Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 14
NÝJAR DANSKAR BÆKUR Dansk lyrik fra folkevisen til Jens Baggesen. En antologi redigeret af Carl Bergström-Nielsen. Gyldendals Xrane- böger. Köbenhavn l!)t>7. Þetta saín danskra Ijóða héfst á þjóð- vísum. en yngsta efni þess eru ljóð Jens Baggesens. sem lézt ár:ð 1826. Fremsta ljóð bókarinnar er þjó'ðkvæð- ið um máít hörpunnar. Þar segir sem k.unnugt er frá Villemand og vænni brúði hans, sem léku að gulltafli. En jómfrúin grætur, því að hún hefur hug- bd% um að henni sé bani búinn. Systr- um hennar íveimur hafði orðið það að Íörtjóni að i'íða ána Blíð á leið til brúð- aups. Víllemand kve'ðst munu láta hundrað riddara ríða henni til hvorrar handar yfir ána, og tólf leiða gangvara hennar. En þrátt fyrir þessar varúðar- ráðstafanir hnaut gangvari brúðarinnar á brúnni miðri og hún féll í stríðan strauminn. Gat enginn hrifið hana það- an. Villemand lét þá sækja gullhörpu sina og lék svo að börkurinn féll af trjánum, horn losnuðu af fé og óvættur fljótsins varð að láta lausa brúði hans. Fleiri skemmtilegar þjóðvísur eru í þessu safni, t. d. Ólafur Liljurós,. Ás- björn snari og Morgundraumar mærinn- ar. Elzti nafngreindi höfundur, sem þarna á ljóð er Morten Börup, sem var uppi 1446—1526, næstelztur er Tycho Brahe, fæddur hundra'ð árum seinna. Leonora Christina á ljóð í þessari bók. einnig Ludvig Holberg, en nafngreindir höfundar eru alls 19. Nýjar erlendar bækur í Borg- rrbókosnini Jul Bomholt: Midt í Riget. Roman om Knud den hellige og hans tid. 230 bls. Kbh., 1967. Þetta er annað bindi skáldsögu Jul. Bomholts fyrrv. váðherra um Knút heiga. Hið fyrra, Guds Knægt, kom út 1966 og er einnig til i bókasafninu. I þessu bindi er l'jallað um atburði ársins 1085, þegar Knútur býr sig undir innrás í Eng- iand. Mihalio Lalic: Klagernes bjerg. Par- tisanroman fra Jugoslavien. Kbh., 1967. Lalic er einn af kunnustu nú- timahöfundum Júgóslaví.u Klagernes bjerg er hans frægasta verk og fjallar um líf júgóslavískra skæruliða í fjöll- um Júgóslavíu árið 1942. En bókin er ekki fyrst og fremst stríðsbók, heldur persónulýsing, lýsing á manni undir binum verstu kringumstæðum, — al- gerlega einangruðum uppi í fjöllum. Walter R. Fuchs: Vor tids fysik. For- máli eftir nóbelsverðlaunahafann Max Born. Kbh., 1966. Registur. Myndir. Höf. er amerískur vísindamaður, sem starfar í Vestur—-Þýzkalandi og ritar ó þýzku. Þetta er fyrsta bindið í bóka - ílokki, sem Samlerens Forlag í Kaup- mannahöfn er að gefa út og nefnist Vi og Videnskapen. Er markmið hans c ð kynna almenningi það, sem er að gerast í heimi vísindanna á okkar dög- um. Vor tids fysik hefur fengið ágæta dóma og þykir bæði skýr og auðveld aflestrar. Brian Crozier: Franco. A Biograph- ícal History. London 1967. 390 bls. Heim iidaskrá. Nafnaskrá. Myndir. Þetta er fyrsta meiri háttar ævisaga hins spánska einræðisherra, sem kemur út á ensku. Hefur bókin fengið mjög góða dóma, m. a. í Times Literary Supplement, þar sem höf. er hrósað fyrir skarpskyggni, glöggan söguskilning og ó'hlutdrægni. George F. Kennan: Memoirs 1925— 1950. Boston-—Toronto 1967. 583 bls. Nafnaskrá. HöL einn kunnasti og á- gætasti maðurinn í utanríkisþjónustu IBandaríkjanna í aldarfjórðung, segir l'ér frá reynslu sinni í þessu starfi. Hann hefur jafnan verið þar, sem mest befur á reynt, í Moskvu, Prag, Berlín (þegar Hitler sagði Bandaríkjunum stríð á hendur), í Japan og víðar. Hann befur ritað mikið um nútíma sagnfræði og stjórnmál og þá einkum um Rúss- land og samskipti þeirra við Vestur- lönd. Hafa bækur hans stuðlað mjög að auknum skilningi í Vesturlöndum á Rússlandi og rússneskum stjórnmálum. Minningar hans eru taldar í flokki merkustu bóka síðasta árs. Machado de Assis: Esay and Jacob. Skáldsaga. 288 bls. London 1967. Höfundurinn er viðurkenndur einn mesti rithöfundur Brazilíu (1839—1908). Sagan fjallar um hin stórbrotnu innan- iandsátök i Brazilíu á 19. öld, frelsun þrælanna, byltinguna gegn Dom Pedro II, stofnun lýðveldis og gagnbylting- una. Pólitisk saga um baráttuna fyrir írelsi, óháð stað og tíma. Xhc Okagami (Skuggsjá hin mikla) 488 bls. London 1967. Skýringar, bóka- ,-krá, atriðisorðaskrá og nafnaskrá. Jap anskt sagnfræðirit í söguformi ritað á 11. öld af óþekktum höf. Það fjallar um tímabilið 825—1025, þegar Fuji- wara—ættin réð lögum og lofum í Jap- an. Þetta er fyrsta enska þýðing þessa lorvitnilega og gagnmerka rits, og er hún gerð á vegum Menningar— og vís- indastofnunar S.Þ. (Unesco. Seferis, George: Collected poems, 1925 —55, New Jersey 1967. 490 bls. Þýð- endur: Edraund Keeley og Pilip Sherr- ard. Formáli og skýringar. Þessi vand- aða útgáfa á Ijóðum hins gríska Nó- belskálds er gerð í samráði við höf- tindinn og þýðingarnar endurskoðaðar af honum. Frumtextinn er prentaður á annarri síðunni, en hin enska þýðing á hinni. Bashevis Singer, Isaac: The manor. 442 bls, New York 1967. Stórbrotin ætt- arsaga og þjóðfélagslýsing, sem gerist meðal Gyðinga í Póllandi á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Höf., Gyð- ingur nú búsettur í Bandaríkjunum, er í flokki meiri háttar rithöfunda nútím- ans. Sinclair, Andrew: Gog. 486 bls. Lond- ón 1967. Áhrifamikil skáldsaga og ein- stök í sinni röð vegna hins sérkenni- lega efnis og aðferða höf. Einkennileg- an mann rekur upp á strönd Skotlands. Hann strýkur síðan af sjúkrahúsi og heldur til London, hittir á leiðinni gamla vini sína á ævintýralegan hátt, og brátt lekui að rifjast upp fyrir honum for- tíð hans og fortíð brezku þjóðarinnar. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.