Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 12
Svíþjóð hin nýja og Sjö bræður ]ög Noröurlandamanna og íyicur & tQ-konar blblluanda, an þess að vera há- vitnun í þessi orð Atla, er Þorbjörn kristileg, eru svo mM-g einkenni ljóðs- vá hann: „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin." Erindið er þannig á sænsku: Djupt ar ditt vemod, septentrionala varld. Nar Atli sitt hús i juninatten fick Thorbjörns spjut tvars genom kroppen kvad han i dödsminuten: — Spjutbladen görs breda nu — De Fyra Vindarnas gata fjallar um ferðir í Frakklandi með París sem mið- stöð og um Guetemala og Karabíska •hafði, einkum eyjarnar. í Vastlig hori- sont er aftur haldið heim á leið og enn til vesturstrandarinnar sænsku. Sá hluti bókarinnar geymir ljóðrænar myndir og persónustúdíur úr því um- hverfi. J. H. A. NÚTÍMALJÓÐ Framhald af bls. 5. hér hvert leiðir jafn gáfaðs skálds og Jóns Thoroddsens hefðu legið, ef hann hefði fengið að starfa og eldast með félögum sínum. Tómas Guðmundsson spyr í fyrrnefndu ljóði: Og skín ei Ijúfast œvi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í œsku sinnar tignu fegurð lifir? ins á framsögn skáldsins og mynda- vali, að heildin verkar sem langt ljóð: „söngur sálarinnar.“ Nafnið á fyrsta kaflanum segir mikið um efnið: Heiðríkjustund. Bliðviðrið i skáldskap Sigurjóns Friðjónssonar er engin tilviljun; hann leitaði jafnan hins fagra í tilverunni og átti sér háleitan boðskap um frið og rósemi hugans. En eins og hann segir í lok kaflans: Unaður — og sorg. Alveg á nœstu grösum hvað við annað. í öðrum kafla, Brim, ávarpar hann „hinn mikla og dularfulla": Eg kallaði til þín í náttmyrkri og þú svaraðir mér ekki. Eða þú svaraðir og eg heyrði það ekki. Ellegar ég heyrði það og skildi það ekki. Niður hinna heilögu vatna var þagnaður. Og skuggi nœturinnar. hvíldi eins og bjarg á sálu minni. Og eg kallaði í annað sinn og þriðja sinn. Enn þú svaraðir mér ekki. Haustið er komið. Sjórinn dunar og loftið er fullt af svartri þoku, sem spáir regni. Holskeflurnar rísa við ströndina líkar villidýri, sem rœðst á lifandi skepnu. — Sviða frá tannaförum brotsjóanna leggur um alla sálu mína. Fleisher, Frederic: The New Sweden The Challenge of a Disciplined Demu- cracy.Kavid McDay Company, Inc. New York 1967. Höfundur þessarar bókar, Frederic Fleisher, er lesendum Lesbókar Mbl. að góðu kunnur. Hafa birzt hér öðru hverju eftir hann greinar og viðtöl við ýmsa menn, er framarlega standa í bókmenntum, listum og stjóm- málum á Norður- löndum. Fleisher er Ameríkumað- ur, en hefur um langt skeið átt heima í Svíþjóð og lokið doktors- prófi frá Háskól- anum i Stokkhólmi. Hann ritar að stað- aldri í ýmis ensk og amerísk blöð og timarit. í þessari bók, sem á íslenzku mundi heita Svíþjóð hin nýja, tekur Fleisher til meðferðar það sem er að gerast í Svíþjóð a okkar dögum. Bók hans er viðamikið verk, nær 400 blaðsíður, og hann hefur lagt sig fram um að nálgast beztu heim- i'dir þannig að lýsing yrði trúverðug Er bókin að miklu leyti borin uppi af viðtölum við þá menn, sem fremstir standa á hverju sviði í Svíþjóð um þess- ar mundir. f fyrsta kafla bókarinnar rekur Fleis her sögu Svíþjóðar frá víkingaöld til þessa dags og dregur fram þá þætti, er mestu máli hafa skipt. Þá rekur hann einnig í stórum dráttum skipti Svía við aðrar þjóðir og skilgreinir stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Þá tek ur Fleisher fyrir einstaka þætti sænsks bjóðfélags, fjallar um samvinnuhreyf- inguna sænsku og hennar þátt í upp- byggingu nútímaþjóðfélags, dregur fram ítarlega lýsingu á stéttabarátt- unni og rekur hvernig Sósíaldemókrat- ar komast til valda. Þá er í sérstökum kafla fjallað um skipan mála hjá sænsk um launþegum. f