Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 14
BILLÍNN Framhald af bls. 13 að minnsta kosti börnin. Nú er Ford jafnvel kominn með annan slíkan til að keppa við Mustang, þ. e. Cougar frá Mercury. General Motors svaraði með Chevrolet Cam- aro, Chrysler svaraði með Dodge Charger og nú loks American Motors með Javel- in. Þetta eru allt vel teikn- aðír bílar og augljóslega und- ir ítölskum áhrifum. Þeir marka stejnuna og nú má sjá á árgerðunum 1968 veru- leg áhriý á „standard" gerð- unum jrá þessum sportlegu útgáfum. RABB Framhald af bls. 16 með þessum kostnaði, sem er án efa þýðingarlaus fyrir fyrirtœki þeirra, væru þeir þrátt fyrir allt að stuðla að túrisma á íslandi; stuðla að því að útlendir farþeg- ar með Flugfélaginu hefðu eitt- hvað þokkalegt handa á milli, sem þeir ef til vill tœkju með sér heim. Það væri út af fyrir sig elskulegt sjónarmið og óeigin- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gjarnt. En það broslega er aðeins þetta: Það yrði hlegið að hverj- um einasta íslendingi, sem kœmi í fyrirtœki og byði þvílíka skil- mála. Það kæmi fyrir sama, hvort það væri venjulegur Pétur eða Páll eða menningarviti eins og Ragnar í Smára. Mér er sagt, að erfiðlega gangi að selja auglýsing- ar í sum innlend rit, sem prýði- lega eru úr garði gerð; á slíka aug- lýsingasölu er ævinlega litið sem betl. En fínn útlendingur er auð- vitað ekki að betla og auk þess mundi hann halda, að við vœrum ekki gestrisin, vœri tilboði hans neitað. Ennþá er gamla minnimátt- arkenndin við lýði. Daninn, sem árlega kemur hingað til að „plata sveitamanninn", hefur orðið millj- óneri á því að færa sér í nyt þess- ar gamalgrónu og „undirdánugu" tilhneigingar landans. Vonandi að honum verði tekið með tilhlýði- legu bukki, þegar hann kemur til að innheimta aurana sína í sjopp- um og trésmíðaverkstœðum frá Súðavík til Hornafjarðar. Gísli Sigurðsson. Frá Görðum til himnaríkis. Fátæk kona kom til sr. Árna Helga- sonar, og spurði hvort henni mundi vera frjálst að tína sér ögn undir pottinn í hrauninu svo sem með hans leyfi, þar sem hann ætti ítak í staðarlandinu. „Öjú, kindin mín, því ekki. Ætli ég hafi marga viðaranga með mér frá Görðum til himnaríkis." Önnur gömul kona spurði hann, hvort veröldin færi ekki ávallt versnandi. „Ö, ekki held ég það, ég hugsa hún hjakki við þetta," svaraði sr. Árni. Hindúa-spakmæli. Góð móðir tekur fram hundrað skóla- kennurum. Eftirlát kona ræ'ður yfir manni sínum. Þrennt er það í heiminum, sem alltaf kemst leiðar sinnar: Konan, eldurinn og vatnið. N. Kbl. Nýjar erlendar bœkur HANDBÆKUR: The Penguin Dictionary of the Theatre. John Russell Taylor. Fenguin Books 1966. 5/—. í þessari bók geta menn fræðzt um leikrit, leikara, leikritaskáld, gagnrýn- endur, leiklistarnám, leikhús, sviðs- tækni, leiktjaldager'ð og margvíslegt fleira. Þetta er handhæg bók og er ætl- að að snerta flest það, sem leiklist varð- ar. GALDRAR: Witchcraft Pennethorne Hughes. Pen- guin Books 1965. 5/—. Höfundur telur galdratrúna leifar fornra trúarbragða, sem hafa tapað inn- taki sinu og drabbað niður í andatrú og kukl. Hann rekur sögu galdra allt frá miðöldum, ofsóknarbrjálæðið á 17. öld og viðbrögð nútíma manna við galdri. Þetta er lipurlega skrifuð bók, henni fylgir bókaskrá, þar sem má finna betri rit um efnið, auk þess er registur. Framkv.stj.: Ritsrjórar: RltstJ. fltr.: Auglýslngar: Ritstjórn: Útgefandi: Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason £rá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Gísli SigurSsson. Árnl Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 22480. H.f. Árvakur. Reykjavlk 16. nóv. 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.