Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Síða 4
Þegar hinn heimsfrægi hljómsveit- arstjóri, Herbert von Karajan, kom í fyrsta sinn til Bandaríkjanna með Sinfóníuhljómsveit Berlínar árið 1955, hafði stjórn einnar stærstu deildar Sambands amerísíkra tónlist- armanna sent John Foster Dulles samhljóða tilmæli um, að Karajan yrði meinaður aðgangur til landsins. Mótmælagöngur voru farnar fyrir ut- an Carnige HaU meðan tónleikarnir fóru fram. Herbert von Karajan hafði verið yfirlýstur nazisti, og með- al annars verið meinað að halda op- inbera hljómleika í heimalandi sdnu, Austurríki, og bannað að fara úr landi á fyrstu árunum eftir stríð. Með þessum aðgerðum vildu þessir amerísku tónlistarmenn leggja áherzlu á, að Herbert von Karajan væri óæskilegur gestur sakir stjórn- málalegrar fortíðar sinnar. Viðhorfið gagnvart Karajan hefur vissulega tekið stórkostlegum stakkaskiptum síðan, en enn hefur Sinfóníuhljóm- sveit New Vork-borgar ekki séð ástæðu til að bjóða honum að stjórna hljómleikum hjá sér. Mun hann þannig vera nánast sá eini af fræg- ustu hljómsveitarstjórum heims, sem sú hljómsveit hefur sniðgengið. Herbert von Karajan fæddist í Salz- burg og er nú 59 ára gamall. Hann kom fyrst opinberlega fram aðeins finnm ára gamall sem undrabarn í píanóleik, og stundaði eftir það nám í tónlistarskóla borgarinnar, Mozarteum. Frumraun sína sem hljómsveitarstjóri þreytti hann 19 áxa að aldri, og þá fyrir tilviljun. Hann var látinn taka við stjórninni á síðustu stundu vegna veikinda annars. Almenn viðurkenning féll honum þó ekki í skaut fyrr en níu árum síðar, er hann stjórnaði sem gestur við óperuna í Berlín. Þá hófsit hinn raunverulegi ferill hans sem hljómsveitarstjóri og mun eng um blandast hugur um, að hann sé einn mesti snillingur á sviði hljómsveitar- stjó.rnar í heiminum um þessar mundir. Á árunum milli 1956 til 1964 var hann fastráðinn hljómsveitarstjóri í fjórum löndum samtímis: við Scalaóper- una á Ítalíu, við Berlínarhljómsveitina í Þýzkalandi, við Lond'on Philharmonia í Englandi og loks í heimalandi sínu, bæði við Ríkisóperuna í Vín og við tónlistar- hátíðina í Salzburg, þar sem hin nýja hljómileikahöll, Festspielhaus, var byggð að mestu eftir fyrirmælum hans. Hann var þvi á eilífum ferðalögum milli landa og á þessum árum var heimfærð upp á hann saga, sem var einu sinni sögð um tónskáldið Richard Strauss. Sagan er á þá leið, að Karajan stökk upp í leigu- bifreið og þegar bílstjórinn spurði hvert ætti að aka, svaraði hann: Skiptir ekki máli — ég er alls sitaðar eftirsóttur. f síðasta mánuði stjórnaði hann í fyrsta skipti í Metropolitan óperunni í New York. Þar stjórnaði hann og setti á svið óperuna „Valkyrjan11 eftir Wagner. Hann bar alla ábyrgð á sýningunni og réð meira að segja einnig ljós'beitingu. Aðgöngumiðinn kostaði 40 dollara og komust færri að en vildu. Þessi sýning var hin fyrsta af fjórum Wagner-óper- um sem Herbert von Karajan setux á svið og stjórnar á næstu fjórum árum samkvæmt sérstökum samningi við Metropoliton óperuna. Lögheimili von Karajans er í St. Moritz í Sviss, þar sem hann á gríðar- stónt hús. Hann valdi þann stað m.a. með tilliti til nálægðar hans við Salz- burg; á þotunni sinni er hann aðeins 36 mínútur að fljúga milli staða. Hann á einnig nokkra kappaksturabíla, sem hann hefur yndi af að aka, og hann nýtur þess vel að ganga á fjöll eða renna sér á skiðum. Sagt er, að hann kunn-i vel að meta þann munað, er auð- urinn veitir. Eiginkona hans er frönsk og eiga þau hjón tvær dætur. Herbert von Karajan er talinn mjög einþykkuir maður, og kröfuharður. Skæðar tungur segja, að hann eigi áreiðanlega ekki vinum sínum að þakka velgengni sína, því að hann eigi þá ekki nógu marga. En flestum mun koma saman um, að eigin gáfur Karajans, vinnuþrek hans og ósérhlífni hafi nægt honum til heimsfrægðar, hann slakar aidrei á listrænum kröfum til að ná full- komnum áxangri. Það er sagt, að eng- um sem hafi horft á hann vinna og stjórna, geti blandazt hugur um, að mesta ánægja von Karajans sé fólgin í því að vinna og vinna vel. Sjálfur hefur hann sagt: Ég hef óbifandi trú á því, að hljómleikar munu takast vel, ef hvert einasta smáatriði er rétt unnið. Sagt er, að von Karajan beiti mjög svipaðxi tækni og