Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 13
í daufri síðdegisbirtunni, sem lýsti inn um gluggann, sá hann sér til hugar- hægðar að hún hafði líka elzt, enda þótt hún væri fegurri en mynd sú, er hann hafði kallað fram í huga sér á hverjum degi í sjö löng ár. Hún hafði aftur augun, munnurinn var hálfopinn yfir perluhvítum tönnunum og andar- dráttur hennar lék um munn B........... Undir skuggum bráháranna var húðin vot og dökkskyggð. B.. .. kyssti á augu henni og ýtti henni svo mjúklega frá sér. „Elskarðu son okkar líka“, hvíslaði hún og hafði augun enn aftur. „Já“, sagði B.... „Ég venst honum brátt og þá fer mér að þykja vænt um hann“. „Hann er sonur þinn“. „Og þinn líka“. Hún lagði handlegginn um háls hon- um. „Ég ætla að þvo þér og snyrta", sagði hún. „Ég þarfnast þess sannarlega“, sagði hann. B.... afklæddist. Kona hans tók of- an sængurfötin og lét hann leggjast í rúmið nakinn. Hún kom með heitt vatn i þvottaskál, sápustykki og tvö hand- klæði. Hún dýfði öðru handklæðinu í vatnið, braut það saman og bar í það sápu. Svo þvoði hún manni sínum um allan líkamann. B.... var ennþá skjálf- hentur en rósemd yfir svipnum. „Heldurðu að þú getir vanizt mér?“, spurði hann. „Ástin mín“, sagði konan. „Ætlarðu að sofa hjá mér í nótt?“ »Já“. „Og drengurinn, hvar á hann að sofa?“ „Ég bý um hann á gólfinu. Hann sef- ur fast“. „Verðurðu hjá mér í alla nótt?“ „Já, í nótt og allar nætur, eins lengi og við lifurn". Sóley Kristín Hákonardóttir þýddi. Sögulegar forsendur Framhald af bls. 3 En páfar 15. og 16. aldar fóru inn á aðrsr brautir. Þannig boðaði Sixtus páfi IV fyrst- ur páfa að lifandi menn gætu ekki að- eins áunnið aflát sjáifum sér, heldur einnig hinum framúðnu. Þessa nýjung flutti hann í ræðu árið 1477, það er fjörtuíu árum fyrir siðbót Lúthers. Of- vöxturinn í yfirbótarkerfinu komst þar með upp í áður óþekkta hæð. Vald páfa og kirkjunnar hér á jörðu náði a.'.la ieið inn í hreinsunareldinn. TJt frá öllum þessum kenningum var freh-un mannssálarinnar orðin afar flókið mál. Sé litið til guðspjallanna — sögunnar um lama mar.ninn og ræn- ingjann á krossinum o.fl. og iðrunar- boðunar Jesú og postuianna yfirleitt, má sjá hve flókin málin voru orðin á síð- miðöldum einkum fyrir þá, sem voru samvizkusamastxr og vildu hafa ail't á hreinu í trúar- og siðgæðisefn- um. Hver gat vitað hvort hann hafði gert nóg? Hver gat hlotið vissu hvort syndir hans væru fyrirgefnar — eða með öðrum orðum Lúthers, átt sér náð- ugan Guð Spurningin um hjálpræðis- vissu og náð Guðs varð því þungamiðja allra þeirra spurnmga, sem hrelldar samvizkur báru fram. Því var trúað að vistm í hreinsunar- eldir.um væri alllöng, jafnvel nokkur þúsund ár. Að sú vist var ekki góð, má sjá af skáldskap Dantes í „Divina Com- edia.“ En þó var jafnan von um lausn. Nú var tekið að bjóða fram aflát fyrir sálir í hreinsunareidinum — og afláts- prédikarar buðu fram aflátfyrirfram handa lifendum, til að stytta væntan- lega vist þar. Og þegar aflátsbréf komu á markaðinn, fannst almenningi að mólin væru þó að minnsta kosti orðin einföld. Þessi bréf eru meðal allra elztu prentuðu gagna, sem til eru í Evrópu. En mörg voru þó skrifuð í samræim við þarfir manna á hverri tíð. 8. Líkt og í voru þjóðfélagi rísa upp veiferðarstofnanir, skólar, sjúkrahús, dvaiarheimili, endurhæfingarstöðvar odl. þannig risu upp aflátsstofnanir í mar.nfélagi 15. og 16. aldar. Kjörorð þeirra hefði vel getað verið „Eitthvað fyrir alla.