Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 11
uim að neita. Sjá þá, þessa vMimenn, eða ég veit ekki hvað; að minnsta kosti ekki nvenn. Sjá þá horfa ino í þessa hrálblautu gæru sem slyddan er, allt líf, allt ein hráíblaut gæra! Ef þeir ætla raunveru- lega að . . . ef það gietur ver- ið. . . eÆ þeir eru svona ban- eitraðir! Og þeir sáu hina stínga sam- an nefjuim og horfa út í myrkrið. Og heimurinn var fu-Kliur af bölbænuni. Sortinn muldraði og hraut ans eitt- hlvert skapfúlt frumdýr, grár og hryllilegur, og þeim fannst hann sfeikja kinnar þeirra hráblautum túnguwi. Úr frumdrögum að bókinni „Blandað í svartan dauðann", sem kemur út um þessar mundir hjá Ali. RÓMANTIKIN Framhald af bls. 9 brekkuna og settust þar, sem þeir voru vanir að sitja. Síðan stóð Egill upp og mælti hátt: „Hvort er hér Önundur sjóni í þingbrekkunni? " Þessi dæmi eru mýmörg og eins þau að fornmenn töldu brekku frumskilyrði fyrir vali þingstaðar. Sennilega hefur að- eins verið gengið að fjórðungs- dómum á rindanum. Helgasti staðurinn á Þing- völlum er að sjálfsögðu Lög- berg og Lögbergsbrekkan og búðarsvæðið þar í kring. Þetta svæði er allt óvarið, eins og á dögum Jónasar en miklu verr leikið. Lögberg blánar ekki lengur af berjum, til þess er sparkað of mikið þarna, þar er fremur örtröð, það er heldur hvorki börnum né hröfnum að leik, heldur unglingastóði, útlendingum og fullum mönnum. Snorrabúð er ekki lengur stekkur heldur þrep, sem fólk stígur á á leið sinni upp að stönginni fána- lausu. O'ötuslóði hefur myndazt í gegnum sumar búðirnar, t.d. búð Guðmundar Ketilssonar, sem vafalaust er gömul Mýra- mannabúð, steinhellurnar, merktu, á sumum tóftanna, eru signar, Njálsbúðarhella brátt horfin í svörðinn og merkingar allar eru orðnar ill-læsilegar. Tóm brenniyínsflaska var í Amtmannsbúð og er það máski við hæfi, því að þeir voru marg ir blautir amtmennirnir, en þeir reyktu ekki Chesterfield í Lögréttu. Það var í annað sinn, að ég sá þarna koma hóp íslendinga, fjörutíu til fimmtíu manns. Hópurinn stanzaði andartak við flaggstöngina, líkt og hann væri að athuga þetta prik, en stökk síðan tóft af tóft, hvíandi og æpandi og sparkandi og linnti ekki rásinni fyrr en útí Valhöll að setjast þar að kók- drykkju. Til mun vera nefnd, sem heitir Þingvallanefnd og er merkileg nefnd, það leggur henni enginn gott orð. Þetta kvað vera sex manna nefnd, ef allt er talið og í henni er eng- inn sagnfræðingur, náttúrufræð ingur né fornminjafræðingur. Hún er samt skipuð hinum á- gætustu mönnum að sögn, hverjum í sínu rúmi, en það er haldið, að svo hafi æxlazt til, að allir nefndarmenn séu haldnir sömu meinlokunni í sambandi við Þingvelli, og sex faldist svo meinlokan þegar þeir allir koma saman. Lög- berg og svæðið þar umhverfis virðist nefndinni óviðkomandi, en aftur á móti bjástrar hún við að rífa upp náttúrlegan gróður hér og þar um vellina, planta út barrtrjám og reisa sumarbústaði. Ég hugsa ekki meira um þessa nefnd, það ger- ir maginn, og er hún úr sög- unni. Oú spurning hlýtur að vakna, þegar maður virðir fyr- ir sér hvernig umhorfs er í þessum helgireit þjóðarinnar, hvort ekki sé rétt að haf a þarna stöðuga vörzlu yfir sum- arið, girða staðinn af og