Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1968, Qupperneq 7
OLAFVR F. HJARTAR
. . .á mig,
vel máttu sjá mig,
upp máttu taka mig,
ekki mun það saka þig,
en ef þú stelur mér,
það launar fjandinn þér.
Þessum ljóðlínum er ætlað að fylgja
nafni þess, er vill merkja bók eða
handrit. Það var og er algengt, að ein-
staklingar riti nöfn sin á bækur eða
handrit, og segir það sína sögu um fer-
ii þeirra. Sérstæður er sá háttur Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar, að hann
merkti bókakost sinn með stöfunum
LL, sem er latnesk skammstöfun fyrir
lupus loricatus og merkir brynjaður
úlfur. Þá hefir einnig tíðkazt að draga
skástrik yfir bókstafi í titli bókarinn-
ar eða annars staðar á titilblaði, og
gefa til kynna upphafsstafi í eiginnafni
og föðurnafni að viðbættu S eða D,
eftir því hvort eigandinn var karl eða
kona.
Mjög gömul er sú hefð að nota bók-
merki. Bókmerki nefnist á latínu ex
libris, sem merkir úr bókum eða safni
(N. N.). Bókmerki er venjulega kom-
ið fyrir á innra byrði fremra bókar-
spjalds.
Elztu bókmerki eru frá Þýzkalandi.
Þau hafa fundizt í bókum, sem gjaf-
mildir einstaklingar hafa látið af hendi
við klaustursöfn. Eitt hið elzta er frá
því um 1480. Þekktir þýzkir listamenn
hafa teiknað bókmerki, og má þar
nefna Albrecht Diirer (1471—1528),
Lucas Cranach eldri (1472—1553) og
Hans Holbein yngri (1497—1543).
Elztu bókmerki voru skorin út í tré.
Síðar kom til koparstunga og „rader-
ingar“ og þá ýmiss konar aðferðir við
myndgerð og prentun.
Elzta bókmerki franskt er frá 1529.
Notkun bókmerkja færðist mjög í vöxt
í Frakklandi á 18. öld. Við sögu þeirra
eru tengd þekkt nöfn, og má nefna,
m. a. Hubert Gravelot (1699—1733) og
Francois Boucher (1703—1770).
Fyrsta enska bókmerkið er talið vera
frá 1574. Englendingar nefna bókmerki
„book-plates“, og er það heiti rakið
til hins kunna dagbókarhöfundar, Sam-
uels Pepys (1633—1703). Sjálfur not-
aði Pepys þrenns konar bókmerki, og
ber eitt þeirra mynd af honum sjálf-
um. Af þekktum enskum listamönnum,
sem teiknað hafa bókmerki, má nefna
William Hogarth (1697—1764).
Á 17. öld er farið að nota bókmerki
á Ítalíu, í Hollandi, Sviss, Belgíu, á
Spáni, í Póllandi, Rússlandi og Banda-
ríkjunum.
Á Norðurlöndum verða Svíar fyrstir
til að nota bókmerki. Hið elzta er frá
1595. Þar og víðar komst einnig í tízku
um skeið að nota svonefnd super-exli-
bris. Slíkum merkjum er þrykkt utan
á band bókar með sérstökum stimpl-
um. Margir þekktir Danir notuðu einn-
ig slík merki, svo sem Tycho Brahe
(1546—1601), J. H. E. Bernstorff (1712
—1772), A. G. Moltke (1709—1792) o.
fl. Hin venjulegu bókmerki eru þekkt
í Danmörku allt frá byrjun 18. aldar.
Bókmerki endurspegla listastefnur á
hverjum tíma. Á 19. öld er reynt að
endurvekja gamlar stíltegundir í listum
og verður þess einnig vart í bókmerkj-
um. Sem fyrr eru það margir kunnir
listamenn, sem teikna bókmerki, og
sumir eigendur þeirra eru frægir rit-
höfundar.
Nú munu bókmerki vera notuð í öll-
um álfum. Víða um lönd hafa verið
gefin út myndarleg rit um bókmerki.
Algengt er, að einstaklingar safni bók-
merkjum, og segja þau sína sögu.
Oft má sjá, að sami einstaklingur
notar tvær stærðir bókmerkja eða
merki í tveim litum. Stærð bókmerkja
er mjög breytileg. Stærsta íslenzka
bókmerkið, sem mér er kunnugt um,
er 15.4x10 sm, en hið minnsta 4.7x3.5
sm.
Algengast er, að á íslenzkum bók-
merkjum standi orðin „ex libris" ásamt
nafni eða fangamarki eiganda. Á
nokkrum merkjum er þetta íslenzkað
með „úr bókum“, og enn aðrir setja
á eftir nafni „á þessa bók“.
