Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 7
íslenzkur fálki meðbráð sína. Myndifla tók Ól. K. Magnússon við Reykjavíkurtjörn. ,; " að voru því mikil áraskipti áð því hvé margir: hvítfálkar náðust.:Venju- léga veiddust' 4—7 hvítfálkará vori, en svo kom allt í einu hvítfálka-vei'ðihrota. Véturinn 1745 var hinn mesti frostavetur, sem ménn mundú. Þá rak hafís að landi og fyllti allá firði fyrir norðan og vestan og varð allt samfrostá sjqr pg^land. "Með ísnum komú hokkur bjarndýr og gengu á land, en hitt bar þó frá hve mikið flykkt- ist hingað af hvítum fálkum. Þá um vorið veiddist 21 hvítur fálki og 11 hálf- hvítir og hafði það aldrei skeð fyrr, að svo margir hvítir fálkar næðust. Þetta vor veiddust einnig 129 gráfálkar. Vorið eftir veiddust ekki nema 10 hvítfálkar og 96 gráfálkar. Var því um kennt, að þá kom enginn ís, en veturinn var svo mild- ur að allur klaki var úr jörð um mfðgóu. Er sagt að rjúpan hafi þá haldið sig á heiðum uppi og fálkarnir elt hana þangað. Veturinn 1751 voru grimmdarfrost frá jólum og fram í þorralok. Til dæmis um hve frostharkan var mikil þá lagði svo að segja allan Breiðafjörð. Var þá farið gangandi og ríðandi út í flestar eyjar undan Skarðsströnd og Reykjanesi, og milli flestra eyja á Hvammsfirði undan Helgafellssveit og Skógarströnd og jafnvel yfir Röstina sem er á milli Purkeyjar og Rifgirðinga. Hafís var þá fyrir norðan og vestan og segir að flugfálkar hafi þá komið í stórhópum með ísnum. Þetta málíka sjá á skýrslu iim fálkaveiðarnar þetta vor. Þá náðust 42 hvítfálkar, 11 hálf- hvítir, en ekki nema 50 gráfálkar. Næstu ár kom hafís líka, og var veiðin þá sem hér segir: J752 — 18 hv., 12 hálfhv. 85 gráir ^53 — 22 hv., 4 hálfhv. 121 gráir .1^4 _ 10 hv„ 4 hálfhv. 144 gráir* „jí^stu ár veiddist svo mikið minna, t.d. áríð 1758 veiddust ekki nema 4 hvítir Ojg, 3,5, gráir. E. I ins og á þessu má sjá hafa tekjur fálkafangara orðið ærið misjafnar. Hér má; líka sjá, að; eins dauði er annars brauð, því að hafísinn, sem allt ætlaði að drepa, varð fálkaföngurum hið mesta happ, hann færði þeim flugfálkana upp í he*idurnar, fuglana sem voru rúmlega helmingi dýrari heldur en innlendu fugl- arrar.Fyrir veiðina 1751 hafa þeir fengið 1090 rdl., en fyrir vefðina 1758 aðeins soSiicdi. ,. ..;-:. Frá«þessum upphæðum verður svo að draga fóðurkostnað fálkanna frá þeim tíma. er þeir voru veiddir (máske í marz) og þar til þeim var skilað í hendur /firfálkameistara konungs á. Bessastöðum á Jónsmessu. Veiðarfærakostnaður heí- ir líklega ekki verið mikill, en þó má líka draga hann frá verði fálkanna, og fyrir hvern fálka sem veiddist varð að fórna fugli sem agni. Nú er það að vísu ekki rétt að miða við útflutningsskýrslurnar, því að fálka- fangarar fengu einnig greidda þá fálka, sem ekki þóttu útflutningshæfir. Eng- inn veit nú hvað þeir hafá verið margir, en andvirði þeirra á að bætast við tölur þær, sem hér hafa verið nefndar, En þrátt fyrir þetta hefir það tæplega verið mikill gróðavegur að veiða fálka. Hver fálkafangari hefir