Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1968, Blaðsíða 10
Bak við hálsinn var dalurinn svo að hann varð ekki séður frá ströndinni. Vegurinn sem lá yfir hálsinn var orðinn líkastur troðningi, enda ekki ekinn í áratug. Vegur, sem enginn notar á enga kröfu til viðhalds og verður því úr leik. því meir, sem lengur líður. Vegur, sem enginn notar, er eins og áhald, sem önnur nýrri og betri hafa leyst af hólmi og liggur nú í óhirðu og bíður þess eins að hætta að vera til. En áhöld og vegir eiga enga sál, engan söknuð, enga hamingju, eða er ekki svo? Vegurinn haiði ekki verið ekinn í áratug, svo í dag, bjartan júlídag, liggur hann þó ekki einn og yfirgefinn. Gamall maður, grár á hár og skegg, þrekvaxinn og beinn í baki, gengur léttilega eftir veginum og stefnir upp á hálsinn. Áttatíu ár höfðu ekki beygt bak Jasonar fyrrum bónda á Fossi, svo að séð yrði. Jason gengur hröðum skrefum á brattann, og blæs varla úr nös. Það er eins og hann sé ungur í annað sinn og sé að koma heim úr verinu til foreldra sinna. Jcison gengur. og furðufljótt er hann kominn upp á hálsinn, þar sem sér yfir dalinn. Þar tekur hann sér hvild. Sest á stein við veginn og horfir yfir dalinn. Nei, Jason er ekki að koma heim úr verinu eftir að hafa róið með Suður- nesjamönnum og fengið í sinn h’ut nægan fisk til ársins fyrir heimilið. Nei, hann er ekki að koma þaðan. Sá tími var liðinn fyrir löngu. Jason lítur yfir dalinn, grundirnar, túnin og hlíðarnar, vafðar grænum gróðri júlídagsins. Lítur á bæina fjóra, tvo hvoru meginn árinnar, sem liðast lygn mi'lli lágra bakka eftir miðjum damum. Jason starir á bæina hvern á eftir öðrum í dimmgrænum túnblettunum. Dalurinn var sá sami, en bæirnir höfðu breytzt. Þar sem áður var fullt af lífi stritandi fólks, er nú kyrrðin og þögnin tekin við .Reykháfar sem höfðu borið reyk frá matseld húsmæðranna upp í ioft hvers dags, eru nú flestir hrundir. Aðeins einn stendur enn óbrotinn, en þó svo litlaus og lífvana í kyrrðinni. Það er reykháfur yzta bæjarins, þar sem lengst er til að fara. Bæjarins sem hét Foss, þar sem foreldrar hans höfðu búið í þrjá ættliði og hann síðastur. Foss og tíu ár voru liðin, siðan hann lokaði hurðinni þar á eftir sér og hélt suður. Hinir búendur dalsins voiu farnir á undan, svo að hann fór síðastur. Þetta eru breyttir tímar sagði fólkið, Næg atvinna, Bretavinna og engin ástæða lengur til hokurs í afdal. Vinna og nóg vinna. Bræða gull breytzt tíma, stríðsár. Vitfirring stríðsins, óhamingja og eyðilegging í öðrum þjóðlöndum gat ekki á neinn hátf skrifazt á reikning íslendinga, sem áttu þar engan hlut að máli. Þeir fluttu aðeins fisk sinn yfir hafið, eins og þeir höfðu gert, síðan þeir eignuðust haffær skip og misstu við það marga sína beztu syni í ógnun stríðsvélanna. En þessi ár áttu líka annað og meira og við tilhugsunina rétti Jason úr sér, þar sem hann sat á steininum og brosi brá fyrir á andliti hans. Lýðveldis- stofnunin árið 1944. Landið loks frjálst. — Það var ekki prentað á Hólum, að við þyrftum alltaf að vera handbendi Dana, — hafði Vigfús gamli, nágranni Jasonar sagt við það tækifæri, þar sem þeir bændurnir voru saman komnir til mannfagnaðar í sveit sinni, og að^ þeim orðum sögðum hafði Vigfús spýtt vænni munntóbaksgusu á gólfið. Hann varð alltaf argur karlinn, ef minnzt var á Dani. — Ætli það hafi ekki verið kominn tími til að hætta að skattleggja okkur fyrir koparþynnuna á þök þeirra: bætti hann við og dró pela úr vasa sínum og bauð Sntásaga eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka Jason. Jú, það var tími fagnaðar og bjartsýni. Þjóðin reis upp sem einn maður og sótti fram