“ Aflátsm.ðstöðvar voru fyrst og fremst kirkjur, sem auðugar voru að helgum dómum, dýrlingabeinum og helgigripum. Með heimsóknum til þeirra og réttum bænagjörðum og beygingum frammi fyrir þessum helgu dómum, gátu menn unnið sér inn veru- legt aflátsmagn. Mestux var kraftur helgimyndanna í Rom. Fyrrgreindur Sixtus páfi hét hverj- um þeim, s'em bað tiltekna stutta bæn frammi fyrir einni ákveðinni Maríu- mvrd, ellefu þúsund ára afláti. Alex- ander páfi VI hét þrjátíu þúsund ára afláti hverjum þeim, sein biðja vildi þrefalt Ave María og játa um leið skýr- iega kenninguna um ccnceptio imma- culata frammi fyrir ákveðinni mynd af heilagri Önnu. Þeir sem heima áttu í Róm, þurftu því lítið fyrir aflátinu að hafa, og þetta mikla örlæti virðist einkum miðað við þarfir útlendra ferðamanna. Aðrir stað- ir voru miklu fátækan. í hallarkirkj- urmi í Wittenberg voru margir helgir dó nar og dýrir en þó gat enginn maður áunnið sér meira en 1443 ára aflát þar jafnvel þótt hann framkvæmdi helgi- athafnir frammi fyrir þeim öllum. Hins vegar lofaði Alexander páfi fuBkomnu afláti (vndulgentiae plenar- iae) öllum þeim, sem heimsóttai Róma- borg árið 1500. Margir lögðu þann skiln ing í þetta örlæti að ef einhverjir gætu far.ð til Rómaborgar á þessu ári, þyrftu þeir sömu engan hreinsunareld að ótt- ast. Þetta mikla örlæti gróf auðvitað undan öllu kerfinu og veikti allan aga, oe sama átti við um sölu aflátsbréfanna enda kvörtuðu margir kaþólskir andans menn undan þessu framferði á siðbót- aröldinni. 9. Kirkjuleg bræðrafélög keyptu sér kröftuga gripi, réttindi og andlega verðleika í heildsö’u til að sjá um að nægilegur aflátsforði væri til handa meðlimunum. Friðrik vitri kjörfursti, verndari Lúthers, var meðlimur í bæðrafélagi, sem bar heitið „St. Ursulae Schifflein", og átti það eftirtalinn forða aflétsveitandi verðleika: 6455 messur, 3550 heila saltara. 200.000 rósinkransa, 200,000 Te Deum, 1600 Dýrð sé Oluði í upphæðum, 11,000 bænir heil. Úrsúlu, sex hundruð og þrjátíu sinnum 200.000 Paternoster og Ave María. Þetta var það andlega fjármagn, höfuðstóll, sem ofangreint félag hafði safnað sér. Fyri- komuiagið minnir é rétt einstakra fé- lega hjá oss til að reka happdrætti og seija merki meðal almernings og draga þannig saman höfuðstól eftir þörfum. Ofan á allt þetta bættist svo afláts- bréfasalan, en hún er svo kunn að um hana skal ekki rætt hér. 10. Kenning um yfirbótina út frá Heiiagri ritningu er i alla staði rétt- mret og nauðsynleg. Yfirbót er fyrst og fremst hugarfarsbreyting, sem skap- ar nýja hlýðni við vilja Guðs, svo sem sjá má af boðun Jesú, Jóhannesar skír- ara og postulanna, einnig af boðskap spámanna Gamla testamentisins. Hug- arfrrsbreytingin á að bera „ávexti samboðna iðruninr.i.“ Líferni mann- eskjunnar og afstaða tu Guðs og manna þarf stöðugrar endurnýjunar við, svo verk vor verði ekki „dauð verk“ eða „fánýt verk.