hafa mann við hlið í skýli til að selja uppdrætti og bæklinga og gæta virðingar staðarins, og þarf hann að vera svo málum kunnugur, að hann geti veitt ítarlegar upplýsingar, ef ferða- langar óska þess. Við girðum af kirkjugarða og höfum menn við gæzlu þeirra, er það þá ofí- lagt að hafa þarna mann um þriggja mánaða tíma eða svo? Er það fjarstæðukennt að hlaða upp búðir á þingsvæðinu vestan árinnar og þá einnig Lögréttu og stalla í Lögberg? Við höfum stórt land til að drekka á, væri ekki ráð að láta sér nægja fsland utan Þing valla til þess og banna drukkn- um mönnum aðgang að þing- svæðinu? Hríslurnar við Þingvallabæ- inn eru til lýta og útí hött við umhverfið, hvað þá, ef þarna næði að vaxa útlendur skógur. Þegar farið er í gegnum hlið- ið og ofan í gjána þyrftu að blasa við mikil skilti úr varan- legu efni, þar sem fólki væri gert ljóst, að það væri komið í helgan stað og ekki sé ætlazt til að það hafi í frammi neinn dárskap, hvorki kasti Chester- fieldpökkum í Lögréttu né brennivínsflöskum í Amt- mannsbúð né hagi sér á annan hátt, svo sem okkur er eigin- legast úti í haganum. Ég fór að væflast þarna um þingstaðinn og rifja upp göm- ul kynni. Það var orðið éliðið og ég var einn lifandi manna á staðnum, nóttin var björt og kyrr, náttúran fersk eftir ný- fallið regn, blái liturinn ríkj- andi, en þó féll kaldur hvítur bjarmi á lónin úr vatninu og á ána fram af Þingvallabæn- um, og kannast allir við þetta næturlitaspjald íslenzkrar nátt- úru af eigin raun eða af mynd- um Jóns Stefansonar, sem not- aði þessa liti mikið. Mig langaði til að yrkja en komst á þá skoðun, að það væri bezt að l'áta það duga, sem Jónas gerði, ég myndi ekki bæta þar um. M. Lér varð litið norður um Vellina. Þar hillti undir flokk manna og var hann kominn útundir Kastalana og fór hann mikinn. Frernstur ríður mað- ur í blárri kápu og hefur hjálm á höfði, gullroðinn, en skjöld á hlið einnig gullbúinn, í hendi hefur hann krókaspjót og var gullrekinn falurinn; hann var gyrður sverði. Þennan mann bar hátt í söðlinum. Ég þóttist kenna Egil Skalla-Grímsson. Hann var að ríða á þing til að veita syni sínum Þorsteini að málum, en Þorsleinn hafði banað tveimur þrælum Stein- ars bónda í Ánabrekku. Þor- steinn hafði tjaldað búð handa föður sínum og var hún rétt hjá þar eem ég stóð og þar sem nú eru búðartóftir merktar Guðmundi Ketilssyni, sýslu- manni Mýramanna, en þar er vafalaust 'einnig eldri Mýra- mannabúð. Þorsteinn stóð úti fyrir búðardyrum með flokk manna og beið þass að fagna föður sínum. Þegar ég var að rölta þarna um gjána og hugsa um Egil kemur maður niður gjárveg- inn á reiðhjóli. Þetta var út- lendur karlfauskur búinn eins pg heiimskautafari og með tvenn gleraugu. Nú hefði verið rétt að ég hefði í minningu Egils lagt manninn undir mig og bitið hann á barkann, en það sat eins og venjulega við frómar hugsanir, og ég sá ekki eftir því, þar ég hafði mjög gam- an af honum áður en lauk. Mig hefði samt langað til að segja við hann: — Nú ert þú kom- inn á helgan stað, góði, og ætt- ir eiginlega að draga skó þina af fótum þér, að minnsta kosti þurrka vel af þeim áður en þú hélzt niður í gjána, og síðan taka ofan þetta ljóta húfupott- lok. Þetta er nefnilega