Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1968, Blaðsíða 12
Hannes Jónsson Framh. af bls. 5 Morguninn eftir var saana hríðin. Þó brutust þá fjórir menn frá Sporði upp að Þóreyjamúpi, þeir Þorsteinn Kon- ráðsson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Þorgrímiur á Kárastöðum, Stefán á Sauðadalsá og Bjarni á Neðra-Vatns- •hornL Þeir fóru upp með læknum og sögðu þær frétrtir, að Jón í Sporði og son hans vantaði, svo og allt féð. Þeir 'komu með orðsendingu frá Margréti (konu Jóns, að hún bæði mig að fara (fram í Sporðshús, og vita hvort þei" tværu þar ekki. Þá eins og á stóð voru 8 karimenn á Þóreyjarnúpi, en ég fór einn, enda «nun engum hafa þótt fýsilegt að fylgja on.ér. Ég fór fyrst niður að Sporði, bvo fram í Sporðshús og þar voru þeir Ækki. Ég leitaði í hverju skjóli í Sporðs- tungunni og var að leita fram í rökk- ur, en varð einskis var, og kom ekki (heim fyrr en farið var að dimma, og (þóttust allir hafa heimt mig úr helju. Þetta var á laugardag. Á siunnudag ivar svipuð hríð, en á mánudag var (bÍTt upp, og þá var farið að leita að fénu. Það var ljót sjón, og ósköp að sjá skepnurnar, sem maður var að finna. Sumt lá upp í loft, hafði siegið ftwn, margar ærnar voru með saman- ifrosnar afturlappir, af nokkrum duttu lappirnar, og af öðrurn losnuðu klauf- lirnar. Af sauðunum missti ég einn, en iaf ánum 38 eða 39, sem var ýmist dautt ieða varð að aflífa strax. Og það sem JLifði varð vonarpeningur, það sást ihaustið eftir. Eftir hríðina var safnað mönnum tíl lað leita feðganna frá Sporði, en það icom fyrir ekki, hvernig sem leitað var. Á.f fénu frá Sporði fannst fátt lifandi, íaf 120 kindum var ekki eftir nema 6 milli 40 og 50. Eins og áður var eagt, var svarta kvígan lifandi og varð (væn kýr. Það varð því happ að hún ,var ekki drepin. Allan þennan vetur var verið að leita feðganna, eftir hvern hlákublota, en ekkert fannst. Á mánudaginn fyrst- tan í sumri kom gömul kona að Þór- ,eyj arnúpi, sem Sigurlaug hét og var (frá Grund. Pétur bróðir var látinn (fylgja henni, og er þau gengu á barð- 4nu fyrir ofan Djúpulág, segir garnla (konan: Er ekki prik þarna upp úr tskaflinum? Pétur hljóp niður á skafl- ',inn og dró þar upp stafprik, sem hann ikom með heim. Það var farið með prikið niður að Sporði, og þekktist þar (prikið óðar, sem Jón heitinn hafði (gengið við. Við fórum fimm saman að grafa upp akaflinn, og fundum líkin von bráð- iar. Ég tók eftir hvort nokkurt hol tværi frá vitum þeirra, og var rétt (að ég gat komið fingri við nasaho-ið. ,Var á því auðséð, að mennirnir hafa idáið strax. Enda voru líkin rétt hui- un af skarafönninni um dagsetrið, er þeir hafa lagzt fyrir. Jón Gunnarsson var góður hagyrð- ingur. Um veturinn, nokkru áður en (hann varð úti, fór hann vestur á Borð- leyri. Hann fór seint um kvöld yfir Miðfjarðarháls og kom við í Sporðshús- unum og ræddi við Rósant. Jón hafði þá yfir vísu, sem hann kvað um kvöld- !ið. Það er eins og lagst hafi í hann (fyrirboði un bráðan dauða. En visan ier svona: Vonar skíma veiklast fer, af vindi Ými hrollur sker, kuldastím er kvíðvænt mér, koldimm gríma að sjónum ber. Nóttina sem Jón varð úti dreymdi (Rósant að Jón kæmi til sín og kvæði Ivísu, og mundi Rósant hálfa vísuna. (Séra Þorva'ld á Melstað dreymdi Jón teinnig sömu nótt, og kvað Jón einnig vísu, og mundi séra Þorvaldur hálfa (vísuna. Séra Þorvaldur var á ferð og ihitti Rósant. Og er þeir báru saman vísuhehningana, sem hvor mundi, varð ,úr því þessi vísa: Þungt er aflið þjáninga, þröngt um haflatals meiða, drjúgir kaflar drápshríða, djúpir skaflar örlaga. Það var eins og Jón hafi verið að kvarta yfir, að þröngt væri um þá feðga í skaflinum. En vísan er rétt kveðin og merkileg. Hannes Jónsson. ÁRNI ÓLA: Fram'hald af bls. 9 Þetta er líka talið í „Dalvísu": Fífil- brekka, gróin grund, grösug hiíð, berja- lautir, flóatetur, fífusund, smáragrund, grasa hnoss, heyjavöllur. Allt á þetta við á þessum stað. „Sá eg ei fyr svo fagran jarðargróða". Svo verður skáldinu litið til fossins: „Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum". Ég hefi orðið þess var, að fjöldi manna misskilur þetta og heldur að skáldið sé að tala um „gilið sitt“. Orðið „mitt“ er hér ekki eignar- fornáfn heldur atviksorð og þýðir „í miðju“. Fossinn er í miðjum kletta- þröngum, og það á við um Gljúfrabúa fremur en nokkurn annan foss. Þetta er furðulega vel meitluð mynd í fáum