Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 5
bókin örvaði fleiri til skrifta. Meðal þeírra var Pekka Lounela, rithöfundur í hópi 6.-tugsskáldanna og nú for- stóðumaðuT leiklistardeildar finnska útvarpsins. Hann ritaði spaugsamt andsvar, sem hann nefndi „Ollaan sitt- en suomalaisia“ (Látum okkur þá vera Finna). — Það var Niiniluoto se-m hélt því fram, að það væru „örlög rikari en alirennt gerist“ að vera Finni. Þessa staðhæíingu hafa menn verið að í- grunda fram og aftur til þessa dags. Yngsta kynslóðin hefur risið önd- verð gegn þessari staðhæfingu m.a. á þeim forsendum, að engin hætta steðji að Finnlandi nú á tímum. — Ekki eru samt allir jafnbjartsýnir . Til þess að fá sannferðuga heildar- sýn yfir finnskt þjóðlíf nútímans verð- ur að hafa í huga nokkrar mikilvægar staðreyndir. í fyrsta lagi er tungu- málakritur ekki lengur til nema í ímyndun örfárra manna; slíkar ímynd- anir eru óskiijanlegar öllum þorra nú- tímafólks. í öðru lagi eru samskipti menntafólks af hvorum tveggja menn- ingararfi, finnskum og sænskum, já- kvæð og gróskumikil; í þriðja lagi hef- ur föðurlandsást yngri kynslóðarinnar svo breytt um svip, að hinir eldri eiga oft erfitt að átta sig á, að um föður- landsást sé að ræða, þótt raunar liggi í augum uppi, að svo er. Allar þessar staðreyndir endurspeglast í bókmennt- unum. Finn athyglisverðasti þáttur nútíma- bókmennta hófst haustið 1960 og fjall- aði um spillingu og óæskilega þróun verkalýðshreyfingarinnar og stéttafé- Timo K. Mukka Cuðmundur Atnfinnsson: við að má burt blóðug för í Finnlandi: eft.ir síðustu styrjaldir, eftir hugsjóna- de.'lur 4. tugs aldarinnar, eftir borgara- sty"jöldina 1918 sem var einn þáttur frelsisbaráttunnar og eftir kúgunar- S'keið keisaraveldisins. Þegar bezt læt- ur tekur þessi viðleitni okkar á sig mynd þjóðlegrar sjálfsrýni í því skyni að leita algildra sanninda um það sem raunverulega hefur gerzt og hvers vegna. Sænska skáldið Per Olof Sundman fjallar um sannleikann í verkum sín- um og hvort kleift sé að lesa sannindi úr staðreyndum. Hann hefur komizt að þe'tri niðurstöðu, að raunverulegir, ó- véfengjanlegir atburðir segi okkur ekk- ert um hvað hafi í rauninni gerzt. En þjóð sem hefur lifað svo afdrifaríkar breytingar á svo skömmum tíma, hlýtur sam.t að spyrja sjálfa sig að því, hvað hafi í rauninni átt sér stað. Gagnstætt bókmenntum 6. áratugs ahdarinnar, sem þóttu of fjarlægar ráunveruleikanum, hafa bókmenntir þessa áratugs að vissu leyti orðið meg- inafl í þjóðlífinu, sem tekur afstöðu gagnvart atburðum samtímans og verða af þeim sökum ekki sniðgengnar. íhlut- un (engagement) er þannig orðið lýkil- orð bókimenn.ta nútímans. Þetta hefur stundum í för með sér, að listræn sjón- armið verða að lúta í lægra haldi, en ekki nándar nærri eins oft og maður skyldi ætla. Yngsta skáldakynslóðin, sem komið hefur fram eftir stríð, hef- ur m.a. látið sig varða stjórnmál og ríkjandi huigsjónir stríðsáranna og sjáilf stæðisbaráttunnar á árunum þar á und- an — hún hefur skoðað þessa atburði frá eigin sjónarhóli, en skortir reynslu og íhlutun hinna eldri. Skiljanlega hef- ur því risið togstreita milli afstöðu þessara tveggja kynslóða. En hafa verð- uor í huga persónusögu þessara ungu ÞJÓÐVÍSA Ljósir voru fákarnir leiddir í varpa. Leit ég þig í hinzta sinn með daggarglit um brár. Svefn var mér í augum. Sveifstu að mér í draumi með svikular þrár? Heiðir voru dagarnir og himinninn blár. Dimmt loguðu eldarnir í djúpi þinna augna. Dögun lék um hvarma og á vörum söngvamál. Bjartur var hann hlátur þinn. Barstu mér að drekka blóð og hunang — fylltir mína kveðjuskál. Ögrun blóms og moldar var enn á vörum þínum. Undarlegt að kveðja þig um morguns ár. Hvíslaði ég nafn þitt. Hvarfstu mér í jóreyk með jarðarilminn góða um þitt jarpa hár. Fyrri hluti Matti Hálli rithöfunda: Þeir hafa sem börn misst feður sína í stríðinu eða verið nauð- fluttir ásamt foreldrum sínuim frá Kar- elen vegna styrjaldarinnar, í þessuim hópi verður einnig að telja þá, sem af eidheitri hollustu tala máli jafnaldra sinna, þótt þeir hafi ekki orðið jafn- hart úti. Þessi kynslóð er gersamJega frábitin því að heyra talað um þjóð- ernishugsjónir í landi sínu, þótt þeir berjist jafnframt fyrir framganigi þjóð- err.ishugsjóna vanþróaðra ríkja. Á heimavettvangi hefur afstaða þeirra kveikt umræður um, „hvað það sé að vera Finni“ eða með öðrum orðum; hvort nokkur grundvöllur sé fyrir því að gera ráð fyrir þjóðemislegum sér- kennurn. hvort heldur er í eðli eða ör- lögum. Yrjö Niiniluoto, sem var aðalritstjóri He’singin Sanomats til dauðadags árið 1961, gaf út athyglisvert safn hugana árið 1957, sem hann nefndi „Mita on °ba suomalainen" (Hvað það er að vera Finni). Titilinn varð fleygur og „Þurrkið þetta blóðuga far af veggn- um“. Þessa setningu getur að lesa í „Tuiul- ien talo“ (Hús vindanna, 1964), svo- nefndri sjúkrahúsdagbók skáldsins og læ'knisi'ns Lauru Latvala, ekkju hins frábæra rithöfundar Olavi Siippainen sem andaðist árið 1963. í þessari bók segir hún frá manni nokkrum sem barðist á fremistu víglínu sem vélbyssu- skytta í stríðinu. Hann hafði verið van- heill síðan styrjöldinni lauk, banaleg- una lá hann á geðveikrahæli og skömmu áður en hann dó, mælti hann þessi óráðsorð við konu sína sem sat við rúmstokkinn. Þessi orð eru táknræn. Enn erum TONI HAVU: 5. nóvember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.