Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 8
Gljúfrabúi við Hamragarða og gamli kofinn eineygði á grundinni fyrir neffan. Það var blankalogn þennan dag. Hillingar í Landeyjum. Bæir, sem annars eru svo neð- arlega að þeir sjást ekki af veg- inum, urðu uppnumdir og bylgjuðust á hæð við Vest- mannaeyjar. Danirnir, sem ég hafði tekið upp af góðsemi á Hellu, fóru út til að taka af þessu myndir. Það var á Mark- arfljótsaurum. Þetta voru þum- alputtaferðalangar og meðan þeir munduðu vélarnar, var ég að hugsa um Skarphéðin og hversu hann mundi hafa tekið atrennu að fljótinu, kannski á ísleggjum eins og sumir hafa getið sér til. Tólf álnir milli höfuðísa, gott hjá þér, Skarp- héðinn. Sennilega íslandsmet í margar aldir, þar til Oliver Steinn í Hafnarfirði marði sjö metrana, léttklæddur og á gaddaskóm. Lítið eitt upp með fyrir- hleðslunni er Dímon; sumir segja að þetta fell þarna á aurunum sé Rauðuskriður, sem oft er getið í Njálu. Sé það rétt, þá hefur þarna verið vett- vangur atburða, þegar þær iðk- uðu tafl með lifandi menn, húsfreyjurnar á Hlíðarenda og Bergþórshvoli. Dímon mun þýða tvífjall, segja fróðir menn og Eyfellingar kvenkenna þetta; þeir tala ævinlega um stóru og litlu Dímon. Rauða- skriða er enn þann dag í dag örnefni í Stóru-Dímon og kann vel að vera að skógarítakið fræga á dögum Njáls hafi ver- ið þar, þó nú sé skriðan ber. Áfram austur úr; við tökum ofan fyrir landslaginu og feg- urðinni, Merkurbæirnir, Dals- hverfið, mjólkurhvítar sprung- urnar, sem skreyta hlíðarnar. Og í neðra líður fljótið fram aurana. Danirnir höfðu hug- mynd um, að til væri eitthvað austur þarna sem héti Selja- landsfoss; för þeirra var heitið þangað. Ég fór heim að Hamra- görðum til að teikna bæinn og bað Dani vel að lifa; spurði þá, hvort mætti bjóða þeim að ganga út í annan eins skrúð- garð, fegri öllum þeim sem kenndir eru við kónga og keis- ara. Auk þess væri Seljalands- foss austan við bæinn. Það var enginn úti við í Hamragörðum og fátt til að rjúfa kyrrðina ut- an dynurinn í fossunum tveim, Gljúfrabúa og Seljalandsfossi. Þegar kjörið verður fegursta bæjarstæði á íslandi, þá ætla ég að greiða Hamragörðum at- kvæði mitt. Þau níu bæjar- stæði landsins sem næst koma, eru að sjálfsögðu öll í Árnes- sýslu. Það er einhverskonar symmetrisk tign og upphafin ró yfir þessari jörð; fossarnir Skissur í máli og myndum undan Eyjafjöllum. — Eftir Císla Sigurðsson Kirkjan á Ásólfsskála og Hvammsnúpur í baksýn. eftir því, að bjargið er eins og litríkt málverk? Nú, jæja, ekki var Páll viss um að svo væri. Ég spurði hann um Paradísarhelli. Páll benti á bergvegginn nokkru vestra: Hann er þarna en hellis- opið er svo lítið, að það sést ekki héðan. — í Paradísarhelli hafðist við um tíma Hjalti nokkur Magn- ússon og hafði það helzt til saka unnið að geta börn við dóttur Vigfúsar lögmanns á Hlíðarenda. En ég kem síðar við á Stóruborg í þessari frá- sögn og er Hjalti úr sögunni á meðan. —O— Vorið kemur fyrr undir Eyjafjöllum en í flesta aðra landshluta og sumarið stendur lengi við á okkar mælikvarða. Bergið skýlir fyrir þeim næð- ingi, sem úr norðrinu berst, en aðrir vindar ná sér prýðilega á strik svo sem kunnugt er af veðurlýsingum. Eyfellingar verða að ganga betur frá hús- um en aðrir landsmenn því það er ekkert spaug, þegar hvasst er undan Eyjafjöllum og fár- viðrin blístra í snögum bjargs- ins. En lognið er eins og rjómi; eins og danskt flödeskum og þá veit ég enga sveit á íslandi fegurri. Ég veit, að jafnvel Mý- vetningar yrðu mér sammála um þetta, ef þeir á annað borð kæmu sér suður til að sjá með eigin augum. Það skiptast á básar og snas- ir; hvassbrýndir klettahöfðar í ætt við Lómagnúp. Þeir teygja sig fram úr veggnum og stór- grýtt urð myndar kraga við rætur þeirra. Þannig er Hvammsnúpurinn og austar Gömul bæjarhús í Hlíff undir Núpakotsnúp. sín hvorum megin, hamravegg- urinn á bak við en rennisléttar eyrarnar og hafið að framan- verðu. Þetta veldur svipuðum hughrifum og forgarður Bern- inis við Péturskirkjuna og mikil mildi er það, hvað bær- inn fellur vel að umhverfinu. Bara að ekki verði byggt eitt- hvert skrípaverk til að rjúfa samræmið og fótumtroða stemninguna. Gljúfrabúi gamli foss, nei, það gengur ekki að vitna í Jón- as hér. Það var annar Gljúfra- búi, sem varð honum yrkisefni. Við látum það bíða næstu aldamóta að yrkja um þennan hér; þá verður atómið orðið gamlar lummur og enginn veit hvað við fáum í staðinn. Þá verður kofinn hruninn, sem nú stendur einn sér á sléttunni framan við Gljúfrabúa; hann er kafloðinn og minnir á virðu- legan öldung eða jafnvel Óðin sjálfan, því auga hefur hann eitt í enni miðju. —O— Við Seljalandsmúlann opnast ómælisvíddin til austurs en bergið er eins og stoltlegur varnargarður á aðra hönd. Það á til margar og ólíkar ásýndir; stundum grúfist það yfir byggðina, myrkt og ógnvekj- andi, en á sólfögrum degi verð- ur augljóst, að það er iðandi af lífi. Ég kom sem snöggvast heim að Fit og talaði við Pál bónda og við virtum fyrir okk- ur björgin á j af nsléttunni kringum bæinn; þau bárust hingað með feiknarlegu skriðu- hlaupi árið 1791. Ég sagði við Pál: Þú ert fæddur hér og hef- ur átt hér heima alla ævi og kannski ertu hættur að taka Bæirnir Skarffshlíff og Drangshlíff unðir Eyjafjöllum og drangurinn niffri á sléttunni, þar sem huldufólkið býr. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nóvember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.