hverjum kafla.reynir höfundur að fara eins nærri kjarna málsins og unnt er, m.a. með samtölum við talsmenn og fulltrúa einstakra sam- taka. Þá er einnig rakin atvinnusaga Sví- þjóðar, einkum saga iðnaðarins og af- skipti ríkisins af uppbyggingu hans. Öryggismál, almannatryggingar og hús- næðismál eru tekin til meðferðaar og dregir, upp aðstaða almennra borgara gagnvart þessum málum. Þá er loks í nokkrum köflum fjallað um einstök efni, virkan þátt konunnar í störfum utan heimilis og afskipti hennar af op- inberum málum, nýjar siðgæðishug- myndir eru teknar til meðferðar og t-innig fjallað um listir og þátt þeirra í nýtízkulegu menningarþjóðfélagi. Bók Fleishers dregur upp mjög glögga og raunsanna mynd af Svíþjóð. Kemur þar ekki sízt til hlutlæg aðferð hans að nálgast viðfangsefni sitt og augljós viðleitni til að ná fram því sem sannasl er og réttast í hverja máli. Aleksis Kivi: Sju bröder Tolkning av Elmer Diktonius. P.A. Norstedt og Söners Förlag. Stockholm 1966. 24.50. Um þessar mundir eru tæp hundrað ar frá því Sjö bræður eftir Al- eksis Kivi kom fyrst út. Bókin var rituð á finnsku og er sem kunnugt er fyrsta skáldsaga á því máli sem veru lega kveður að. Er Kivi fyrir þetta verk talinn forvígismaður skáldsagnagerðar á finnskri tungu. Þessi merkilega skáldsaga þykir enn áhugavert lestrarefni á Norðurlöndum eins og þessi nýja útgáfa ber vitni. Hún segir frá sjö bræðrum, sem varpa af sér oki þess ófrelsis, sem þeim er Dúið í samfélaginu og halda út í ó- byggðirnar. Líf þeirra þar er ekki bar- áttulaust og átökin við villta og ó- beizlaða náttúruna er söguefni Kivis. Þetta er efni, sem honum lætur vel að Ijalla um, enda hefur verið sagt, að bann skynjaði veruleik finnskrar óbyggðar með hverri taug. Aleksis Kivi var fæddur árið 1834 og lézt 1872. Hann var af finnsku for- eldri og aðstaða til náms var léleg í bernsku hans. Sænska var skólamálið og hana nam hann af gömlum sjómanni og komst á þann hátt í skóla. f há- skóla gaf hann sig einkum að bókmennt- um og helgaði sig brátt eingöngu skáld- skap, þrátt fyrir erfiðár aðstæður og þröngan kost. Merkast verka Kivis er Sjö bræður (Seitesmán veljestá), sem kom út tveimur árum fyrir andlát hans. Fvert Taube: Samlade beráttelser med tillhörande visor och ballader. I urval av lib Fredholm. Med illustrationer av författaren. III. I Najaderenes Gránd Ur Strövtág i Ranrike. Albert Bonniers förlag. Stockholm. Þetta er þriðja bindi í frásagnasafni Taubes og hefst eins og tvö þau fyrstu á ljóðum og söngvum. Síðan koma meg- inþættir bókarinnar tveir. I Najadernas Gránd og Ur Strövtág í Ranrike. Najadernas Gránd er ein af hinum glæsilegu götum í Antibes á frönsku Miðjarðarhafsströndinni, en þar hafði Evert Taube aðsetur sitt um skeið. Þar hafði hann Miðjarðarhafið fyrir augum, eð baki honum voru fjöllin og allt um- hverfis hann var fólk, sem kunni þá ist að lifa á líðandi stund í hefð þeirr- ar menningar, sem þróazt hefur við Miðjarðarhafið um aldir. f sagnabrotum óregux Taube upp myndir frá þessum stað, sem hann gerir bæði ljóslifandi og aðlaðandi. Strövtag í Ranrike er ástaróður til annarrar strandar, sem er bæði úfnari og hrjóstrugri en Miðjarðarhafsströnd- in. Það er strandlengja Vestur-Sví- þjóðar frá Konungahellu að norsku landamærunum, Bohuslán, þar sem Taube er fæddur og uppalinn. Er hann mjög vel heima í sögu þessa landshluta og dregur upp ógleymanlegar þjóðlífs- myndir. Evert Taube: Samlade beráttelser með tillhörande visor och ballader. IV De Fyra Vindarnas gata. Vástlig horisont Albert Bonniers förlag. Stockholm. Fyrsta ljóðið í þessu bindi heitir Ör- Þegar hundrað ár voru liðin frá fæð- ingu Sigurjóns Friðjónseonar, sagði frændi hans Þóroddur Guðmundsson í ’blaðagrein, að hann teldi skáldskap Sigurjóns „eitt skemmtilegasta ævintýri íslenzkrar bókmenntasögu." Það er auð- velt að taka undir þau orð. Sextugur gefur Sigurjón út Ljóðmæli sin, og er Ijóst eftir útkomu þeirra að sérkenni- legt skáld hefur kvatt sér hljóðs. En Sigurjón lætur ekki þar við sitja. Hann sendir frá sér fleiri bækur, og allar bera þær vitni um vaxandi skáld, hver með sínum hætti. Þessi þingeyski bóndi lét ekki önn ævidagsins smækka sig, eða sníða sér þröngan stakk, heldur stefndi á fjarlægustu mið í ljóðagerð sinni og sögum; þýddi fræg ljóð er- lendra skálda og gerði það af smekk- vísi. Aðeins miklir áskapaðir hæfileikar og menningarlegt umhverfi skapa slíkt skáld, og því verður ekki neitað, að í Þingeyjarsýslu voru mörg afrek unn- in í félags og menningarmálum. Það sem líklega hefur mesta þýðingu haft fyrir Sigurjón _ Friðjónsson var stofnun fé- lagsins Ófeigur í Skörðum, 1888, en þessi samtök beittu sér fyrir kaupum á erlendum bókum, og voru þar margar úi*valsbækur samankomnar á norræn- um málum. Bókakaup þessi voru upp- haf að héraðsbókasafni, sem Benedikt á Auðnum sá um. Sonur Sigurjóns Frið- jónssonar, Arnór, segir í löngu æviá- gripi um föður sinn aftan við úrval ljóða hans, 1967: „Bókasafnið var aðal- félagsmála- og bókmenntaskóli héraðs- búa, meðan Benedikts Jónssonar naut við“. Um Ljóðmæli Sigurjóns Friðjónssonar eða önnur hefðbundin ljóð hans verður ekki fjölyrt hér. En árið 1929, eða réttu ári eftir að Ljóðmælin voru gefin út í Reykjavík, kom út eftir hann lítið kver á Akureyri, sem _ nefndist Skriftamál einsetumannsins. í raun og veru er erfitt að flokka þá bók, telja hana til einhverrar sérstakrar bókmenntagrein- ar; hún er á mörkum þess að vera ljóðrænar hugleiðingar eða safn spak- mæla. Ég hef þó freistast til í þessu samhengi, að skipa henni til sætis með verkum þeirra Sigurðar Nordals og Jóns Thoroddsens, álíta hana ljóð í lausu máli. Þótt yfirgnæfandi hluti henn ar sé lífsviska sett fram í einhvers Eg kallaði út í myrkur næturinnar og heyrði fótatak í fjarska. En þú svaraðir mér ekki. Hefir þú gengið hjá — þú hinn mikli og dularfulli? Hefi eg fyrirgert því, að þú gistir und- ir þaki mínu? Eða var það, sem eg heyrði, berg- m.ál af kalli minnar eigin sálar? Var það ómur af streng, sem brast og dó út í hljóðlausri nóttinni? — f þessari bók er skáldið spurult og haldið nagandi efa; það þekkir „skugga lönd sorgarinnar", en veit líka að „lífið er hamingja". Leitin er honum ofarlega í huga: Þegar mest liggur við er maðurinn einn. Jafnvel á meðal brœðra. — Eins og Villidýrið leitar einverunnar til að deyja, eins leitar maðurinn hennar á þjáningarstundum. Leitar hennar til að finna sjálfan sig. Leitar hennar til að ná œðsta þroska sálarinnar. í Niðurlagi bókarinnar er hann enn að vænta svars frá „hinum mikla og dularfulla", og kemst að þeirri niður- stöðu, að hann hafi þegar svarað sér: „Með sorg og þjáningu svaraðir þú mér.“ Og bókinni lýkur á þessari játn- ingu, eða huggun: Þegar eg nú að síðustu stend á vega- mótum, þá heyri eg enn að vísu brim- gnýinn frá brotsjóum mannlífsins og enn hvílir skuggi þess á láglendi sál- ar minnar. Enn óttusöngur hins eilífa hljómar jafnframt skœrt í eyrum mín- um. Og eg hefi lœrt að finna hina dásamlegu hvíld við hjarta þitt.------- Einstaka sinnum------------ Þrátt fyrir seinustu orðin tvö, sem draga eilítið úr sannfæringu skáldsins, er Skriftamál einsetumannsins merkileg heimild um trúarlíf Sigurjóns Friðjóns- sonar, sanna áþreifanlega, að í sálhins trúhneigða manns er stundum „hvíldar- laus ófriður", hann finnur að það næg- ir ekki að „leita til mannanna“, að guð og kærleikurinn eru eitt. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.