Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 5
guð vort. Og þó með því að hann mátti ekki oss við hjálpa, þá viljum vér nú trúa á þann guð, sem þú trúir“. Og tóku þá allir við kristni. En stundum hefur farið á svipaðan hátt fyrir skurðgoðum kommúnista,eins og kunnugt er. í samtali því sem vitnað er til í upphafi segir Bjarni Benediktsson: „Faðir minn vandi okkur ekki aðeins á að lesa íslendinga sögur, sem við kynntumst raunar einnig vel af að lesa með honum prófarkir af íslendinga- sagna útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, sem hann sá um, heldur las hann fyrir okkar í bernsku Heimskringlu og Sturl- ungu, sem hvort tveggja eru ótæmandi brunnar fyrir þá, sem vilja kynnast mannlegu lífi.“ Þannig hefur allt lagzt á eitt að veita honum það veganesti, sem bezt ætti að duga. Ég minntist ennfremur á það hér að framan, að vegna menntunar sinnar hefði Bjarni Benediktsson getað séð marga samtímaviðburði af háum sjónarhóli sögu og sagnfræði. Það hef- ur veitt honum nauðsynlega yfirsýn og aðstöðu til samanburðar, sem hverjum stjórnmálamanni er mikill styrkur að. Mig langar að lokum, til að sýna hve djúpum rótum arfur foreldrahús- anna stendur í vitund hans, að minn- ast á samtal sem átti sér stað á heimili þeirra hjóna í Háuhlíð. Þá var aðild íslands að Efnahagsbandalaginu eða EBE, ofarlega á baugi. Talið snerist frá varnarmálum og efnahagsbandalag- inu að fullveldi fslands. Ég hafði, aldrei þessu vant, hægt um mig, en aðrir rökræddu þeim mun meira. Bjarni benti á, að í varnarsáttmálanum væru margir fyrirvarar um sérstöðu íslands og fullveldi þess tryggt. Við getum sagt upp samningnum hvenær sem er, sagði hann. Þannig á þetta að vera. Að öðrum kosti höfum við ekki ’gu sterka aðstöðu. Við megum aldrei láta fullveldið af hendi. Það verður minnsta kosti ekki gert, meðan ég hef einhver áhrif. Faðir minn barðist ir sjálfstæði fslands og fullveldi, og ég ætla _að standa vörð um hvort- tveggja. Ég er hræddur við aðild að EBE, eins og nú er, sagði hann enn- fremur. Einhver viðstaddra gagnrýndi þessi orð, taldi þau jafnvel tilfinningasemi. Bjarni svaraði með því að endurtaka með áherzlu sumt af því, sem hann hafði áður sagt, og gat þess m.a. að fullveldið hefði greitt götu okkar að öðrum þjóðum og alþjóðlegum stofnun- um og samtökum eins og Atlantshafs- bandalaginu, en aðild að því væri okk- ur nauðsyn. Síðan bætti hann við, að fullveldi íslands yrði ekki látið í aska Efnahagsbandalags Evrópu. Enn spunnust út af þessu einhver orðaskipti, en þá man ég að Bjarni bandaði frá sér með hendinni, eins og hann gerir stundum og sagði: „Fullveld- inu megum við aldrei afsala okkur, við eigum að skila landinu betra en við tókum við því“. Svo reis hann á fætur og fór með svofellt vísubrot eftir Stein- grím Thorsteinsson: Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis við klett- ótta strönd. Þá fékk ég staðfestingu á því sem ég raunar vissi, að okkur er óhætt að treysta Bjarna Benediktssyni fyrir full- veldi fslands. M. íslensk nútímaljóðlist 2. grein. — Eftir Jóhann Hjálmarsson WÉSBENDINGAR UM NÝJAN TÉMA Jón Thoroddsen. Sigurjón Friðjónsson. Jón Thoroddsen. Árið 1922 kemur út lítið kver eftir ungan höfund, sem að mörgu leyti er athyglisvert; kver þetta nefnist Flug- ur, og var eftir Jón Thoroddsen (Skúlason). Fjórtán ljóð í lausu máli eða ævintýri voru í kver- inu, og leikrit í einum þætti, Vana, sem „fer fram í Norður-Svíþjóð í fomeskju." í formála segist höfundur hafa legið uppi í sóffa og lesið skáldskap eftir ungan og efnilegan höfund: „Ég naut þess, að hafa ekki skrifað bókina sjálf- ur, og tautaði fyrir munni mér: Aumingja maðurinn. Og þetta er víst allra vænsti piltur.“ En ekki líður á löngu áður en þær flugur, sem sest hafa að í höfði höf- undar, flykkjast að honum, ofsækja hann. Hann segir: „Hvað átti ég að gera annað en það, sem ég gerði, losa ykkur, og láta ykkur fljúga?“ Og hann segir við þær að lokum: „Þakkið þið guði fyrir, að ég færði ykkur hvorki í lífstykki rímsins né vaðmálspils sög- unnar.“ í þessum formála er lýst vantrú skáldsins á verki sínu. Það verður ekki umflúið, en einhvers konar varnagla verður að slá. Jón finnur, að hann er að fást við nýja bókmenntagrein, tími er ekki kominn til að láta annað eins og þetta afsökunarlaust á þrykk. At- hyglisvert er þegar ríminu er líkt við lífstykki og sögunni við vaðmálspils. Þrátt fyrir allt telur skáldið verk sitt nokkurs virði, samanber formálann þegar hann kinkar kolli til skúffunnar, sem flugurnar fljúga upp úr. Um þá skúffu er sagt, að hún sé „verð þunga síns í gulli.