Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1968, Page 1
Tómas Guðmundsson hefur ril ið eftirfarandi grein og hún er tekin úr bókinni Horfinni tíð, íslenzkum örlagaþáttum, með góð- fúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Greinin er eins og vænta mátti stórvel rituð og ætti af því tilefni einu erindi við hina fjölmörgu lesendur Lesbókar, en auk þess er hér um að ræða einhver hin markverðustu dulrænu fyrirbrigði, sem gerzt hafa hérlendis. Horfin tíð er 4. bók frásöguþátta þeirra Tómasar Guðmundssonar og Sverris Kri .tjánssonar. Fyrri hluti þáttar- ins birtist í þessu blaði, en síðari hlutinn í hinu næsta. GRÁRRI og kuldalegri morgun skímu, mjög árla hins 12. febrúar árið 1830, má sjá skuggalegan hóp dökk- búinna ferðamanna nema staðar á ein- um hinna norðvestustu Vatnsdalshóla. Þeim hefur skotið upp úr dimmunni, hljóðlaust eins og vofum, og nú ýmist vafra þeir þarna þegjandi kringum ein- hverja ókennilega þúst, sem til að sjá ber við kaldan himin, þó að hvorki sé hún ýkja há né fyrirferðarmikil, eða þeir snúa sér frá henni og bera hönd fyrir augu. Af tilburðum þeirra má auð- veldlega ráða, að þeir séu komnir þarna á vettvang fyrstir af mörgum og eigi brátt mannaferða von. Og þessum dapurlegu mannverum, sem minna helzt á vofur úr þjóðsögum, verður fyrr en varir að trú sinni. Smám saman, ef nákvæmlega er um skyggnzt, má í þrjár áttir líta enn aðrar dimmar þústir, sem virðast á hreyfingu og skilj- ast því betur frá landslaginu sem nær dregur. Þessu heldur áfram um hríð, og um það bil, sem fullur dagur er á lofti, er því líkast sem jörðin sé kvik orðin af þungu, hægfara lífi, reim- leikum næturinnar, sem um stund hafa holdgazt í hópum ríðandi fólks og gang- andi og þokast nú alilr að einum og sama áfangastað. En hvað er það þá, sem vakið hefur svo árla dags þennan mannfjölda úr þungum skammdegissvefni og stefnt í- búum heilla héraða upp úr hlýjum rekkjum til dularfulls stefnumóts mitt í auðn hins helgráa vetrar? Um slíkt verðum vér að svo stöddu einskis fróð- ari, en ef vér hefðum fylgzt með þessum snemmbúnu ferðamönnum, mundum vér ekki hafa komizt hjá að veita því at- hygli, að hér eru um fram allt mjög þöglir hópar á ferð. Það heyrist meira segja varla ymprað á tíðarfarinu, hinu hlutlausa umræðuefni þeirra manna, sem ýmist hafa ekkert að segja eða kjósa að dylja hug sinn, og jafnvel unglingarnir í hópnum hafa skilið eftir heima hjá sér öll venjuleg tilefni létt- úðar og gáska. En um leið og komið er þangað, sem allir nema staðar, verður fljótlega ljóst, hvað um er að vera. Það er dauðinn sjálfur, sem sett hefur mönnum stefnu- mót á þessum eyðilega stað. Hin ó- kennilega þúst, sem tók á sig voveif- lega mynd í morgungrámanum, er aftökupallur með tilheyrandi högg- stokki, og þar hvílir nú til hliðar stór og mikil öxi, uggvænlega brýnd og blik- andi á eggina. Sjálfur er aftökupallur- inn snyrtilega hlaðinn úr völdu grjóti og rautt klæði breytt yfir. Að sama skapi er höggstokkurinn hinn vandað- asti gripur, þó að eithvað kunni hann að hafa verið notaður áður, enda feng- inn frá Danmörku til að gegna hér brýnum erindum. Þannig er „mann- virki“ þetta í öllum greinum orðið eitt hið vandaðasta norðan heiðar, enda nýj ast af nálinni. Ekkert skal á skorta til þess, að athöfn sú, sem í vændum er, megi fara vel fram og sómasamlega, og því til staðfestingar hefur vald- stjórnin boðað til hennar alla rólfæra menn milli Vatnsskarðs og Miðfjarðar. Svo er eining að sjá sem flestir hafi hlýtt kallinu, og kannski liggja til þess eðlilegar orsakir. í þessum byggðarlög- um ber hvert mannsbarn að heita má persónuleg kennsl á þá ógæfusömu að- ila, sem í dag eiga brýnast erindi við dauðann. Aftaka er ávallt harmleikur, en sjaldnast harmleikurinn allur, og venju lega er hún einungis lokaþáttur, sem á sér langan aðdraganda. Svo er einnig um harmsögu þá, er náði hámarki í Vatnsdalshólum þennan minnisstæða febrúardag, en hún var samt merkilega sérstæð, einkum fyrir þann eftirleik, sem hún átti sér 100 árum síðar og telja verður aðalefni þessarar frásögu. En áður en hún er rakin, verður ekki hjá því komizt að rifja upp í aðal- dráttum hin nánustu atriði sjálfrar for- sögunnar. Á fyrstu áratugum 19. aldar var margt nafnkenndra manna í Húnaþingi, svo sem annálar v'otta, en það er í minnum haft, að ýmsir þeirra hafi hirt meira um veraldleg umsvif en sáluhjálplega fylgispekt við lögmál og ritningar. Gekk lengi þjófnaðarfaraldur mikill um þessi héruð, og sifjaspell og önnur þess háttar afbrot voru ekki heldur ótíð. Spruttu af öllum þessum sökum marg- háttuð málaferli, sem sum gerðust ærið söguleg. Hafa margar þær frásagnir verið ritaðar á bók, og eru ýmsar þeirra kunnar aimenningi enn í dag. Einna svipmestur þeirra manna, er við sögur koma á þessu tímabili, var Natan Ketilsson, fæddur 1795. Komst hann snemma í annála og gerðist þegar á unga aldri nafnfrægur um land allt af ýmsum tiltækjum sínum. í bernsku þótti hann mjög hneigður til bóklestrar, enda bráðþroska og bar af jafnöldrum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.