eytt að minnsta kosti fjögurra mánaða vinnu í veiðarn- ar, flutning fálkanna suður til Bessastaðá, 8 daga bið þar me'ðan matsmaður rann- sakaði fuglana, og síðan til heimferðar. Auk þess varð að hafa aðstoðarmann meðan á veiðunum stóð og fylgdarmann og 2—i hesta í ferðalagið er hann skil- aði fálkunum. Vilji menn svo reyna að reikna þetta dæmi á einhvern hátt, hljóta þeir að reka sig á það, a'ö fuglafangararnir hafa ekki borið hátt tímakaup úr býtum. "eir sem glöddust af því hve mikið Islendingar græddu á fálkaveiðunum, munu frekar hafa haft í huga þá fjárupphæð er kom inn í landið fyrir selda fálka, heldur en hitt að einstökum mönnum hafi þetta orðið gróðavegur. Hér kom að vísu fleira til greina, því að konungur (eða stjórnin) varð að greiða hér allmikinn kostnað vegna fálkanna. Fálkarnir voru þurftafrekir og matvandir, vildu ekki annað en nýtt og gott kjöt. Skúli fógeti segir svo um það: „Hin venju- lega forsögn um matarhæfi þeirra er sú, að kjötmeti þeirra er fyrst vætt í mjólk og síðan blandað bómolíu og eggjarauðu. Dagleg fæða fálkanna er fitulaust og beinlaust uxakjöt eða sauðakjöt, sem allar sinar og fita er vandlega tekið úr. Þó eru rjúpur, hænsni og dúfur betri". Íl álkarnir voru alltaf aldir 8 daga á Bessastöðum áður en þeir voru metn- ir. Og væri fálkaskipið þá ekki komið varð enn að ala þá þar til þeir voru flutt- ir um borð. Varð oft að slátra mörgum fullor'ðnum nautum handa þeim þenn- an tíma. En svo varð skipið að hafa sjö vikna matarforða handa þeim, og var þa'ð venjulega lifandi nautpeningur, sem fluttur var um borð áður en skipið lagði úr höfn, og var þessum nautum slátrað á leiðinni smám saman. Verður nánar vikið að þessu sfðar. Allmikið fé hefir komið fyrir þessa nautgripi pg þó mismunandi eftir því hve margir fálkarnir voru í hvert sinn. Mun Eggert Ólafsson sennilega hafa talið með andvirði gripanna, er hann reiknaði þann gróða, er íslendingar hefðu af fálka- veiðunum. ... Fleira kom og til greina. Ekki var hægt að flytja lifandi naut á skipi nema því aðeins að fóður væri þar handa þeim. Og á hverju sumri var flutt mikfð. af töðu um borð í fálkaskipið. Var næstu landsetum konungs gert að skyldu að afhenda „fálkahey", eins mikið og fálkameistari konungs heimtaði, og var það venjulega 1—2 heyhestar af hverjum bónda. Var heyhesturinn þá metinn 39 skildinga, auk flutningskostnaðar, og hafa bændur fengið það greitt, að vísu ekki í peningum, en méð lækkun á jarðarafgjaldi. Önnur kvöð á landsetum konungs var sú, að þeir skyldu bera fálkana til skips. Upphaflega munu fálkaskipin hafa siglt á Seiluna hjá Bessastöðum, og var þá skammt að bera fálkana. En svo verður allt í einu sú breyting á, að fálkaskipið hættir að sigla á Seilu, en siglir í þess stað á Hólmshöfn (Reykjavíkurhöfn). Ef- laust hefir einhver sérstök ástæða verið tii þessarar breytingar og kemur mér helzt í hug, að ¦ hún hafi verið sú, að verzlunin var flutt úr Gamlahólmi yfir í Örfirisey, og skipalegan frá Klakksvík inn á Reykjavíkurhöfn. Nú eru engar heimildir