“ Fyrsta fluga er Hatturinn: Fg fylgdi stúlkunni heirn, og hún bjó bdkdyramegin. Annað meira eða merkilegra var það nú ekki. Verið þér sœlir, og þakka yður kærlega fyrir fylgdina, sagði hún. Sælar, sagði eg. Hatturinn yðarl Hann hefur gott af því, sagði eg, og hélt áfram að kveðja stúlkuna. Víða kemur fram gáski Jóns, og er þessi fyrsta fluga ágætt dæmi um hann. Jón hefur tileinkað sér sjónarmið heims mannsins snemma, eilítið kaldranalegt. Kvenmaður, er dæmi þessa: Hún var formáli að ástarœvintýrum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskifti. Og nú var hún ástarœvisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. Mildari hug lýsir Eftir dansleik: Elskar hann mig? spurði hún, og lagaði á sér hárið. Elskar hann mig? spurði hún, og púðraði sig í flaustri. Elskar hann mig? spurði hún. Spegillinn brosti. Já, sagði spegillinn, og brosti. Lengri kaflamir eru yfirleitt skyld- ari dæmisögu eða ævintýri, þættir, sem benda á hæfileika skáldsins til sagna gerðar eða leikritunar. Samt er Ástar- saga, til dæmis í ætt við ljóðið: Eg er ung stúlka, sem dansa eftir veginum og syng. Þegar eg mœti hon- um, hœtti eg og hlæ. Hvers vegna hætti ég og hlæ? Eg dansa eftir veginum og syng. Þegar eg mœti honum, hœtti eg og hlæ. Hvers vegna hœttið þér að syngja? Eg veit það ekki. Hvers vegna hlægið þér? Eg veit það ekki. En eg veit það. Þér eigið gimstein, sem þér ætlið að gefa. Eg dansa eftir veginum og syng. Áður en eg mœti honum, sný eg við og flýti mér. Hann nær mér og réttir fram hendurnar: Gimsteininn. Eg skil yður ekki. Þér elskið mig. Hatm tékur utan um mig og kyssir mig. Hann tók utan um mig og kysti mig. Eg er gömul kona, sem geng eftir veginum og grœt. Eg mæti honum aldrei oftar. Hvers vegna geng eg eftir veginum og grœt? Eg á gimstein, sem eg get ekki gefið. Jón Thoroddsen er ef til vill dæmi- 'gerður smámyndasmiður, míniatúristi með Ijóðrænan þankagang; vera má að það sé æska hans, sem veldur þessu? En ekki verður hann sakaður um vinn- ubrögð æskumannsins, þ.e.a.s. óljósa heimsmynd, annað hvort þokukennda eða öfgafulla. Hann hefur í fyrstu bók sinni náð töluverðum þroska. Hann er einn af þeim fyrstu, sem gera tilraunir hérlendis til að færa út landamæri skáldskaparins. Staddur mitt á milli ljóðsins og ævintýrsins, er hann prins- inn hugdjarfi, sem telja verður að hafi unnið eftirminnilegan sigur með því að „losa nýja flugu af pappírnum“, gera hana að „leiðsögumanni" við upphaf nýs tímalbils í islenskum bókmennturru Því má ekki gleyma, að um Jón Thoroddsen hefur verið ort einna feg- urst minningarkvæði á íslandi á þess- ari öld: Jón Thoroddsen cand. jur. In memoriam. Það gerði vinur hans Tómas Guðmundsson, og toirti í bók sinni Fögru veröld. Fyrsta erindið er þannig: 1 dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt Ijóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glœstur, öllum drengjum betri. Jón lést af slysförum i Kaupmanna- höfn, árið 1925, aðeins 27 ára að aldri. Skoðanir manna hafa verið skiptar um hann eins og aðra; glöggt dæmi um annað viðhorf en hjá Tómasi er ævi- saga Guðmundar Gislasonar Hagalíns, Hrævareldar og himinljómi, 1955. Haga lín, sem lesnti í deilum við Jón á mál- fundi í Menntaskólanum, og hlaut ó- vináttu hans að launum, komst að því snemma, að þeir voru ólíkir, „ef ekki að eðli, þá fyrir áhrif umhverfis og upp- eldis.“ f bók Hagalíns, sem gefur bæði skemmtilega og fróðlega hugmynd um menntaskólaár hans, og andlegt líf i Reykjavík á þeim tíma, standa þessi eftirtektarverðu orð um hinn stranga gagnrýnanda og mælskumann Jón Thor oddsen: „Hann skrifaði í skólablaðið ritdóma um kvæði, sögur og greinar, sem skólasveinar birtu, og vöktu dómar hans ekki minni eftirtekt en snjöllustu ljóðin, sem komu frá hendi Jóhanns Jónssonar." Jóni entist aldur til að ganga frá ann- arri bók til útgáfu, leikritinu María Magdalena, sem var prentuð sama ár og Flugur. Engu verður spáð um það Framihald á bls. 12. Sigurjón Friðjónsson. 28. apríl 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.