Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 12
NÝ FORM Ungur Englendingur, Max Clendinning, hefur vakið athygli fyrir ný- stárleg form í húsgöngnum. Grindin eða umgjörðin er úr formbeygðum palisander-krossviði og dúnmjúkar sessur í sterkum litum. Borðið er úr samskonar einingum og með glerplötu. Ilægt er að búa til langa sófa með Því að s’krúfa einingarnar saman. Danskir húsgagnateiknarar leita líka að nýjum formum. Hér er gólfið í mörgum stöllum og Nanna og Jörg- en Ditzel hafa teiknað allskonar óvenjuleg hægindi á stallana. Efnið er yfirdekktur svampur. í London eru djarfir hug- myndasmiðir um þessar mundir og hér er einn þeirra með stól, sem á að vera stóla þægilegastur. Púðarnar eru yfirdekktir með skinni, bólstraðir með dún og grindin er úr furu. Þetta spilaborð, sem 1 rauninni er til margra hluta nyts-amlegt, er af enskum uppruna og óvenju- legt er það einkum fyrir þennan stóra, sívala fót. hægindastóll á málmgrind og stangaður leðursófi. Svartur bakgrunnur með veggskreytingu og tveir hvítir lampar, þrjú máluð smáborð og sófaborðið eru einnig óvenjuleg að gerð. Til vinstri er ítalskur hæginda- stóll, áherzla lögð á þægindin. Yfirdekking með dúnmjúku, svörtu skinni. Ljós trégrind og hjól undir. Martheinn Lúther SMÁSAGAN Framhald af bls. 2 að geyrr.a, og am hvaða tíma spámennirnir hafa ritað. Svo sem hann einnig segir í Post. 3,24: Og allir spámennirnir, allt frá Samúel og síðar, svo margir sem talað hafa, þ-eir hafa einnig flutt boðskap um þessa daga. Þess vegna segir líka Lúkas í síðasta kapitula (45. versi) að Kristur upp lauk skilningi þeirra, svo að þeir gátu skilið Ritningarnar. Og Kristur segir í Jóh. 10,9: Ég er dyrnar, sá sem gengur inn gegn um mig, sá verður hólpinn, og hann mun ganga inn og iit og finna fæðu. Þannig er það öruggt og satt að sjálfur fagnaðarboðskapurinn með bendingum sínum og fræðslu sii ni leiðir oss inn í Ritninguna. Sömuleiðis vil ég með þessu forspjail: gjarnan sýna mönnum fagnaðarboðskapinn og veita fræðslu um hann. En Júð bara á hvílik prúð, skikkanleg og guðrækin börn vér erum! Til þess að vér skulum ekki fræðast í Ritningunni og læra þar um Krist, álítum vér allt Gamla testamentið að engu hafandi. Það vilja menn telja úrelt og ekki fram- ar í gildi. Og þó er það eitt, sem ber heitið- „Heilög ritning'1, þar sem fagn- aðarboðskapurinn ácti eiginlega ekki að vera Ritning heldur mannlegt orð, sem bar Ritningur.a fram, svo sem Kristur gerði og postularnir. Þess vegna befir Kristur sjáifur heldur ekki skrifað neitt heldur aðeins talað. Og hann hefir ekki kallað kenningu sína Ritr.ingu, heldur hefir hann nefnt hana fagnaðarboðskap, það er góðan boðskap eða góð tíðindi, sem ekki ber að boða með penna, heldur munni. En svo leggjum vér upp og gerum úr fagnaðarboðskapnum lögmálsbók og boðafræði. gerum Krist (að löggjafa svo sem) Móses, gerum Frelsarann að óbreyttum kennara. Hvað ætti þá Guð að láta koma yfír svo fávísan og rangsnúinn lýð? Það er sanngjarnt að hann hefir látið ass lenda í páfakenningu og manna lygum, af því að þér höfum haft Ritning.u hans að engu, og í stað þess að læra Heil- aga : itningu, orðið að læra fyrirskipanir, sem komnar eru frá lygalaup og illtrm þorpai a. Gefi það Guð að hinn hreini fagnaðarboðske.pur megi kunnui verða meðal kristinna manna, svc- að þetta verk mitt verði sem skjótast óþarft og ónauð- synlegt. Þá væri vissulega von til að Heilög riíning kæmi aftur fram í virðingu sinni. Þeita verður að nægja sem forspjall til íræðslu í örstuttu máli. í útlegg- ingunni munum vér ræða meira um það. AMEN. Jóhann Hannesson þýddi. Framhald af bls. 7 „Komd.u upp“, sagði hún og var með ekka. B.... lagði handlegginn um axlir henni. „Gráttu ekki“, sagði hann. Hún ýtti við garðhliðinu og hljóp í áttina að húsinu og hvarf milli lilju- runnanna íveggja, er voru undir svöl- unum. Hún var ennþá jafnvel vaxin og daginn þann, er þau skildu, og hljóp jafn mjúklega, með löngum skrefum, og þá er hún kornung eitt sinn hljóp af sér mannýga kú. Þegar B... . náði henni uppi á stigapallinum á annarri hæð var hún orðin róleg, aðeins brjóst hennar, enn eins og á ungri stúlku, hófust undir gtáu peysunni með svörtu röndunum. Hún grét ekki lengur, en þótt hún hefði þurrkað tárin voru augun ennþá rök. „Ástin mín“, hvíslaði hún, „ástin mín“. Hvisl hennar var svo þýtt, að hann langaði til að njóta lengi hvers atkvæð- is. „Komdu inn“, sagði B..... Inni í herberginu kraup kona hans á kné fyrir framan hann og lagði höfuðið á hné honum. Nokkur hvít hár lýstu undarlega upp dökkgullið hár hennar. „Ástin min“, sagði hún aftur. „Ég hef beðið þín svo. Ástin miín“. B.... strauk um hár hennL „Hef ég elzt mikið?“ Hún tók um hné honum. „Þú ert mér nákvæmlega eins og þegar við skild- um“. „Ég hef elzt mikið“, sagði B.... aftur. „Ég mun elska þig allt mitt líf“, hvísl- aði hún enn. „Heldurðu að þú getir vanizt mér á ný?“ spurði hann. „Ég hef aldrei elákað aðra en þig“, sagði konan unga. „Ég elska þig“. „Og þú hefur beðið mín?“ spurði B..... „Ég var alltaf hjá þér“, sagði hún. „Það leið ekki svo dagur, að ég hugsaði ekki til þín. Eg vissi að þú myndir koma aítur. Og ef þú hefðir ekki komið aftur, heíði ég dáið ein. Sonur þinn, hann var líka alveg eins og þú“. Hún stóð upp. „Viltu að ég kalli á hr.nn?“ „Ekki ennþá“, sagði B. . . . „Ég vildi helzt vera etnn með þér dálítið lengur. Hann er mér ennþá ókunnugur. Er hann niðri í garðinum?" „Ég skal hlaupa niður“, sagði konan, „og segja honum að bíða“ Þegar hún kom aitur sióð B.... við g’iuggann og sneri baki v;ð dyrunum. Það var eins og hann væri orðtnn ívið bugnari í baki en áður. „Ég sagði honum að fara að tína blóm handa föður sínum“, sagði hún og rödd- ir. var hás af geðshræringu. „Á enginu fyrir handan standa liljurnar í fullum biöma, hann ætlar að fara og tína þér vönd af þeim“. „Elskarðu mig?“, spurði B....... Hún fór til hans, tók uian um axlir honum. „Ástin mín“, hvíslaði hún. B.... sneri sér við, tók konu sína í faðm sér og grandskoðaði í andlit henni. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nóvember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.