orðum, eins og allir geta sannfærzt um, ef þeir skoða fossinn. Hann er sannar- lega í miðjum klettaþröngum, umgirtur klettum á aUa vegu. Þá víkur skáldið sér að Fljótshlíðinni er það minnist á „bláan og tæran bunu- iæk, bakkafagra á í hvammi . . . í daln- um frammi". Þarna er átt við lækina og Bleiksá í Innhlíðinni, eins og ölium má vera Ijóst. Síðan horfir skáldið hærra og þá kemur útsýnin: „Hnúka- fjöllin hvít og blá, hamragarðar, hvítir tindar". Hnúkafjöll blána inn af daln- um og þar sér einnig á hvíta jökul- hnúka; hamragarðar eru fram með Eyjafjöllum eins langt og auga sér, en yfir þá gnæfa hvítir tindar Eyjafjalla- jökuls. Myndin er fullkomin. f „Gunn- arshólma" er talað um „silfurbláan Eyjafjallatind"; þar merkir silfur hvítt, hann er bæði hvítur og blár. Og þar sem talað er í „Gunnars- hólma“ um „sælan sveitarblóma í fögr- um skógardal", þá er hliðstætt því „Sæludalur, sveitin bezt“ í „Dalvísu“, jafnvel að orðalagi. ♦ ♦ Bjarni skáld Thorarensen dó 25. ágúst 1841. Var Jónas á ferð um Húna- vatnssýslu er hann frétti lát hans og orkti þá þegar hið gullfagra erfiljóð: „Skjótt hefir sól brugðið sumri“. Mun Jónas ekki hafa minnzt Bjarna þegar hann ferðaðist um „sveitina hans“ sumarið eftir, og eins hins, að Bjarni bað harm að yrkja um Fljóts- blíð? Getur því ekki vel verið, að „Dal- vísa“ sé fremur orkt að bón Bjarna, en þeirra Fjölnismanna? SMÁSAGAN Framhald af bls, 5 — V nur minn, hvers vegma hefur þú rakað höfuð þitt á þessum tíma árs, þegar silíkt tíðkast ekki meðal brah- mana? En Vararudji svaraði ekki með orð- um, heldur hneggjaði bara eins og hestur. Þá setti komunginn hljóðan og hann sneri sér hið bráðasta að stjórnarer- indum. Torfey Steinsdóttir þýddi. RABB Framihald af bls. 16 síðum blaSanna? Kannske, en hversvegna er þá svo miklu síðri hlutur annarra listamanna? Þess ber að minnast, að leikarar eru túlk andi listamenn, en á myndbirtingar listanum er aðeins einn skapandi listamaður: Halldór Laxness, og hann er í 30 sœti. Ef Þjóðviljinn er að styðja við bakið á listunum í landinu með því að sýna lesend- um sínum Arnar Jónsson 20 sinn- um á 10 mánuðum, þá má geta þess, að það sama blað birti þrí- vegis myndir af nóbelskáldinu. Myndatiltala leikara kemur að verulegu leyti tiL af þeirri stað- reynd að blöðin segja margfalt ná- kvæmar frá leiklistarviðburðum en öðrum listviðburðum. Það þykir sjálfsagt að skrifa mjög ítarlega um leikritauppfrœðslur og vissulega er það góðra gjalda vert. Ástœða er til. að óska leikurum til hamingju með þá hylli og þá viðurkenningu, sem þeir augljóslega njóta. En skrýtið er, að skapandi listamenn skuli síður teljast fréttnœmir hjá blöðunum. Það er ýmislegt fleira fróðlegt í samantekt Vikunnar um menn sviðsljóssins. Sumir standa föstum fótum á öllu vígstöðvum, en aðrir eru heilmiklir spámenn í sinu föð- urmnai og tans metnir a öðrum slóðum. Þannig er farið vinsœldum Ólafs Ragnars Grímssonar, hagfrœð ings; þœr eru sorglega misjafnar. Ólafur fékk aldrei birta mynd af sér í Alþýðuolaðinu, aldrei í Morg- unblaðinu, aldrei í Vísi, en 35 sinnum i Tímanum. Gísli Sigurðsson. J. O. J. BÆN Komdu heitþráða sól. Sendu geisla þina beint í brjóst þeirra er blæðir. Þú bræðir sorgir Þú græðir vanheila. Logbjarta sól, vefðu sál barnsins hlýlund þinni. Sendu brakandi heimi brugðinn kyndil kærleikans. 6. sept. 1967. hagalagdar Heima var hann Þegar Jón biskup Gerreksson heim- sótti Teit ríka í Bjarnanesi og fór með yfirgangi um Hornafjörð, segja sagnir í Nesjum, að hann ætlaði að reka burt bóndann af Árnanesi. Bóndi fékk njósn af ferðum biskups og rak sjálfur burt af bænum allan búsmala sinn og var tötralega búinn. Mætti biskup honum og spurði hvort bóndi væri ’neima í Árnanesi. Bóndi mælti: Heima var hann áður en ég fór, rak síðan féð upp á dal, en stóð sjálfur bak við Mígandifoss, meðan biskup og sveinar hans voru á bænum. (Þ. Th.: Ferðabók). Gestrisnir og góðir drengir Fyrir mynni Reyðarfjarðar liggur smáeyjan Seley. Þar var verstöð Reyð- firðinga og annarra, sem sjóinn sóttu á þessum slóðum. — Um vermenn í Seley kvað Páll Ólafsson: Skrúðurinn er sælusjón að sigla kringum og margt er sagt af Seleyingum. Að þeir séu að sér bezt í Andrarímum og boli mest í bændaglímum. Sumir eru sagðir nokkuð sopafengnir en gestrisnir og góðir drengir. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. janúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.