Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 3
Fjör í viðskiptalífinu. Skopmynd af aflátssölu á dögum Lúthers. SOGUUGAR fORSINDUR fyrstu PjHtaima (siÉót Lúthers Eftir Jóhann Hannesson, prófessor Það er almennt viðurkennt að með hinum frægu siðbótargreinum stofnaði Lúther til rökræðu um yfirbótina. Og með þeim rökræðum te’.ja menn að siðbótin hefjiist. Nokkur atriði kirkju- kenninganna um þetta efni þurfa menn að þekkja til þess að skilja hvað eigir.Iega var um deilt. 1. Kenningar fornkirkjunnar um nauðsyn yfirbótar fyrir sérlega grófar og hney'kslanlegar syndir, svo sem frá- fal:, skurðgoðadýrkun, hórdóm, morð o.fl. eru mikið rannsóknanefni ,og einnig framkvæmd þeirra í verki. Stór- syndir voru í senn brot gegn Guði og ándlegu samfélagi, þ.e. kirkjunni. Xvö- föld yfirbót vaxð þar með nauðsynleg: Andleg yfirbót, sem fólgin var í eftir- sja og hryggð yfir drýgðri synd, þrá eftir fvrirgefningu Guðs, og löngun til nýs og betra lífs. Verkleg yfirbót var hin hbðin, og var hún fólgin í fram- kvæmdum á fyrirmælum kirkjunnar af hálfu þess manns, sem aítur vildi kom- ast inn í samfélag hennar. Sá sem þess óskaði, varð að biðja um upptöku í söfnuðinn, einnig að biðja um fyrirbæn trúaðra, fasta, krjúpa með trúnemum o.fl. og leysa þetta allt af hendi, áður en hann væri tekinn inn i fullt kirkju- legt samféiag og mætti neyta Heilagr- ar kveldmáltíðar með hinum trúuðu. Snemma á fjórðu öld varð kristnin levfilegur átrúnaður og var þá hætt að ofsækja kristna menn, og þar af leið- andi varð minni hælta á fráfalli og skurðgoðadýrkun. Upp fra því breyttist vfirbótarkerfið smám saman. Mönnum var veitt aflausn, og yfirbótarverkin skyldu framkvæmd þar á eftir, sam,- kvæmt ákvörðun prestanna, og varð nú breyting afdrifarík. 2. Kenningin um hreinsunareld á sér ævafornar rætur. Þrenns konar örlög sálnanna eftir dauðann eru þegar kunn úr verkum Platós: í fyrsta lagi hljóla sumir sæluvist strax eftir andlátið, aðrir verða að búa við vansælu um takmarkaðan tíma, en hljóta síðar sælu og í þriðja lagi eru hinir óbetr- anlegu, sem búa við endalausa van- sælu. Sumir kirkjufeðranna ræða um lireinsunareld, purgatorium, þar sem ófullkomnar sálir eða spilltar verða að þola raunir og þjáningar áður en þær hljóta fullkomna sælu. Gregoríus mikli páf’ gerir þessa kenr.mgu almennt kunna og hagnýta í kristni Vesturlanda (henni var hins vegar hafnað í austur- kirkjunni), og hefst sú þróun snemma á 7. öld. Formlega skilgreind er hreins- unc.reldskenningin af Innocentíusi IV. páfa árið 1254, þótt hún hafi verið hag- nýtt löngu áður (Denzinger 456). Kenn- ingin er í rómv. kirkjunni byggð á I. Ko’-. 3.13 og 15 og fleiri stöðum, og Láther véfengdi ekki þessa kenningu, þegar hann hóf siðbót sína, þótt hann hafnaði henni á síðari árum, þar sem hann taldi hana ekki hafa neinn stuðn- ing í Biblíunni. 3 Þá var það viðurkennd kenning á síðmiðöldum að messur væri hægt að halda til heilla sálum framliðinna. Sú kenning á einnig fornar rætur, en magnaðist mjög eftir að kenningin um hreinsunareldinn var orðin fullgild kirkjukenning. Að sálir framliðinna njóti góðs af ölmusum og fórnum, kem- r.r fram í skjali frá Innocentiuisi III. páfa árið 1208 (Denzmger 427). Síðar á sömu öld, árið 1274, befir kenning- in bætt við sig liðum, svo þá gátu menn á jörðu gert mikið fyrir sálir í hreins- unarel'dinum (Denz. 464). Þá sjáum vér af 24. grein Ágsborgarjátningar hvílík- ur ofvöxtur var kominn í sálumiessur og flutning þeirra, þar sem menn trúðu því að messan gæti af sjálfu verkinu afmáð syndir lifenda og látinna (Fimm höíuðjátningar, bls. 86). Margar mess- ur voru sungnar tii þess eins að hjálpa framliðnum, og varð messusöngur texju’.ind klerkum, svo sem áðurgreind heimild sýnir. 