnaðarboðskaparins er ekki neitt annað en þetta, að Kristur kemur til vor, eða einhver færir oss til hans. En þeg- ar þú sér hvernig hann vinnur og hjálpar einhverjum, sern hann kemur til, eða til hans er færður, þá skalt þú vita að þetta verkar trúin í þér, og að gegnum fagnaðarboðskapinn er Kristur einmitt að bjóða þér hina sömu hjálp og gæzku. Þegar þú nemur staðar hér, og lætur hann fá að veita þér velgjörðir sínar, það er að segja, þegar þú trúir því að hann gjöri þér gott og hjálpi þér, þá hlýtur þú þetta vissulega, þá er Kristur þinn og er fæi ður þér að gjöf. Því næst er nauðsynlegt að þú látir þér þetta að kenningu verða, og hjálp- ir náunga þínum á sama hátt, svo að þú veröir gefinn náunga þinum að gjöf og fyrirmynd. Hér um segir Jesaja í 40. kap. Lálið huggast, látið huggast, minn kæri lýður, segir yðar Guð. Talið vinsamlega við Jerúsalem og boðið henni að stríði hennar sé lokið og sekt hennar fyrirgefin, að hún hafi frá Drottni fengið tvöföld gæði í stað allra sinna synda. Þessi tvöföldu gæði eru þetta tvennt hjá Kristi: Gjöf og fyrirmynd. Þetta tvennt er einnig gefið í skyn í þeim erfðahlut, sem lögmál Mósesar til legg- ur frumgetnum syni, og einnig með mörgum dæmum öðrum. Nú er það því fremur synd og skörnm, að vér kristnir menn erum svo illa farnir og latir orðnir í fagnaðarboðskapnum, að vér erum ekki aðeins orðnir skilningslausir gagnvart honum, heldur þörfnumst þess fyrst og fremst að menn sýni oss með öðrum bókum og útleggingum að hverju leita ber og hvers vér megum vænta í fagnaðarboðskapnum. Og betta því fremur sem guðspjöllin og bréf postulanna eru skrifuð einmitt í þeim tilgangi að þau skuli sjálf vera leiðbelnendur, sem segja oss til vegar inn í Ritninguna hjé spámönnunum og Móses. það er inn í gamla Testamentið, til þess að vér skulum sjálfir lesa og sjá hvemig Kristur er hjúpaður reifum og lagður í jötu, það er, hvernig hann er innhjúpaður í Ritningu spámannanna. Þarna þyrfti rannsókn vor og lestur að æfa sig, og sjá hver Kristur er, til hvers hann er gefinn, hvernig honum var fviir heitið, og hvernig öll Ritning- in beinist að nonum. Eins og hann segir sjáitur í Jóh. 5,46. Hefðuð þér trúað Móses, bá hefðuð þér trúað mér, því að það er um mig, sem hanr. hefir skrifað. Sarna segir (í 39 versi): Þér rannsakið Ritningarnar og það eru þær, sem bera vitni. Þetta er líka meining Páls, þegar hann fremst í Rómverjabréfinu segir í ávarpi sínu að fagnaðarboðskapurinn sé fynrheit frá Guði fyrir meðalgöngu spámannanna í Heiiögum ritningum. Þess vegna gerist það, að guðspjalla- menn og postular vísa oss ávallt til Ritningarinnar og segja: Svo er skrifað — og tnnfremur: Þetta gerðist til að rit spámannsins skyloi uppfyllast o.s.fiv. Og í Postulasögunni 17,11, þar sem Þessalóníkumenn hlýddu fagnaðarboðskapn- um af innilegri löngun, þar segir Lúkas að þeir hafi daglega rannsakað Ritning- arnar, hvort því væri þann veg farið. - Þegar nú Pétur skrifar sitt bréf, segir hann þegar í upphaíi (1. Pét. 1.10—12): Um þe'wta hjálpræði var það sem spámennirnir gerðu sínar rannsóknir og athug- anir, þeir sem spáðu um þá náð, sem þér skyiduð hljóta, þegar þeir rannsök- uðu til hvaða eða hvílíks tíma andi Krists, sem í þeun bjó, benti, þegar hann fyrirfram bar vitni þjáningum Krists, og dýrðina þar á eftir; því það var þeim opinberað að þeir þjónuðu ekki sjálfum sér, heldur jss með þessu, sem nú hefir kunngjört verið fyrir þá, sem fluti hafa yður fagnaðarboðskapinn fyrir Hieilagan anda, sem sendur var frá himni; þetta er það, sem englarnir þrá að skoða inn í. Hvað annað vill Pétur með þessu en að leiða oss inn í Ritninguna? Það er svo sem hann vildi segja: Vér prédikum og opnum Ritninguna fyrir yður, ásamt Heilögium anda, til að þér sjálfir skulið geta lesið og séö hvað hún hefir Framhald á bls. 12 Lúther sem nýjatesta- mentisfræðingur með doktorshatt og doktors- hring. Lúther gekk ætíð í svörtum kufli Agúst- ínusareinsetumunka og úr þeim kufli er vaxin hempa mótmælenda- presta. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nóvember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.