Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 12
uðu við Noreg, keyptu smér og skreið og fluttu þangað korn og malt. I>að eru norskir bændur, sem leiða Hansaveldið yfir Noreg, með því að taka upp þá grein land'búnaðar, kvikfjárræktina, sem gaf mestan arð, en um leið verða þeir háðir Hansasambandinu um korn- innfiutning. Norðmenn höfðu lengi verzlað við Englendinga, eins og áður segir, flutt þangað skreið sjálfir eða selt hana enskum kaupmönnum, sem s:gldu til Björgvinjar, en sú borg var miðstöð skreiðarverzlunarinnar. Skreið- arframleiðsla Norðmanna nægði fyrir enska markaðinn, því var þeim lítill akkur í að kaupa skreið af íslendingum, slikt hefði getað orðið til þess að of mikið bærist á markaðinn og orsakað verðlækkun. Með tilkomu Hansasam- bandsins verður sú breyting, eftir að sambandið hafði náð tangarhaldi á norsku verzluninni, að Hansako.ntór- inn í Björgvin réð skreiðarverzluninni og útilokaði kaup Englendinga á norskri skreið í Noregi. Þeir verða nú að kaupa norsku skreiðina af Hansa- mönnum, en þeir gera Lubeck að mið- stöð skreiðarverzlunarinnar. Við þessar aðgerðir eykst stórlega markaður fyrir skre.ð, vegna verzlunarsambanda Hansasambandsins, Har.sakaupmenn dreifa skreiðinni um alia Evrópu og til landanna við Eystrasalt og flytja þaðan ódýrt korn. Eftirspurnin eftir skreiðinni eykst og þá hefst sala skreiðar og lýsis héðan um miðja 14. öld. Englendingar undu illa einokun Hansamanna og undir alda- mótin taka enskir duggarar að sigla h;ngað til fiskveiða og skreiðarkaupa. Eftir aldamótin hefst síðan harðvítug samkeppni um skreiðina hérlendis og þá verða hinar miklu verðhækkanir. Erlend vara flyzt í ríkara mæli en fyrr og hagstæðast var að skipta á henni og skreið eða lýsi. Verzlun á þessum árum var vöiuskiptaverzlun og þar sem hagstæðust kaup urðu gerð með þess- um vörum, jókst eftirspurn eftir þeim innanlands. Verferðir hefjast, bændur fara sjálfir að senda vinnumenn sína í verið. Fólk flyzt að sjávarsiðunni, búðsetumenn eða þurrabúðarmenn lifa af fiskveiðum og ýmiskonnr lausavinnu, sem til féll. Þessu fólki fjölgar mjög á þessum árum. Bændur og landeigendur margir hverjir ömuðust við þessari þró- un, þetta dró vinnuafl frá landbúskap og ýtti undir kauphækkanir, undan- tekning voru þó þeir landeigendur, sem áttu auð sinn mjög undir útgerð, þeir leyfðu útróðrarmönnum að setjast að nálægt býlum sínum, leyfðu þeim nokk- ur jarðaiaíhot og búfjárhaid að nokkru, og unnu þsir síðan hjá iandeiganda á útræði hans. Þessi hjáleigubúskapur jókst við sjávarsíðuna og kringum ýms- ar gæðajarðir í landíbeztu héruðunum. Þessi þróun hófst reyndar fyrr, snemma á 12. öld, en eflist mjög við atvinnu- byltinguna i upphafi 15. aldar, einkum við sjó.nn. Byggðin í landinu þéttist nú sunnan og vestan lands, þar sem auð- veldast var að stunda útgerð, en strjál- ast um austanvert og norðanvert land- ið. Þessi tilfærsia byggðarinnar var haf- in fyrir aldamótin, í Svarta dauða strjáiast byggðm enn frekar í hreinum landbúnaðarsveitum og var því helm- ingi tilfinnanlegri en ella. Fólkið flyzt í þær sveiúr, sem liggja að aðalverstöðv- unum, þar sem aflafé var auðfengnast, enda segja heimildir, „að öreigar verði fullríkir af fiskvelðum" (um miðja 14. öld). Þetta átti eftir að koma enn skýr- ar fram á 15. öld. Eitt var það, sem lýsir hvað skýr- ast áhrifum þessarar atvinnutoyltingar og það eru