4. Loks kemur fram kenningin um fjársjóð kirkjunnar, thesavrus ecclesi- ae, og var hún alllengi að þróast, og ekki skilgreind fyrr en aí Clemesi páfa VI. þann 25. janúar 1343, í „Unigenit- us Dei filius, og rökstudd rrueð Hebr. 9,12, I. Pét. 1, 18 n og Speki Salómons 7, 14. Úr þessum sjóði segir að kirkjan geti veitt trúuðum manneskjum fyrir- gefningu eða uppgjöf tímanlegra refs- inga. Sjóðurinn er þannig til kominn að Jesús Kristur, María mey, dýrling- arniv og aðrir útvaidir hafi gert miklu nieira gott en þeim bar skylda til, og þar með áunnið verðleika, sem hin str:Sandi kirkja geti ráðstafað þar sem þörf er á. — Lúther ræddi einnig um fjársjóði kirkjunnar og tal'di þá vera „hinn allra helgasta boðskap um dýrð' Guðs og náð.“ En þessi kenning er ó- beint fyrirdæmd með 17. grein í páfa- bréfmu „Exurge, Domine“ — þvi sama sem Lúther brenndi á sínum tíma. 5. Þá var það forn kenning í kirkj- unni að ölmusur gætu áunnið mönnum' fyrirgefningu synda. en síðar bættust við þau atriði að pílagrimsferðir, gjafir til kirkna, klaustra og iíknarstarfeemi og söfnun belgra dóma áynnu mönnum sams konar verðleika og rétt til a'S hljóta eftirgjöf á refsingum, sem kjrkjan hafði lagt á menn. Þesis vegna „gáíu menn fyrir sálu sinni“ — bóndi gaf t.d. eina kú — en einnig voru stór- gjafir gefnar í þeim tilgangi að sálu- messur skyldu sungnar. Aflátsgildi sumra verka gátu rnenn sjálfir reiknað út að verulegu leyti, t.d. þar sem til- kynnt var opinberlega í sumum kirkj- um hve mikið aflát væri að fá fyrir bænagjörð frammi fyrir ákveðinni l.elgimynd. 1 einstaka tilfell’.im urðu menn að leita til páfans sjálfs t’1 að fá eftir- gj'if kirkjulegra viðuriaga, sbr. tese 6 í gremum Lúthers. Þær syndir, sem voru í þessum flokki fyrir siðbót, voru .astmæli gegn páfa, föisun páfabréfa, vopnaafhending til Tyrkja og innflutn- ingur álúns i kristnina frá löndum van- trú-iðra. Þetta siðast talda ákvæði tók ekki gildi fyrr en eftir 1463, en þá fund- ust álúnnámur í Tulsa í ríki páfans á Ítaiíu. En þar á undar. var kristnin háð innflutningi álúns ú: löndum Mú- bameðstrúarmanna. 6. Orðið „aflát“ (induigentia er ekki rétt þýtt með orðinu syndalausn (ab- soiutio). Aflát er eftirgjöf eða uppgjöf þeirra viðurlaga, sem kirkja eða páfi hafa á iagt samkvæmt reglum kirkju- agans eða hins kanóniska réttar. Af- lausn, syndalausn, er aftur á móti fólg- in í því að prestur, með handayfirlagn- ingu að loknum skriftum, boðar ein- staklingnum að Guð fyrirgefi honum syndir hans. Samkvæmt kirkjukenn- ingum átti ekki að flytja þann boðskap að aflátið veitti fyrirgefmngu synda af Guðs hálfu og þar með eilíft líf. Þegar aflátsprédikarar láta sér slikt um munn fara, eru þeir komnir úr fyrir umboð sitt, og það gerði Tetzel. sá er Lúther andmælti. „Aflát er uppgjöf stundiegra syndagjalda, er oss hafa eigi verið upp- gefir. ásamt með syndinni" segir í ka- þólskum fræðum nútímans, og enn- ‘remur: „Guð gefur oss ætíð upp hina eilííu begningu ásarnt syndinni, en eigi ætíð ella stundlega hegningu." Með þessari tvöföldu hugsun mynd- ast nokkurs konar „tvöfalt bókhald‘% sem er til þess fallið að rugla menn í ríminu og gerir það reyndar, bæði kapéiska, sem ekki eru nógu vel frædd- ir um sína eigin trú, og mótmælendur, sem vita enn minna. 7. í fornkaþólsku kirkjunni tók Gel- asíus páfi það greinilega fram, að það væri ómögulegt að kirkjan á jörðu sýknaði eða sakfelidi framliðna menn. „Því að skrifað stendur: Það sem þér bindið á jörðu! En þá sem ekki eru fra-nar á jörðu, hefir Guð ekki falið mannlegum dómstóli, heldur sínum eig'u, og kirkjan dirfisi ekki að taka sér neitt það vald, sem hún veit að ekki var einu sinni veitt hinum heil- ögu postulum.“ Svo sagði Gelasíus, að vísu ekki í páfabréfi, heidur í prédikun árið 495. Framhald á bls. 13 5. nóvember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.