“ Og brot gagnvart Guði og mönnum ber að bæta alltaf þegar mögulegt er. Syndajátning er í mörg- u.m tilfellum nauðsynleg', til að mann- eskjan fái frið — rn ekki er nauðsyn- legt eða skynsamlegt að játa allar synd- ir, og rangt er að ýkja þær ejða stæra sxg af beim. S'ðbótarsagan er sígiit dæmi um of- vöxt og nauðung, sem menn skapa með of mikilli athafnasemx — sjálfum sér og öðrum til tjóns. Frá slíkri nauðung þurfa menn að frelsast Nýjar erlendar bœkur Richard Ellmann: Eminent Domain. Yeats among Wilde, Joyce, Pound, Eliot and Auden. Oxford University Press 1967, 4,95. Richard Ellmann er prófessor í ensku við Northwestern háskólann í Banda- ríkjunum. Hann hefur ritað mikið um bókmenntir, m.a. bók um James Joyce, sem hlaut verðlaun, National Book Award. Þá hefur hann einnig fyrr skrif- að um Yeats, The Identity of Yeats og Yeats: The Man and the Mask og gefið út í samvinnu við Charles Feidelson, Jr.: The Modern Tradition: Background of Modern Literature. I þessari bók fjallar Ellmann einkum um þau áhrif, er Yeath hafi orðið fyrir frá Oscar Wilde og sér yngri mönnum eins og James Joyce, Ezra Pound, T. S. Eliot og W. H. Auden, og hver áhrif Yeats hafi haft á þessa höfunda. Hann segir, að Yeats hafi verið allra skálda veglyndastur, en þó ekki svo veglyndur, að hann tæki ekki til sín það sem hann þurfti á að halda. Þannig segir hann, að þegar Yeats hafi verið boðið að borða með Oscar Wilde á jóladag 1888, hafi hann ekki aðeins tekið til sín sinn skerf af kalkúninum, heldur einnig allt fagur- fræðikerfi Wildes, sem sá síðarnefndi hafi lesið honum fyrir af próförkum að „The Decay of Lying“. En Ellmann bæt- ir við, að þarna hafi verið um gagn- kvæm áhrif að ræða, Yeats hafi verið fljótur að taka til sín og tileinka sér áhrifin frá Wilde, en Wilde hafi einnig lesið bækur Yeats sér að góðu gagni og áhrif frá þeim megi greina í verkum hans. Um Pound segir Ellmann m.a., að hann hafi litið á sig sem lærisvein Yeats, en hafi reynt að brjótast undan áhrifum meistara síns og kenna honum að nýju. Enda þótt Yeats hefði af sjálfsdáðum á- kveðið að breyta um stíl sinn, hafnaði hann í fyrstu þessum tillögum Pounds, en kallaði hann síðar sér til hjálpar við endurnýjun stíls síns. Ellmann tekur fram, að Yeats hafi ekki verið í jafn nánum tengslum við Joyce, Eliot og Auden og við Pound, en engu að síður megi greina gagnkvæm áhrif í verkum hans og þessara skálda. Eru þessi áhrif rakin í bókinni með ótal tilvitnunum og 1 senn á lærðan og skemmtilegan hátt. Bókinni fylgja marg- ar athugagreinar málinu til skýringar og ítarleg nafna- og atriðaskrá. The American Party System, Stages of Political Development. Edited by Willi- am Nisbet Chamber and Walter Dean Burnham. Oxford University Press, New York 1967, 6.75. í þessari bók fjalla tíu færir vísinda- menn í stjórnmálum og sögu um ýmsa þætti amerískra stjórnmála og þróun stjórnmálaflokka í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Eru fimm ritgerðanna eftir stjórnmálavísindamenn, en fimm eftir sagnfræðinga. Annar ritstjóra verksins, William Nisbet Chambers, prófessor í sagnfræði við háskólann í Washington, ritar grein um meginstrauma í þróun stjórnmálaflokka í Bandaríkjunum. Rek- ur hann sögu einstakra flokka og megin- stefna í stjórnmálum allt frá 18. öld og fram