hinar nýju hafnir. Fornu hafnirnar lágu að beztu landibúnaðar- sveitunum, en við aukinn útveg er tekið að sigla á hafnir, sem lágu við verstöðv- arnar. Skipín koma nú á fleiri hafnir en áður og margar þeirra voru nýjar. Skipkomur verða nú tíðar, þar sem eng- in sigling var fyrrum, en siglingar á hmar fornu hafnir strjálast mjög; Eyr- ar, Hvítárós, Gásir og Dögurðarnes mega muna sinn fifil fegri. Nú blómgast verzlunin í Hvalfirði, Hafnarfirði, Grunnasundsnesi og Þerneyjarsundi. Mesta höfnin var Hvalfjörður. Skip- komur verða nú mun örari en áður. 1264 er það skilyrði sett í samningum Hákonar gamla og íslendinga, að kon- ungur tryggi siglingu sex skipa hingað til lands, næstu tvö árin. Þetta bendir til ótta við siglingateppu, og einnig til takmarkaðrar eftirspurnar eftir ís- lenzkri vöru; reyndar var sigling á mið- öidum alltaf áhættusöm, en menn lögðu á sig hættur úthafsins fyrir gróða- vænleg viðskipti. Sex skipa skilyrðið er mjög góð hag- söguleg heimild. Hún sýnir, að íslend- ingar hafa um miðja 13. öld talið nægi- legt innflutningsmagn rúmast í sex litl- um seglskipum og að þau nægðu til þess að flytja útflutningsvörur lands- manna á erlendan markað. Skip þessi voru lítil miðað við flutningaskip nú- tímans, svo að magn innflutnings og útflutnings hefur verið mjög lítið mið- að við sama magn á 15. öldinni. Heim- ildir geta um komu skips af Englandi 14>12 og eftir það tekur ensk sigling að stóraukast hingað til lands. 1413 koma enskir kaupmenn aftur og einnig duggur til fiskveiða. Verzlun Englend- inga virðist hafa geðjazt íslendingum vel, „síðan keypti hver sem orkaði eptir efnum“, segir Nýi annáll. Bréf barst með þessum kaupmönnum frá konungin- um á Englandi til almúga og til allra beztu manna úti hér, um að kaupskap- ur yrði leyfður. Þessi verzlun fór fram i Vestmannaeyjum, annar kaupmaður, Ríkharður að nafni, kom í Hafnarfjörð, var skipuð höfn á Eyrarbakka, en kaus heldur að verzla „niðri við Sundin" (við Viðey). essir atburðir fréttust fljótlega til Danmerkur. Hansamenn, sem töldu s.g hafa einkarétt á skreiðarfram- leiðslu danska ríkisins kvarta og Eirík- ur konungur sendir bréf hingað og bannar viðskiptin við Englendinga (alla þá útlendinga, sem ekki hafði verið venja að verzla við áður). 1415 sendi konungur sendimenn á fund Englands- konungs til þess að kæra siglingar enskra manna hingað og varð sá árang- ur, að Englandskonungur bannaði þegn- um sínum að sigla hingað um næstu tvö ár. Skömmu síðar á sama ári kom fram bænaskrá í enska þinginu, þar sem konungur er beðinn að aflétta þessu banni, með þeim rökum, að forn fiskimið hafi brugðizt og þvi hafi verið sótt á íslandsmið, og þar fengizt góður afli síðastliðin sex sjö ár. Eftir þessu ættu Englendingar að hafa hafið sigl- ingar hingað fyrr en 1412, og er það vísast. Framhald í næstu Lesbók. bókmenntir Framhald af bls. 4 Lífshrynjandin í hinu fagra og mikla verki um Fær- eyjar, sem Dansk-færeyska félagið gaf út árið 1958 með stuðningi Dansk-fær- eyska menningarsjóðsins, hefur Héðinn Brú ritað sterka persónulega lýsingu á lífshrynjandinni i þessu gamla bænda- þjóðfélagi ásamt ítarlegri greinargerð um færeyskan landbúnað. — Því fer fjarri, að vandamálin í landbúnaði okkar megi bera saman við vandamál þau, sem Danir eiga við að etja. Hinn grunni jarðvegur, lega tún- anna og veðurfarið gera það að verkum, að skilyrðin eru