Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1967, Blaðsíða 4
TRUONG DINH . Truong Dinh Dzu ásamt aSstoðarmanni sínum. Hér er Dzu að flytja eina af mörg- um kosningaræðum sínum. ruong Dinh Dzu, fimmtug- ur lögfræðingur, sem bauð sig fram í forsetakosningunum í Suður-Víetnam 3. september sl. vakti alheimsathygli, er hann varð næstur Thieu forseta að atkvæða- magni. Hlaut hann alls 17% at- kvæða eða um 800.000 og var nærri hálfdrættingur á við Thieu. Kom það mörgum mjög á óvart, að Dzu skyldi bera sigurorð af keppinaut- um sínum úr hópi óbreyttra borg- ara, þeim Phan Khac Suu og Tran Van Huong, sem báðir eru fyrrver- andi forsætisráðherrar. Var Huong talinn hættulegur andstæðingur Thieus fyrir kosningarnar, en fáir höfðu gert ráð fyrir nokkru veru- legu fylgi við Dzu. Árum saman hefur Truong Dinh Dzu aðeins verio óþekktur lögfræð- ingur, en við kosningarnar reis hann upp sem nýtt afl í stjórnmálum Suð- ur-Víetnam. Hann var friðarframbjóð- andi eins og það var orðað, merki hans í kosningabaráttunni var hvít dúfa. í áróðri sínum lagði Dzu á- herziu á, að friður væri nauðsynlegur, ef unnt ætti að reynast að byggja upp lýðræðisríki, friður væri nauðsynleg- ur til að tryggja bætt lífskjör og í þriðja lagi væri friður nauðsynlegur til að byggja upp efnahag landsins. Haiin sagði fyrir kosningarnar, að bann hefði haft samband við stjórn- ina í Hanoi og einnig sett sig í sam- band við Viet Cong til athugunar á friðarmöguleikum í Víetnam. Og þpgar Dzu var spurður álits á velgengi sinni 1 kosningunum sagði hann: „Maður gæti ætlað að fólkið vildi frið“. T roung Dinh Dzu er fæddur í Quirhon í Binh Dinh héraðinu í Mið- Víetnam 10. nóvember 1917. Faðir hans, Truting Dinh Van, var fátækur mennta- maður, sem lagði stund á kínverska iæknisfræði, þ.e. lækningar með jurt- um og grösum. „Ég á föður mínum líf að launa“, segir Dzu. „Hann kenndi mér kínversku og Konfúsíanisma, sem er enn heimspekigrundvöllurinn hér, svipað þvi sem grísk heimspeki er sá svrundvöllur sem heimspeki Vestur- landa byggist á. Samkvæmt kenningu Konfúsíusar verður hver maður að ástunda lærdóm og þjálfun unz hann hefu.r náð valdi yfir lífi sínu og at- hölnum. Hver maður verður að eiga sér köllun í lífinu. Eins og ég“. I broti úr sjálfsævisögu, sem Dzu ritaði í kosningabaráttunni, og er 12 síður að lengd, segir, að hann hafi gerzt skáti 16 ára að aldri' og „ferð- azt víðs vegar um Indókína á reið- hióii. Hann kunni einstaklega vel að meta útiveruna og tók virkan og lif- andi þátt í félagsstarfinu. Hvert sumar fór hann víða á hjólinu sínu og þannig aflaði hann sér víðtækrar þekkingar". Þcssa tilvitnun er að finna í áður- nefndu ævisögu.broti, en sagt er, að uppiýsingarnar þar séu líkar Dzu, dá- lítið naprar, skemmtilegar og ekki al’.t of áreiðanlegar. D zu fór fyrst i- menntaskóla í Hu, en síðar fór hann til háskólanáms i Hanoi. Þar var hann um skeið rit- stjóri stúdentablaðs og að eigin sögn tók hann um þessar mundir þátt í neðanjarðarstarfsemi stúdenta gegn „frönsku nýlendusinnunum". Að minnsta kosti nokkrir af skólafélög- um Dzus við háskólann í Hanoi eru nú hátt settir embættismenn hjá stjórninni þar. Lét Dzu þetta í ljós í einkasamtölum fyrir kosningarnar og iét að því liggja, að þetta mundi auð- veloa honum að semja við stjórn Norð- ur-Víetnam. egar Dzu var tuttugu og fimm ára hélt hann aftur til ættmenna sinna í Can Tho og setti þar upp lög-fræði- skrifstofu. Þaðan fluttist hann síðan til Saigon. Þar var hann dag nokkurn kaliaður til að veita lögfræðilega að- aðstoð í máii, sem einn af ríkustu mórnum norðurhéraðanna, Von Doan Gia. átti hlut að. Þessi afskipti Dzus af málinu urðu hverfipunktur örlaga hans. Meðan hann vann að þessu máii, hitti hann dóttur Vo Doan Gias, Den- ise, grannvaxna og fallega stúlku. Tókust ástir með þeim og giftust þau árið 1942. „Tenigdafaðir minn var auð- ugur maður og velþekktur”, segir Dzu“, hann hafði gott vit á lögfræði og við- skiptum og hann hjálpað mér“. Vinir Dzus orða þetta á annan, óvinsam- legri hátt. Einn þeirra segir: „Það var tengdafaðir Dzus, sem kom undir hann fótunum fjáirhagslega". Og annar segir: „Hann á allt tengdaföður sinum að þakka“. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram til ársins 1954 gaf Dzu sig eingöngu að lögfræði, einkum^ verzl- unarrétti og stjórnarfarsrétti. Á þess- um árum segist hann einnig hafa bar- izt af krafti gegn yfirráðum Frakka. í ævisögubrotinu, sem hann tók saman í tiiefni kosninganna, er þetta orðað þanr.ig: „Hann hafði bjargað mörgum mönnum frá því að vera dæmdir til dauða. Þannjg óx álit hans meira og meira og meira, en það varð einnig til pess, að margir fylltust öfund gagn- vart honum og hötuðu hann, þeir biðu eftir tækifæri til að smána hann. Sem góður maður gerði hann ekki á hluta riokkurs manns“. D lómaöld var í Saigon á milli 1950 og 1960 og sagt er að Dzufjöl- skyldan hafi ekki farið varhluta af því. Seint á morgnana ók frú Dzu með dökk gleraugu í kadilakk niður Rue Caíinat til að horfa á frönsk föt í gluggum tízkuverzlana og ná í nýjustu eintök af Paris Match og Cinémonde. Á kvöldin mættu Dzuhjónin í veizlum eða héldu veizlur, skemmtu sér og spiluðu póker. Þau áttu sex börn og hvert barnið hafði sína eigin fóstru, kinverska. „Þau lifðu eins og Evrópu- menn“, sagði Víetnambúi, sem lengi hefur þekkt fjölskylduna. Það þykja ekki meðmæli með neinum í Víetnam. \^ ið lok Indókínastríðsins, 1954, fór Dzufjölskyldan í ferðalag til Eng- lands, Frakklands, Þýzkalands, Japan og Bandaríkjanna. I ævisögubrotinu segir að tilgangur fararinnar hafi ver- ið að kynnast viðfangsefnum þessara þjóða, menningarmálum, fjármálum, fræðslumálum og félagsmálum. Að nokkru leyti var þessi ferð farin á vegum Rotary, en Dzu hefur staðið íramarlega í þeim samtökum. Þannig var hann framkvæmdastjóri Rotary kiúbbs Suðaustur-Asíu árið 1961. Hann fór oftar til Bandaríkjanna á vegum Rotary og einnig fór hann þangað í því skyni að kynnast betur annarri starfsemi, sem hann hafði hrifizt af, Siðvæðingarhreyfingunni, eða Moral Rearmament. „Mér fellur vel við regl- ur Siðvæðingarinnar", segir Dzu. „Markmið þeirra er að stuðla að friði og breyta heiminum með því að breyta mönnunum. Fyrsta skrefið er að hver maður finni sjálfur frið, innri frið. Ég biðst fyrir á hverjum morgni og leiði hugann að sjálfum mér. Hugsanir mín- ar skrifa ég niður og gagnrýni mig sjáúan. Sá maður sem sjálfur hefur íur.dið frið, er fær um að miðla öðrum friði og hann er fær um að miðla heim- inum friði. Við þörfnumst slíkrar hug- myndafræði". fyrsta blaðamannafundinum við upphaf kosningabaráttunnar talaði Dzu viðstöðulaust í tvær klukku- stundir. Hann hélt síðan áfram að tala, nær því viðstöðulaust, allan næsta mánuð. „Fól'kið hreifst af honum fyrir það að hann þorði að ráðast á stjórn- ina og gera hverja árásina á fætur ann- arri“, hefur Víetnammaður látið hafa eftir sér. Og hann bætir við: „Fólk greiddi honum atkvæði af því að hann var eini frambjóðandinn, sem varpaði svúvirðingum að Thieu og Ky. Hann sagði að þeir væru fyrirlitlegir land- ráðamenn. Hann sagði að þeir væru svikarar. Hvað er langt síðan þessu likt hefur verið sagt í Víetnam?" Dzu segist hafa átt þá köllun frá því hann var átta ára að verða leið- togi í Víetnam: „Þegar ég var líti'll drengur sagði faðir minn mér, að ég cky’di ekki taka mér starf fyrr en ég væri fimmtugur og fullþroska. Nú er ég fimmtugur. Og ég er tilbúinn að gegna köllun minni“. Hann segir, að ef hanr, verði einhverntíma kosinn þjóð- arieiðtogi, muni hann láta það verða sitt fyrsta verk að fara í heimsókn til Bandaríkjanna og bætir við: „Ég ætla að votta bandarísku þjóðinni þakklæti mitt, þjóðinni, sem sendir syni sina til að berjast og falla í þessu landi“. Svo grætur Dzu dálítið því að horium vökn- ar oft um augu er viðkvæm mál ber á góma, en hann er einnig fljótur að taka aftur gleði sína. r ramtíð Dzus í stjórnmálum Suð- ur-Vietnam er óljós. Flokkurinn, sem hefur hefur stutt hann, Tan Dai Viet, er ekki talinn líklegur til mikilla áhrifa. Og hann á litlu fylgi að fagna innan hersins og meðal stúdenta. Þeir sem bezt fylgjast með stjórnmálum í Suð- ur-Víetnam, segja að megingalli Dzu sé sá, að hann tali of mikið, en segi of ’.ít'ð Engu að síður hefuT hann þegar skapað sér þá aðstöðu í stjórnmálum lands síns ,sem ekki er líklegt að gleymist í bráð. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. nóvember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.