Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 7
„Yfir hvaða brú?“ „Yfir Margrétarbrúna“, anzaði B........ Vagninn ók af stað. B.... sat graf- kyrr, teinréttur, án þess að hailla sér aft- ur á bak í sætinu. Inn um opinn glugg- an barst benzínlykt og goturyk. Gatan var böðuð í sól og sporvagnarnir hringdu bjölluim sínum í ákafa. Sólin skein jafnt á báðar gang.stéttirnar og á malbikinu blupu skuggar, sem rákust á við fætur vegfarenda og virtust auka umferðina um belming. „Ef þér komið auga á tóbaksbúð ....“, sagði B..... Þrem húslengdum síðar nam bíllinn staðar. „Verið ekki að gera yð>ur ómak“, sagði bílstjórinn, „ég ska.l ná í þær fyrir yður. Hváða tegund? Ko®suth?“ „Já“, sagði B. . .., „og eldsipýtustokk“. Bílstjórinn fór. „Viljið þér kveikja í einni strax?“, spurði hann, þegar hann kom aftur. „Má'gur minn var líka í þessu í tvö ár og það fyrsta sem hann gerði var að kaupa sér sígarettur, alveg eins og þér. Hann reykti tvær Kossuth, hverja á eftir annarri, og fór þá fyrst að finna fjölskyldu sína“. „Er ég áberandi þesslegur?“, spurði B.... eftir stundar.þögn. „Dálítið, já. Mágur minn var líka svona tekinn og veikindalegur. Auð- vitað gætuð þér verið að koma heim af sjúkrahúsinu, en þar eru fötin ekki kryppiluð svona. Hve lengi hafði þér verið í þessu?“ „Sjö ár“, anzaði B........ Bílstjórinn blístraðL B.... fór úr leiguibílnum rétt hjá endastöð járnbrautarinnar. Hann viidi fara það sem eftir var leiðarinn- ar fótgangandi. Hann vildi venjast því að geta hreyft sig óþvingað, áður en hann færi til fundar við konuna sína. Bílstjórinn neitaði að taka við þjór- fénu. „Þér munuð þarfnast peninga, félagi", sagði hann. „Látið alllt sem þér getið í að ná yður aftur .... kjöt á hverjum diegi, hálfpott af víni og þér verið brátt stálsleginn á ný“. B.... kvaddi með virktum. Nokkru lengra burtu, á hinni gang- stéttinni, í glugga t'ízkuverzlunar, var mijór spegill. Hann fór þangað, stillti sér fyrir framan hann, stóð þar nokkr- ar mínútur og hélt svo leiðar sinnar. Hann fór út á Avenue Ott-Hermann, en þar var alltof vítt og frjálst, grasblettir og fjallasýn. B. .sundlaði og settist í grasið, Hann sagði við sjálfan sig, að kona hans ætti ekki von á honum og hann gæti vel eytt hálftíma þarna í grasinu. Beint á mótb bak við hlið, var eplatré í fuillum blóma. B.... horfði á það lengi, stóð svo upp og gekk að hliðinu. Bleiklituð blómin mynduðu svo þétt skrúð á greinum trésins, að rétt grillti í heiðhláan himininn á bak við. Býflugur suðuðu í blómkrónunum. B. ... stóð og horfði upp í loftið og uppgötvaði álitilegan himmskika milli tveggja greina og á honum í fjarska forðukennt ský, sem minnti á annað eplatré í blóma, lengra burtu en nokk- ur maður gæti náð. Hann horfði svo fast á þau bæði, það tréð sem hjá honum var og hitt handan þess, í órafjarlægð, aö hann sundlaði á ný. Hann gekk nokkur skref, flýði svo á bak við runna og kastaði upp. Honurn létti við það. Loks, eftir háifrar stundar göngu í sólskini um litlar götur, meðal epilatrjáa í fullum blóma, sem voru á víð og dreif um alla hæðina, nam hann staðar fyrir utan húsið. Ibúðin var á annarri hæð. Hann hringdi dyrabjöllunni, en eng- inn kom til dyra. Á dyrunum var held- ur ekkert nafnspjald. B.... sneri við og fór niður í kjallarann, þar sem hús- vörðurinn bjó, og barði að dyrum. B.... bauð góðan dag konunni sem kom til dyra. Hún virtist Hka horaðri og hafði elzt mikið. „Hvern viljið þér finna?“ „Ég er B...... Býr konan mín hér enn?“ „Guð ailmiáttugur! Eruð þér þá bara kominn aftur, rétt si svona....“. „Já, ég er komin aftur,“ sagði B.... Býr konan mín hér enn?“ Húsvarðarfrúin sleppti priki sínu og studdi sig við dyrastafinn. „Svo þér eruð þá bara kominn aftur!“, endur- tók hún. „Almáttugur minn, auðvitað býr hún hér enn. Hefur henni ekki ver- ið gert viðvart um komu yðar?“ „Og sonur minn líka?“ spurði B........ Maddaman skildi hvað við var átt. „Honum líður vel“, sagði hún. „Ójá, honum líður mætavel, það heíur ekk- ert illt komið fyrir hann. Hann er orð- inn stór og myndarlegur strákur, já, það held ég nú ....