Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 8
» aS var sólbjartur sumar- dagur, þegar ég hélt úr hlaði, sæll og glaður, „velmettur var hans kviður og vaskaður ofan í tær." Sú rómantíska firra hafði gripið mig, að ég skyldi fara til Þingvalla og rápa dagstund um þennan sögufræga stað. Þegar ég kom suður á planið hjá Umferðarmiðstöðinni hitti ég gamlan sveitunga, Bolvíking og heimspeking. — Hvað ert þú að villast, Kitti, ertu að fara til Þingvalla? — Nei, ég er nú að fara til Keflavíkur, en ég get svo sem eins farið til Þingvalla, fyrst Keflavíkurrútan er ekki kom- in. Við athuguðum málið lítið eitt nánar frá heimspekilegu sjónarmiði og féllumst á, að það skipti mestu máli, að menn héldu áfram einhverri ferð meðan þeir væru ferðafærir, en hitt skipti aftur minna máli til hverrar áttar menn héldu. Mér varð starsýnt á fótabún- að sveitunga míns. Hann var í gljáburstuðum skóm, en slíkt er fátítt að sjá orðið hér í Reykjavík, og kemur þar hvort- tveggja til, að skór eru nú af ýmsu efni og 'oft óburstanlegu og síðan það, að borgarbúar hirða ekki eins um að bursta skó sína eins og fólk utan af landi, sem býr sig uppá. Þessir gljáandi skór leiddu huga minn að Pálmeyju gömlu í Víkinni. Það var eitt sinn, að hún mætti Halldóri Hávarðar, söng- stjóra og þekktum manni yestra á sinni tíð. Halldór var skartmenni mikið og höfðing- legur og var hann í þetta sinn velbúinn að vanda. Pálmey stanzaði á götunni um leið og Halldór gekk framhjá, hallaði undir flatt, — henni var það reyndar áskapað og sagði: — Ási, atli það sé herr, með mammbúkk og í blankskóm. Þ egar við Bolvíkingarnir vorum setztir inn í bílinn komu nokkrir unglingar inn í bílinn. Þeir slettu ensku í allar áttir, og ég hélt áfram að hugsa um Pálmeyju og hennar ágæta mann, Guðmund Jensson. Þannig var, að Guðmundur hafði þénað undir danskan verkfræðing í Brjótnum fræga, og talaði Guðmundur gjarnan dönsku að tiginna manna hætti. Þau hjón — af guðs náð — voru barnlaus og bjuggu þröngt og við rýran kost, loftið var naumast manngengt, en þó bil milli rúmbálkanna, sem stóðu sitt undir hvorri súð. Guðmund ur var að eðli mikill ridd- ari og leyfði hann konu sinni að hafa næturgagnið undir sínu rúmi, þar sem henni var það þá tiltækara. Nú er það eitt sinn, að Guð- mundur vaknar síðla nætur og segir: — Vað blev klokken, Palm- ey, nor jæ kom jemm í natt? Pálmey hrökk upp með and- fælum. — Vantar þig pottinn, elska? — Va ba, forstor du ikke dansk, kona? Nú reiddist Pálmey að von- um að vera þannig rifin upp úr fasta svefni til að tala dönsku og reis hún upp við dogg, steytti hnefann að bónda sín- um og sagði mynduglega og stórmannlega og mörgum til fyrirmyndar í dag: — Guðmundur Jensson, ég ætla að láta þig vita það, að á þessu heimili er ekki talað ann- að en íslenzka. mt egar við ókum Miklu- brautina, sást úr rútunni, hvar kona lá í götunni — bílslys með einhverjum hætti — hún lá á bakinu, reisti burstir og hnakki hennar hvíldi á steyptri ak- brautinni, andlit hennar náfölt horfði við okkur í bílnum. Ein- hverja meðvitund virtist hún hafa, því að hún kreisti vasa- klút í vinstri hendi. Þarna var einn lögregluþjónn að stikla og nokkrir vegfarendur höfðu hóp azt saman, svo sem títt er, ef válegir atburðir gerast og eng- in líkindi eru til að það kosti neitt að standa og glápa. Af hverju fleygði enginn yfirhöfn yfir konuna? Það kvað vera Þarna hafa líklega komið saman tíu þúsund manns yfir þing- timann í 9. og 10. viku sumars. Egill Skalla-Grímsson riður til þings. *„ I ^U-w^/- ASCEIR JAKOBSSON: UPPAAEÖ bannað að hreyfa slasaðan mann fyrr en sérfróðir menn með þar til gerð tæki koma og flytja hann, en það getur f jand- ann ekki verið bannað að hylja fólk, hvort heldur er til að skýla nekt þess eða verja það kulda. Þegar um konu er að ræða, er einhver ómennska fólgin í því að hópast saman yfir henni slasaðri og liggjandi og gæta ekki virðingar hennar, þegar hún er ómegnug þess sjálf. Mér fannst hlutur lög- regluþjónsins í þessu dæmi ekki góður. ? Þegar bátur er mikill til end- anna, það er breiður um kinn- ungana að aftan og framan, er kallað að hann þoli lengingu, og þá gjarnan sett stykki í miðj una og var það algengt vestra að trillur voru lengdar. Ein af