ebki ó- merkari staður en enska parla- mentið og ber sama virðing." Maðurinn spurði til vegar til Valhallar og það ætlaði að væflast fyrir mér orðið „hlykkjóttur", og ég uppgötv- aði, að það orð verðum við að kunna á nokkrum þjóðtung um, ef við ætlum að geta sagt þessum flökkulýð til vegar. Það getur vel verið, að það verði fleirum erfitt en mér að gera útlendingum grein fyrir því lögmáli vegakerfis okkar, að ferðalangurinn verði lengst af að halda í aðra átt en hann ætlar og komist samt á leið- arenda um það lýkur. Þetta er ekki sagt vegakerfi okkar til xasts, það er furðulegt að það skuli vera nokkuð og hlykkj- óttur vegur er miklu skemmti- legri en beinn vegur. Við kunnum ekki að meta þá tilbreytingu sem skyldi, að vera sífelll hræddir Við að fara út af í næstu beygju, auk spenningsins við það að vita heldur aldrei í hvaða átt mað- ur er að fara, og hvar maður að síðustu lendir. Við höfðum mætzt ofarlega í gjánni, og þegar karlinn hélt af stað á hjólinu, þá vildi hvorki betur né verr til en það, að hann stakkst á hausinn um leið og hjólið rann af stað. — Þetta hefur Egill gert,, hugsaði ég, af því þú tókst ekki ofan, bölvaður. Karlinn meiddi sig ekiki, því að það var mikill varningur á hjólinu og varð hann undir honum og dró úr högginu, en þegar hann stóð á fætur, tók hann til að hundskamma hjól- ið, svo að undir tók í veggjum gjárinnar, og hristi það og skók ti!.. Þetta fannst mér lærdóms- ríkt. Við skömmum ævinlega vegamálastjóra, ef farartæki okkar renna til í lausamöl, en það er miiklu viturlegra að skamma bilana, þeir enu á staðnum og ökumaðurinn get- ur strax fengið örugga útrás fyrir reiði sína með því að lemja uppá þeim. Það er talið svo, að Njáls- búð, hafi verið skammt frá ár- bakkanum gegnt kirkjunni og er þar flatur steinn í mýrinni og hartnær sokkinn og á hann er klappað, að þarna sé for- mannsbúð og hafi menn nefnt hana Njálsbúð. „ . . . Það sumar voru þing- deildir miklar. Gerði þá marg ur, s«m vant var að fara til fundar við Njál, en hann lagði það til mála manna, sem ekki þótti líklegt að eyddust sókn- ir og varnir. Og varð af því þræta mikil, er málin máttu ei'gs ljúkast og riðu menn heim af þingi ósáttir." Nú er gróið yfir þessi spor nauðleitarmanna heim að búð Nj'áls en ég heyri óminn af tali hans: — Svo má eigi vera að menn nái eigi lögum og hlýðir það hvergi að hafa eigi lög í land- inu..... Og í annað sinn sé ég hann koma heim að búð sinni, eft- ir að mistekizt hefur að koma á sættum í víglsmálunum eft- ir Höskuld Hvitanessgoða og nú er hann dapur og þreytu- legur. Þeir eru að tala saman feðg- arnír á leiðinni heim til búð- ar. — Nú kemur það fram, sem mér sagði löngum hugur um, að oss myndi þungt falla þessi mál. — Eigi er það, segh Skarp- héðinn, þeir mega aldrei sækja oss að landslögum. — Það mun þá fram koma, segir Njáll, sem öllum mun verst gegna. Sem ég nú stend þarna og er að hugsa um hinn orðhaga og spakvitra mann Njál og hversu gaman væri að eiga það tungutak, sem hann átti bless- aður karlinn, þá standa þarna skammt frá mér tveir nútíma íslendingar fullorðnir og er þá rétt að hlusta lítið eitt eftir orðræðum þeirra og tungu- taki, því að ekki töluðu þeir légt. — Já, allt í