“. B.... þagði. „Komið þér inn fyrir“, sagði konan skjálfandi röddu. „Bilessaðir komið þér inn fyrir. Ég vissi að þér væruð saklaus. Ég vissi að þér mynduð koma aftur ein- hvern daginn“. „Það var ekki opnað“, sagði B......... „og ég hringdi þó þrisvar". „Kornið þér inn fyrir hjá okkur“, endurtók frúin. „Það er eflaust enginn heima hjá yður. Meðleigjendurnir eru farnir út líka“. „Konan yðar er að vinna og Gyuri litli er í skólan'um", hélt konan áfram. „Viljið þér ekki koma inn fyrir? Þau koma bæði aftur heim síðdegis“. „Eru meðleigjendrrr i ibúðinni?“ spurði B..... „Það er mjög regilusamt fólk“, sagði húsvarðarfrúin. „Það fellur vel á með þeim og konunni yðar“. B.... svaraði ekki. „Ég hef lykil“, sagði húsvarðar- maddaman, eftir stundarþögn. „Viljið þér fara upp að hvíla yður, meðan þér bíðið eftir frúnni?“ Á veggnum héngu tveir lyklar á nagla. Húsvarðarfrúin tók annan og lokaði svo dyrunum á eftir sér. „Blessaðir, farið þér upp og hvíllið yð- ur dálitla stund“, sagði hún. „Komið þér með mér?“ spurði B.... og leit ekki upp af gólfinu. „Auðvitað", sagði dyravarðarmadd- aman, „ég ætla að vísa yður á her'berg- ið, sem konan yðar býr í“. „Herbergið?“ „Jú, sjáið þér til, meðleigjendurnir eru fjórir, og þeir hafa fengið til um- ráða tvö stærri herbergin. Konan yðar hefur komið sér fyrir í vmnukonuiher- berginu ásamt Gyuri litla, en eldhúsið og baðherbergið eru sameiginleg. „Eru eld'húsið og baðið sameigin- leg?“, spurði B..... „Já, að sjálfsögðu“. B. . . . leit upp og horfði i augu kon- unni. „Hef ég þá rétt til að fara í bað?“ Tibor Déry er ungverskur rithöfund- ur, fæddur árið 1894, hagfræðingur að mennt. Á árunum eftir síðari heims- styrjöld komst hann í andstöðu við liugmyndafræðikenningar kommúnista- flokksins, útgáfubann var sett á verk hans og hann sjálfur rekinn úr flokkn- um. Hann sat í fangelsi árin 1957-1960. „Auðvitað", sagði húsvarðarfrúin brosandi og tók um olnboga honum, eins og hún vildi styðja hann. „Áuðvitað er yður heimilt að fara i bað. En ég held að meðleigjendurnir læsi baðherberginu yfir daginn". B.... var þögull. Hann hafði aftur gleymt sér við að horfa á gódfið. „Eigum við að koma upp, eða viljið þér koma inn til okkar?“ spurði dyra- varðarfrúin enn. „Blessaðir komið þér inn fyrir. Ég hef í ýmsu að snúast í eld- húsinu, og mun ekki gera yður neitt ónæði. Þér getið lagt yður útaf á legu- bekkinn og ef til vill blundað smá- stund“. „Þakka yður fyrir“, sagði B......Ég vil heldur fara upp“. Gilugginn á litla vinnukonuherberginu vissi í norður, eins og er um flest vmnukonuherbergi í Búdapest. And- spænis honum breiddi furutré úr lauf- skrúði sínu og til vinstri sást í tind Gugger-fjalls, svartgrænt af grenitrjám. Á berbergið sló grænleitri birtu af trénu fyrir utan. Þegar B. .. . var orð- inn einn og búinn að ná andanum eftir viðbrigðin fann hann ilman konu sinn- ar. Hann settist niður við gluggann og dró andann djúpt. Húsgögn voru fá, notaður klæðaskáp- ur, hvítmálaður, járnrúm, borð og stóll. Til þess að komast að rúminu þurfti að ýta stólnum til hliðar. B.... hallaði sér ek'ki útaf á rúmið, heldur sat kyrr á stólnum og dró djúpt andann. Á borð- inu lágu föt, bækur og leikföng í einni bendu. Þegar B.... hafði vanizt svo ilman konu sinnar að hann fann hana ekki lengur, fór hann niður á götuna og tók sér stöðu fyrir framan garðshliðið. Skömmu síðar kom hann auga á konu sina þar sem hún kom fyrir götuhornið og með henni fjögur eða fimm börn. Hún nálgaðist hliðið, hægði á sér, stanz- aði jafnvel sem snöggvast en tók svo allt í einu til fótanna. Án þess eiginlega að vita af því, hljóp B.... á móti henni. Þegar þa-u höfðu nærri mætzt nam konán unga staðar, eins og hún tryði varla sínum eigin augum, en fleygði sér síðan í faðm honum, B. . .. þekkti aftur gráu peysuna langermuðu með svörtum röndum, sem hann hafði keypt handa henni í einni stórverzluninni í miðborg- ir.ni skömmu fyrir handtökuna. Kona hans var undarlegt sambland anda og holds, svo að hann hafði aldrei séð slíkt fyrr. Hún tók langt fram öllum þeim minningum, sem honum höfðu safnzt um hana í sjö ára fangelsisvist. Þegar þau losuðu faðmlögin, hallaði B.... sér upp að hliðinu. Skammt und- an, fyrir aftan konu hans, stóðu fjórir eða fimm drenghnokkar, forvitnir og undrandi á svip. „Hvern þessarra á ég?“ spurði hann. Þá brast kona hans í grát. Framhald á bls. 12 5. nóvember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.