Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 11
Drangurinn í Drangshlíð stendur einn sér. Sumir segja að hann sé skip í álögum, en allit um það er mikil huldufólksbyggð í Drangnum og þurfti aldrei að vaka yfir kúm í fjósinu við rætur bergsins. mr *>rangsMIðarfj alls hafa ef til vill verið eins og hryggur á fornaldarskrímsli, sem teygð- ist út í sjóinn. Það skagar fram á sléttlendið hjá Hrútafelli klettótt og snarbratt á köflum, en grasi vafið upp í efstu eggj- ar. í fallegum valllendishvömm- um austanvert við fjallið standa bæirnir Skarðshlíð og Drangshlíð. Einhverntíma hef ég heyrt þá tilgátu, að snar- brattar hlíðarnar efra og hvass- brýndar snasirnar, séu ef til vill forn eldgígsbarmur. Allt um það eru bæjarstæðin í senn hlýleg og fögur. í Drangshlíð- artúninu er feiknarlegur drang- ur eða klettaeyja, sæbarin að því er virðist og hafa trúlega af þeim sökum myndazt skút- ar og hellar í dranginn neðan- verðan. Frá ómunatíð hefur verið gert fyrir þessa hella og enn þann dag í dag eru þar gripahús. Hvílíkt huldufólksmusteri hlýtur hann að vera þessi drangur; sá hefur kynt undir ímyndunarafli þeirra, sem allir voru af vilja gerðir að sjá. Það er athyglisvert, að huldufólkið býr ævinlega við samskonar lífskjör og samtíðin þekkti. Það reri til fiskjar, bjó með sauðfé, kýr og hesta. Enn ætla ég að vitna í Eirík frá Brúnum. Hann segir svo um huldufólksbyggð- ina í Dranganum í Drangshlíð og hellisskútana sem notaðir voru fyrir fjós: „í fjósinu lifði ekkert Ijós, hverninn sem reynt var að halda því lifandi. Aldrei þurfti að vaka þar yfir kú um burð. Ef kýr bar á nóttu, sem oft var, þá var kálfurinn uppi í básnum hjá henni á morgn- ana, og hankaðist þá kúnum aldrei á. En ef nýr bóndi kom á bæinn og lét af vana vaka þar yfir kú, varð eitthvað að henni, og fólk hélzt þar ekki við á nóttunni fyrir ýmislegu, er það sá og heyrði. Og einn maður í ungdæmi mínu hafði verið í Skarðshlíð, sem vantaði dögum saman og var hann hjá huldufólki í drangnum og sagði að huldustúlka væri að sækja eftir að eiga sig. Og hann sagði þar í drangn- um væri margt fólk og gott að vera hjá því, það væri skikkan legt og reglusamt og fullt svo fallegt fólk seim við. Hann sagði það ætti kirkjusúkn í Skóganúp; þar væri stór kirkja og þar væri önnur kirkja í dalnum, þvi þar væri margt fólk til og frá. Hann sagði það ætti fé, kýr og hesta og skip og reru karlmenn mjög otft og fiskuðu eins og við og flyttu heim á hestum og mjög lík væri öll hentisemi hjá þeim og okkur; það hefði lampaljós og kerti. Og svo þegar árið var liðið og hann losnaði úr vistinni, — því hann var viinnu maður — var alskrafað að hann hafi horfið, og sást ekki meir. Ekki var leitað að honum, því fólk vissi hvert hann fór þó hann segði ekki frá því“. Nú á tímum hefði verið aug- lýst eftir þessum svinna vinnu- manni í útvarpinu og slysa- varnarsveitir og Flugbjörgun- arsveitin mundu leita af sér allan grun um strendur og jökla. Sést af þessu, hvað Ey- fellingar á öldinni sem leið hafa staðið okkur miklu fram- ar í dulrænni vizku. —O— Annar merkur huldufólks- staður undir Fjöllunum var Steinahellir — og sjálfsagt er huldufólk þar enn, ef einhver hefði tíma til að gá að því. Eyfellingar mættu líka minn- ast þess, hvað fyrirrennarar þeirra voru röggsamir vorið 1858, þegar Trampe stiftamt- maður hitti eyfellska bændur við Steinahelli og skipaði þeim í nafni kóngsins að baða sauð- fé til varnar gegn fjárkláða, enda þótt kláðinn hefði þá enn ekki borizt austur þangað. Var bændum hótað fleng- ingu og fjársektum ef þeir létu undir höfuð leggjast að frermja niðurdýfingar á sauðfé og bjóst sýslumaður til að skrifa upp nöfn. Þá fannst bændum undir Eyjafjöllum, að réttvísin gerði sig full breiða; höfðu þeir að vonum ekki önnur vopn tiltæki en svipur sínar, en tóku að láta brúnir síga og lömdu með svipunum svo ólar hvinu ískyggilega nærri hausum valdhafanna. Hraktist Trampe undan og var næstum kominn út í vatn, sem þar er nærri. Var hanni þá hræddur orðinn um líf sitt og tók aftux fyrirskipanir sínar. Að sögn Páls Pálssonar frá Stærribæ í Grímsnesi, var Steinahellir mjög byggður huldufólki og þótti hellisgatan viðsjál á síðikvöldum. „Frá helliruum lágu göng austan að 'vestasta bænum á Steinum. Bak við stofukrókinn í þeim bæ var opinn brunnur, innan- bæjar, og lágu tröppur niður að vatninu. Þann brunn mátti aldrei byrgja, slæm fénaðar- höld, jafnvel mannraunir, voru ella í vændum. Huldu- fólk sótti vatn í hann og sá til þess, að hann yrði engum að meini. Kálfur slapp austur í ranghalann í Steinahel.li og kom upp um brunninn“. Steinahellir við Holtsós. Þing- staöur hreppsins frá 1800 og framundir síðustu aldamót. Þar er betra að fara með gát, og snerta ekki burknana, þvt þeir eru liuldufólkseign og skeður þá eitthvert óhapp. Vestur með Fjöllum er Haf- urshóll, klofinn í miðju og liggur veguriinn gegnum skarð- ið. Ættu allÍT að geta séð, sem þar fara um, hversu ágæt skil- yrði sá hóll hefur tiil huldu- fólksbyggðar, enda sáust þar löngum Ijós frá Nýjabæ. AllsBtaðar lifði fólk í nánu samíbandi við huldufólk; sam- komulagið var yfirleitt gott og menn lögðu sig fram um að gera þessum nágrönnum sínum ekki móti skapi. Sumum hús- fr-eyj um þótti slæmt að þurfa að flytja búferlum og skilja við gott huldufólk. Jarðskjálftarnir sumarið 1896 urðu harðir og flúði fólk undir Eyjafjöllum þau hús, sem uppi stóðu. Virðist svo sem svipaðir erfiðleikar hafi gert vart við sig í huldufólksbyggðum. Þur- íður í Hvammi undir Vestur- fjöllunum sá jarðskjálftasum- arið, að huldufólk var að taka upp stóra tjaldborg niðri á sléttlendinu. Það hafði flúið 'hús sín og hilbýli líkt og hinir mennsku sveitungar, en nú var það að snúa til bústaða sinna. Þuiíður vissi þá um leið, að óþarft mundi að óttast frekari jarðskjálfta það sumarið og fór það vitaskuld eftir . (Annar hluti greinarinnar, sem fjallar um byggðasafnið í Skógum og heimsókn að Stóruborg birtist á næst- unni í Lesbókinni). Kýrnar á Þorvaldseyri og útsýn heim að bænum. 5. nóvember 1967 -----------------------------------------------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.