Þá eru á bókmerkjum oft einkunn-
arorð eða málsháttur, eins og sjá má
á merki Sigfúsar Blöndals bókavarð-
ar. Merki hans ber mynd af skjaldar-
merki, en þau voru mjög tíð á bók-
merkjum frá fyrri tímum. Bókmerki
Sveins Björnssonar forseta ber einnig
skjaldarmerki.
Stundum sýna bókmerki stað, sem
tengdur er eigandanum á einhvern
hátt. Á bókmerki Þorsteins Jósepsson-
ar er þannig mynd af fæðingarstað
hans, Signýjarstöðum í Hálsasveit.
Dæmi um bókmerki, er sýnir nánasta
umhverfi, er t.d. merki Jóhanns Briems
listmálara, sem hann hefur teiknað
sj álfur.
Bókmerki Óskars Einarssonar, lækn-
is, Sævars Þ. Jóhannessonar, lögreglu-
manns og Haralds Ágústssonar, kennara,
minna á starfsgrein.
Þá eru ótal merki, sem vitna um á-
hugamál eigandans, m.a. ást á bók-
um. Dæmi þess eru t.d. bókmerki Jóns
Steffensens, prófessors, Öskars Björns-
sonar, fulltrúa og Þórðar Þórðarssonar,
verkstjóra.
Langflest bókmerki íslenzkra eig-
anda eru gerð af íslenzkum listamönn-
um eða erlendum, sem dvalizt hafa hér
á landi. Meðal þeirra má nefna Bar-
böru W. Árnason, Signe Ehrngren, Guð-
mund Einarsson frá Miðdal, Jóhann
Briem, Jörund Pálsson, Ríkarð Jóns-
son, Diter Rot, Sigfús Halldórsson,
Torfa Jónsson, Tryggva Magnússon,
Kurt Zier og Þórdísi Tryggvadóttur.
Undantekningar eru t.d. merki Ingólfs
Espholíns framkvæmdastjóra og Þór-
halls Þorgilssonar bókavarðar, sem
teiknuð eru af erlendum listamönnum.
Algengt er, að söfn einstaklinga, sem
gefin eru eða keypt til opinberra safna,
séu auðkennd með bókmerkjum, sem
bera þá nafn fyrra eigenda og stund-
um eru merkin gerð sérstaklega í því
tilefni. Á slík merki er og stundum sett
mynd af fyrra eiganda, svo er um
merki dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjala
varðar, en bækur hans voru að honum
látnum keyptar til Háskólabókasafnsins
í Osló.
Elzta bókmerki fslendings, sem ég
hef rekizt á, er merki Gríms J. Thorke-
lin, leyndarskjalavarðar (1752—1829).
Sennilega er það gert að honum látn-
um. Bókasafn hans er nú varðveitt í
Þjóðbókasafni Skota í Edinborg.
Önnur íslenzk merki munu vart
eldri en frá 4. tug þessarar aldar.
Greinarhöfundur hefur leitazt við að
safna íslenzkum bókmerkjum. Er tala
þeirra orðin rúmlega 60. Eins og getið
hefur verið í dagblöðum nýlega stend-
ur yfir í Landsbókasafni sýning ís-
lenzkra bókmerkja. Safninu væri hag-
ur í, að enn yrði aukið við safn þetta,
sem fyrir er, og vill fara þess vinsam-
lega á leit við lesendur, sem kynnu að
nota merki, að senda því sýnishorn.
Æskilegt er, að vitneskja fylgi um
teiknara bókmerkis og aldur þess.
Hér fylgir að lokum Skrá um þá eig-
er.dur íslenzkra bókmerkja, sem ég
þekki.