mjög ólík. Og skipan erfða á óðalsjörðunum heldur búunum alltof litlum, fáránlega litlum. Það hefði átt að breyta þessu fyrir löngu. — Sem búnaðarráðunautur hafið þér líklega ferðazt um hvert byggt ból í Færeyjum? — Já, það held ég. Og oftar en einu sinni. Hér áður fyrr gátu slíkar ferðir verið þreytandi. Þá voru næstum engir vegir. Menn urðu að fara gangandi yfir fjöllin. Brýr voru líka næstum óþekkt- ar. Það var ekki um annað að ræða en að vaða árnar, þótt í þær hlypi stundum vöxtur og væru óálitlegar yfirferðar. Væta af jörðu og væta af himni. Nú, maður var ungur. Ég ferðaðist á dag- inn og skrifaði á nóttunni. Nú eru komnir vegir og brýr, en ég er ekki lengur ungur, rúmlega 66 ára, svo að ég þarf að sofa meira á nóttunni. Alþjóðleg list — Sú djúpa þekking á færeysku fólki og landslagi, sem þér hafið smám saman öðlazt í skyldustörfum yðar á ferðalögum, hlýtur að hafa haft mikla þýðingu fyrir yður bæði sem mann og skáld. — Það getið þér reitt yður á. Ég er þakklátur fyrir samræður við Færey- inga um allar eyjarnar og fyrir að hafa fengið að upplifa mismunandi ásjónu hinna ýmsu hluta heimalands míns í margs konar veðri. Ekkert færeyskt skáld hefur lýst upp- lausninni í gamla þjóðfélaginu eins vel og Héðinn Brú. Hann tekur til með- ferðar félagslegu byltinguna, þegar hið samvirka félag bænda og sjávarþorpa breyttist í hálfrótlaust bæjaþjóðfélag. Og þetta er ekki þröngur átthagaskáld- skapur. í stíl, stemningu og atburðum er frásögnunum lyft upp í veldi al- mennra mannlegra samskipta. Þetta er alþjóðleg list. — Hvers vegna lagðist gamla félags- skipulagið niður? —Það hlaut nú að fara svo, svarar skáldið, — svipaðar breytingar hafa átt sér stað annars staðar. Upp reis peningaþjóðfélag, iðnaðar- og verka- mannaþjóðfélag með aðrar þarfir. Gamla þjóðfélagið var staðnað, það skorti grundvöll fyrir áframhaldandi tilveru þess. Þetta var nú ekki heldur eintóm sveitasæla. Heilbrigðisþjónustan og möguleikar til æðri menntunar eru margfalt betri í dag. En það er rétt, að í þessu fámenna þjóðfélagi gæti þrifist traust og sálarró, sem á næstum ekkert griðland á okkar tímum. Það er eðli- legt, að við, sem höfum kynnzt því, minnumst þess með trega. í nýja þjóð- félaginu erum við ekki enn búnir að fá aftur það, sem við misstum. En breytingin var bráðnauðsynleg. — Þér eruð jafnaðarmaður. — Já ,það hef ég lengi verið. En ég er ekki svo þröngsýnn, að ég kunni ekki að meta fólk úr öðrum flokkum. Til dæmis hef ég mikið álit á varalögmann- inum Christian Djurhuus. Bækurnar Árið 1962 kom ádeiluskáldsagan „Fattigmandsære“ eftir Héðin Brú út á dönsku í aðdáunarverðri þýðingu eftir unga dóttur skáldsins og tengdason, Gunnvá’ og Povl Skárup. Bókin fékk frábærar viðtökur, og Gyldendal gat brátt sent frá sér annað upplag. Og strax árið eftir gaf forlagið út „Fjeld- skyggen", ágætt úrval af hinum frá- bæru smásögum Héðins Brú, þýtt af hinum sömu. — Með einni undantekningu er ég mjög ánægður með það, sem dönsku blöðin skrifuðu um bækur mínar. „Fattigmandsære" hefur einnig komið út á íslandi, þar sem umhverfið er skylt. I Sviss hefur hún komið út á þýzku, og í hitteðfyrra kom hún út á nýnorsku í þýðingu Ivars Eskelands. Jú, ég er ánægður. — Það voruð þér, sem stofnuðuð Norræna félagið í Færeyjum. „Við verðum að segja, að ég hafi ver- ið einn af þeim, sem stofnuðu það. Eins og ég hef sagt, fékk ég mikinn áhuga á