lagi hittu mig þá á eftir. — Eftir! Það get ég ekki, ég fer á eftir. — Ég hef ékki tíma fyrr en á eftir. — Já, en ég hef engan tíma á eftir. — Mér er ómögulegt að gera þetta fyrr en á eftir. — Jæja, ef ég kem á eftir, hvar verður þú á eftir? — Ég verð hérna á eftir. — Jæja, kannski ég reyni þá að koma á eftir, en ef þú verður ekki hér á eftir, þegar ég kem á eftir, þá kem ég ekkert á eftir. Það var að koma bíll og út úr honum ultu nokkrir út- lendingar. Þetta eru eins og brjálæðingar þessi útlendi myndavélalýður. Það hefur ekki fyrr fasta jörð undir fót- um en það byrjar að skjóta í allar áttir. Það virðist ekki skipta það neinu, hvað fyrir verður, það bara hleypir af f gríð og erg meðan filman end- ist. Það var máiulegt á einn úr hópnum að ég held, að ég hafi Wit á mynd njá honum. 15. öldin Framhald af bls. 2 þægni og harðdrægni, fjandskapur ætt- menna, rán og gripdeildir voru ein- kenni aldarfarsins. Lengi hefur verið jafnað til Sturlungaaldar um upplausn og öryggisleysi, en 15. öldin var snöggt- um verri, en þeirrar aldar menn áttu engan Sturlu Þórðarson til að draga upp mynd af aldarfarinu. Útgerðargróð- inn og baráttan um hann varð til þess að auka U'pplauisnina og spilla siðferðinu. Forsend'unnar að atvinnuhyltingunni er að leita erlendis. Efnahagsástand í Evrópu á 14. og 15. öld var erfitt. Snemma á 14. öld varð mikil hungurs- neyð í álíunni, síðan geisar Plágan 1347-50 og fólkinu stórfækkar. Árferði var slæmt, úrkoma meiri og kalsaveðr- átta, einkum um norðanverða álfuna. Landlbúnaður dregst saman og efna- hagskrepipa hefst. Bankarnir á ítaliu verða margir gjaldþrota á fyrsta fjórð- ungi 14. aldar. Samdráttar gætir á 611- um sviðuim. Útþensla Evrópu, sem hefst með krossferðum, landnámi í austur- veg og auknum nýræktum, er öll, þegar dregur að lokum 13. aldar. >á hefst afturförin, sem hélzt allt til miðrar 15. aldar. Uppskeru'brestur verður oftar í áífunni á 14. öldinni en áður, þetta get- ur bæði stafað af kólnandi veðráttu og arðráni landsins. Áburðarnotkun í þeim mæli, sem við þekkjum, tíðkaðist ekki um þetta leyti. Víða var landið orðið gróskusnautt eftir margra alda rányrkju, þótt reynt væri að halda við afurðagetu þess með því að láta akra standa ósána um tvö til þrjú ár. Styrj- aldir fækkuðu fólki ekki í slíkum mœli, sem pestir, en afleiðingar styrjalda, rán og eyðilegging verðmæta hafði af- drifaríkar afleiðingar. Kornræktin var löngum dýr þegar Vs til % uppskerunn- ar fór í útsæði næsta ár. Kornverð fer hækkandi í Evrópu fram undir 1300 en tekur þá að lækka og kemur þar til kornverzlun Hansaborganna, ódýrara korn frá hinum miklu kornlöndum við Eystrasalt. X»ðal viðskiptaland íslendinga fyrr á öldum, var Noregur. Þar tekur að bera á vinnuaflsskorti í landbúnaði um 1250, bændur taka að leita sér atvinnu við sjóinn og við skógarhögg. Landverð lækkar í Noregi frá 1350-1400 og víða var akuryrkja aflögð og tekin upp kvik- fjárrækt í staðin.n, ástæðan fyrir því var stórhækkun á sméri. Smér hækkar um 50% á árabilinu 1200-1275, en korn hækkaði ekki. Eftir 1300 nækkar verð smérs enn og frá 1350-1400 nemur hækkunin 50-60%. Hansastaðirnir verzl- 19. nóv. 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.