til uppbyggingar og aukinnar menningar. Ný skip, nýir vegir, ný hús og loks íslenzkur loftfloti með tilheyrandi flugvöllum. Ár átaka, framfara, mgþráð ár tækifæra, sem gerðu drauma að veruleika. — En þó — Jason teygði ur sér og leit inn að Fossi, yzta bænum í dalnum. Bærinn hans, yfirgefinn af mönnum og nú aðeins leikvangur veðra og veg- leysingja. Þessir tímar höfðu líka haf‘ í för með sér þann hraða og þá óvægni, sem gerði afdali að auðn. Börnin fóru suður hvert af öðru, svo að loks stóðu þau tvö eftir. Þau þrjózk- uðust í nokkur ár og voru að lokum orðin ein í dalnum. Svo brást konunni heilsan og þá fylgdu þau straumnum. Förguðu bústofni sínum og fluttu til Ólafs, yngsta sonar sins í Reykjavík. — Ó, já, hugsaði Jason, það var árið 1956 og nú eru tíu ár síðan. Tíu ár í Reykjavík. Hvers vegna varð hann aldrei annað en gestur þar. — Sérðu eyjarnar og sundin, afi, sagði Rúna litla sonardóttir hans. — Finnst þér ekki fallegt afi, þegar sólin flýtur í sjónum og eyjarnar eru eins og skip, sem geta siglt með okkur til fjarlægra landa. —Jú, barnið mitt hafði hann sagt til að gleðja hana, en í huga hans var lygn á, sem liðaðist milli lágra bakka í grænum dal, þar sem sást á jökul í fjarska. — Afi, sagði Rúna litla, þegar þau sátu við tjamarbakkann og gáfu fuglum brauð. — Finnst þér ekki gaman að fuglunum, sona spökum og góðum. — Jú, barnið mitt, hafði hann sagt, en í huga hans var flug helsingja í fylkingu og söngur frjálsra svana á lognkyrru heið- arvatni. — Jason: hafði konan hans sagt um vorið, síðasta daginn sem hún lifði, þar sem hún lá í hvítu rúmi, í hvítri stofu stórs sjúkrahúss. — Jason, hafði hún endurekið. — Ég hef alltaf heyrt til litla fossins í læknum heima. Söngur hans hefur aldrei þagnað. — Litlu síðar hafði hún sagt. — Jason, nú er túnið okkar heima að verða grænt, er það ekki rétt hjá mér. — Jú, góða mín, hafði hann sagt og strokið hönd sinni um kinn hennar, en þá voru augu hennar brostin. — Jason reis upp af steininum eins og annars hugar og hélt áleiðis niður hálsinn. Nú var það niður í móti og létt að ganga. — Viltu ekki biða, þar til ég fæ fríið og get farið með þig, hafði Ólafur sonur hans sagt — Það er svo sem von, að þig langi að sjá sveitina þina og heilsa upp á þá, sem enn búa þar, þótt fáir séu, hafði hann bætt við. — Nei, Jason hafði ekki viljað bíða. Hann sagðist heldur vilja fara með áætl- unarbílnum. Hann léti vita um sig. Það væri öllu óhætt með sig. Ferðin hafði gengið að óskum og svo hafði hann fengið ungan pilt af einum innbænum til að aka sér að Hálsveginum. Gamla veginn sinn ætlaði hann að ganga sjálfur. Þetta er ófær skratti, þessi Hálsvegur, sagði pilturinn þegar þeir kvöddusrt, en því hafði Jason engu svarað. Leiðin var léttari og mýkri undir fæti eftir því sem neðar dró í dalinn, og óðara en varði var Jason kominn að ánni lygnu og þá var aðeins snertispölur út með henni upp brekkuna, þar sem lækurinn rann í ána, framhjá túninu á Fossi, sem enn gekk í grænum bylgjum sumarsins. Jason settist við litla fossinn í læknum og hlustaði á niðinn, — Jason, hafði hún sagt. — Eg hef alltaf heyrt til litla fossins í læknum heima. Söngur hans hefur aldrei þagnað. — Baldur Ragnarsson: Drekar frá því um 1200 Fjórir drekar, fleygir, en fastir, ristir í við fornan, Valþjófsstaðahurð, sveigðir í bug, með sporð í gini, klóm sem vita inn í miðju hins knappa kringlótta reits sem þeir fylla, drekar í fjötrum. Ástríður, hnepptar í form, sem fast þær bindur, ástríður, hnepptar í forni, sem þær sjálfar fylla. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. apríl 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.