norrænu samstarfi og samhyggju á námsárum mínum í Kaupmannahöfn, er ég var meðlimur í Samtökum lýð- skólamanna. — En þér létuð af formennsku árið 1963. — Já, ég vildi gjarnan fá tíma til að skrifa. í fyrstunni vorum við í Fær- eyjum aðeins deild af danska samband- inu, en nú höfum við sjálfstætt félag. Ur því að ég vildi helzt vera laus frá formannsstarfinu, snerum við okkur til Mariusar Johannessen, sem hefur sinnt því með ágætum. — Nú, það var þá ekki vegna ó- ánægju, að þér hættuð? — Alls ekki. I norrænni samvinnu eru því takmörk sett, hve miklum ár- angri er hægt að ná í einum áfanga. Á Norðurlöndum hafa menn að vísu orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með tilliti til einstakra mála. En mér þykja norrænu félögin hafa unnið mikið gagn með því að halda lífi í norrænni samkennd í hugum fólks. Það ætti að nægja að minna á æskulýðsstarfsemina, hópferðir æskufólks og vinabæja, — jafnvel að- eins þetta er mjög mikils virði. — Hvernig atvikaðist það, að þér kusuð að reisa hús hér á Veddinge- hæðum? — Mig hefur lengi dreymt um að eignast hús hér „í hinum hluta danska ríkisins", eins og við segjum í Færeyj- um. Að það varð nákvæmlega hér, þar sem við stöndum, er vegna þess að við bjuggum sumar nokkurt í húsi Matras prófessors við Rörvig. Við hjónin fórum eitt sinn í gönguferð hingað upp eftir til að líta á landið. Og hér á hæðinni var land til sölu. Okkur þótti líka fal- legt hér. Embættisskyldurnar heima í Færeyjum kaíla nú brátt, en við hlökk- um til að koma aftur. Eg lyfti glasinu og óska færeyska skáldinu til hamingju með húsið á Veddinge-hæðum, til hamingju með óskrifuð verk, sem eiga eftir að taka á sig endanlega mynd í þessum stofum, sem snúa gluggunum út á Sejrö-fjörð. i — Vikurnar hafa liðið geysihratt hér, segir Héðinn Brú. — Síðar munum við dveljast hér lengur í einu. En okk- ur skortir ekki útsýni yfir hafið úr glugganum okkar heima á Þórshöfn. Innan skamms ferðast búnaðarráðu- nauturinn og skáldið aftur til Færeyja, þar sem hann mun fara um stórskornar eyjarnar, virða fyrir sér heimatún og útengjar, óveðursský og norðurljós, haf og fjallatinda. Hann mun mæta brim- róti Norður-Atlantshafsins með frið- sælt sjálenzka sumarið í huga sínum. Andstæður eru nauðsynlegar skáldum. Úr sögu Reykjavíkur Sé nú tilgátan rétt, að fálkaskipið hafi byrjað að sigla á Hólmshöfn um þær mundir er verzlunin var flutt úr Gamlahólmi í Örfirisey, þá er hér fengin nokkuð örugg vissa um hvenær það hefir verið. Nokkrir auka erfi’ðleikar fylgdu því, að hafa fálkaskipið í Hólmshöfn (Reykjavíkurhöfn). Upp frá því varð að bera fálkana frá Bessastöðum til Reykja- víkur. Kom það í hlut Alftnesinga, því að Bessastaðamenn skylduðu þá til þess, en hafa sennilega borgað þeim eitthvað fyrir vikið. Álftnesingar afsögðu þó að bera fálkana lengra en á Víkursand, og með því nafni mun sennilega átt við Grófina. En svo var Víkurbóndi og hjáleigumenn hans skyldaðir til þess að bera fálkana „af Víkursandi fram í Hólmskaupstað, alla upp á sinn kost“, segir í Jarða- bókinni, en það mun þýða, að ekkert hafi verið greitt fyrir þann burð. Þetta fyrirkomulag mun hafa haldizt um rúmlega hálfa öld, eða þar tíl kon- ungur gaf Reykjavík og búskapur þar lagðist niður. Niffurlag í naesta blaffi. ]2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. nóv. 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.