Toscanini í hljóm- sveitarstjórn. Toscanini stjórnaði eftir minni, það gerir Karajan líka. Ég reyni að forðast að horfa á nóturnar, segir von Karajan, þegar hugurinn er bundinn við nóturnar, hættir maður að heyra sjálfa tónlistina. Hann hvetur meðlimi hljómsveitarinnar til að hlusta hver á annan frekar en horfa á sig; hann ræðir smáatriði við þá, en hvort hann er ánægður með heildará’hrifin, vita þeir sjaldnast fyrr en undir lokin. Þegar hann stjórnar óperum, leiðréttir hann á hinn bóginn aldrei smáatriði við söngv- ara, heldur aríuna eða verkið í heild. Hann er nú orðinn svo eftinsóttur stjórn- andi, að hann fær venjulegast sjálfur að velja söngvara, þar sem hann stjórn- ar óperum, og veit því hvers hann má vænta af þeim. Tónlistargagnrýnendur segja að yfihburðahæfileikar von Karaj- ans séu meðal annars fólgnir í hinni fullkomnu tilfinningu hans fyrir sviðs- verkinu í heild. Árið 1960 hætti von Karajan fram- kvæmdasitjórnarstörfum við tónlistar- hátíðina í Salzburg og síðar sagði hann upp föstu starfi sínu bæði við Phil- harmonia í London og við Vínaróper- una. Við Vínaróperuna hœtti hann eftix harðar og langvinnar deilur við ráða- menn um fjárveitingar og starfsmanna- hald. Hann stjórnar þó enn tónleikum í Salzburg bæði á sumarhátíðinni og á páskahátíðinni, en til þeirrar hátíðar hef-ur hann sjálfur efnt og var hún hald- in í fyrsta sinn í fyrra. Mun það eina tónlistarhátíð sinnar tegundar, sem skil- ar arði. Ekki er nákvæmlega vitað, hversu háa upphæð von Karajan fæx fyrir hverja einstaka tónleika í Ame- ríku, en talið er, að liún muni ekki lægri en 4000 dollarar. Árlegar tekjur ’hans í dolluxum af hljómleikahaldi geta því hæglega o.rðið meiri en fjórðungur milljónar. Margar sögur eru sagðar um erfitt skaplyndi von Karajans. Sagan segir, að einu sinni hafi frumsýning á óper- unni Meistarasöngvurunum hafizt hálfri stundu of seint. Ástæðan vax sú, að von Karajan uppgötvaði, að erkióvinur hans sat í salnum, og neitaði að koma fram fyrr en búið væri að fjarlægja hann. í annað skipti kvartaði hann undan því við óperusöngkonuna Birgit Nilson, að hann hefði verið látinn borga fyrir mál- tíð á veitingahúsi, sem hún mun eiga hlut í í Stokkhólmi. En Birgit Nilsson kunni að svara fyrir sig. Það er ágætt, sagði hún, starfsfólk mitt hefur strang- ar fyrixskipanix um að gefa ekki milljónamæringum fría máltíð. Aðal- framkvæmdastjóri Metropoliton-óper- unnar, Rudolf Bing, sem hefur samið við von Karajan um uppfærslu á Wagn- er-ópexum á næstu árum, segir: Karaj- an er ekki þægilegur maður. Hann borð- ar aldrei úti, hann reykir ekki, hann drekkur ekki. Það er ekki auðvelt að komast að honum eða kynnast honum náið. Það er almennt vitað, að okkur hefur ekki alltaf samið vel og næstu fjögur árin verða sjálfsagt erfið. En það er skylda mín að fá það bezta sem til er til Metropolitan-óperunnar og enginn efast um hæfileika Karajans, Blaðamenn hafa oft spurt um fortíð hans í nazistaflokknum. Ekki hefur hann alltaf hafit sömu skýringuna á tak- einum. Einu sinni svaraði hann, að hann hefði tilhneigingu til að fylgja þeim stjórnmálamönnum að máli, sem gætu hjálpað honum áfram á listamamns- brautinni. f annað skipti brást honum enskukunnáttan, þegar brezkir blaða- menn spurðu um þetta atriði og þóttist ekkert skilja. Gizkað er á, að Karajan verði boðið starf sem fastur hljómsveitarstjóri við Chicago-hljómsveitina, en ekki eru menn á eitt sáttir um það hvort Karaj- an sé líklegur til að taka því. Hann hefur nú í æ ríkari mæli beint áhuga sínum að sviðsetningu óperuverka , sjónvarpi, og hefur látið þau orð falla, að sjónvarp sé enn óreynt fjölm'iðlunar- tæki til óperuflutnings, en hefur samt tröllatrú á, að slíkt megi takasit án þess að gæði tónlistarinnar fari forgörðum. Hann hefur þegar gert sjö sjónvarps- kvikmyndix af fjórtán sem áætlaðar eru, m.a. La Boheme, Carmen, Don Gio- vanni, Cavalleria Rusticana og Otello, og hafa þær verið fluttar af ýmsum sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Karajan hefur fullan hug á að auka starf sitt fyrir sjónvarp. Hann er óþxeytandi að reyna nýja möguleika, enda segist hann ekki þurfa að lesa skáldverk, því að líf sitt allt sé ein skáldsaga. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.