um hvenær þetta gerðist og þess vegna hafa verið uppi ýmsar getgátur um það. Kaalund viröist ætla að verzlunarhúsin hafi enn ekki verið komin í Örfirisey 1703, vegna þess að Jarðabók Árna og Páls geti ekki um það. En nú minnist Jarðabókin alls ekki á verzlunarhúsin, alveg eins og þau hafi ekki verið til. En Klemens Jónsson segir í Sögu Reykjavíkur: „Eg hygg það alveg víst, að verzlunarhúsin hafi verið flutt í Örfirisey þegar á 17. öld og það heldur fyrr á öldinni eh seinna". í *'Allar útflutningstölur eru teknar úr ritgerð eftir dr. juris Björn Þórðarson í IðunniVIII....... Jarðabókinni eru nokkrar upplýsingar að fá um það hvenær fálkaskipið tók að sigla í Hólmshöfn, þegar tala'ð er um kvaðirnar, sem Bessastaðamenn lögðu á reykvíska bændur: Vík. Heyhestur einn til fálkafjár síðan þeir sigldu í Hólmi, fyrr ekki. Arnarhóll. Heyhestar tveir til fálkanna síðan þeir sigldu í Hólmi, en í sumar var þessi kvöð ekki tekin. Rauðará. Heyhestur einn til fálkanna síðan þeir sigldu í Hólmi, sjaldan áður og þó nokkrum sinnum þegar fálkar sigldu í Seilu. Örfirisey. Heyhestar tveir til fálkafóðurs-penings síðan fálkar sigldu í Hólmi, fyrr aldrei nema kannski einu sinni. Sel. Heyhestur einn til fálkanna, heimtur alls þrisvar síðan fálkar sigldu í Hólmi, fyrr var sú kvöð aldrei. Hlíðarhús. Af Bessastaðamönnum hefir verið heimtaður seinustu tvö ár Jens Jörg- ensens einn heyhestur hvort ár, en í fyrrasumar, 1702 voru tyeir heimtaðir og skyldu ábúendur færa í Hólmskaupstað til fálkafjár, fyrr var þessi kvöð aldrei. Ananaust. Af Bessastaðamönnum verið heimtur einn heyhestur á ári síðan fálk- ar sigldu í Hólmi, fyrr var þessi kvöð aldrei. Öllum hefir þá verið í fersku minm hvenær „fálkar sigldu í Hólmi" fyrst og þess vegna hefir eigi þótt þurfa aS tilgreina árið. Það sést þó, að þessi kvöð hefir legið á Hlíðarhúsum tvö seinustu ár Jens Jörgensens, en hann var umboðs- maður á Bessastöðum á árunum 1695—99. Eftir þessu ætti fálkaskipið fyrst að hafa siglt á Hólmshöfn 1698. Þetta styður og eftirfarandi.slyssaga í Vallaannál árið 1700: „28. maí, þriðjudag varð sá atburður, að Jón Jónsson fálkameistari konungsins, íslenzkur að ætt og uppruna, af Álftanesi, er hér hafði verið 2 ár áður í þeirri sýslan fór upp úr Hólminum að Hlíðarhúsasandi, ásamt öðrum dönskum þaðan. Hann hafði me'ð sér byssu hlaðna, og er þeir fóru á land, hljóp byssan af fyrir þeim, er hana tók upp, af því hann gáði ekki að hún var hlaðin. Kom skotið í fót Jóni. Var hann síðan færður suður til Bessastaða, lifði 3 nætur við harmkvæli og deyði síðan; jarðsettur á Bessastöðum". Þessi Jón hefir haft þann starfa á hendi a'ð sjá um flutning fálkanna til skips, og haft umsjón með að fylgt væri fyrirmælum yfirfálkameistarans, eða hins kon- unglega ferðafálkara, eins og hann var stundum nefndur, um allt viðvíkjandi að- búnaði fálkanna. Og samkvæmt frásögninni hefir hann gegnt þessu starfi tvö ár í Hólmi, eða 1698 og 1699. ' Framhald á bls. 12 197-hóv. 1««T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.