Einstaklingar:
Anna Eymundsdóttir, flúgfreyja,
Ásmundur Jónsson,
Benedikt Blöndal, hæistaréttarlögmaður,
dr. Benedikt Þórarinsson, kaupmaður,
Bjarni Bachmann, kennaxi,
Bjarni Guðmundsson, póstmaður,
Björn Þ. Þórðarson, læknir,
Elínborg Magnúsdóttir,
Friðgeir Axfjörð,
Friðrik P. Dungal, kaupmaður,
Gísli Pálmason, birgðavöi'ður,
Guðmundur J. Andrésson, gullsmiður,
Guðmundur Einarsson, listmálari,
dr. Guðni Jónsson, prófessor,
Gunnar Róbentssön, leikistjóri,
Halldór Magnússon, stud. o.econ„
Halldór E. Malmiberg, útvarpsvirki,
Haraldur Ágústsson, kennari,
Héðinn Valdimarsson, alþingismaður,
dr. Helgi P. Briem, sendiherra,
dr. Helgi Tómasson, læknir,
Henny H. Kristjánsson, frú,
Henrik W. Ágústsson, prentari,
Indriði Indriðason, rithöfundur,
Ingólfur Espholín, framkvæmdastjóri,
Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri,
Jóhann Briem, listmálari,
Jón Sigurðsson, stud. mag.,
Jón Steffensen, prófessor,
Karl Jónasson, prentsmiðjuistjóri,
Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður,
Magnús Helgason, skólastjóri,
Magnús Kjaran, stórkaupmaður,
dr. Ólafur Lárusson, prófessor,
Óskar Björnsson, fulltrúi,
Óskar Einarsson, læknir,
Páll Hallbjörnsson, kaupmaður,
Ragnar Jónasson, prentari,
Ragnar Jónisson, hæstaréttarlögmaður,
dr. Richard Beck, prófessor,
dr. Sigfús Blöndal, bókavörður,
Sigfús Halldórsson, tónskáld,
Sigurjón Símonarson, nemandi,
Símon Sigurjónsson, framreiðslumaður,
Sveinn Björnsson, forseti,
Sveinn Sæmundsson, yfirlögregluþjónn,
Sæmundur B. Elímundarson, sjúkraliði,
Sævar Þ. Jóhannesson, rannsóknarlög-
reglumaður.
Viðar Ottesen, þjónn,
E. I. Wessman, yfirmatreiðislumaður,
Þórður Þórðarson, verks>tjóri,
Þórhallur Þorgilsson, bókavörður,
Þorsteinn M. Jónsson, bókaútgefandi.
Stofnanir:
Bókasafn Hafnarfjarðar (bókagjöf
Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar
Pétursdóttur, bókmerki á gjöfum án
tilnefnds gefanda),
Háskólabókasafnið í Reykjavík (bóka-
gjafir frá Arwid Johannson og Lars
Saxon, Svíþjóð),
Landsbanki Islands,
Landsbókasafn íslands (bókagjafir frá
eftirtöldum: Cammermeyers Bog-
handel, Osló, ónefndum sænskum
gefanda, George og Elly Jorck, Mon-
aco, Ellen Gertrude Austin, Englandi,
Davíð Björnssyni bóksala, Winnipeg),
Seðlabanki Islands,
Skrifstofa landlæknis (tvær gerðir, á
annarri stendur: Landlæknisskrifstof-
an),
Sýslubókasafn Suður-Þingeyinga.
Helztu heimildir:
Arthur G. Hassþ. Danske Exlibris.
Bogejermærker i Danmark. Kbh.
1942.
Hugo Hpgdahl. Ex libris og super-
exlibris. — Nordisk hándbog i biblio-
tekskundskab. Bd. II. KBh. 1958.
SMÁSAGAN
mundi segja nokkuð við þig? Eins og
— eins og engin ástæða væri til ein-
mitt þess. Góð og gild , . .ha . . .ha
. . . ástæða . . . til þess að tala ....
Og svo virtist sem lok og hliðar
kassans væru þegar teknar að gliðna,
— kassinn rykktist út á hlið líkt og
krabbi í áttina til handar hans og hvít-
ir, lamaðir fingurnir hengu á borðrönd-
inni
_ „Hleyptu mér þá út, hahahahaha . .
Út til að sjá þig, út til að snerta þig.
út til. . .“ Orðin drukknuðu í villtu,
brjáluðu skrölti, ofurmannleg loka-
átök innan frá, — lokið skall upp af
afli og samfelldir brestir fylltu her-
bergið, sifellt hærri og hærri. . . .
Þá — með botnlausu skelfingaröskri
— teygði hann sig fram og greip hinn
djöfullega kassa báðum höndum, kast-
aði sér blindandi yfir borðið, blind-
andi yfir eldrýtinginn inn í myrkur,
einungis ein hugsun komst að: að
halöa fast, halda um aldur og æfi aft-
ur af því ólýsanlega undir lokinu, sem
þrýstist að fingrum hans.
— En þegar þa>u sáu frá þorpinu
hvernig loginn steig upp í svartan
næturhimininn, fundu þau, sem annars
voru ekki vön að taka eftir því, sem
gerðist í kring um þau, að eitthvað —
forleikurinn að falli hans — var haf-
inn. Óttaslegin, en forvitin um leið,
nélguðust þau hrynjandi rústina.
Þarna uppi fundu þau líkama hans,
sviðinn svo að ekkert mannslag var á
honum lengur utan hendur hans tvær,
sem voru stirnaðar utan um málm-
kassa. Þau rifu kassann lausan og opn-
uðu hann. — Augljóst var hvað þessi
litli hlutur, sem þarna lá var. Hann
hafði einu sinni verið rifinn út úr
munni eigandans. Það var manns-
tunga.
Inga Birna Jónsdóttir þýddi.
21. jaoúar 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7