á okkar daga og dregur fram þá þætti, sem mestu valda um það, að tveggja flokka kerfi sigrar í Bandaríkj- unum. Frank J. Sorauf, prófessor við Minne- sota-háskólann, ritar um stjórnmála- flokka og skilgreiningu stjórnmála- stefna. Drepur hann m.a. á nauðsyn þess að skilgreina hvern stjórnmálaflokk út af fyrir sig, óháð skilgreiningu annarra flokka. Paul Goodman ritar um fyrstu stjómmálaflokka í Bandaríkjunum og lýsir ófullkomnum tilraunum til mynd- unar stjórnmálaflokka, sem gerðar voru seint á átjándu öld. Richhard P. McCor- mick lýsir stjórnmálaþróun og öðru skeiði flokkamyndunarinnar. Eric L. Mc- Kitrick skrifar um flokkapólitík og flokkabandalög og Samuel P. Hays ritar einnig um samskipti og sambönd stjórn- málaflokkanna bandarísku á þróunar- skeiði sögu þeirra. Er í hans grein eink- um f jallað um þróun þessara mála á síð- ari hluta síðustu aldar og fram á þessa öld. Donald E. Stokes ritar grein um stjórnmálaflokka og baráttu fyrir al- mennum kosningarétti og gerir einnig samanburð á kosningaþátttöku innan stjórnmálaflokkanna og í almennum þjóðaratkvæðagreiðslum. Félagsleg þró- un, flokkadráttur og stjórnvizka heitir ritgerð eftir Richard B. Dawson. Gerir hann þar með samanburðarrannsókn grein fyrir almennri þróun stjórnmála- flokka, vexti þeirra og viðgangi og á- hrifum þeirra og stjórnmálastefnum. Flokkur, stjórnarstefna og uppbygging Ameríku, heitir ritgerð sem Theodore J. Lowi er höfundur að, en síðustu ritgerð- ina í þessari stórfróðlegu bók skrifar annar ritstjóri verksins, Walter Dean Burnham, aðstoðarprófessor í stjórn- málavísindum við Washington-háskóla. Nefnist hún Flokkakerfi og stjórnmála- þroski. Margar athugagreinar eru í bók- inni og ítarleg nafnaskrá fylgir. J. O. Urmson: Philosophical Analysis. Its Development Between the two World Wars. Oxford University Press, New York, 1967, 1.50. Höfundur þessarar bókar, J. O. Urm- son, er háskólakennari í heimspeki við háskólann í Oxford og ritstjóri alfræði- bókar um vestræna heimspeki og heim- spekinga. í þessari bók, sem kom fyrst út árið 1956, en er nú gefin út aftur í vasabókarbroti, gerir hann grein fyrir þróun og viðhorfum í rökfræðilegri heimspeki um eðli heimspekinnar, sem sett hafa verið fram á tímabilinu frá 1920 til 1940. Fyrst ræðir hann um rit og rannsóknir Bertrands Russels um rökfræðilega frumeindafræði, en kemur einnig að „Tractatus Logicophilosophic- us“ Wittgensteins. Rekur hann síðan þróun heimspekirannsóknanna um og eftir 1930 og nefnir til heimspekinga er mestu komu til leiðar á þeim tíma. Síðar ræðir höfundur um aukinn á- huga á rökfræðilegri heimspeki á næstu árum og áratugum og sýnir fram á hvernig þær meginstefnur í heimspeki, sem mest hefur gætt eftir heimsstyrj- öldina síðari, eiga rætur að rekja til rannsókna og rita frá því fyrir 1940. Er meginviðfangsefni höfundar með þess- ari bók að sýna fram á nokkur atriði í þróun heimspekilegrar hugsunar á því árabili, sem tekið er til meðferðar í bókinni. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritsti. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Útgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík 5. nóvember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.