útlendu kohunum í bílnum var afburðamikil til beggja enda og hrekk ég nú upp úr hugleiðingum mínum um lífsins hrellingar við það að Bolvíkingurinn segir: — Hún hefði þolað lengingu þessi. Þegar menn eru á leið til Þingvalla er sjálfsagt að fara að hugsa um þjóðleg verðmæti og þá auðvitað helgiritin fs- lendingasögurnar, þessa kjöl- festu þjóðarinnar, langar og myrkar aldir. Þess er nú von að lesandinn spyrji, þegar hér er komið lestrinum: — Er nú vaknaður upp einn fábjáninn enn að skrifa um sögurnar. Það er rétt, það er voðalegt að bera í þennan löngu bakka- fulla læk, enda skal ég flýta mér að hespa af þær hugleið- ingar mínar. Mf egar rótíækir mennta- menn og rithöfundar hófust hér til áhrifa á þriðja og fjórða tug aldarinnar, stútfullir af bylt- ingaráhuga og socialrealisma, gengu þeir berserksgang í að ryðja af stalli gömlum goðum, sérílagi hinni rómantísku trú á ágæti feðranna og íslenzka gullöld og höfðingja. Þeir töldu þessa dýrkun spilla stéttvísi alþýðunnar. Hver kotungur taldi sig af höfðingjum kominn og sjálfan höfðingja og það er erfitt að fylkja svoleiðis fólki til rót- tækrar stéttabaráttu. Ráðizt var beint og skipulega á fslend- ingasögurnar. Það gekk maður undir manns hönd, og þar í flokki margir okkar beztu manna á ritvellinum, að rakka þessi helgirit fólksins niður og sanna að þær væru lygisög- ur og skáldskapur frá rótum og forfeðurnir hefðu verið helzt fífl og skopsagnarefni eða þá barbarar og sjóræningjar. Hér hefðu aldrei verið neinir af- reksmenn né hetjur og það var hlegið ákaflega að þeim, sem lét sér koma til hugar að halda áfram að trúa því, að við vær- um útaf almennilegu fólki, heldur vildu þessir menn telja að við værum mest komnir út af þrælum og undirmálslýð af ýmsu tagi. Nú langar mig til að skjóta því hér inní, þó að ekki sé nú erindið að ræða það, að þræl- um var ekki leyft að eignast börn og þau borin út, ef þau samt fæddust; þrælahald dó hér út svo snemma vegna þess að þrælastofninn endurnýjaðist ekki. Það gilti það sama um annan undirmálslýð, að vegna framfærsluskyldunnar, sem snemma var lögð á hreppsfé- lögin, voru börn þessa fólk borin út, sjálfsagt að verulegu marki, og þessi andstyggilegi barnaútburður bitnaði fyrst og fremst á þeim, sem aumastir voru og minnstir fyrir sér og var afleiðingin auðvitaS sú, aS við getum með sanni talið okk- ur til góðra bænda. Er það engin blekking, hvort sem þeir hafa nú verið betri en það fólk, sem þeir leyfðu ekki að tímg- ast. En þetta er ekki hér til um- ræðu og víkur þá aftur að sög- unum. " essir róttæku menn og reyndar ýmsir fleiri, sem töldu rómantíkina okkur til trafala, hrópuðu í kór: — Niður með helv____róm- antíkina. Merkir fræðimenn höf ðu flutt þá kenningu, að íslend- ingasögurnar væru höfunda- verk, fremur en verk ritara, sem hefðu verið að rita niður munnlega geymd og sannferð- uga sagnfræði. Þessi kenning var óspart notuð og ýkt, þar til búið var að koma skáld- sagnastimplinum á Sögurnar. Þá var björninn unninn. Þó að orðið skáldsaga hafi víðtæka merkingu, og skáld- sögur geti verið með ýmsu móti, bæði sannar og ósannar, þetta merkir sem kunnugt frem ur form á frásagnarmáta held- ur en það segi nokkuð annað um aðra gerð bókarinnar — en í hugum almennings hér jafn- gildir orðið skáldsaga orðinu lygisaga. Þegar búið var að rótfesta þenan stimpil á fslendingasög- urnar fauk um leið trúin á sannleiksgildi þeirra. Það er kaldhæðni örlaganna, að í stað þess að koma sínum eigin goðum á stall, þeim Marx og Stalín, eins og ætlað var af þeim sem ákafast gengu til verksins að ryðja burt fornum goðum, laumuðust þeir Batman og Superman upp á auðan stall- inn, og mætti nú álíta að marg- ir þessara manna teldu sinn hlut ekki of góðan og þeir hefðu betur .látið sér hægar. N, lú er það fjarstæga að telja íslendingasögurnar lygisögur, þó að þær séu í skáldsöguformi, — hvert helzt menn telja þær verk einstakra höfunda eða munnlega geymd þjóðarinnar ritaða óbreytta niður, eða í þriðja lagi brot munnlegrar geymdar, raðað saman, rituð niður af snjöllum sögumönn- um, að þá hafa fslendingasög- urnar á sér öll einkenni sannr- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. nóv. 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.